Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 17

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 17
r I \- Fimmtudagur 3. maí 1990 17 Lífshœttulegt oð pipra? ■ Fólk í hjónabandi lifir lengur en einhleypir. Vísindamenn komust að þessari niðurstöðu eftir að hafa kannað upplýsingar frá sex- tán iðnvæddum þjóðum alit frá ár- inu 1940. Áður hafa verið kynntar rann- sóknir, sem benda tii þess að hjóna- band auki lífslíkur fólks, en þessar nýjustu upplýsingar þykja styrkja þá kenningu til muna. Virðist nú Ijóst að þessi rótgróna „stofnun" viðheld- ur heilbrigði og lengir lífið — hvorki meira né minna. Samkvæmt þessu virðist það því ekkert sérlega ákjósanlegt hlut- skipti að vera einhleypur eða frá- skilinn. Fólk í þeirri stöðu er undir meira álagi en giftar persónur og eru einstaklingar á aldrinum 20 til 40 ára í alveg sérstakri áhættu, ef þeir eru fráskildir eða hafa misst maka sinn. Það er mun líklegra að fólk í þeim hópi deyi en giftir jafn- aldrar þeirra —■ og sá munur getur jafnvel verið tífaldur. Þeir, sem aldr- ei hafa gengið í hjónaband, eru hins vegar í mestri „lífshættu" frá tæp- lega þrítugu og fram yfir fertugt. Ekki er auðvelt að segja til um af hverju þessu er svona farið, en vís- indamenn hafa m.a. velt þeim möguleika fyrir sér hvort hraustir einstaklingar giftist fremur en veik- byggðir. Einnig gæti skýringin verið sú, að ógiftir séu undir meira álagi en giftir vegna þjóðfélagslegrar ein- angrunar. Upplýsingar frá íslandi voru ekki notaðar í þessari samanburðar- könnun, en hún er t.d. byggð á gögnum frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Bretlandi, Frakk- landi, Japan, Hollandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Portúgal og fleiri löndum. Karlar hrœðast kvendraug ■ Thailenskir karlmenn láta um þessar mundir trélíkön af getn- aðarlimum hanga fyrir utan hús sín og klæðast kvenmannskjólum á kvöldin til þess að verjast illum anda, sem talinn er valdur að mörg- um dularfullum morðum. Dagblaðið Bangkok Post segir að trélimirnir hafi verið hengdir upp í kjölfar fjölda dauðsfalla meðal thailenskra karla og nú megi sjá slík reðurtákn á húsum í a.m.k. sjö hér- uðum í norðausturhluta Thailands. Landstjóri í einu viðkomandi hér- aða, Saisith Pornkaew, segist bú- inn að fá nóg af þessari vitleysu og hefur boðað fræðsluherferð gegn hjátrú og galdrakukli. „Ég vil alls ekki að fjölmiðlar geri grín að reð- urdýrkendunum," sagði landstjór- inn. „Það verður að veita þessum mönnum siðferðislegan stuðning." Um tvö hundruð farandverka- menn í Singapore hafa dáið í svefni frá árinu 1983; þar af 15 á þessu ári. Og þeir voru nær allir frá norðaust- urhluta Thailands. Fregnir herma að svipuð dauðsföll hafi orðið með- al thailenskra karla við vinnu í Saudi-Aarabíu, Brunei og Malas- íu. Sú saga komst síðan á kreik að kvenkyns afturgöngu væri um að kenna og væri hún að leita sér að eiginmanni. Þess vegna leggjast nú margir thailenskir karlmenn til svefns með rauðlakkaðar neglur í þeirri von að kvendraugurinn haldi að þeir séu konur. Lögbrol að halda framhjá ■ Húsmóðir í hafnarborg norð- arlega í Bandaríkjunum verð- ur ef til vill leidd fyrir rétt og ákærð fyrir að hafa brotið löngu úrelt lög frá 19. öld með því að halda framhjá eiginmanni sínum. Komi til réttar- halda í málinu á það engan sinn líka á seinni tímum. Konan er 28 ára gömul og heitir Donna Carroll og býr í íhaldssömu héraði þar sem meirihlutinn aðhyll- ist rómversk-kaþólska trú. Hún heldur fram sakleysi sínu og hefur henni tekist að vinna almenning á sitt band, ekki síst þar sem eigin- maður hennar hefur sjálfur viður- kennt hliðarspor í hjónabandinu. „Það þyrfti að setja hálfa þjóðina á bakvið lás og slá, ef slik refsing væri við framhjáhaldi," sagði einn stuðn- ingsmanna Donnu. Donna hefur viðurkennt að hafa átt í ástarsambandi við vörubíl- stjóra, en eins og fyrr segir hefur eiginmaður hennar einnig játað að hafa sofið hjá öðrum konum. Þær upplýsingar komu fram í yfirheyrsl- um vegna deilna um forræði barna þeirra hjóna, en þau eru nú að skilja. En þar sem kynmök eigin- mannsins og annarra kvenna höfðu átt sér stað í öðrum ríkjum Banda- ríkjanna er ekki hægt að koma þess- um gömlu rykföllnu lögum yfir hann. Menn fylgjast nú spenntir með því hver framvinda þessa sérkennilega máls verður, en héraðsdómari hefur þegar kveðið upp þann dóm að Donna hafi sofið hjá vörubílstjóran- um í algjöru óleyfi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.