Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 28

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 28
Ríkulega útbúnir bílar á frábæru verði: Hrákr. 1.499.200 1 JÖFUR ÞEGAR PÚ KAUPIR BÍL Nýbýlavegi 2, sími 42600 FYRIR ÞÁ SEM VILJA LÁTA SÉR LÍÐA VEL VIÐ AKSTURINN NÝR BÍLL FRÁ CHRYSLER - SARATOGA A ^P^kkert lát er á gjaldþrotum fiskeldisfyrirtækja. Nú hefur Faxa- lax hf. í Vogum verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt heim- ildum Víkurfrétta eru kröfur í þrotabúið hátt á þriðju milljón króna. Stærsti kröfuhafinn, Is- landsbanki, á veð í eldisfiskinum en það eru einu veðkröfurnar. Faxa- lax náði ekki tveggja ára aldri áður en hann leið undir lok .. . í ú ku hinn þrautreyndi kosn- ingastjóri Amundi Amundason hafa verið ráðinn yfirkosninga- stjóri Nýs vettvangs, en til þessa hefur sá starfi hvílt á herðum þeirra Arnórs Benónýssonar og Krist- jáns Ara Þorvaldssonar . . . ^Íundur var haldinn í starfs- mannafélagi Stöðvar 2 í hádeginu í gær, þar sem samin var harðorð ályktun í garð núverandi stjórn- ar fyrirtækisins fyrir að hafa fyrir- varal^ust sagt Jóni Sigurðssyni .framkvæmdastjóra upp störfum. Jafnframt kom fram í ályktuninni, eftir því sem PRESSAN heyrir, al- menn ánægja starfsmannanna með störf Jóns, enda segja innanhúss- heimildir að hann hafi verið mjög vel liðinn af starfsfólkinu. Stöð 2 glatar nú stöðugt fleiri og fleiri vön- um starfsmönnum, en á mánudag- inn sögðu upp þeir Guðmundur Orn Jóhannsson, yfirmaður allrar auglýsingaframleiðslu, og Einar Olafsson í markaðsdeild. Að auki hefur Gísli Valdimarsson klipp- ari gengið til liðs við Sýn hf. . . . b_.. skaminbys.su hlaupvídd 38, fund- ust nýlega við Langholtsveg. Það voru börn að leik við veginn sem fundu kúlurnar sem hafði verið skotið úr þessu stórhættulega vopni. Varla má búast við að aðrir en James Bond eða þá Víkinga- sveit lögreglunnar beri vopn af þessu tagi. Foreldrar eins barnsins fóru með kúlurnar til lögreglunnar, en þar þótti fundurinn ekki merki- legur. Löggan telur ótrúlegt að byssuóður maður hafi leikið lausum hala við Langholtsveg. Skýring lög- reglunnar var sú að skothylki hefðu verið sett í endurvinnslu hjá Sindrastáli eftir æfingu hjá vík- ingasveitinni. Þar hefði þeirra ekki verið gætt sérstaklega því börn hefðu komist í skothylkin og dreift þeim út um allan bæ . . . ^^^ala grænu greinarinnar um síðustu helgi mun hafa gengið með miklum ágætum og að sögn Valde- mars Jóhannessonar söfnunar- stjóra hafa komið inn að minnsta kosti 45 milljónir króna og er Landgræðsluskógaátak 1990 því líklega stærsta söfnun á Islandi. Haft er eftir Valdemar Jóhannessyni að tilkostnaði við söfnunina hafi verið haldið í algjöru lágmarki og næst- Saratoga - Nýr amerískur lúxusbíll frá Chrysler sem býður upp á þægindi, aksturseiginleika og öryggi mun dýrari bíla. Innifalið í verði er allur hugsanlegur búnaður I 2,5 lítra vél með beinni innspýtingu ♦ vökvastýri ♦ rafdrifnar rúður og speglar ♦ samlæsing á öllum hurðum o.fl. viðræður við öldungadeildarþing- manninn víðkunna Mark O. Hatfi- eld, en lögmennirnir leggja áherslu á að reyna „stjórnarfarssamningá' áður en farið yrði út í málssókn. Þá hefur það gerst að upplýstur hefur verið samningur á milli varnarmála- deildar ísl. utanríkisráðuneytisins og hersins frá 1970 um viðskilnað hersins á Heiðarfjalli þar sem ís- lendingar taka á sig allar skaðabæt- ur vegna ratsjárstöðvarinnar. Má því búast við að fiskeldismennirnir beini kröfum sínum að íslenska rík- inu á ný en skv. bestu heimildum eru þær himinháar eða 150 milljón- ir dollara (um 9 milljarðar ísl. kr.). Eftir því sem best er vitað hafna stjórnvaldsaðilar þessum kröfum sem fráleitum enda hafi enn ekkert komið í ljós sem sýni alvarlega um- hverfismengun af völdum PCB- efna á svæðinu. Skv. varnarsamn- ingi verða hins vegar málaferli í málum gegn bandaríska hernum að fara fram á íslandi. Er ábyrgðinni þá skipt þannig að Bandaríkin taka að sér 85% hluta kostnaðarins og ísl. ríkið 15% ... í^íokkrir eigendur verðbréfa í rekstrar- og verðbréfasjóðum Avöxtunar sálugu undirbúa nú skaðabótamálsókn á hendur ríkinu eins og fram hefur komið. Aðgerð- irnar eru til komnar eftir að niður- staða umboðsmanns alþingis um vanrækt eftirlit hins opinbera með sjóðum Ávöxtunar var lögð fram. Nokkrir verðbréfaeigendur hafa þegar sent viðskiptaráðuneyti og Seðlabanka kröfur um að þessar stofnanir greiði að fullu kröfur þeirra í sjóði Ávöxtunar. Fyrstu svör frá ráðuneytinu og Seðlabankanum eru þegar komin þar sem þessar stofnanir hafna kröfunum að öilu leyti með þeim orðum að engar ástæður séu fyrir hendi að lögum, sem gætu verið grundvöllur að skaðabótaskyldu í málinu. Augljóst virðist því að málið muni koma til kasta dómstóla ... um allur undirbúningur unninn í sjálfboðavinnu. Sjálfur hefur Valde- mar verið í launuðu starfi við átakið í rúmt ár, en flestir aðrir sem komið hafa nálægt söfnuninni hafa ekki þegið laun fyrir. Þó var ráðinn starfskraftur í hálfa stöðu frá ára- mótum og einhverjir hafa fengið kaup fyrir vinnu sína nokkra daga þegar undirbúningurinn var í há- marki. Laun Valdemars eru leyndarmál en að sögn hans sjálfs eru þau ekki há . . . Þ egar Bæjarmálafélag Sel- tjarnarness var stofnað í liðinni viku hélt þar meðal annarra ræðu Arnþór Helgason. Hann kynnti lög félagsins, og þar á meðal að ekki mætti leggja það niður nema fyrst færi fram atkvæðagreiðsla á- aðal- fundi. Bætti hann síðan við að þess- ar reglur væru settar til að eínhver Jón Jónsson úti í bæ gæti ekki ákveðið að nú skyldi félagið lagt niður. Um leið og hann sleppti orð- inu gekk í salinn Jón Jónsson, þekktur heildsali á Nesinu, sem löngum hefur verið orðaður við Sjálfstæðisflokkinn . . . A ^0Pigendur fiskeldisstöðvarinn- ar Naustanna hf. á Langanesi telja sig hafa orðið fyrir miklu fjár- hagstjóni af völdum mengunar frá dvöl bandaríska hersins á Heiðar- fjalli, en þar var starfrækt herstöð frá 1954—1969. Hafa þeir fengið Jón Oddsson hæstaréttarlögmann til að fara með málið hér gagnvart ísienskum stjórnvöldum. Vilja þeir að íslensk stjórnvöld reyni að ná samningum við bandarísk stjórn- völd um bætur enda geti dómsmeð- ferð á málinu í Bandaríkjunum vald- ið miklu tjóni á íslenskum fiskmörk- uðum vestra. Þó hafa þeir einnig fengið sér þrjá lögmenn í Washing- ton til að fara með málið í Banda- ríkjunum en það eru Lindsay Hart, Neil & Weigler, virt lögfræðistofn- un að sögn, og mun einn þeirra lög- manna hafa verið aðstoðarmaður Carters á forsetaárunum. Munu þeir þegar hafa hafið byrjunaraðgerðir vestra, m.a. með viðræðum við þingnefnd og varnarmálaráðuneyt- ið. Þá munu einnig hafa átt sér stað

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.