Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 12

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 3. maí 1990 \ Kók vinnur Pepsí, og þó... ■ Það geisar víðar gosdrykkja- stríð en á íslandi. Fyrir skemmstu voru framleiðendur Coca-Cola t.d. að vinna mikinn sig- ur á framleiðendum Pepsí í Banda- ríkjunum. Eigendur Burger King-hamborgaraveitingastaðanna voru nefnilega að ákveða að selja einungis drykkjarvörur frá Coca- Cola. Það eru um 5.400 Burger King-veitingastaðir í Bandaríkjun- um og hefur Pepsí verið selt á þeim öllum, en á næstu tveimur mánuð- um verður dæminu snúið við. Utan Ameríku eru um 700 Burger King-staðir og er Kók selt á þeim öll- um. Pó ótrúlegt megi virðast er það álit manna að þessi breyting muni alls ekki hafa merkjanleg áhrif á fjárhagsstöðu fyrirtækjanna tveggja. Þetta er ákveðinn álits- hnekkir fyrir Pepsí, en sala þess er hvort sem er svo mikil að þeir munu finna lítið fyrir þessu. Hvað Coca- Cola varðar er sala þeirra einnig svo mikil fyrir að þessi aukning veldur engum straumhvörfum. Já, það er munur að vera voldugur drópsaðferð ■ Óhugnanlegur morðingu geng- nú laus í Kalkútta á Indlandi. Hann er kallaður „Steinmaðurinn", því hann myrðir fólk með því að láta 25 tii 30 kílóa stein falla á höfuð þess þegar það sefur. Morðinginn hefur stundað þessa iðju sína frá því í júní á síðasta ári og er talinn ábyrgur fyrir a.m.k. ellefu morðum. Öll fórnarlömbin eiga það sameiginlegt að vera fátækt úti- gangsfólk. Hópur utangarðsmanna hefur tekið höndum saman í leit að Steinmanninum, ásamt 100 manna lögregluliði, en þrátt fyrir það veit enginn neitt um morðingjann. Hann hefur ekki skilið eftir eina ein- ustu vísbendingu — ekkert skófar, ekkert fingrafar og enginn sjónvar- vottur finnst heldur. Þó þykir líklegt að morðinginn sé sterklega byggð- ur, fyrst hann getur gengið um með svona þunga steina í fanginu, og hann virðist geta farið hratt yfir, fyrst honum tekst ávallt að hverfa sporlaust af vettvangi. Fórnarlömb Steinmannsins hafa flest týnt lífi í miðborginni. Það IBM geislaprentari! Skyndilega kemur ekkert annað til greina * PC Magazine, 16. janúar 1990, bls. 117. Hafir þú einhvern tíma velt fyrir þér að kaupa geislaprentara, eða ef þú átt þegar geislaprentara sem aldrei hefur uppfyllt kröfur þínar eða sem uppfyllir þær ekki lengur þá eru hér upplýsingar sem geta komið þér að verulegu gagni. Frá IBM er nú kominn nýr geislaprentari i tveimur útgáfum, IBM LaserPrinter og IBM LaserPrinter E, sem skarar fram úr öllum þeim geislaprenturum sem fyrir eru á markaðnum.* U\»ð er það seui gerír þessu prentara sro sérstaka'. Það eru meðal annars aukin leturgæði; fleiri leturgerðir en nokkur einn notandi getur hugsanlega haft þörf fyrir; prenthraði, sem er allt að 10 síðum á mínútu; og svo má nefna aukabúnað eins og viðbótarbakka fyrir 500 síður og annan til fyrir 75 umslög, þannig að hafa má bréfsefni með haus í einum bakka, auðar síður í öðrum og umslög í hinum þriðja og láta síðan prentarann raða öllu upp eftir kúnstarinnar reglum. Geri aðrir betur! F,n það er tleira: Minni prentarans er 512 K og stækkanlegt í 1 Mb, 2 Mb og 3,5 Mb fyrir enn fleiri leturgerðir, heilsíðugrafík og PostScript fyrir þá sem fást við útgáfustarfsemi í stórum eða smáum stíl. Prentarinn gengur við IBM PS/2 og flestar IBM samhæfðar tölvur (og jafnvel sumar ósamhæfðar), IBM AS/400 og svo við hinar nýju IBM RISC System/6000. Og enn tleira: Þessi prentari er nýsmíði frá grunni, og með útsjónarsemi hefur tekist að fækka hreyfanlegum hlutum um hvorki meira né minna en 60% í því skyni að minnka bilanatíðni og auka rekstraröryggi. Svo er prentarinn sjálfur minni þannig að minna pláss fer til spillis. Og bíddu»1ð: Þegar hönnun þessara prentara hófst var sú ákvörðun tekin snemma að hafa engin takmörk á stækkunarmöguleikum. Þannig getur þú byrjað með minni og ódýrari gerðina, IBM LaserPrinter E, og bætt síðan við eftir þörfum þar til öllum kostum hins dýrari og öflugri IBM LaserPrinter er náð: engin þörf á að festa fé í of viðamiklum búnaði og heldur engin þörf á að takmarka sig við þann prentara sem fyrst er valinn. Að lokum: VERÐID. Hafi þér fundist geislaprentarar of dýr lausn fyrir þig, þá er ekki víst að þér muni þykja það lengur þegar þú hefur kynnt þér verð og kosti LaserPrinter prentaranna frá IBM. Hafðu samband við næsta söluaðila IBM. Fyrstu verðlaun og ritstjórnarverðlaun tímaritsins PC Magazinefyrir tœknilega yfirburði. SKAFTAHLlÐ 24 REYKJAVlK SlMI 697700 fyrsta var kona á fertugsaldri, en maður hennar hafði skilið hana eftir sofandi á gangstéttinni á meðan hann skrapp í burtu til að fá sér te- sopa. Tveir unglingsdrengir eru meðal fórnarlamba morðingjans og voru þeir líka sofandi á afviknum stöð- um. Tíunda manneskjan, sem dó fyrir hendi Steinmannsins, var hins vegar á fjölfarinni götu, beint fyrir framan ritstjórnarskrifstofur dag- blaðs í Kalkútta. Þetta var 35 ára gömul kona, sem fréttamenn fundu þegar þeir fóru heim úr vinnunni síðla kvölds. Höfuðkúpa hennar var mölbrotin og stór steinn lá á gang- stéttinni við hlið konunnar. Lögregl- an skilur ekkert í því hvernig at- burðurinn fór framhjá öllum þeim, sem þarna eiga leið um. Lögreglan er í stöðugu sambandi við geðlækna, sem þykjast vissir um að morðinginn sé ekki heili á geði. Þeir telja að Steinmaðurinn njóti þess að myrða fólk og haldi sig við sömu aðferðina þar sem hún hefur gefist honum svo vel. Geðlæknarnir álíta líka mögulegt að morðinginn hafi klofinn persónuleika. Það hefur tafið fyrir rannsókn málsins að rangar upplýsingar hafa borist frá almenningi og saklausir menn hafa jafnvel játað að hafa framið morðin. Góðglaður opinber starfsmaður gaf sig t.d. fram á lög- reglustöð í janúar og sagðist vera Steinmaðurinn. Enginn trúði hon- um, en lögreglan neyddist samt til að rannsaka málið gaumgæfilega til að afsanna tilkall mannsins til þessa óhugnanlega titils. Ilngur Kennedy prifflnus en sexý ■ Kynþokkafyllsti maður í heimi á í erfiðleikum þessa dagana. Það er John F. Kennedy yngri, sem samkvæmt tímaritinu People ber þennan titil, en honum var að mistakast í annað sinn að fá lög- mannsréttindi. Á þeim vettvangi stoðar nefnilega lítið að vera með dökku augun hennar mömmu sinn- ar og stæltan líkama pabba síns, en þannig lýsti tímaritið honum. Prófið, sem John féll á, stóð yfir í alls tólf og hálfa klukkustund og tók tvo daga. Hann vinnur við embætti saksóknara á Manhattan í New York og ef hann nær ekki prófinu næst, þegar hann reynir, verður honum sagt upp störfum. „Ég er greinilega ekki neitt sérstakt gáfna- ljós í lögum," sagði Kennedy hinn ungi og bandarísku dagblöðin leyfa honum ekki að gleyma þeirri stað- reynd. Fall hans á lagaprófinu var forsíðuefni með stríðsletri, svo það þýddi lítið fyrir kyntröllið að halda niðurstöðunni leyndri fyrir mömmu gömlu eða öðrum í fjölskyldunni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.