Pressan


Pressan - 04.10.1990, Qupperneq 22

Pressan - 04.10.1990, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. OKTÓBER Pétur PÉTUR GUNNARSSON TEKUR VIÐ LJÓÐINU MÍNU Sjónvarpinu bætist góður liðsauki á næstunni. Þá tekur Pétur Gunn- arsson rithöfundur að sér umsjón með þættinum Ljóðið mitt, sem Val- gerður Benediktsdóttir hefur annast til þessa. Svipað form verður á þessum alstystu íslensku sjón- varpsþáttum, en þeir verða fluttir af mánudagskvöldum yfir á þriðju- dagskvöld. Pétur er kunnastur fyrir skáldsögur sínar, en hann hóf rithöf- undarferil sinn með Ijóðabókinni Splúnkunýr dagur... Viðar BANDAMANNA- SAGA OG BLINDRALAND Litlu atvinnuleikhóparnir létu mik- ið að sér kveða síðastliðinn vetur og var gjarnan um þá talað sem helsta vaxtarbrodd leiklistarinnar. Nú eiga flestir hópanna erfitt uppdráttar og líklega verða mun færri uppfærslur á þeirra vegum en áður. Ástæðan er fyrst og fremst peningaleysi, enda hefur ekki tekist að knýja fram auknar fjárveitingar frá mennta- málaráðuneytinu. Þrátt fyrir erfiða tíma vinna að minnsta kosti tveir leikhópar að sýningum, Egg-leik- húsið og Þíbylja. Egg-leikhúsið set- ur upp Bandamannasögu í leikgerð Sveins Einarssonar og leikstjórn Viðars Eggertssonar. Þíbylja leit- ar hins vegar í smiðju H.G. Wells; og setur upp leikgerð smásögunnar „The Country of the Blind". Þór Tul- inius hefur umsjón með handrits- gerðinni og leikstýrir verkinu. Ahorfendur þurfa að bíða fram á næsta ár eftir báðum þessum áhugaverðu sýningum... Silja ROKKJÓL í UPPSIGLINGU Tveir af stórmeisturum íslenskrar tónlistar senda frá sér endurminn- ingar sínar fyrir jólin. Mál og menn- ing gefur út sögu Bubba Morthens, sem Silja Aðalsteinsdóttir hefur fært í letur. Þórunn Valdimars- dóttir sló í gegn í fyrra með bók sinni um Snorra á Húsafelli, en nú skrifar hún um annan galdramann, Megas. Bók Þórunnar kemur út hjá Forlaginu og hefur fengið nafnið „Sól í Norðurmýri" og er að sögn píslarsaga úr Áusturbænum. Og bókmenntasinnaðir rokkarar eiga von á meiri glaðningi, „Rokksögu íslands 1955—90“, eftir Gest Guð- mundsson, sem Forlagið gefur út. Sem sagt: spennandi samkeppni í uppsiglingu... Gítarinn vék fyrir leikhús- bakteríunni „Upphaflega hélt ég að þetta yrði kannski að einþáttungi með tveimur persónum en ég endaði með leikrit í fullri Iengd fyrir þrjá leikara,“ segir Hrafn- hildur Hagalín, sem fær fyrsta verk sitt, „Ég er meistarinn“, frumflutt í Borgarleikhúsinu í kvöld. Meistarinn er fyrsta leikverk Hrafnhildar en hún lagði stund á klassískt gitarnám í Alicante-hér- aði á Spáni þegar hún gerði frum- drög að verkinu. Hrafnhildur er komin af leikhús- fólki og rithöfundum; dóttir leikar- anna Guðmundar heitins Pálsson- ar og Sigríðar Hagalín, og dóttur- dóttir Guðmundar G. Hagalín rit- höfundar. Leikhúsáhugi og ritstörf ættu því að liggja í blóðinu, enda segist Hrafnhildur hafa verið ná- tengd leikhúsinu „frá holdvotu barnsbeini". Það tók Hrafnhildi um tvö ár að ljúka við „Meistarann", en hún er nú á leið í nám í leikhúsfræðurg við Sorbonne-háskóla í París. „Það var afar lærdómsríkt að vera viðstödd æfingar allt frá fyrsta samlestri," segir Hrafnhildur. „Ég er kannski of tengd verkinu til að geta metið allar breytingar sem á því hafa orðið í meðförum leikara og leikstjóra, en þetta er góð og gjöful reynsla og það ekki síst með tilliti til míns fyrirhugaða náms.“ Leikritið fjallar um þrjá gítar- leikara, ungt par og meistara þeirra. Gunnar Gunnarsson leik- listarráðunautur segir Borgarleik- húsið afar ánægt með að fá þetta verk til sýningar. „Texti Hrafnhild- ar er næmur og kíminn og ég hef ekki í annan tíma séð jafnefnilegt byrjendaverk," segir Gunnar. Leik- stjóri er Kjartan Ragnarsson, Pétur Jónasson gítarleikari flytur tóniist og Elva Olafsdóttir, Ingvar Sig- urðsson og Þorsteinn Gunnarsson leika en leikmynd og búninga ger- ir Hlín Gunnarsdóttir. FRUMRAUN LEIKHÚSBARNS Fyrsta verk Hrafnhildar Hagalín verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu i kvöld. Steinunn Sigurðardóttir Böðvar Guðmundsson Fríða Á. Sigurðardóttir Einar Heimisson Ólafur Gunnarsson Einar Már Guðmundsson SKÁLDIN MÆTT í SLAGINN Margir af kunnustu rithöfund- um landsins senda frá sér bækur á næstunni, en ekki fer mörgum sögum af nýliðum. Útlit er fyrir að i kringum 20 bækur með ís- lenskum skáldskap kqmi út, en að jafnaði hafa ein til tvær ís- lenskar skáldsögur verið á með- ai tíu söluhæstu bóka ársins. Steinunn Sigurðardóttir sló rækilega í gegn með Tímaþjófnum fyrir þremur árum, og nú er vænt- anleg frá hennar hendi ný skáldsaga sem Iðunn gefur út. Ef að líkum læt- ur verður ekkert til sparað á þeim bæ í auglýsingum, og er skemmst að minnast auglýsingaherferðar Ið- unnar á síðasta ári vegna bókar Vig- dísar Grímsdóttur. Þá mun sama forlag gefa út skáldsögu eftir Böðv- ar Guðmundsson, en hann er einkum kunnur fyrir ljóð. Forlagið gefur út skáldsögurnar „Meðan nóttin líður“ eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur og „Nautnastuld" eftir Rúnar Helga Vignisson. Rún- ar sendi síðast frá sér skáldsöguna „Ekkert slor“ árið 1984. Þá kemur út bók eftir Ólaf Gunnarsson, „Tvær sögur úr Skuggahverfi", en fjögur ár eru liðin síðan hann sendi frá sér bókina „Heilagur andi og englar vítis". Mál og menning gefur út „Svefn- hjól“ Gyrðis Elíassonar og smá- sögur eftir Jakobínu Sigurðar- dóttur. Og nýr skáldsagnahöfundur kveður sér hljóðs: Hallgrímur Helgason myndlistarmaður, sem rómaður er fyrir stjórn sína á „Út- varpi Manhattan". Bók hans heitir „HELLA". Almenna bókafélagið gefur út nýja skáldsögu Einars Más Guð- mundssonar og nafni hans, Einar Heimisson, er með skáldsögu hjá Vöku-Helgafelli, „Söngur fyrir konu“. Þessi upptalning er hvergi nærri tæmandi, og útlit fyrir að margar forvitnilegar bækur bætist í þennan fríða flokk. PRESSAN mun segja nánar frá íslenskum skáldskapar- málum á næstunni. SPAKMÆLI SIGURÐAR Gálgahúmor Heimspekingur nokkur og lektor í pólitík við Háskóla Islands skrifaði grein í DV um daginn. Hann var að pæla í fóstureyðingum, líknardrápi og dauðarefsingum. Og er á móti fóstureyðingum en hefur ekki ákveðna skoðun á líknardrápum. „Ég er hins vegæ hlynntur dauða- refsingu. Sumt fólk hefur framið svo viðbjoðslega glæpi, að það hefur í raun og veru sagt sig úr lögum við mannkynið." Heimspekingurinn, sem í útliti minnir mig alltaf svo mikið á Flick gestapóforingja í „Allt í hers hönd- um“, nema hvað gestapóforinginn er ólíkt skemmtilegri og viðkunnan- legri náungi, heldur síðan áfram eins og ekkert sé: „Ódýrara er að taka mann af lífi en loka hann inni í fangelsi alla ævi. Hvorki þarf að fæða né klæða látna afbrotamenn." Þetta hafði mér aldrei dottið í hug! Og hef ég þó hugsað um það látlaust í tuttugu og þrjú ár. Rökfræðin er al- deilis pottþétt. Dauðir menn eru jú steindauðir úr öllum æðum og munu alls eigi upp rísa til að fara að éta nema kannski í íslenskum draugasögum. En ég hef orð ekki ómerkari fræðimanns en Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir því að þær séu tómt bull og kjaftæði. Ef dauðarefsing er réttlát frá te- órísku sjónarmiði hlýtur hún einnig að vera afar réttlát í praksís. Það verður því undireins að koma henni á þar sem hún er ekki við lýði, svo sem hér á landi þar sem menn hafa ekki almennilega kunnað við að kála vinum og vandamönnum í fá- menninu, jafnvel þó þeir væru alveg viðbjóðslegir. Hér mætti nú spara ekkert smá- ræði. Er það næsta ótrúlegt á þess- um þrengingatímum að engum skuli hafa dottið þetta í hug þar til heimspekingnum okkar dettur það nú loks í hug. Sýnir það best að okk- ur dettur aldrei neitt í hug. En líka hvers heimspekin er megnug í heimskum og hortugum heimi. Islensk tukthús eru stútfull af glæpamönnum og glæpakvendum sem éta allt sem tönn á festir. Jafnvel gras. Sumir eru meira að segja svo bandbrjálaðir að éta skít. Neyðast menn til að selflytja þá til útlanda svo þeir fái nú alveg nóg. Og kostar það skattgreiðendur tugi milljóna á ári hverju. Slíkt nær andskotann engri átt. En nú hef ég fundið á þessu mjög billega lausn. Ég álykta heimspekilega að hvers kyns glæpir raski allsherjarreglu, stofni samfélagi manna í bráðan voða og ógni lífi einstaklinganna og ljúfri lukku. Glæpir eru því í eðli sínu mjög viðbjóðslegir. Óg glæpa- mennirnir alveg sér á parti við- bjóðslegir. Þeir hafa því heldur bet- ur sagt sig úr lögum við bæði mann- kynið og kvenkynið. Þeir skulu þegar í stað hengjast eins og hundar í hæsta gálga. Alls- berir og á fastandi maga. Þannig mætti spara heilan hell- ing. Og þá er bara eftir að finna böðul sem hægt væri að treysta og setti starfið ofar öllu: algjöran böðul. Og auðvitað hef ég fundið réttan mann á réttan stað. Þó það nú væri. Nafni hans verður hins vegar haldið leyndu hér í blaðinu af öryggis- ástæðum. En lesendur mega geta þrisvar.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.