Pressan


Pressan - 04.10.1990, Qupperneq 8

Pressan - 04.10.1990, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. OKTÓBER Framkuœmdasjódur íslands hefur tapaö rúmlega milljarði króna vegna Álafoss og Ijóst er að sjóöurinn mun tapa hundruöum milljóna og jafnvel hátt á annan milljarö vegna gjaldþrota fiskeldisfyrirtœkja. Þetta tvennt er hœgt aö rekja til ákvardana ríkisstjórna, eins og Þórdur Friöjónsson, forstjóri Þjóöhagsstofnunar og stjórnarformaður framkvœmdasjóds, bendir á í vidtali hér á sídunni. En samhliöa þessu hefur sjóöurinn oröiö fyrir miklum skakkaföllum sem rekja má til óstjórnar innan hans. A síöasta ári tapaöi sjóöurinn þannig um 70 til 100 milljón- um vegna þess aö ekki var séö fyrir þvíaö útlán sjóösins vœru miöuö viö sömu gjaldmiöla og þau lán sem hann tók sjálfur. Sökum þessa og mikilla eigna, jem sjóðurinn hefur þurft að leysa til sín, greiddi sjóðurinn 161 milljón meira í vexti en hann fékk greitt frá jkuldunautum sínum. Þó íslending- ir séu sjálfsagt vanir mörgu á fjár- málasviðinu er það fáheyrt að lána- itofnun tapi á lánastarfseminni ijálfri. En þetta er ekki eina dæmið sem ýsir óstjórn innan framkvæmda- ijóðs. Þannig þurfti sjóðurinn að <aupa Bergvík hf., sem gerði kaup- tilboð í kvikmyndahúsið Regnbog- ann, út úr samningum þar sem far- st hafði fyrir að reikna með að Jón Jlafsson í Skífunni, sem leigði jíóið, hafði forkaupsrétt. Sam- tvæmt heimildum PRESSUNNAR /oru Bergvíkur-mönnum bæði greiddir út peningar og eins fengu jeir fyrirgreiðslu hjá sjóðnum í lokkurs konar miskabætur. Þrátt fyrir hrikalega stöðu fram- <væmdasjóðs og slælegan rekstur óru stjórn hans og starfsmenn í lax- veiðitúr á árinu ásamt erlendum Dankastjórum sem kostaði sjóðinn 'úma milljón. Bæði Guðmundur B. Ólafsson, orstjóri framkvæmdasjóðs, og Dórður Friðjónsson stjórnarformað- jr vildu ekki gera mikið úr tapi ijóðsins vegna gengistaps í fyrra. Peir sögðu skýringuna á því að sjóð- jrinn greiddi 161 milljón meira í vexti en hann fékk greitt til baka /egna útlána sinna tvíþætta. Annars vegar mætti rekja þetta til jess að sjóðurinn hefði þurft að leysa til sín miklar eignir vegna til- rauna hans til að reisa Álafoss við. Hins vegar hefði sjóðurinn tapað á gengismun. Þeir vildu þó ekki meina að rekja mætti það til slælegrar stjórnunar. Að hluta til mætti skýra tapið með eðlilegum sveiflum gjaldmiðla, sem leiddu af sér tap eitt árið en gróða á því næsta. Að hluta til mætti rekja það til þess að snemma á árinu 1989 gat sjóðurinn ekki skipt íslenskum krónum í erlendan gjaldmiðil vegna reglna Seðlabankans, á sama tima og gengi íslensku krónunnar seig hratt. Milljarður rykféll i______ Seðlabankcnum_____________ Þeir fjármálamenn sem PRESSAN hefur rætt við gefa ekki mikið fyrir þessa síðustu skýringu. Peninga- stofnun eins og framkvæmdasjóður eigi fullkomlega að geta stjórnað því hvenær lánardrottnar hennar greiði af lánum sínum og stillt það saman við greiðslur sjóðsins sjálfs af sínum lánum. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR er þarna einmitt komið að brotalöm í stjórn sjóðsins. Til langs tíma hefur ekki verið gerð sam- ræmd útlánaáætlun hjá sjóðnum. Hann stendur því í raun berskjald- aður frammi fyrir áföllum á borð við það sem hann varð fyrir á fyrrihluta síðasta árs. Það verður að teljast ein- kennilegt hjá peningastofnun sem á um 28,1 milljón útistandandi. EKKI ÉG HELDUR RÍKISSTJÓRNIN ÞórAur FriAjónsson, forstjóri ÞjóAhagsstofnunar og stjórnarformaAur FramkvæmdasjóAs Islands, segir aA gífurlegt tap framkvæmdasjóAs megi fyrst og fremst rekja til ákvarAana ríkisstjórna Þorsteins Pálssonar og Steingríms Hermannssonar um að reyna aA bjarga Álafossi, svo og ákvarAana þeirra um aA byggja upp fiskeldi á íslandi. Þóröur Friöjónsson, stjórnarformaöur fram- kvæmdasjóös AFLEIÐING ATVINNU- STEFNU RÍKISSTJÓRNA Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og stjórnarfor- maður Framkvæmdasjóðs íslands, segir að orsök gífurlegs taps sjóðs- ins á undanförnum árum og fyrir- séðs taps í framtíðinni sé fyrst og fremst afleiðing af ákvörðunum ríkisstjórna Þorsteins Pálssonar og Steingríms Hermannssonar. Þórður segir stjórn sjóðsins í raun hafa beygt sig undir vilja þessara stjórna. „í báðum tilvikum, bæði í sam- bandi við ull og lax, var stefnan mótuð í samráði við ríkisstjórnina. Það kom til álita, bæði 1987 og eins 1988, að loka Álafossi. Það varð hins vegar niðurstaðan í báð- um tilfellum að reyna að halda áfram. Varðandi fiskeldið var framkvæmdasjóði falið að sinna því," segir Þórður. — Hvortveggja þessi stóru vandamál sjóðsins, ullin og lax- eldið, eru samkvæmt þessu af- leiðing ákvarðana ríkis- stjórna? „Að sjálfsögðu. Eins og fram kemur í lögum um sjóðinn er það ekki hlutverk hans að sinna ein- stökum fyrirtækjum eða atvinnu- greinum." — Er þá hlutverk sjóðsins að beina fjármagninu þangað sem ríkisstjórnin vill fá það? „Aðalhlutverk sjóðsins er skýrt ákveðið í lögum; það er að lána til annarra fjárfestingarsjóða. Þetta er hins vegar sjóður sem ríkissjóð- ur á og að sjálfsögðu er ríkisstjórn ^hverjum tíma ekki áhrifalaus um 1 ,vaða verkefni sjóðurinn tekur að sér. Það liggur í augum uppi.“ — Hefur þú sem stjórnarfor- maður sjóðsins einhvern tím- ann þurft að taka ákvörðun vegna þrýstings frá ríkisstjórn sem þú hefðir ekki tekið að öðrum kosti? „Það er alveg ljóst að sumar ákvarðanir í stjórn sjóðsins hafa meðal annars verið teknar á grundvelli atvinnusjónarmiða og atvinnustefnu ríkisstjórna. Hvern- ig ég hefði hegðað mér hefði ég verið að ráðstafa eigin fé skal ég ekki segja um, en það er alveg ljóst að þessi sjóður er byggður upp með þessum hætti vegna þess að ríkisstjórn á hverjum tíma hef- ur viljað beina fjármagni í ákveðn- ar áttir, og það er tvímælalaust eitt af verkefnum sjóðsins." — Hvaða lærdóm vill hag- fræðingurinn Þórður Friðjóns- son draga af tapi framkvæmda- sjóðs á undanförnum árum? „Það er auðvitað rétt að það er hægt að draga lærdóm af þessu og hann er í samræmi við ríkjandi skoðun um þessar mundir; en hún er sú að það sé skynsamlegra og vænlegra til árangurs að láta ákvarðanir um fjárfestingu byggj- ast á viðskiptalegum sjónarmið- um og markaðsbúskap. í þessa veru er þróunin ekki einungis hér heldur annars staðar líka. Þetta á svo ekki einungis við laxeldi og ull hjá okkur heldur ekki síður sjávarútveg. Það má færa sterk rök fyrir því að meira hafi verið fjárfest í fiskiskipum en ráðlegt var. Skýringin á of mikilli fjárfestingu hér á landi er fyrst nei- kvæðir vextir og síðan afskipti stjórnvalda, sem hafa beint fj4r- festingunni í ákveðnar áttir. Eg held að flestir séu sammála um það í dag að best sé að hafa af- skipti af þessu tagi sem allra minnst,“ segir Þórður Friðjónsson. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR lá sjóðurinn með hátt í- milljarð króna á lágum vöxtum í Seðlabankanum á sama tíma og gengi krónunar seig hratt. Þegar kom að afborgunum sjóðsins á er- lendum lánum höfðu krónurnar í Seðlabankanum rýrnað. Hvorki Þórður né Guðmundur vildu segja til um hversu mikið tap sjóðurinn mátti þola vegna þessa. Það mun hins vegar hafa verið um- LANDSLIÐ ÍSLENSKRA FJÁRMÁLAMANNA Það er dálítið kostulegt miðað við stöðu Framkvæmdasjóðs ís- lands að í stjórn hans sitja bæði bankastjóri Seðlabankans og for- stjóri Þjóðhagsstofnunar og for- stöðumaður Lánasýslu ríkisins, og fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins er ný- hættur í stjórninni. Það má því segja að í stjórn þessa gjaldþrota sjóðs sitji landslið íslenskra fjár- málamanna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, er formaður stjórnar og hefur gegnt því starfi nokkur undantarin ár. Með hon- um i stjórn eru Tómas Árnason, bankastjóri Seðlabankans, og Össur Skarphéðinsson, aðstoð- arforstjóri Reykvískrar endur- tryggingar. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra skip- aði Össur í upjjhafi þessa árs en úr stjórn gekk Sigurgeir Jónsson, þá ráðuneytisstjóri fjármálaráðu- neytisins og nú forstöðumaður Lánasýslu ríkisins, en sú stofnun sér um erlend lán ríkissjóðs. Eins og fram kemur hér á opn- unni hefur framkvæmdasjóður tapað rúmum milljarði króna vegna Álafoss. Það fyrirtæki hefur tapað rúmum tveimur milljörðum á aðeins tveimur og hálfu ári. Ef stjórn framkvæmdasjóðs þykir fín þá er stjórn Álafoss ekki síður glæsileg. Þar er Gylfi Þ. Gíslason, hag- fræðiprófessor og fyrrverandi ráð- herra og formaður Alþýðu- flokksins, formaður stjórnar. Með honum í stjórn eru Guðjón B. Ólafsson, forstjóri sambands- ins, Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Granda hf., Sigurður talsvert og vega þungt í heildartapi sjóðsins á síðasta ári. Gongistqp upp á 70 til 100 mllliónlr___________________ Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR má einnig rekja ástæður tapsins til þess að sjóðurinn hafði tekið lán í gjaldmiðlum sem risu hratt á árinu en lánað þessa fjár- muni síðan út með viðmiðun við gjaldmiðla sem féllu í verði. Á síðasta ári hækkaði dollarinn um 32 prósent gagnvart íslensku krónunni á meðan japanska jenið hækkaði ekki um nema 16 prósent. Það getur því verið í meira lagi áhættusamt að misstíga sig á þessu sviði. Það eru til ýmsar aðferðir sem fjármálastofnanir nota til að verja sig skakkaföllum vegna mismun- andi þróunar gengis. Fiskveiðasjóð- ur miðar þannig útlán sín við meðal- gengi allra þeirra lána sem sjóður- inn tekur sjálfur. Aðrir sjóðir endur- lána fyrirtækjum í sama gjaldmiðli og þeirra eigin lán eru. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR er slíkri varkárni ekki fyrir að fara hjá framkvæmdasjóði. Það er mat hagfræðings, sem PRESSAN leitaði til, að samanlagt tap framkvæmdasjóðs vegna geng- ismunar hafi verið um 70 til 100 milljónir króna. Hann sagði ekki nokkurn vafa leika á að bankaeftir- lit Seðlabankans hefði gert athuga- semdir við gengistryggingar sjóðs- ins ef um viðskiptabanka hefði ver- ið að ræða. Fjárfestingarlánasjóðir ríkisins þurfa hins vegar ekki að hlíta jafnströngu aðhaldi og bank- arnir, þó þeir velti allt eins miklum fjármunum. Klúður við sölu_____________ Regnbogans__________________ Eins og áður sagði hefur sjóður- inn þurft að bera kostnað vegna mistaka við sölu á Regnboganum. Eins og kunnugt er tók sjóðurinn húsið upp í söluverðið fyrir Hótel Örk þegar það var selt Jóni Ragnars- syni. Bíóið var síðan ieigt Jóni Ólafs- syni í Skífunni. Snemma á þessu ári hófu starfsmenn sjóðsins tilraunir til að selja bíóið. Samningar tókust við Bergvík hf. og gekk framkvæmda- sjóður að kauptilboði þess. Um það leyti sem ganga átti frá samningunum kom hins vegar í Ijós að samkvæmt leigusamningi fram- kvæmdasjóðs við Jón Olafsson hafði hann forkaupsrétt að bíóinu. Hann gekk inn í samning Bergvík- ur-manna og keypti bíóið. Meðan á þessu stóð höfðu Berg- víkur-menn þinglýst kauptilboðinu. Þeir höfðu fengið senda rukkun um greiðslu á fasteignagjöldum vegna Regnbogans og töldu sig því eðli- lega réttmæta eigendur. Þegar í ljós kom að Jón Ólafsson gat og ætlaði að nýta sér forkaups- réttinn hótuðu Bergvíkur-menn að fara í mál við framkvæmdasjóð á Helgason, stjórnarformaður Flugleiða, Þorsteinn Sveins- son, fyrrverandi kaupfélagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa og stjórnarmaður í sambandinu, og Páll Gústafsson, framkvæmda- stjóri ÍSNÓ. Þó sumir þessara manna hafi kynnst umtalsverðu tapi hjá fyrir- tækjum sínum hafa þeir varla séð það jafnsvart og þeir standa frammi fyrir sameiginlega hjá Ála- fossi.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.