Pressan - 04.10.1990, Qupperneq 21
21
LISTAPÓSTURINN
Rúnar Þór
SLÉTTUÚLFUR/
LANGI SELI OG
RÚNARÞÓR
Hljómplötuútgáfurnar búa sig nú
undir harðnandi samkeppni frá
bókaforlögunum, enda hefur verð-
munur á bókum og plötum ekki ver-
ið jafnlítill í mörg ár. Skífan gefur út
talsvert af nýjum íslenskum plötum,
og ef að líkum lætur mun plata
hljómsveitarinnar Síðan skein sól
vekja mesta athygli. Þá kemur út
sólóplata með Rúnari Þór sem hef-
ur átt mjög vaxandi vinsældum að
fagna. Þá hefur Skífan tekið að sér
dreifingu á plötu Langa Sela og
Skugganna, en sú hljómsveit er
skipuð eitilhörðustu töffurum borg-
arinnar...
Séra Önundur
SÉRA ÖNUNDUR
EKKI AF BAKI
DOTTINN
Bókaforlagið Tákn fór á hausinn eft-
ir síðustu bókavertíð, en forleggjar-
inn, Önundur Björnsson, hefur
ekki sagt skilið við bækur. Hann er
nú að leggja lokahönd á bók um
njósnir ísiendinga í þágu Þjóðverja
á tímum síðari heimsstyrjaldar, auk
þess sem ýmsir íslenskir meðreiðar-
sveinar nasista eru teknir til umfjöll-
unar. Önundur er ekki einn á ferð
og hefur sér til aðstoðar Ásgeir
Guðmundsson sagnfræðing, sem
meðal annars hefur fært sögu Hafn-
arfjarðar í letur með eftirminnileg-
um hætti. Það er Skjaldborg sem
gefur bók þeirra félaga út. ..
Ógnir bókar-
innar eru ekki
til skrauts
Hádegisrabb við Gyrði Elíasson um nýja
skáldsögu, drauga og Jim Morrison
Kvennahljómsveitin Bósi haföi veriö á Te- og kaffistof-
unni kvöldið áður, og skilið eftir eiginhandaráritanir í
gestabókinni. Það er sunnudagsmorgunn á Akranesi og
enginn á ferð: Bœrinn ber grunsamlega mikinn svip af
draugasamfélagi úr bók Gyrðis Elíassonar. Frammi-
stöðustúlkan á Te- og kaffistofunni við Vesturgötu virðist
hins vegar ekki líkleg til samskonar uppátœkja og
draugakvendin í Svefnhjólinu. Hún er ekkert glöð að fá
okkur í heimsókn.
Gyrðir Elíasson á ættir að rekja til
Borgarfjarðar eystri, en ólst upp á
Sauðárkróki. í skólablöðum
menntaskólans þar nyrðra birtust
fyrstu ljóð hans, en til þessa dags
hefur Gyrðir þvertekið fyrir að sýna
mér þau. Liðlega tvítugur gaf hann
út fyrstu ljóðabók sína, Svarthvít
axlabönd. Það var árið 1983 og
skömmu síðar flutti Gyrðir til
Reykjavíkur. Hann festi ekki yndi í
höfuðborginni og fór þaðan til Borg-
arness, en býr nú á Akranesi og unir
hag sínum vel. Og Skagamenn geta
huggað sig við það, nú þegar sól fót-
boltabæjarins er hnigin niður í aðra
deild, að Akranes fóstrar fleiri skáld
en önnur bæjarfélög: Gyrði, Hannes
Sigfússon, Kristínu Steinsdóttur og
Kristján Kristjánsson.
Síðustu árin hefur hver bókin rek-
ið aðra hjá Gyrði, ljóðabækurnar
eru orðnar sex talsins og í hittifyrra
kom út smásagnasafnið Bréf-
bátarigningin. Svefnhjólið er önnur
skáldsaga hans, og lýsir harla sér-
stæðu ferðalagi ungs manns um ver-
öld lifenda og dauðra; hann hittir
ýmsa kynlega slöttólfa, skrímsli og
einmana drauga, lævísa móra og
undirfurðulegar stúlkur. Ungi mað-
urinn ferðast um á mótorhjóli fram-
an af og skrifar ljóð á Kolibri-ritvél.
Svefnhjólið er besta bók Gyrðis
og þá er langt til jafnað: í ritdómi
fyrir nokkrum árum var Gyrðir
sagður efnilegasta skáld sem fram
hefði komið á íslandi í áratugi.
Við erum einu gestirnir á Te- og
kaffistofunni þennan morgun, enda
sofa meðlimir kvennahljómsveitar-
innar Bósa svefni hinna réttlátu eftir
ævintýri næturinnar. Við Gyrðir töl-
um um sjóhæfni Akraborgar og
mannskaðaveðrið mikla sem nú
geisar, þangað til ég beini talinu að
Súsanna á svið
Súsönnu Svavarsdóttur, leiklistar-
gagnrýnanda Morgunblaðsins,
tókst það ómögulega: Að sameina
íslenska leikarastétt í einróma
hneykslun. Tilefnið var örgrein Sús-
önnu um „Örfá sæti laus“, þar sem
hún fór hamförum og klykkti út
með því að segja að frekar hefði hún
viljað vera full á Hótel Sögu en sitja
undir sýningu Þjóðleikhússins. Leik-
húsmenn komu með krók á móti
bragði og kvöldið sem dómurinn
birtist slangraði Karl Ágúst Úlfs-
son upp á svið íslensku óperunnar
og tilkynnti þvoglumæltur að hann
hefði nú verið að tala við hana Sús-
önnu og þau hefðu verið sammála
um, að mun viturlegra væri að
skella sér á fyllerí á Hótel Sögu. Nú
er troðfullt á „Örfá sæti laus“ á
hverju kvöldi og áhorfendur
skemmta sér konunglega ...
bókinni um unga manninn með
Kolibri-ritvélina. Og spyr: Er ungi
maðurinn á Svefnhjólinu eitthvað
skyldur Gyrði Elíassyni?
„Þú átt við hvort þetta sé sjálfs-
ævisaga," segir Gyrðir og finnst til-
hugsunin skemmtileg. „Ég get að
minnsta kosti ekki neitað því að ég
finn til skyldleika með þessum
manni — eða draugi. Menn geta val-
ið hvenær hann verður draugur.
Það hefur verið túlkað á ýmsan
hátt.“ Hann hugsar sig tvisvar um.
„En það eru greinilegar hliðstæður
milli mín og hans. Og síðan er hann
ábyggilega skáfrændi Vængmanns-
ins.“
— Þú hefur kannski hitt þær kyn-
legu verur sem eru á stjákli í bók-
inni, segi ég til að beina talinu frá
Vængmanninum.
„Einhvern tíma hef ég gert það,“
svarar Gyrðir. „En hvort það var í
draumi eða öðrum heimi læt ég
ósagt.“
— Stemmningin í bókinni minnir
stundum á íslenskar þjóðsögur.
„Ég notaði markvisst bæði þjóð-
sagnastemmningu og myrkfælni
bernskunnar. Mig langar að þróa
„nýþjóðsagnakenndan" stíl, nota
svipuð element en önnur efnistök.
Ég held að Svefnhjólið sé mjög ís-
lensk bók,“ segir Gyrðir og leggur
alla áherslu á „íslensk".
Þannig helst ég spewntwr
— En hvernig varð Svefnhjólið til?
spyr ég og segi að margt í bókinni
kallist á við ljóðin í Tveimur tungl-
um sem Gyrðir gaf út í fyrra.
„Það er að minnsta kosti eitt og
hálft ár síðan ég fór að leggja drög
að bókinni. Og það liggja margir
þræðir á milli Svefnhjólsins og ljóð-
anna í Tveimur tunglum. Þegar ég
vann að Svefnhjólinu skrifaði ég
mig meira og minna áfram í blindni.
Þannig helst ég spenntur. Ég veit
undir niðri að annars kæmist ég
ekkert áleiðis."
Og nú finnst mér tímabært að
spyrja einu spurningarinnar sem ég
hafði ákveðið fyrir viðtalið: Ertu
myrkfælinn?
„Já, ég er myrkfælinn," svarar
Gyrðir blátt áfram. Svo kemur löng
þögn, sem ég ætlaði að nota til að
knýja skáldið til frekari svara. Það
ber engan árangur. Jim Morrison
sönglar í útvarpinu. „People are
strange...“
— Morrison stendur alltaf fyrir
sínu, segi ég að lokum til að segja
eitthvað.
„En það eru greinilegar hliðstæður milli mín og hans. Og siðan er hann
ábyggilega skáfrændi Vængmannsins."
„Já, þetta er Morrison kallinn,"
segir Gyrðir hugsi. „Hann dó í baði,
var það ekki?“
Mér verður hugsað til söguper-
sónu Svefnhjólsins sem sofnaði í
baði með háskalegum afleiðingum.
Jim Morrison var grafinn í París, í
sama kirkjugarði og Oscar Wilde.
Ég ákveð að spyrja ekki meira um
myrkfælni en sný mér að Svefnhjól-
inu aftur.
„Ég skemmti mér mjög vel við að
skrifa þessa bók, en það reyndi að
mörgu leyti mikið á mig. Ég varð að
fara alveg fram á nöfina — ógnir
bókarinnar eru ekki til skrauts,
heldur sérstakur heimur sem ég
upplifi og lýsi. Þetta gat orðjð hálf-
skuggaleg tilvera á köflum. Ég held
að það sé ekki hóllt fyrir sálarlífið
að skrifa margar svona bækur í
röð ... En ég reyndi líka að vekja
notalega stemmningu sumstaðar.
Það gerði ég að vísu ekki af tillits-
semi við lesendur, heldur til þess að
byggja sjálfan mig upp fyrir næstu
ógnir.“
— Ferðalangur bókarinnar er
jafnan með Ódysseifskviðu Hómers
í farangrinum. Er þetta kannski
Ódysseifskviða hin nýja, saga um
ferðalag einfarans?
„Það var nú meira og minna
ómeðvitað hvað Hómers er víða
getið. Ég sá það ekki fyrr en eftir á.
Svefnhjólið er ekki endurort kviða
um Ódysseif, en mér þykir ógurlega
vænt urn Hómer,“ segir Gyrðir inni-
lega. „Ég er með Hómersdellu og
það er ekki nema eðlilegt að hann
skjóti upp kollinum."
— Vendum okkar kvæði í kross og
tölum um Akranes.
„Hér er gott að búa. Ég kann vel
við mig í sjávarplássum. Þótt ég sé
ekki í beinum tengslum við hið
hefðbundna atvinnulíf, þá er gott að
vita af því. Nei, ég umgengst ekki
bara skáldin í bænum. Eg er farinn
að kynnast góðu fólki úr öllum átt-
um. Mér er nauðsynlegt að um-
gangast aðra en eintóm skáld, rit-
höfundar kæmust lítið áleiðis ef þeir
hittu ekki aðra en kollega sína. Mér
finnst að mörgu leyti auðveldara að
kynnast fólkinu hér en annarstað-
ar.“ Hann hugsar sig um. „Nema ég
sé sjálfur að breytast."
— Og ert þú að breytast?
„Já,“ segir Gyrðir, og aftur leggst
orðug þögnin yfir. Svo fer hann allt
í einu að tala um fótbolta. „Það má
alveg koma fram að ég hef ekki
áhuga á fótbolta. Ég hef alveg snið-
gengið þá hlið á Akranesi. Og ég er
reyndar hissa hvað sú hlið hefur get-
að dulist mér. Hér eru mörg önnur
síldarplön en fótboltavöllurinn."
(Skömmu síðar kemur að vísu á dag-
inn að andúð Gyrðis á fótbolta er
hreinn uppspuni. Þá talar hann með
glampa í augum um framgöngu
Kamerúna í heimsmeistarakeppn-
inni í knattspyrnu: „Þeir hefðu átt
að verða heimsmeistarar!")
Ólafur biskup selur sálma
effirTémas Oudmundsson
— En hvað þá með ónnur áhuga-
mál?
„Fyrir utan að skrifa?"
— Er það aðaláhugamálið líka?
„Já. Óg svo er ég alveg óforbetr-
anlegur bókamaður. Raunar held ég
að ást mín á bókum hafi mörg ein-
kenni drykkjusýki. Ég get stundum
alls ekki sofnað ef ég veit af bók sem
mig langar að lesa. Ég hefði áreið-
anlega orðið liðtækur drykkjumað-
ur ef ég hefði haft taugakerfi í það,“
segir Gyrðir og afgreiðslustúlkan
gefur okkur hornauga. Hún er
greinilega að hressast.
Út um gluggann á Te- og kaffistof-
unni sést lítill bíll hverfa fyrir hús-
horn, og ungur maður kemur ak-
andi austur götuna á skítugu mótor-
hjóli. Hann er greinilega langt að
kominn. Allt í einu er eins og ljós
renni upp fyrir Gyrði:
„Mig dreymdi hroðalegan draum í
nótt!“ segir hann. „Mig dreymdi að
Tómas Guðmundsson hefði gefið út
nýja ljóðabók, 600 síðna fjölritaðan
doðrant, fullan af sálmum. Já, sálm-
um! Ég var staddur í kirkju og við
innganginn stóð Ólafur biskup
Skúlason og seldi þessa fjölrituðu
sálmabók á 20 krónur eintakið. Ég
man að ég leit í bókina og hugsaði:
Mikið eru þetta nú vondir sálmar, og
ólíkir honum Tómasi...“
-hi.