Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 28

Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 28
28 Svnishom af matseðli: VANDAÐUR VEITINGASTAÐUR Á HEIMSVÍSU SETRIÐ - Opið öll kvöld. Nýr matseðill. Við bjóðum upp á tillöguseðii, smökkunarseðil, sérréttaseðil og einstakan vínlista. Setrið er opið frá klukkan 19:00 - 22:30. Vinsamlega pantið borð tímanlega í síma 84168. Forréttir Kjúklingamósaik "Tahiti" lax, leginn í kókosmjólk Rækjuhella með engifer og soyasósu Aðalréttir Nautasteik úr framhrygg með Frédéric Mistral sósu. furuhnetum og kapers Grísasneið á möndlum með grænuni pipar. appelsínum og Grand Marnier Lambasneiðar úr hrygg með þistlasósu og Madeiravíni Tilbrigði um lúðu og hörpuskel með engifer og greipaldini Eftirréttir Bjóðum í eftirrétt freistingar af osta- og ábætisvagninum wKC SIGTUNI 38 • SIMI: 91-689000 H^Rýir eigendur Stöðvar 2 gáfu Hans Kristjáni Árnasyni, sem lengst af var stjórnarformaður fyrir- tækisins, sólarhringsfrest til að hreinsa skrifborðið sitt og yfirgefa stöðina. Þar með eru nýju meiri- hlutaeigendurnir búnir að losa sig við alla þá sem stýrðu fyrirtækinu fyrstu árin . .. að heyrir til hreinna undan- tekninga að borgarstjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins standi ekki órjúfanlega saman að ákvörðunum undir forystu Dav- íðs Oddssonar. Það kom því fulltrú- um minnihlutans gersamlega í opna skjöldu er Davíð sjálfur sat hjá við atkvæðagreiðslu meirihluta borgarráðs og lét bóka, að hann væri andvígur afgreiðslu máisins. Þetta merkilega mál fjall- aði um beiðni Herlufs Clausen kaupsýsiumanns um að aflétta kvöð af lóðinni Bröttugötu 3—5, sem er í hans í eigu. Hingað til hefur hluti lóðarinnar verið svokallað grænt svæði og hafa stofnanir borgarinnar neitað þrálátum beiðnum Herlufs um að aflétta þeirri kvöð, þar til nú að meirihluti borgarráðs hunsaði álit byggingarnefndar, borgarverk- fræðings og Davíðs ... imm dómarar í Hæstaréttþvoru einróma um að dæma Jón Ottar Ragnarsson, fyrrum sjónvarps- stjóra Stöðvar 2, fyrir klám. Hæsti- réttur birti dóm sinn í gær og stað- festi þar með nær óbreytt dóm und- irréttar. Það sem Jóni er gefið að sök er að hafa birt alþjóð á Stöð 2 hinar 20 ára gömlu dönsku rúmstokks- myndir, meira og minna klipptar. Þessir sömu myndir voru sýndar á sínum tíma í öllum bíóhúsum lands- ins við miklar vinsældir. Nú velta menn fyrir sér hvar öldungarnir í Hæstarétti setja mörkin. Næst hlýt- ur dómsvaldið að snúa sér að bíóun- um, myndbandaleigunum, bóka- búðunum, blöðunum og sundlaug- unum... sen-veldið. Sjálfstæðismenn í Kópa- vogi vilja m.a. koma sínum manni að og er nefndur til sögunnar Jón Kristinn Snæhólm. Gallinn er bara sá, að Jón var búinn að ráða sig sem starfsmann Hreins Loftsson- ar, sem fer í prófkjör í Reykjavík, en Hreinn og Árni Mathiesen eru sagðir bestu vinir... U ■ ■ run Alþýðubandalagsins á Austfjörðum birtist í ýmsum mynd- um. Á aðalfund Alþýðubandalags- ins á Fáskrúðsfirði á dögunum, sem verið hefur eitt höfuðvíg- ið fyrir austan, mættu aðeins fjórir auk þingmannsins Hjörleifs Gutt- ormssonar. For- maður félagsins kom þeirra erinda að segja af sér og tveir komu til að segja sig úr félaginu. Sá fjórði er hins vegar sagður hafa komið af gömlum vana . . . HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SÍMI 6818611 ramboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rennur út á mánudag. Einn af nú- verandi þingmönn- um, Ragnhildur Heigadóttir, mun hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér og er sögð ætla að til- kynna það formlega um helgina... Reykjanesi er komin upp gerbreytt staða hjá sjálfstæðis- mönnum eftir að Matthías Mathie- sen, alþingismaður síðan 1959, til- kynnti að hann ætlaði að hætta þingmennsku. Nú er sonur hans, Árni Mathiesen, hins vegar búinn að taka ákvörðun um að hella sér í prófkjörsslaginn og stefnir á fjórða sæti. Árni, sem er dýralæknir, hefur starfað mikið í félögum ungra sjálf- stæðismanna, meðal anna'rs verið varaformaður SUS. Hann hefur auk þess verið formaður handknatt- leiksdeildar FH, þar sem Þorgils Óttar, bróðir hans, hefur verið ein aðalstjarnan um langt skeið. Ungir sjálfstæðismenn í Hafnarfirði munu styðja eindregið við bakið á Árna, enda eiga þeir ekki fulltrúa meðal efstu manna á lista flokksins eftir að Matthías hættir. Árni á þannig góða möguleika... HMkki eru allir sjálfstæðismenn á Reykjanesi jafnánægðir með Mathie-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.