Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. OKTÓBER 1991 sigurður helgason eldri. Nýbakaður íslandsmeistari í gjaldþroti hrakti Flugleiðamerm á flótta. pétur björnsson. Setti óstaðfest ís- landsmet í lengd refsidóms fyrir fjárglæfrabrot. FLUGLEIÐAMENN Á FLÓTTA UNDAN SIGURÐI ELDRI Ferðamálaráð Reykjavíkur- borgar stóð í fyrradag fyrir ráðstefnu um ferðamál á Hót- el Holiday Inn og voru mörg fróðleg erindi flutt. Meðal fyr- irlesara voru forstjóri stærsta ferðamálaráðs í Danmörku, breskur sérfræðingur í kynn- ingarmálum og Sigurður Helgason, fyrrverandi for- stjóri og stjórnarformaður Flugleiða. Það vakti undrun aðstandenda ráðstefnunnar að enginn þeirra sex fulltrúa Flugleiða, sem voru búnir að bóka sig, mætti á ráðstefnuna og var getum að því leitt að ástæðan væri sú að Sigurður var meðal fyrirlesara. Einar Sigurðsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, segir hins vegar að mjög mikilvægur innanhússfundur um sölu- og markaðsmál fyrir næsta ár hafi staðið yfir á sama tíma. Þessir fundir séu skipulagðir með töluverðum fyrirvara og á hann mæti allir markaðs- menn frá söluskrifstofum fyr- irtækisins erlendis. Því sé ógerningur að sinna öðrum málum á meðan. ÍSLANDS- METHAFAR í GJALDÞROTI Stjórnarmenn Álafoss hafa skrifað nafn sitt í íslandssög- una, þeir hafa sett „glæsi- legt“ og óumdeilanlegt ís- landsmet í gjaldþroti. í þessu frækna liði koma nokkrir við sögu. Fyrstan skal telja fyrir- liðann (stjórnarformanninn) Sigurð Helgason. Hann hef- ur hingað til verið þekktastur fyrir að hafa verið forstjóri Flugleiða og stjórnarformað- ur þess fyrirtækis. Aðrir liðs- menn í metliðinu eru Gylfi Þ. Gíslason, fyrrum ráðherra, formaður Alþýðuf lokksins og prófessor, Ráll G. Gústafs- son, en hann hefur verið í stjórn Aðalverktaka og er einn af stjórunum í Isnó, Guð- jón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, Þorsteinn Sveinsson, fyrrum kaupfé- lagsstjóri á Egilsstöðum og fyrrverandi stjómarformað- ur Sambandsins, og Brynj- ólfur Bjarnason, forstjóri Granda og bankaráðsmaður í Islandsanka. Þessir kappar voru í byrjunarliðinu. Reynd- ar hætti Brynjólfur fyrir skömmu og inn á kom Páll G. Gústafsson. Sem góðu liði sæmir var varamannabekk- urinn vel skipaður. Þar sátu eftirtaldir: Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og for- maður Lögmannafélagsins, en Gestur er mjög reyndur bústjóri og hefur verið nefnd- ur bústjóri íslands, Sigmund- ur Guðbjarnason, fyrrum háskólarektor, og Björn Ingimarsson, núverandi framkvæmdastjóri Mikla- garðs og áður einn af toppun- um hjá Sambandinu. Lengst af var Ingjaldur Hannibals- son framkvæmdastjóri og síðar tók Ólafur Ólafsson við. Vinningslið verða ekki til úr engu. Mestan heiðurinn af hönnun þessa liðs teist Jón Sigurðarson eiga. Jón er margreyndur maður. Hann hefur verið forseti bæjar- stjórnar á Akureyri, aðal- sigurður helgason YNGRI. Flugleiðamenn mættu ekki á feiðaráðstefnuna meðSigurði eldra. gylfi þ. gIslason. guðjón a ólafsson. brynj- ólfur bjarnason. Eiga íslandsmetið í félagi við Sigurð eldra. Armann reynisson. Fékk styttri dóm en Pétur, félagi hans og frændi. svein- björn BJÖRNSSON. Dónablöð seld í Háskólanum. ekki merkilegt á heimsmæli- kvarða en við minnum á höfðatöluregluna. DÓNABLÖÐ SELD í HÁSKÓLANUM Mikill styr stendur nú um hvort Bóksala stúdenta eigi áfram að selja blöð með myndum af nöktu kvenfólki. Eftir að þessi blöð voru sett upp í hillur hefur varla linnt hringingum til bóksölunnar. Sumir vilja blöðin burt. Aðrir vilja halda þeim inni. Enn aðrir vilja líka fá blöð með nöktum körlum. Þetta mál hefur komið 'til kasta stjórnar Félagsstofnun- ar stúdenta en Halldór Birg- isson, fulltrúi Ólafs G. Ein- arssonar menntamálaráð- herra í stjórninni, spurðist fyrir um það. Það má því segja að dónalegu blöðin í Háskólanum séu komin inn á borð ráðherra. Næsta skref hlýtur að vera að Ólafur G kalli Sveinbjörn Björnsson háskólarektor á teppið og neyði hann til að siða til stúdentana í Háskól- anum. Það eru stúdentarnir sem reka bóksöluna en ekki Háskólinn sjálfur. númer ullardeildar Sam- bandsins og svo hjá sjálfum Álafossi. FLEIRI MET HAFÁ FALLIÐ í VIKUNNI Það eru ekki bara íslands- met í gjaldþroti sem falla þessa dagana. Þeir frændur og félagar Pétur Björnsson og Ármann Reynisson bættu sennilega íslandsmetið í sinni grein. Það er fjársvik- um. Ekki hefur fengist stað- fest að þeir hafi krækt sér í lengstu fangelsisdóma í þess- ari grein en flest bendir til að svo sé. Pétur stóð sig betur en Ármann og fékk tvö og hálft ár en Ármann náði aðeins tveimur. Til að lesendur geri sér grein fyrir hversu glæsi- leg met þeirra frænda eru skulu hér nefnd nokkur fyrri afrek. Ómar Kristjánsson í Þýsk-íslenska fékk eitt ár og þar af eru níu mánuðir skii- orðsbundnir, Björgólfur Guðniundsson, kenndur við Hafskip, og Hjalti Pálsson, kenndur við kaffibaunamál- ið, fengu báðir eitt ár, en allt skilorðsbundið. Ragnar Kjartansson í Hafskip fékk fimm mánuði, Guðmundur Þórðarson í Þýsk-íslenska fékk þrjá mánuði og Páll Bragi Kristjónsson í Haf- skip tvo mánuði. Bæði þessi íslandsmet, þ.e. í gjaldþroti og dómalengd fyrir fjársvik, voru sett í þess- ari viku. Þetta er kannski SKAMMIR Hermann Gunnarsson sjón- varpsstjarna fékk það óþvegið á síðasta fundi útvarpsráðs. Fundið var að því að Hermann fékk Bald- vin Jónsson, góðvin sinn til margra ára, sem gest í síðasta þátt sinri. Utvarpsráðsmönnum fannst lítt við hæfi að Baldvin fengi tuttugu mínútur af besta tíma sjónvarpsins til að auglýsa hið nýja fyrirtæki sitt Utvarp Reykjavík-Aðalstöðina. Fulltrúar í útvarpsráði lýstu þessu þannig að þetta væri svipað og að forstjóri Pepsi á íslandi fengi tutt- ugu mínútur til að ræða um ágæti eigin fyrirtækis á kostnað Kók. Þá kom einhver með þá samlík- ingu að ef Páll Magnússon, sjón- varpsstjóri á Stöð 2, og Hemmi væru góðir vinir, hvort það væri þá forsvaranlegt að Hemmi byði Páli í þátt sinn þar sem hann fengi að ræða um ágæti Stöðvar 2 í tuttugu mínútur! En það var einmitt það sem Bald- vin fékk að gera og vinir hans og vandamenn lýstu því yfir hversu dásamlegur og góður Baldvin væri. HEMMI — Ertu ekki lengur ríkur, Alli ríki? „Ég hef aldrei uerid rík- ur. Ef allir eru á hausn- um núna, eins og alltaf er ueriö aö halda fram, þá hef ég sennilega ueriö það líka í öll þessi ár án þess að gera mér grein fyrir þuí.“ Aðalsteinn Jónsson, útgerðar- maður á Eskifirði, er síðasti maðurinn á íslandi sem hægt er að segja um að hafi átt heilt þorp. Hraðfrystihús Eski- fjarðar býður nú til sölu 30 milljónir í nýju hlutafé i fyrsta sinn og er ætlunin með því að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækis- ins. LÍTILRÆÐI af gangmálum kvenna Fátt hefur skekið heims- byggðina jafn harkalega uppá síðkastið einsog réttar- höld iaganefndar öldunga- deildar Bandarikjaþings yfir lögmanni nokkrum sem út- nefndur hafði verið af forset- anum sem dómari við hæstarétt Bandaríkjanna. Minnstu munaði að mað- urinn fengi ekki djobbið vegna þess að kona nokkur, sem unnið hafði með honum fyrir meira en áratug, bar fyrir réttinum að hann hefði bæði stigið í vænginn við sig, gert hosur sínar grænar og gefið sér undir fótinn þeg- ar þau unnu saman á skrif- stofu í dentíð og það með hefðbundnum, gamalkunn- um og viðurkenndum að- ferðum einsog þeim að tí- unda kyngetu sína og gefa upp í þumlungum málið á getnaðarlimnum. Það undarlegasta við þessi réttarhöld er að ekkert benti til þess að verðandi hæsta- réttardómari hefði logið til um kyngetuna eða gefið upp rangt hreðjamál, sem hefði auðvitað getað talist bæði villandi og vítavert athæfi. Það upplýstist ekki einu- sinni hvort maðurinn hefði. fyrir tíu árum. sýnt konunni þá sjálfsögðu kurteisi að orða það yfirhöfuð við hana að henni stæði karlmennska hans til boða. Hefði hann gert það var Ijóst að hann hafði gert sig sekan um refsivert athæfi setn nefnt hefur verið „kyn- ferðisleg áreitni". Mér hefur alla tíð þótt kyn- ferðisleg áreitni reglulega andstyggilegt athæfi, nema þá helst það sjaldan að ég varð sjálfur fyrir henni í gamla daga og aldrei lengi. einfaldlega vegna þess að samkvæmt skilgreiningunni er: „kynferðisleg áreitni" ástaratlot karls og konu áður en bæði er farið ad langa. Hjá dýrum merkurinnar er þetta svo miklu einfald- ara. Flest spendýr, önnur en mannskepnan. hafa sín reglulegu gangmál og þá þarf nú hvorki að káfa né klæmast. Þegar allir eru í stuði verð- ur kynferðisleg áreitni sjálf- sögð kurteisi. Kn guð hjálpi þeim fola sem sýnir hryssu, sem ekki er i hestalátum, kynferðis- lega áreitni. Oðru máli gegnir um mannfólkið. Gangmál konunnar virð- ast allan ársins hring (ef ég man rétt) og þessvegna ill- mögulegt fyrir kallinn að nálgast veikara kynið. til að viðhalda mannkyninu. öðruvísi en að láta svolítið getnaðarlega í tíma og ótíma; semsagt að viðhafa kynferðislega áreitni. Og því ótútlegri sem kall- inn er þeimmun óbærilegra þykir konum þetta atferli hans. Sem auðvitað verður ti! þess að getnaðarlegir menn sem ganga í augun á konum gera sig aldrei seka um kyn- ferðislega áreitni. Við hinir liggjum undir stanslausu ámæli þó viö ger- um ekki annað en heilsa kvenmanni með handa- bandi. Kynferðisleg áreitni var könnuð hérlendis vorið 1987 og þá kom í ljós aö ástandið var verst í þessum efnum hjá iðnverkakonum á Akureyri, alþingismönnum og borgarfulltrúum í Reykja- vík. Þá var það samdóma álit kvenna á þessum vinnustöð- um. að á vinnustað bæri að sýna þá lágmarkstillitssemi að hætta að syngja klámvís- ur, klæmast, káfa á vinnufé- lögunum og gorta af kyn- / getu og limalengd, nema fá á því óyggjandi staðfestingu fyrst, að slíkt athæfi bæri uppá fengitíma vinnufélaga af veikara kyninu. Þetta á líka við í Washing- ton þar sem menn tneð framavonir verða að hafa hemil á kjaftinum og kunna að stjórna lúkunum, þegar samstarfsfólkið er ekki Flosi Olafsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.