Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 24

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 24
24 kynlHsdálkwrinn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. Er hægt að tala eðlilega um kynlif? Ég skal segja ykkur að það erfið- asta í starfi mínu er að takast á við þá staðreynd að fæstir geta talað eðlilega um kynlíf. Ég á ekki við þegar íslendingar eru búnir að fá sér í glas en þá er eins og flóðgátt opnist. Ég á við að næstum hver ein- asta manneskja fer í sálrænan keng þegar kynlíf ber á góma. Verstu til- fellin eru þegar hringt er í mig og viðkomandi getur ekki sagt annað en „Helvítis píkan þín og tussan þín“ í símtólið. Þá legg ég á og byrja að spá í hvar skórinn kreppir. Sem betur fer fæ ég ekki mörg símtöl sem þetta — kannski svona eitt í mánuði að meðaltali. Samt eru þau nógu mörg til að ég finni það æ skýrar hvað er númer eitt í kyn- fræðslu — að gera fólki það kleift að ræða eðlilega um kynlíf. Að það sé álíka auðvelt og að ræða aðra þætti mannlífsins. Kynlífið er einn mann- legasti þáttur tilverunnar og þess vegna er það mjög furðulegt að flestir skuli láta eins og kynlífið sé ekki til og að það þurfi engan um- fjöllun. Þörfin er augljós Þeir sem geta ekki annað en talað götumál eru kannski þeir sem lang- ar virkilega að ræða málin á eðlileg- an hátt en bara kunna það ekki. Það má kannski líkja þessum aðstæðum við unga konu sem gefur skýrt til kynna að hún ætli að fremja sjálfs- morð. En hún vill það í rauninni alls ekki — það sem hún þarfnast er stuðningur og sjálfsmorðsáætlunin er hennar leið til að kalla á þá hjálp. í hvorugu tilvikinu kann fólk að tjá sig um þarfir sínar og tilfinningar — þess vegna verða tjáskiptin svona ótrúlega bjöguð. Kvídinn hefur stjórnaö Flest okkar eru haldin kvíða þeg- ar kemur að kynlífsumræðu og þessi kvíði birtist á misjafnan hátt. Það er ekki að ósekju að fyrsta skrefið í menntun þeirra sem ætla að fræða aðra um kynlíf er að fá nemendur til að komast í gegnum sinn eigin kvíða. Því á meðan við látum kvíðann og óöryggið stjórna okkur erum við ekki í stakk búin til að fræðast almennilega um kynlíf né heldur tilbúin til að fræða aðra. Ég hef heyrt fjöldann allan af sögum um kennara sem, hér áður fyrr, flettu framhjá bls. 82 — blaðsíðunni um kynlíf. En í mars sl. var byrjað að tilraunakenna nýtt, ítarlegt náms- efni um kynlíf í sjö grunnskólum svo að nú fer þetta vonandi að breytast. Gömlu aöferöirnar Á meðan fólk hefur ekki tekist á við áhrif félagsmótunarinnar — sem kveða á um að það eigi að vera erf itt að tala um kynlíf — notast það við tvær aðferðir til að takast á við kvíða tengdan kynlífsumræðu. Flosi Ólafs er einn þeirra sem hafa notast við brandaraaðferðina með góðum árangri en þá er hverri ein- ustu umfjöllun um kynlíf snúið upp í „allsherjardjók". Þá þarf maður ekkert að stressa sig við lesturinn en getur bara hiegið — „kvennafræði — ha, ha!“, „karlanauðganir — ha, ha!“, „G-bletturinn — ha, ha!“ o.s. frv. Hin aðferðin byggist á því að tala svo fræðilega að enginn skilur hvað viðkomandi er að fara. „Rannsóknir hafa sýnt að fleiri drengir en stúlkur onanera", er eitt dæmið. Þarna þor- ir viðkomandi ekki að nota nafnorð- ið „sjálfsfróun" eða sagnorðið „að fróa sér“, líklega vegna kvíðans sem fylgir því að nefna þessa kynhegð- un réttu nafni. Þó er orðið „sjálfsfró- un“ frekar lýsandi og hlutlaust, en eldri orð eins og „sjálfsflekkun" og „sjálfssaurgun" ekki. Það sem ég er að benda á í þess- um pistli er tvöfeldni okkar í kynlífs- umræðu og um leið er ég að tjá þá ósk mína að fóik fari að geta rætt þessa hluti blátt áfram og hispurs- laust — án þess að vera útúrdrukkið. Eða hvað finnst þér? Fimmtudagur 3. maí 1990 spáin 3. — 8. maí (21 niurs—211. upríl/ Þú skalt hafa aö leiöarljósi bjartsýni og já- kvæðni þessa vikuna. Liklegast er aö birtu bregði á sviö mannlifsins sem hafa verið ansi dökk aö undanförnu. Þú ert aö hefja samband viö manneskju, annaðhvort nýtt eða á nýjan leik. Þaö samband mun vara lengi aö þessu sinni og þú getur glaðst yfir þvi. 121. upril—20. mui) Einhverjar likur, og ekki litlar, eru á þvi aö vin- sældir þinar aukist verulega á næstu dög- um. Þetta stendur i sambandi viö hitt kynið og nú getur sko eitthvað verulega mikiö far- iö aö gerast ef allt gengur eftir. Gættu þín þó á því aö rækta verður öll sambönd viö aðrar manneskjur. Ljóminn er fljótur aö fara af þeim sem ekki hugsa um annað en sjálfa sig. 121 mai—21. júiii) Þú ættir aö gæta þin vel á aö blanda ekki saman imyndun og veruleika, enda sér hver maöur aö þaö getur aldrei gengiö upp. Reyndu aö skilja aö aöstæður eru ekki alltaf nákvæmlega þær sem þér þykja þær vera. Þaö eru alltaf tvær hliðar á öllum málum og annaö fólk er gjarnt á að koma auga á þær hliöar sem maður ekki sér sjálfur. (22. júni—22. júli) Þú ættir aö standa á traustum grunni sem stendur. Þess vegna ætti aö vera nokkuð ör- uggt fyrir þig að láta i Ijósi skoöanir þínar á erfiðu máli sem þú hefur nokkað hugsað aö undanförnu. Þó þú vitir aö þú gangir gegn meirihlutanum skaltu ekki láta bugast. Meirihlutinn hefur nefnilega oftast rangt fyr- ir sér, eöa svo segja sumir a.m.k. (23. júlí—22. úifúst) Liklegt er aö þú uppskerir laun erfiöis sem þú hefur lagt á þig að undanförnu, hvort sem þaö verður í formi beinna launa- greiöslna, hróss eða bara meö hlýjum hug sem oft getur verið afar mikilvægur. Þetta mun veröa til þess, þegar þaö verður gjört heyrinkunnugt, aö fólk leitar frekar til þin eft- ir en áöur ef þaö á i erfiðleikum. (23. úfiúsl—23. sept.) Hugsanlega eru einhverjar breytingar í að- sigi heima fyrir, innan fjölskyldunnar. Ekki er ráð nema i tima sé tekiö og þú skalt leggja þig eftir því að reyna aö koma til móts viö fjölskyldumeðlimi, meira en þú hefur gert. Það gæti verið góður leikur að kaupa óvænta gjöf handa ástvinum. (23. sepl —24. ukl.) Gættu að þvi sem er aö tjaldabaki. Þaö er ekki alltaf allt sem sýnist, sjaldnast er það svo reyndar. Einhver hefur hugsanlega hald- iö vitneskju frá þér. Athugaðu vandlega öll skjöl og gögn í þvi máli svo þú sért þess full- viss, hver þessi vitneskja er. í þessu tilviki getur lika veriö afar mikilvægt aö kynna sér þaö sem er nýjast á þessu sviði. Gamlar upplýsingar koma ekki aö fullu gagni. Skjótt skipast veður í lofti eins og menn vita. Þaö gerist líka hjá þér þessa dagana. Mál sem verið hefur þér til mikillar óþurftar tekur stakkaskiptum og liklegt er aö þú njótir þess aö veröa hylltur sem sigurvegari þegar upp er staðið. Láttu þetta þó ekki stiga þér til höf- uðs. Þetta var ekki þér aö þakka, þó þú fengir athygli í kjölfariö. (23. nóu.—21 des.) Þú hefur haft miklar áhyggjur aö undan- förnu, af atvinnumálum, heilsu, likamlegu atgervi og því hvort hæfileikinn til aö leysa flókin vandamál sé ekki lengur til staðar. Allt eru þetta væntanlega óþarfa áhyggjur og þú þarft einungis að skipuleggja tima þinn bet- ur. Mundu svo þetta litla Ijúfa hollræöi: Svo má böl bæta aö benda á eitthvað annað. (22. des.—20. jun.) Þú ættir að gefa meiri gaum smáatriöum fremur en stóru linunum i lifinu rétt sem stendur. Smáatriöin eru mörg, en þau geta skipt ótrúlega litlu máli. Sá sem ekki skilur þýöingu þeirra, hann skilur heldur ekki þýð- ingu þess sem stærra gerist. Haltu þig við það sem þú veist i rökræðum. Annars ertu á hálum is. (21. junúur—19. febrúur) Þú skalt halda þig við þau verkefni sem þú átt óleyst. Ekki guggna þó illa gangi tíma- bundiö. Þaö er ekkert leiöinlegra en aö eiga ókláruð verkefni og þess vegna best að reyna að Ijúka þeim. Aö ööru leyti viröist lífið hiö besta hjá þér. Gættu þin þó á þvi aö gamall vinur getur reynst flagð undir fögru skinni. (20. febrúur—20. murs) Eitthvað getur hafa verið um þaö að þú hef- ur ekki staðið viö þau loforð sem þú hefur gefið. Þaö kann ekki góöri lukku aö stýra, jafnvel þó þessi loforð hafi veriö minniháttar og skipti ekki sköpum. Einhver manneskja er að reyna aö nálgast þig, vill nánara sam- band. Hugsaðu máliö og segöu viðkomandi hverslags samband er þér aö skapi. Ef þú gerir þaö ekki, þá getur miður fariö.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.