Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 19

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 19
19 Fimmtudagur 3. maí 1990 „ Við erum 6U aðleitaað „Þeir visu menn sem fjalla um þessi fræði segja að allir hafi hæfileika til að vinna á sviði andlegra og jafnvel dul- rænna málefna. Ég hef hins vegar alltaf sagt að ég geti ekki nýtt þá hæfileika." Þetta segir Helga ÁgústsdóHir sem á morgun opnar þjónusfu- og fræðslumið- stöð á sviði andlegra málefna, Hugrækt- arhúsið. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND EINAR ÓLASON hafa verið að taka fyrstu skrefin á þessari braut og mætt í ákveðinni vörn hafa verið mjög ánægðir með hversu andrúmsloftið er afslappað og hvað það er auðvelt í svona hóp- um að leggja niður megnið af vörn- unum. Þó má enginn misskilja það svo að hér séu á ferðinni einhver vemmileg elsku-vina-partý, það er langt frá því. Þarna er verið að fjalla um áhrifin sem tengjast því að vera manneskja, nýta hæfileikana, skynja meðbræður sína á jákvæðan hátt og þroska sig í samskiptum við þá. Mér sýnist að ýmsum karlmönn- inu verði ekki haldnir miðilsfundir: „Hins vegar hef ég lítillega verið með vökumiðil, sem er miðill sem fer í hálftrans og hefur skipt yfir á annað svið vitundar sinnar. Hjá slík- um miðli er hægt að fá einkatíma og uppbyggjandi leiðsögn til að takast á við ýmsa hluti í eigin persónu- leika, sníða agnúa af samskiptum, og á sama hátt hafa þessir miðlar komið á framfæri boðskap frá fræðsluöflum á öðru tilvistarstigi. En til að ná sambandi við ömmu og afa þarf að leita annað." Markmiðið með stofnun Hug- HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR OPNAR Á MORGUN FRÆDSLU - OG ÞJÓNUSTUMIDSTÖÐ Á SVIDI ANDLEGRA OG DULRÆNNA MÁLEFNA ÁSAMT GUÐRUNU ÓLADÓTTUR REIKIMEISTARA Helga segir sinn þátt vera að koma undir eitt þak fjölbreyttu framboði á öllu því helsta sem fólk hefur áhuga á á sviði andlegra og dulrænna málefna. ,,Ég sé um að fá ábyrga, fyrsta flokks leiðbeinendur, með menntun og/eða hæfileika og reynslu, þannig að fólk geti gengið að því sem vísu að þarna verði fjöl- beytt framboð og fyrsta flokks leið- beinendur." Aflóga hippar á andlegum námskeiðum? Ástæðu þess að hún opnar nú Hugræktarhúsið segir Helga þá að mikil leit sé í þjóðfélaginu og sívax- andi áhugi á andlegum málefnum: ,,Sá misskilningur virðist vera fyrir hendi hjá þeim sem ekki hafa kynnt sér þessi málefni að þeir sem sækja námskeið eða annað sem lýtur að andlegum og dulrænum málefnum séu aflóga hippar, fólk sem er utan- garðs á einhvern hátt sálarlega, ellegar óstöðugir karakterar. Þetta er grundvallarmisskilningur. Ef litið er inn á námskeið til dæmis um orkustöðvarnar, næmi og innsæi eða Michaelsfræðin þá má sjá þar háborgaralegt, huggulegt fólk sem engum dettur í hug annað en séu nýtir þjóðfélagsþegnar." Sjálf segist Helga hafa fengið áhuga á andlegum málefnum þegar hún var barn: „Mér hefur alltaf fundist það auðsætt, alveg frá því ég var lítið barn, að mannlífið, eins tak- markað og það er, getur ekki verið alfa og omega alls. Eg held að mað- ur verði afskaplega fátækur af því að ímynda sér að svo sé. Reynsla einstaklinganna er misjöfn þegar þeir fæðast. Þeir eru með reynslu- sarp. Við vitum að þrátt fyrir ýmsar skrumskælingar á Guði vitum við að hann er algóður og hann „lætur" ekkert fólk fæðast svona og svona misjafnt af illmennsku sinni, heldur þvert á móti. Guð er nefnilega al- góður og það er ekkert refsivald tengt honum. Hann elskar og um- ber, hvað svo sem kann að hafa ver- ið sagt á kirkjuþingum." Eingöngu leiðbeinendur með menntun og reynslu Helga hefur staðið fyrir nám- skeiðum um umrædd málefni og þótt hún hafi ekki lært í þeim fræð- um sjálf segist hún „aðeins hafa þef- að af þeim“: „Mitt hlutverk hefur hins vegar verið að skipuleggja, ég fæ fyrirlesara og safna fólkinu sam- an. En að ég fari að gefa mig út sem sérfræðing um nýtingu orkustöðv- annaeða annað viðlíka, það er af og frá. Ég legg mikla áherslu á að fá eingöngu fólk til starfa sem hefur menntun og reynslu til að taka á ýmsum viðkvæmum atriðum sem upp koma hjá fólki. Það getur verið hættulegt að krukka mikið í vitund- arlíf einstaklingsins án þess að kunna síðan að taka á allri þeirri viðkvæmni sem kann að koma upp. Við ætlum okkur að hafa leiðbein- endur sem kunna að taka á slíku." Konur hafa ekki einkarétt á andlega sviðinu Á námskeiðin sem Helga hefur staðið fyrir hefur komið fólk á öllum aldri, og hún segir að óvísindaleg at- hugun bendi til að flestir þeirra sem áhuga hafa á þessum málefnum séu á aldrinum 25—50 ára: „Námskeið- in hafa þó margir á sjötugsaldri sótt og ég hef sett 17 ára aldurslágmark. Framan af voru það aðallega konur sem sóttu námskeiðin, en karl- mönnum fer hraðfjölgandi. Per- sónulega tel ég það ákaflega já- kvætt. Karlmenn eru að komast að raun um það, sem betur fer, að við konur höfum engan „einkarétt" á þessu sviði og þeir karlmenn sem um þyki þetta kærkomin hvild." Hún fékk hugmyndina að opnun Hugræktarhússins þegar hún sá áhugann hjá þeim sem sóttu svo- kölluð Michael-námskeið í fyrra: „Þegar ég fann gleðina hjá fólkinu yfir því að vera að takast á við eitt- hvað skemmtilegt, nýtt og rökrétt innan andlega sviðsins flaug mér í hug að fyrst svo mikill áhugi væri á þessu námskeiði hlyti að vera grundvöllur fyrir fleiru. Margir komu til mín með hugmyndir og spurðu hvort ég gæti ekki staðið fyr- ir þessu eða hinu námskeiðinu. Og ég bæði get og vil. Ég hef mikla ánægju af þessu. Ég hef fengist við ýmis störf, öll tengd fólki á einn eða annan hátt. Ég hef unnið í útvarpi, skrifað blaðagreinar, þýtt og skrifað bækur, unnið sem fjölskyldufulltrúi hjá Félagsmálastofnun, starfað við kennslu og á auglýsingastofu. Næst á eftir unglingunum sem ég kenndi þá er þetta þakklátasta starf sem ég hef komist í. Það er enginn maður yfir annan hafinn né einhver undir annan settur." Ekki samband við ömmu í gegnum Hugræktarhúsið Helga segir að hjá Hugræktarhús- ræktarhússins segir Helga vera að fræða einstaklinginn, gera honum kleift að nýta huglæga eiginleika sína til fulls og lifa „fyllra og ég vil segja kærleiksríkara lífi", segir hún. Meðal leiðbeinenda sem starfa munu á vegum Hugræktarhússins eru Guðrún Óladóttir, meistari í reiki, og Eria Stefánsdóttir: „Guð- rún er meðeigandi minn en hún mun þó ekki starfa á skrifstofunni hjá Hugræktarhúsinu. Það sem hún kennir er reiki, sem er japönsk að- ferð og er í rauninni heiti á alheims- krafti, og á námskeiðum Guðrúnar kynnist fólk heilun, þ.e. lækningu með hugarorku og kærleika. í reiki er kennt hvernig hægt er að nota orkustöðvar líkamans. Eria Stef- ánsdóttir, sem af mörgum er álitin einn mesti sjáandi landsins og þótt víðar væri leitað, verður með skrán- ingar og bókanir í gegnum Hug- ræktarhúsið svo nokkuð sé nefnt." Andlitslestur og fræði töframanna Annað sem Hugræktarhúsið mun bjóða eru Michael-námskeið, rit- handarlestur, andlitslestur, Sha- manism, fræði töframanna, sjálf- styrking fyrir karlmenn og ýmis- legt fleira. Michael-námskeiðin seg- ir Helga vera dæmigerða fræðslu frá öðru tilvistarstigi: „og þau eru alls ekki trúarbrögð. Ekkert af því sem þarna fer fram er á einn eða annan hátt boðað sem trúarbrögð heldur sem eðlilegur þáttur í þekk- ingarleit mannsins, annað ekki. Mi- chael er fræðsluafl af öðru tilvistar- stigi, safn ellefuhundruð sálna sem hafa lokið þúsundum jarðvista og hafa núna það hlutverk að kenna okkur. Michael er afskaplega skemmtilegt fræðsluafl, mjög skýrt og afmarkað, meinstríðið, ákaflega lógískt og fólk segir gjarnan að það sé rökrétt og hægt að nota í dag- legu lífi án þess að missa barna- trúna. Guð og Jesú eru inni í mynd- inni, þó ekki sé sett fram á hákirkju- legan máta. Ég hef sagt það ein- hvern tíma að ef við ímyndum okk- ur að Guð sé alheimsmenntamála- ráðherra þá sé Michael forskóla- kennari á krummaskuði. Það er alltaf gengið út frá hinu alkærleiks- ríka alheimsafli. Sumir kalla það Guð, aðrir eitthvað annað." „Sterkara kynið" ekki endilega uppfullt af sjálfstrausti Það sem vakti mikla athygli blaða- manns var námskeið sem Hugrækt- arhúsið ætlar að bjóða upp á í sjálfstyrkingu fyrir karlmenn. Helga bendir á að fjölmörg slík hafi verið haldin fyrir konur: „Eitthvað svolítið mun hafa verið um svona námskeið fyrir karlmenn, en þau hafa ekki farið hátt," segir hún. „Þetta er eitt af því sem ég tel að sé bráðnauðsynlegt. Það er ekki sjálf- gefið að sá sem á að heita „hið sterkara kyn" sé uppfullur af sjálfs- trausti og geti tekist á við lífið og til- veruna af fullu öryggi. Ég held að þessi hlutur sé svolítið vanræktur hjá okkur og ég hef hug á að koma upp litlum, þægilegum námskeið- um fyrir karlmenn, að sjálfsögðu undir íorsjá 100% fagfólks. Þar geta karlmenn fengið sama leyfi og kon- ur til að taka á vanmetakennd sinni. Við erum alltaf að tala um sektar- kenndina. Þeir hafa eitthvað ann- að.“ Shamanism, fræði töfra- manna, eru að sögn Helgu byggð á ýmsum aðferðum sem frumstæðir þjóðflokkar hafa notað til að ná árangri, hugarjafnvægi og tengslum við náttúruna svo eitthvað sé nefnt: „Það eru til mjög einfaldar hugaræf- ingar sem stuðla að andlegri og efn- islegri velgengni og þær æfingar má rekja til Shamanism." Andlitslestur segir Helga ekki ósvipaðan lófalestri nema hvað lesið sé í alla byggingu andlitsins, bein, vöðva, staðsetningu skynfæra og annað, og hún segist fá mjög góðan leiðbeinanda, Naraja Singh Kalsa, sem er doktor í sálarfræði og var lengi prófessor við Columbia- háskólann. Að sögn Helgu fer það eftir eftir- spurn hversu oft erlendir leiðbein- endur koma hingað, en hins vegar leggi hún ríka áherslu á að virkja þá krafta sem til eru hérlendis: „Og þeir eru nokkrir sem eru fullt eins færir og færari en erlendir. Það er ekki endilega allt gott sem kemur frá útlöndum."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.