Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 27

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 3. maí 1990 27 kvikmyndir helgarinnar Stöð 2 kl. 20.55 DÁÐADRENGUR (All the Right Moves) Bandarísk bíómynd Gerd 1983 Leikstjóri Michael Chapman Adalhlutverk Tom Cruise, Lea Thompson, Christopher Penn Cruise leikur ungan mann í mennta- skóla sem leggur allt kapp á að kom- ast í háskóla út á íþróttaafrek sín, enda faðirinn námuverkamaður og ekki peningunum fyrir að fara. Hon- um verður vel ágengt þar til kastast í kekki milli hans og þjálfarans sem verður til að Cruise er rekinn úr lið- inu. Og þá eru svo sannarlega góð ráð dýr. Myndin er elskuleg, engin stórmynd en alveg svona la la eins og sagt er. Sjónvarpið kl. 22.40 DEMANTARÁNIÐ *** (Lassiter) Bandarísk bíómynd Gerd 1984 Leikstjóri Roger Young Adalhlutverk Tom Selleck, Jane Seymour, Laureen Hutton, Bob Hoskins, Joe Regalbuto Myndin segir frá manni sem fenginn er til að njósna fyrir bandamenn á árum seinni heimsstyrjaldarinnar í London. Myndin er afskaplega nett öll og smart, rennur vel en er hreint ekkert spennandi, a.m.k. ekki sér- lega. Samt allt t lagi fyrir þá sem hafa á annað borð gaman af viðlíka myndum. Stöð 2 kl. 22.55 SPILLT VALD **** (The Life and Assassination of the Kingfish) Bandarísk sjónvarpsmynd Gerd 1977 Leikstjóri Robert Collins Adalhlutverk Eduiard Asner, Nicholas Pryor, Diane Kagan Þetta er einskonar heimildamynd um þrjú síðustu æviár Hueys P. Long, bandarísks stjórnmálamanns sem var ákaflega umdeildur. Hann féll fyrir hendi morðingja um miðj- an fjórða áratuginn og ástæður verknaðarins eru og hafa alltaf ver- Sjónvarpið kl. 22.15 HEIMSÓKNARTÍMI (A Month of Sundays) Bresk sjónvarpsmynd Leikstjóri Allan Kroeker Adalhlutverk Hume Cronyn, Vincent Gardinia, Ester Rolle, Michael Scarabelli Tveir félagar eyða ævikvöldinu á elliheimili. Annar er hrjáður af liða- gigt en hinn þjáist af sífellt vaxandi minnisleysi. Þeir hafa semsagt hvor sinn djöful að draga en reyna að stytta sér stundir með tafli og viskí- drykkju. Reyndar eru þeir fremur bitrir báðir og eiga til að vera ansi hvassyrtir í garð hjúkrunarfólksins. Inn í þessa sögu fléttast dóttir ann- ars þeirra en samband hennar við föðurinn er ekki sem skyldi. á flakk og heljarinnar misskilningur skapast eins og í öllum grínmynd- um. Þetta er vel leikin mynd, veikt handrit dregur hana hinsvegar nið- ur. Bein útsending frá Zagreb í Júgó- slavíu þar sem 22 lönd leiða saman hesta sína í keppni um það hvaða dægurlag er það besta í Evrópu í ár. Eða það var a.m.k. meiningin hér í eina tíð að svo væri. Áhorfendur verða að öllum líkindum nærri milljarði í það heila og þeir sitja við skjáinn í rétt um þrjá klukkutima. Einhvern tíma á því bili kemur svo fram hljómsveitin Stjórnin með þau Grétar Örvarsson og Sigríði Bein- teinsdóttur í fararbroddi og þau flytja lagið Eitt lag enn. Kynnir verð- ur Árthúr Björgvin Bollason. FEIT1 K>SI eftir Mike Atkinson pA BR, ÞA&HOFGUU ^>iANSr4NI. - - HRErFA 5l'ö REGLU- L-E<£A - -. EN PAÐ, HAr gfCKt f-~ARAr UT i NEl hJA-R öfgar? ið mönnum mikil ráðgáta. Þetta er mynd í góðu meðallagi, handritið er veikasti hlekkurinn en leikur aðal- leikarans aftur á móti sá sterkasti. SUNNUDAGUR 6. maí FIMMTUDAGUR 3. maí Stöð 2 kl. 22.20 STRÍÐ **** (The Young Lions) Bandarísk btómynd Gerd 1958 Leikstjóri Edward Dmytryk Adalhlutverk Marlon Brando, Dean Martin, Barbara Rush, Montgomery Clift, Maximilian Schell, Lee Van Cleef Þetta þykir ein af betri stríðsmynd- um sem gerðar hafa verið og eru þær þó margar góðar. Myndin er gerð eftir sögu Irwins Shaw og rek- ur feril og örlög þriggja hermanna. Þeir Dean Martin og Montgomery Clift leika bandaríska hermenn en Marlon Brando fer hinsvegar með hlutverk ráðvillts þýsks foringja í her nasista. FÖSTUDAGUR 4. maí Sjónvarpið kl. 21.55 MARIE *** Bandarísk bíómynd Gerö 1986 Leikstjóri Roger Donaldson Aöalhlutverk Sissy Spacek, Jeff Daniels, Keith Szarabajka Myndin er byggð á sannsögulegum heimildum og segir frá fráskilinni konu með þrjú börn, sem flytur til Tennessee, fær vinnu hjá fylkinu en það renna á hana tvær grímur þeg- ar henni verður Ijóst að spilling hverskonar grasserar þar sem hún starfar. Hún lætur í sér heyra um málið en kemst þá að því að slíkri rödd er ekki endilega vel tekið. Sag- an er svo ótrúleg að engin tryði henni væri hún ekki sönn. Þetta er þétt mynd, vel upp byggð og aðeins það að endalokin eru Ijós allan tím- ann kemur í veg fyrir að myndin teljist stórgóð. Stöð 2 kl. 22.00 SAKLAUS ÁST (Innocent Love) Bandarísk sjónvarpsmynd Gerö 1982 Leikstjóri Roger Young Aöalhlutverk Melissa Sue Ander- son, Doug McKeon, Rocky Bauer Mynd í meðallagi, ekki meir. Segir frá rómantísku sambandi sem skap- ast milli nítján ára gamallar stúlku annarsvegar og hinsvegar fjórtán ára gamals drengs sem er snillingur í stærðfræði og tekur að sér að kenna stúlkunni. Stöð 2 kl. 23.35 PUKUR MEÐ PILLUNA **,/j (Prudence and the Pill) Bresk bíómynd Gerd 1968 Leikstjóri Fielder Cook Aöalhlutverk Ronald Neame, Deborah Kerr, David Niven Myndin segir frá manni sem ætlar sér að gera eiginkonu sína barnshaf- andi með þeim hætti að fjarlægja P- pillu hennar en láta hana hafa aspir- ín þess í stað. Pillan og aspirínið fara Stöð 2 kl. 01.10 NJÓSNARINN SEM K0MINN ÚR KULDANUM ★ ★★V2 (The Spy who came in from the Cold) Bresk bíómynd Gerö 1965 Leikstjóri Martin Ritt Aöalhlutverk Richard Burton, Cla- ir Bloom, Oskar Werner, Peter Van Eyck, Sam Wanamaker Afskaplega þétt njósnamynd, gerð eftir samnefndri sögu Johns Le Carré um hlutskipti njósnara í kalda stríðinu. Myndin er blessunarlega laus við klisjur og endurtekið efni úr öðrum njósnamyndum. Burton þyk- ir leika hlutverk hins þreytta en reynda njósnara nokkuð vel. Hann er kominn á lokasnúning og þráir ekkert frekar en frið, en það getur varla gengið. LAUGARDAGUR 5. maí Sjónvarpiö kl. 19.00 SÖNGVAKEPPNI SJÓNVARPSSTÖÐVA EVRÓPU 1990 dagbókin hennar Einu sinni liélt ég að maður myndi alveg hætta að vera skotinn í öðru fólki, þegar maður væri búinn að gifta sig. En það er víst algjör della og þess vegna er ég orðin soldið stressuð yfir því að verða sjúklegur framhjáhaldari eftir að ég er búin að gifta mig. Ég er nefnilega alltaf að verða skotin í nýjum og nýjum strák- um og það endist sama og ekkert. Kannski verð ég bara að hætta al- veg við að giftast... I áhyggjum mínum hef ég oft pælt í því hvort mamma verði stundum skotin í einhverjum mönnum úti í bæ eða hvort hún varð gjörsamlega bólusett fyrir öðrum en pabba um leið og þau voru orðin hjón. Svo ég ákvað barasta að spyrja hana um daginn, þegar hún var í góðu skapi. Og svarið kom mér svakalega á óvart, því hún sagðist sko oft hafa fundið soldinn fiðring fyrir öðrurh köllum en pabba, ÞÓ hún væri rammgift! Ég þorði náttúrulega ekki að spyrja hana hvort hún hefði gert eitthvað með þessum mönnum, en mamma sagði að maður yrði auð- vitað ekkert blindur þó maður væri kominn með giftingarhring. Þegar svona gerðist yrði maður að vera ógeðslega skynsamur og hugsa út í hvort Jjetta væri ekki bara líkam- legt. (Eg veit nú ekki hvert ég ætlaði að komast, þegar hún fór út í þá sálma!) En mamma segir að stund- um laðist maður tryllingslega að einhverjum týpum, án þess að vera beinlínis ástfanginn af þeim eða langa til að vakna með þá við hlið- ina á sér á hverjum morgni. Þá sé um að gera að ýta tilfinningunum frá sér og láta kynferðislegt aðdrátt- arafl (Guuuð. . .) ekki eyðileggja margra ára vináttusamband, sem búið er að byggja upp jafnt og þétt. Mér fannst hún vera að meina pabba, þegar hún talaði um „vin- áttusamband", en ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum. Hvernig er hægt að vera gift einhverjum, sem er bara eins og vinur manns?! Ég meina.. . maður getur átt vini út um allt, en það er ekkert spennandi að búa með þeim! Ekki ætla ég að giftast neinum, nema ég sé alveg of- boðslega ástfangin af honum, verði öll klistruð að innan þegar ég sé hann og finni rosalegan rafmagns- straum í brjóstunum þegar hann horfir á mig. Það fannst mömmu ferlega fynd- ið. Hún segir, að þannig líði manni bara fyrstu vikurnar á meðan ástin sé alveg glæný og að það sé samt eiginlega ekki almennileg ást. Raf- magnstilfinningin sé meira svona likamleg og geti komið þó maður þekki strákinn næstum ekkert. Ást sé hins vegar miklu, miklu dýpri og komi ekki fyrr en maður þekki strákinn ofsa vel. Svoleiðis ást verði síðan að vináttu og virðingu og alls konar þannig og það sé traustasti grunnurinn fyrir hjónabönd. Ég lét auðvitað eins og ég með- tæki þetta algjörlega, en mikið svakalega er ég hundraðprósent ósammála henni mömmu. Ég hef aldrei heyrt hrútleiðinlegri lýsingu á ævi minni. Skítt með virðinguna og allt það og ég fæ sko nóg af vináttu hjá Bellu og Stínu og þeim. Mér dett- ur ekki í hug að giftast, nema ég sé svo sjúklega ástfangin að ég geti hvorki borðað né sofið. Og um leið og ég fæ lystina aftur fæ ég mér nýj- an kall!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.