Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 22

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 3. maí 1990 Siv Friðleifsdóttir, verðandi Þegar hún stóð ofan á frárennslis- stokknum neðan við Lindarbraut á Sel- t jarnarnesi fyrir svona tuttugu árum hef- ur hún örugglega ekki hugsað um hvort það væri eðlilegt að holræsið væri opið. Þá var spurningin bara sú að skemmta sér vel# og með þvi fyndnara var ef ein- hver leikfélaganna datt ofan i skitugan sjóinn. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND: EINAR ÓLASON Nú er Siv Friðleifsdóttir að setj- ast í bæjarstjórn á Seltjarnarnesi og umhverfismál eru helsta baráttumál hennar. Fram að þeim tíma að hún bauð sig fram i prófkjöri Nýs afls á Seltjarnarnesi hafði hún lítið komið nálægt pólitík. Hún lenti í fyrsta sæti í prófkjörinu og svarar aðspurð að hún hafi ekki átt von á að lenda svo framarlega ,,þó ég hafi auðvitað stefnt að fyrsta sætinu". Þýðir ekki að fara í fýlu! Hún er mikil keppnismanneskja, stundaði iþróttir um árabil og keppti í handbolta, sundi og badminton, og keppir reyndar enn í því síðast- nefnda. Segist ekki vera tapsár en setji markið alltaf hátt: ,,Eg er þeirr- ar skoðunar að maður eigi að stefna hátt en þótt markinu sé ekki náð þýðir ekki að fara í fýlu." Siv fæddist í Osló árið 1962, elsta dóttir Bjargar Juhlin kennara og Friðleifs Stefánssonar tannlæknis: ,,Það rennur blóð Norðmanna, Sigl- firðinga og sígauna í æðum mér," segir hún. Fjölskyldan fluttist stuttu síðar til íslands og bjó fyrst í Túnun- um en þegar Siv var tæplega þriggja ára fluttu þau út á Seltjarnarnes þar sem hún hefur búið alla tíð síðan: ,,Að vísu reyndi ég einu sinni að búa á Rauðarárstíg en gafst upp eftir að ég hafði vaknað of oft upp við að unglingar af Hlemmi æfðu karate- högg á staurnum við svefnherberg- isgluggann!" Hún segist hafa farið hinn „hefð- bundna Neshring" eins og hún kall- ar það, „var á barnaheimilinu Fögrubrekku, síðan í Mýrarhúsa- skóla og loks Valhúsaskóla. Þaðan fór ég í Menntaskólann i Reykjavík og lauk stúdentsprófi 1982“. Þá lá leiðin í háskólann þar sem Siv fór í fjögurra ára nám í sjúkraþjálfun: „Fyrstu tvö árin eftir að ég lauk náminu vann ég hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Þar vann ég mest með börn og vinnuandinn var góður. En svo ákvað ég að færa mig aðeins nær Nesinu og leigi nú að- stöðu hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, sem er einkarekin stöð í vesturbæn- um." Siv og Sigurgeir bæjarstjóri eiga sameiginlegt óhugamól En við setjum aðeins í bakkgír og tölum meira um fyrri árin. Siv byrj- aði að æfa badminton átta ára með KR og segir ástæðu félagsvalsins einkum þá að pabbi hennar hafi keppt með KR auk þess sem Grótta sé ekki með neina badmintondeild: „Við Sigurgeir bæjarstjóri á Nesinu eigum það sameiginlegt að spila bæði badminton," segir hún og bros- ir. Hún keppti með landsliðinu í badminton og síðar sat hún í stjórn Badmintonsambands íslands. Reyndar hófust afskipti hennar fyrst af félagsmálum þegar hún var í Val- húsaskólanum: „Þar var ég í nem- endaráði og var síðan ritari skólafé- lags Menntaskólans í Reykjavík þeg- ar þangað var komið. Eg hef alltaf haft mikinn áhuga á félagsmálum og vil gjarnan koma nálægt sem flestu. Eg veit ekki hvort það telst kostur eða galli, en ég er svolítið fyr- ir að breyta til og kynnast einhverju nýju því það finnst mér þroska mig." Eftir aö Siv hætti störfum með stjórn BSÍ færði hún sig yfir í Nor- ræna félagið: „Eg starfa í samstarfs- nefnd Norræna félagsins og Æsku- lýðssambands íslands — hrikalega langt nafn! Ég hef starfað með þeim í nokkur ár en þessi nefnd hefur meðal annars skipulagt Norður- landaráðsþing æskunnar. Það þing sækir ungt fólk af Norðurlöndun- um, situr tveggja daga ráðstefnu og talar um norræn, pólitísk mál. Þetta Norðurlandaþing æskunnar er yfir- leitt haldið í lok febrúar, helgina áð- ur en stóra Norðurlandaráðsþingiö er haldið, og þar erum við áheyrnar- fulltrúar. Þannig fékk ég tækifæri til að kynnast þessu hápólitíska fólki hér á landi og annars staðar." Miðjulínan hentar mér ógætlega Siv segist hafa verið tvístígandi í skoðunum í menntaskólanum: „Þá vissi ég ekkert hverjum ætti að trúa og sá ekki í gegnum neitt. Ég var ýmist til hægri eða vinstri. í háskól- anum kynntist ég hins vegar starf- semi félags umbótasinnaðra stúd- enta — umba. Þetta var svona miðjufélag, sem síðar rann saman við félag vinstrimanna og úr varð Röskva. Ég gat auðvitað ekki setið á mér í háskólanum fremur en fyrr og fór í ritnefnd stúdentablaðsins. Þeg- ar ég svo kynntist störfum Fram- sóknarflokksins í framhaldi af há- skólaárunum fann ég að með hon- um átti ég samleið, en hins vegar hef ég ekki verið mjög virk innan flokksins í mörg ár. Ég kynntist starfsemi félags framsóknarmanna á Seltjarnarnesi og þá um leið Guð- mundi Einarssyni, forstjóra Ríkis- skipa, sem sat í bæjarstjórn fyrir flokkinn. Guðmundur ákvað í haust að draga sig í hlé og mér var boðið að fara fram í stað hans. Guðmund- ur studdi mig mjög vel og ég er hon- um þakklát fyrir þann stuðning sem hann hefur veitt mér, bæði í próf- kjörinu og síðar." Hún segist hafa kosið að starfa með Framsóknarflokknum því að hennar mati sé hann „minnst öfga- fullur": „Ég vil ekki keyra einhverja harða íhaldsstefnu. Ég er félagslega sinnuð og miðjulínan hentar mér ágætlega. Ég er meiri diplómat í mér en öfgamanneskja. Það held ég að komi mikið til vegna starfs míns. Á meðan ég meðhöndla sjúklinga mína röbbum við oft saman. Ég hlusta og reyni að skilja sjónarmið fólksins. Sumir eiga við mikla erfið- leika að stríða; hjá öðrum gengur allt í haginn. Þetta hefur breytt mér mikið og ég held að þessi vinna víkki sjóndeildarhringinn gífurlega. Sjúkraþjálfari þarf í rauninni að vera ágætur sálfræðingur. Við sjáum lit- rófið upp og niður meðan aðrir vinna innan afmarkaðs sviðs og lifa í ákveðnu lífsmynstri, jafnt í vinnu sem heima." Nauðsynlegt að horfa fram á við Siv hefur einföld lífsviðhorf: „Maður á alltaf að horfa fram á við og vera jákvæður," segir hún. „Það skildi ég best þegar ég starfaði hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Þangað kom mikið slasað fólk, ungt fólk og börn, sem höfðu fæðst fötl- uð. Þar lærði ég að temja mér það viðhorf að það þýðir ekki að setjast niður og sýta það sem miður hefur farið. Það græðir enginn á þvt að líta til baka. Maður verður að horfa fram á veginn. Mér finnst það vera sjúkraþjálfaranna að reyna að smita frá sér með bjartsýni og krafti, og það held ég að flest okkar geri. Það verður alltaf að reyna að sjá björtu hliðarnar." Hún getur ekki fallist á að Sel- tjarnarnesbær hafi verið sérstak- lega vel rekið bæjarfélag síðustu ár- in. Þar bendir hún á óþrifnaðinn frá opnum holræsum og segir að sér finnist ekki nóg hafa verið gert í um- hverfismálum almennt: „Auðvitað sættir sig enginn við þetta," segir hún. „Það er orðið æ meira áber- andi hversu mikið vandamál þetta er. Hérna áður fyrr þótti svona bara í lagi. Við erum ekkert frábrugðin öðrum sveitarfélögum, það vilja all- ir ganga frá þessu og hafa geðslegt í kringum sig. Mér finnst líka að það sé komin hálfgerð tregða í bæjar- málin, enda meirihlutinn búinn að sitja í tugi ára! Ég tel að nú eigi að söðla um og sanna það að nýir vend- ir sópa best. Það hefur verið mjög gaman að starfa með þessu fólki sem stendur að listanum hjá Nýju afli og samvinna okkar hefur tekist með miklum ágætum þótt ýmsir hafi ekki spáð samtökunum löngum lífdögum. Sjálf átti ég alveg eins von á að togstreitan yrði meiri milli fólks úr ólíkum flokkum. — Við höfum stofnað Bæjarmálafélag Seltjarnar- ness — sem er vettvangur fyrir um- ræðu um bæjarmálin, og í þeim fé- lagsskap er virkilega góð stemmn- ing." Hún talar um einn eftirlætisleik- staðinn sinn frá því hún var barn: „Ræsið fyrir neðan Lindarbrautina var vinsæll staður!" segir hún og hlær. „Þetta var langt ræsi sem steypt hafði verið yfir. Eitthvert mesta fjörið hjá okkur krökkunum var að standa uppi á ræsinu og reyna að halda jafnvægi, því þar var flughált. Og margir duttu ofan í sjó- inn — og allan þann óþverra sem flaut í kring.. Ekki hægt að tala í sundi! Siv segist alltaf hafa verið keppn- ismanneskja og búið til keppni úr öllum leikjum sem hún tók þátt í: „Við höfðum ekki verið lengi í brennó, „sippó" eða „teygjó" þegar leikurinn hafði breyst í keppni. Mér finnst gaman að ná takmarki og er ekki þannig að ég rjúki í fýlu ef ég tapa. Auðvitað líkar manni aldrei að tapa, en ég er ekki óeðlilega tapsár enda hefði ég þá varla enst svona lengi í íþróttum..Hins vegar segir hún að hún hafi ekki enst lengi í sundinu: „Þótt ég tali ekki alveg endalaust þá átti ekki við mig að vera á kafi ofan í sundlaug!" segir hún og hlær. „Sund var ekki nógu félagsleg íþrótt fyrir mig. . .“ Það að vera i fullu starfi sem sjúkraþjálfari, sjá um heimili og fimm ára son, auk þess sem Siv verður bæjarfulltrúi í vor, gerir það auðvitað að verkum að hún þarf að sleppa ýmsu sem hún hefur sinnt: „Ég var kosin í stjórn Æskulýðssam- bands Islands fyrir Samband ungra framsóknarmanna, en sé nú fram á að þurfa að láta af þeirri stjórnar- setu. Æskulýðssambandið er í raun- inni regnhlífarsamtök sem ýmsir að- ilar eiga aðild að, til dæmis SÍNE, SHÍ, UMFÍ, skátar, fötluð ungmenni á Islandi og mörg önnur æskulýðs- félög. Ég var kosin í framkvæmda- stjórn Norræna félagsins á sam- bandsþingi þess sem haldið var í haust. Þar sit ég til dæmis með Sig- hvati Björgvinssyni, þingmanni Al- þýðuflokksins, Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrrverandi ráðherra, og Haraldi Ól- afssyni lektor og markmið félagsins er að efla tengsl við Norðurlöndin og vekja athygli á norrænni sam- vinnu." Beint af fæðingardeildinni í skólann Siv er í sambúð með Þorsteini Húnbogasyni en þau kynntust í há- skólanum: „Hann var formaður um- bótasinna. . .! Þorsteinn er við- skiptafræðingur og við eigum sam- an fimm ára son, Húnboga. Hann fæddist þegar ég var á þriðja ári í sjúkraþjálfuninni. Ég ákvað að taka mér frí hálfan janúarmánuð, hvíldi mig í nokkra daga, eignaðist Hún- boga 24. janúar, kom heim um mán- aðamótin og mætti í skólann næsta dag. Reyndar skil ég ekki núna hvernig mér datt þetta í hug! Þetta myndi flokkast undir skipulagn- ingu, eða hvað? Við Þorsteinn skipt- um með okkur verkum og vorum hvort um sig í skólanum hálfan dag- inn meðan hitt foreldrið var heima og hugsaði um barnið. Ég vildi alls ekki hægja á náminu þó ég væri orðin mamma og með hjálp mömmu og Ingunnar systur minnar gekk þetta upp." Hún segist ekki hafa tekið ákvörð- un umhugsunarlaust um að fara í framboð: „Það fylgja því ýmsar breytingar að taka virkan þátt í stjórnmálum," segir hún. „En ég lít svo á að ég geti gert gagn þar sem ég hef búið svo lengi á Seltjarnar- nesi. Þetta er mitt bæjarfélag og mitt nánasta umhverfi. Þarna fæ ég tækifæri til að hafa áhrif á hvað er gert; ekki bara að láta alla aðra um það. Ég vil að það heyrist í mér og mínum." Hrifin af Steingrími Það kom henni ekki svo mjög á óvart hversu vel gekk í prófkjörinu: „Ég vissi að ég yrði ofarlega en var ekkert sannfærð um að lenda í fyrsta sætinu. Hins vegar þóttist ég vita hvar ég ætti stuðning vísan og það fólk skilaði sér allt í prófkjörið. Þótt ég setji markið hátt vonast ég aldrei til of mikils. Um leið og ég hef sett mér mark stefni ég markvisst að því. Ég hringdi sjálf í fólk sem ég þekkti og kannaðist við — og það þótti mér erfitt fyrst. Ég gat varla hugsað mér það, en um leið og ég var búin að hringja nokkur símtöl fannst mér það bara skemmtilegt, sérstaklega að tala við gamla fólkið og gömul skólasystkini mín."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.