Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 21

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 3. maí 1990 21 Fuglar í ■ Kínverskir fuglafræðingar með sérþekkingu á fuglum af trönuætt munu vera afskaplega undrandi þessa dagana. Þeir höfðu nefnilega ávallt haldið því fram að fuglarnir veldu sér maka til lífstiða, en nú virðist ljóst að margir þeirra eru síður en svo trúir þessum eina sanna! Trönufrú nokkur er t.d. talin hafa yfirgefið karlfuglinn sinn, vegna þess að hann var orðinn svo óásjá- legur. Vesalings fuglinn átti við ein- hvern kvilla að stríða, sem olli þvi að hann varð afar tætingslegur. Kvenfuglinn þoldi ekki að hafa þennan ófögnuð fyrir augunum og flaug á brott með villtum karlfugli, ásamt tveimur ungum sínum. Ann- að dæmi er um taminn karlkyns trana, sem stakk af með villtum kvenfugli en kom heim aftur með allt annarri „dömu", sem síðan stakk hann af skömmu síðar. Fuglafræðingarnir halda því þó fram að dæmi af þessum toga séu al- gjör undantekning. Venjulega séu gífurlega sterk tengsl á milli karl- og kvenfugla af trönuætt, enda eru fuglarnir álitnir tákn um hamingju og langlifi i Kína. Þess má geta að tranar, sem eru vatnsfuglar með langan háls, hafa nú gert sér hreiður á Bretlandi — í fyrsta sinn í um 400 ár. Breska fugla- verndarfélagið heldur því leyndu hvar fuglarnir eru, svo þeir fái frið fyrir forvitnu fólki, en þeir ku hafa byrjað að verpa aftur á Bretlandi fyrir níu árum, þó það hafi ekki frést fyrr en nú. Bítli hótað lífláti Bítillinn fyrrverandi George Harrison hefur fengið morð- hótanir í pósti, sem borist hefur á heimili hans. (George býr í 120 her- bergja húsi fyrir vestan London, en sumir myndu eflaust fremur kalla þetta höll en hús.) I einu bréfinu stóð „Það er tími til kominn að þú hverfir á braut" og í öðru stóð m.a. „Bless, George!". Bréfin fóru að berast fyrir u.þ.b. ári og segist breska lögreglan taka þau mjög alvarlega. George Harrison, sem nú er 47 ára gamall, hefur að sjálfsögðu haft töluverðar áhyggjur af eigin öryggi frá þvi John Lennon var myrtur í New York fyrir tíu ár- um og þess vegna brenndi starfsfólk hans bréfin. Undanfarnar vikur hafa hins veg- ar borist fimm bréf til viðbótar og þá var ákveðið að láta lögregluna vita af málinu. Eiginkona Bítilsins, Oliv- ia, býr einnig í húsinu og Dhani sonur þeirra hjóna. Beit tunguna úr frúnni ítalskur ferðamaður á Grikk- landi hefur verið sendur í fang- elsi fyrir að bíta hluta af tungu eigin- konu sinnar, þegar þau kysstust af eldheitri ástríðu í aftursæti leigubíls. Maðurinn, sem er 29 ára, heitir Giorgio Pascanello og er hann sakaður um líkamsárás. Dómari mun úrskurða hvort farið verður í mál við hann, en fram að þvi bíður Giorgio á bakvið lás og slá. Hjónin höfðu tekið leigubíl niður að höfn og segir bílstjórinn að þau hafi kysst heitt og innilega á leið- inni. Skyndilega rak konan hins vegar upp óp og þegar leigubílstjór- inn sneri sér við voru farþegarnir út- ataðir í blóði. Þau hrópuðu eitthvað, sem gríski bilstjórinn skildi ekki, en hann tók einfaldlega stefnuna á næsta sjúkrahús. Þar kom í ljós að konan hafði misst nær helming tungunnar. Skurðlæknir var fenginn til að sauma saman tungu ítölsku kon- unnar og þegar hún fékk málið aftur var saga hennar á þessa leið: „Við vorum að kyssast, en skyndilega missti Giorgio alveg stjórn á sér og fór að bíta mig. Ég reyndi að ýta honum frá mér, en hann var sterkari og því fór sem fór. Og sársaukinn var hræðilegur . . .“ Giorgio skilur hins vegar hvorki upp né niður í þessum viðbrögöum konunnar og yfirvalda. Áður en honum var stungið inn sagði hann: „Ég skil ekki hvers vegna verið er að ákæra mig. Við hjónin vorum bara í fríi og ég varð einum of æstur, en það er engin ástæða til að fang- elsa mig!" ÖL í Ein ÁR Opið alla daga 12.00-15.00 og 18.00—01.00 föstudaga og laugardaga til 03.00 MATUR, ÖL OG LIFANDI TÓNLIST SUMARBUÐIR SKÁIA Innritun hefst fimmtudaginn 3. maí í Skátahúsinu, Snorrabraut 60. Innritað verður frá kl. 12.00 til 15.00 alla virka daga. Sími 15484 og 23190. Tímabil 1a 5. júní-12. júní %2a 12. júní-19. júní • 3a 19. júní-26. júní • 2a 11. júlí-18. júlí %2b 18. júlí-25. júlí • 3a 27. júlí-3. ágúst • 4a 8. ágúst-15. ágúst %4b 15. ágúst-22. ágúst Aldur 8-12 ára Verð Verð fyrir hvert námskeið er kr. 13.700,- Staðfestingargjald kr. 3.700,- greiðist við innritun. SKRÁIÐ YKKUR SEM FYRST. Kreditkortaþjónusta Sumarbúðir skáta - ðlfljótsvatni ÍBÚÐ - HÚS Bankastarfsmadur óskar eftir 4ra—6 herb. íbúð eða húsi frá 1. júní nk. fyrir 5 manna fjöl- skyldu. Leigutími u.þ.b. 2 ár. Öruggar greiðslur og einhver fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Upplýsingar í síma 621162, eftir kl. 17. Kolbrún. TOKUM NU UPP SUMARTIMA, AFGREnSLA TRVG6 8-4 TKYGGING HF LAUGAVEGl 178 SÍMI621110

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.