Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 4

Pressan - 03.05.1990, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 3. maí 1990 litilræði af grænni grein Nú er rétt einu sinni gaman að vera íslend- ingur. Gaman, gaman. Enn eitt átakið í uppsiglingu. „Þjóðarátak". Ofboðslegur hugur í mannskapnum, svo- nefndur „stórhugur". Og ekkert lítið sem stendur til, hvorki meira né minna en að klæða landið skógi milli fjalls og fjöru, „afhenda þjóðinni landið í sinni upp- runalegu mynd", einsog það er orðað, „bæta fyrir þau hrikalegu náttúruspjöll sem sauð- kindin hefur unnið á fósturjörðinni frá því hún fluttist hingað búferlum fyrir ellefuhundruð ár- um". Stundum er manni nær að halda að þjóðar- átökin séu það sem heldur lífinu í íslensku þjóðinni. Þegar tilgangsleysið í lífinu og tilverunni er farið að þjaka þjóðina úr hófi hefur það, á síð- ustu og bestu tímum, verið segin saga að stofnað hefur verið til þjóðarátaks, einsog til að hrista af fólkinu slenið. Þjóðarátak um bílbelti, reykingar, 200 metra sund, ástandið í Abessíníu, Indlandi og í Pól- landi, konuna, skák, rofabörð, handbolta, bók- hlöðu, barnið, júróvisjón, frístæl-dans, Eist- land, Lettland og Litháen og nú síðast TRÉÐ. Á þessu fagra og blíða vori hefur semsagt enn einu sinni verið stofnað til þjóðarátaks og að þessu sinni er takmarkið það að koma öllum landsins börnum á „græna grein" með grettis- taki í fjársöfnun til trjáræktar. Guð láti gott á vita. Markmiðið með þjóðarátaki hefur oftar en hitt verið að koma til liðs við þá minnihluta- hópa sem orðið hafa undir í lífinu, t.d. hand- knattleiksmenn, pólverja, bókina og konuna. Nú beinist þjóðarátakið að því að koma til liðs við þann minnihlutahóp sem hvað harðast hefur orðið undir í lífinu, semsagt TRÉÐ. Þessa dagana er átakið í hámarki og þjóðinni brennur hugsjónaeldur í brjósti. Takmarkið er að tréð verði ekki lengur í minnihluta heldur í meirihluta, landið verði einsog það á að vera, „skógivaxið milli fjalls og fjöru" og allir: fólk, fuglar og fénaður, komist á „græna grein". „Trés bien," segja frakkar, eða „tré eru góð" (lausl. þýtt) og segja má að það séu orð að sönnu. Víst væri hægt að fylla margar og stórar bækur með efni um notagildi trésins og höfum við áhugamenn um trjárækt verið ólatir að benda á það helsta. Það er tildæmis talið fullvlst að hægt sé að hafa skjól af trjám og staðreynd er að hægt er að fela sig bakvið tré ef maður er grannur og trjábolurinn þykkur. En þetta er bara ekki nóg. Nú verður að fylgja áróðursherferðinni eftir til heilla fyrir tréð. Ég legg til að leitaðir verði uppi mestu TRÉ- HAUSAR samtíðarinnar og mun þeirra ef til vill helst að leita í stjórnsýslustofnunum lýðveldis- ins. Kjörið væri að sameina þjóðarátakið um tréð málræktarátakinu. Þannig ætti tréð ekki aðeins að skjóta rótum í frjórri mold heldur einnig teygja anga sína í tungu feðra vorra og festa þar rætur. Sú hefur enda orðið raunin, einsog fjölmörg daemi sanna. í íslensku er tildæmis talað um að láta sendi- herrastöðu í TÉ. Auðvitað á hér að segja að staðan sé látin í TRÉ, því sagt er að henni hafi oft fylgt ærnir TIMBURMENN og að menn séu oft LURKUM LAMDIR eftir áríðandi embættisstörf. Þá þrjá íslendinga sem andvígir eru trjárækt mætti kalla TRÉMENNINGA og um hand- knattleiksmenn má segja að þeir hafi orðið undir vegna skorts á TRENERINGU og auðvit- að aettu þeir alltaf að mæta til leiks klæddir TRJÁBOLUM og ef þeir fá sér í staupinu eftir leikinn eiga þeir að vera stoltir af því að taka út sína TIMBURMENN. Ég legg til að veitt verði bókmenntaverðlaun fyrir bestu skáldsöguna sem berst um tilhuga- líf trésins og þá verði mesta TRÉHAUSNUM úr röðum rithöfunda veittur TRÉHESTURINN. Sinfóníuhljómsveit íslands ætti að stjórna með HERÐATRÉ, því sagt er að betra sé að veifa röngu TRÉ en öngu og að þá muni dírig- entinn eiga í fullu TRÉ við hljómsveitina. íslenska þjóðin fagnar, allir sem einn, þeirri unaðslegu þjóðareiningu sem skapast hefur um TRÉÐ. Megi guð og forsjónin sjá til þess að fram- kvæmd og eftirleikur þjóðarátaksins gangi nú ekki á TREFÓTUM. Og þá getur öll íslenska þjóðin tekið undir í baráttusöngnum. Af trjáræktinni drögum dám drottinn minn nú verður sáð svo sjáum við ekki trén fyrir trjám takmarkinu verður náð. Þá er lagt til að fyrirbrigðið deleríum trem- ens verði í framtíðinni kallað deleríum TRÉ- MANNS. Þá má einnig sameina átakið um tréð og þjóðarátakið um bókina, því auðvitað er það TRÉÐ og ekkert annað en TRÉÐ sem sér okkur fyrir efniviði til bókagerðar. Menn ættu ekki að gleyma því að eitt af mestu snilldarverkum heimsbókmenntanna hefði aldrei orðið til ef engin hefðu verið trén,- en þetta er sagnabálkurinn um Tarsan apa- bróður og ástkonu hans Sítu. Eða Hrói höttur, Skógarmannasaga, Tré- smiðatalið og Elskhugi Lady Chatterley (sem var skógarvörður). Öll þessi snilldarverk eru að efni og innihaldi TRÉNU að þakka. FERÐASKRIFSTOFA Sími 652266 FLUG OG BILL ÓDÝRT OG FRJÁLST Danmörk, verð frá kr.20.690,-* Þýskaland, verð frá kr.22.510,-* Bretland, verð frá kr.....18.920,-* Luxembourg, verð frá kr...23.230, FERÐASKRIFSTOFA Sími 652266 Austurríki, verð frá kr.......24.660,-* Sumarhús og hótel. Ódýr gisting víða um Evrópu. * Verð á mann viðað við 4 í bíl, VW Golf, 2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára i vikuferð, án flugvallarskatts. París á sértilboði í maí: Verð frá kr. 34.580,- Flug og gisting í 4 nætur á mann í 2ja m. herb. á 3 ★ hóteli, án flugvallarskatts. Flogið með Umboð: Akureyri: Bókabúðin Edda, Hafnarstræti 100.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.