Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 9

Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. OKTÓBER 1991 9 HÉR BYGOJR SNORRABÚÐ H/F 1 ÍBÚÐiR FYRiR 55 ÁRA OG ELDRi X;-'. :X:ÍXyi:-':< SNORRABÚÐ iie Glæsilegar íbúðarblokkir fyrir aldraða kallaðar þjónustuíbúðir. Þjónustan er lítil sem engin í blokkunum sjálfum, oftast engin gæsla á kvöldin og um helgar og aldraðir missa öryggishnappini;. Þeim er svo sagt að þeir geti sótt ýmsa þjónustu í nærliggjandi þjónustustofnanir reknar af borginni. Þegar á reynir geta þt ~sar stofnanir ekki tekið við öllum þessum fjölda. kalla þessar eignaríbúðir þjónustu- íbúðir. Þeim fylgirekki neitt. Það er ekki fyrr en þær eru byggðar að borgin tekur þá ákvörðun að byggja þarna þjónustumiðstöð," segir Margrét Einarsdóttir, forstöðukona á Dalbraut 27. „Dalbraut 27 var byggð fyrir tólf árum af Reykjavíkurborg og er eina verndaða byggingin sem hefur þjónustuíbúðir sem mætti kalla því nafni. Hérna er vakt allan sólar- hringinn, fólk fær mikla umönnun, bæði félagslega og vegna þeirra þarfa sem koma upp frá degi til dags. Fólk þarf að vera vel rólfært þegar það flytur inn. Því er síðan hjálpað þar til það þarf að flytjast á hjúkrunardeild eða sjúkrahús. Hérna eru 82 íbúar og fjöldi manns er á biðlista í mörg ár til að komast að,“ segir Margrét. Reykjavíkurborg rekur einnig þrjár aðrar blokkir, en þar er þjón- ustan ekki eins mikil og á Dalbraut 27. Þetta eru blokkir við Lönguhlíð, Norðurbrún og Furugerði. FÓLK MÆTIR DAUÐA SÍNUM OG ENGINN TEKUR EFTIR ÞVÍ Oftar en einu sinni hefur það komið fyrir að fólk hefur dáið í íbúð- um sínum án þess að nokkur tæki eftir því í tíma. „Það dó maður hérna í blokkinni og enginn athugaði málið fyrr en einhver tók eftir að póstkassinn var orðinn fullur," segir Ebba Björnæs. Aldraðir sem búa einir og þurfa að hugsa um sig sjálfir geta fengið öryggishnapp tengdan öryggis- stjórnstöð sem vöktuð er allan sól- arhringinn. Kostnaðurinn við þenn- an öryggishnapp er borgaður að stærstum hluta af Tryggingastofnun ríkisins. Þegar fólk flytur inn í svokallaðar þjónustuíbúðir þarf það að bera all- an kostnaðinn af þessum öryggis- hnöppum. Dæmi eru til um fólk sem hefur misst hnappinn sinn þegar það flutti inn í þessar íbúðir. „Rökin fyrir því að borga ekki fyr- ir öryggishnappa fyrir gamalt fólk í þjónustuíbúðum eru þau að bygg- ingarfélagið sem byggir sérhannað- ar íbúðir fyrir aldraða fær sérstakt lán út á það hjá Húsnæðismálastofn- un að setja upp öryggiskerfið," segir Björk Pálsdóttir hjá Tryggingastofn- un ríkisins. „Þar af leiðandi ná regl- ur Tryggingastofnunar ekki yfir þessa íbúa," segir Björk. Oft standa íbúar blokkanna í stappi við að fá öryggisvörslu á stað- inn vegna mikils kostnaðar sem þeir ráða ekki við. „Við höfum verið að reyna að ná samningum við fyrirtæki sem sjá um öryggismál en það hefur ekki gengið að fá öryggisgæsluna á við- ráðanlegu verði," segir Sigurður Guðmundsson, gjaldkeri Samtaka aldraðra. „Öryggisgæsla allan sólar- hringinn er mjög dýr," segir Sigurð- ur. Aldraðir sem búa í svona íbúðum missa einnig réttinn til að fara inn á Rauðakrosshótelið sem tekur við sjúklingum sem búa einir og þurfa einhvern samastað á meðan þeir eru að ná sér eftir veikindi en eru að öðru leyti sjálfbjarga. KOSTNAÐURINN Það hefur lengi verið talið að þessar íbúðir séu mjög dýrar. Litlar tveggja herbergja íbúðir, 50—60 fer- metra með allri sameign, eru seldar á frá 6 milljónum upp í 8,2 milljónir. Verðið fer til dæmis eftir innrétting- um, staðsetningu og gólfefnum. Þetta er verð sem PRESSAN fékk uppgefið hjá fasteignasölum. Til samanburðar sagði Elfar Óla- son, sölumaður á fasteignasölunni Gimli, að ný og fullfrágengin 60 fer- metra íbúð á góðum stað í Grafar- vogi kostaði í kringum 6,5 milljónir króna. Ef þessi íbúð væri stað- greidd, eins og aldraðir gera, mundi hún lækka um 500 þúsund krónur. Miðað við uppgefið verð á íbúð- um fyrir aldraða er meðalverð þeirra um 7 milljónir, eða um einni milljón króna hærra en verð á stað- greiddum íbúðum á almennum markaði. „Það væri kannski betra að fara til Spánar og byggja hús þar því þar er miklu ódýrara að lifa," segir aldrað- ur maður í Bólstaðarhlíðinni sem við ætlum að kalla Berg vegna þess að hann óskar eftir að halda nafni sínu leyndu. Það sem aldraðir eru í raun að borga fyrir er félagsskapur við ann- að aldrað fólk, hádegismatur og hversu stutt er í þjónustumiðstöðv- arnar. „Það er alveg yndislegt að þurfa ekki að fara langar vegalengdir," segir Ebba „en það er ekki það eina sem við bjuggumst við að fá.“ GAMLAR ÍBÚÐIR SELDAR FYRIR NÝJAR Þegar eldra fólkselur gömlu íbúð- ina sína og kaupir nýja er það í raun að skipta á sléttu, þegar allt er tekið með í reikninginn. „Þetta gerist þannig," segir Elfar Ólason, „að fólk selur til dæmis fjög- urra herbergja íbúð á 7 milljónir og kaupir sér nýja tveggja herbergja íbúð fyrir sama verð. Fyrir gömlu íbúðina fær seljandinn 3,5 milljónir SvokallaÖar þjónustuíbúðir fyrir aldraða hafa þotið upp á undanförnum árum. Fólk sem hefur keypt þessar íbúðir kvartar hins vegar yfir að í þeim sé lítil sem engin þjónusta og því felist falskt öryggi í nafninu. Þessar íbúðir eru mun dýrari en sambærilegar íbúðir á almennum markaði og hinir öldruðu þurfa að beygja sig undir mun verri kaupskilmála en kaupendur á frjálsum markaði. Lítil íbúð í svokölluðum þjónustublokkum getur verið allt að einni milljón dýrari en sambœrileg íbúð í venjulegri blokk. í húsbréfum. Afganginn fær hann svo greiddan á allt að tólf mánuðum vaxtalaust. Aldraðir borga síðan nýju íbúðina með húsbréfunum sem þeir fengu fyrir gömlu íbúðina en þurfa hins vegar oft að þola 20 prósent afföll. í dæminu hér að ofan þýðir það 700 þúsund króna afföll. Síðan verða þeir að borga eftirstöðvarnar af nýju íbúðinni með fullum vöxtum fyrsta árið, en fá hins vegar enga vexti af greiðslum sem koma fyrir gömlu íbúðina," segir Elfar. ,,í sumum tilfellum á nýbygging- armarkaðnum eru byggingarverk- takar farnir að sætta sig við að selja íbúðir án affalla af húsbréfunum. Þannig að við kaup á íbúðum fyrir aldraða verða aldraðir fyrir meiri af- föllum en venjulegir borgarar," segir Elfar Ólason fasteignasali. Eftirspurnin er mikil. „Maður skrifar undir samninginn í flýti til að missa ekki af beitunni," segir Bergur „og svo fer maður að átta sig eftir á. Eldri borgarar eru líka ákjósanlegir kaupendur vegna þess að þeir eiga eignir og geta borgað verðið sem sett er upp." Af þessari samantekt má draga þá ályktun að út frá peningalegu hlið- inni væri öldruðum nær að selja sína gömlu og stóru eign, kaupa sér minni íbúð í eldri blokk með lyftu og húsverði og njóta svo lífsins fyrir mismuninn á verði gömlu og nýju íbúðarinnar. Að vísu vantar félags- skapinn við annað aldrað fólk, sem ekki er hægt að meta til fjár. Þórunn Bjarnadóttir að hafa margir horft öfundar- augum á Pylsuvagninn í Tryggva- götu. Það er fullyrt hér að ekkert veitingahús hafi meiru veltu á hvern fermetra. Þegar skoðað er hvaða laun einstök veit- ingahús greiddu á síðasta ári kemur í Ijós að launakóngur er Rúnar Marvinsson í veitinga- húsinu Við Tjörnina, hann greiddi 151 þúsund að jafnaði á mánuði. Næst kom Pylsuvagninn með 133 þúsund á mánuði. . . ✓ A Xm.stand fisksins í eldisstöð Atl- antslax vakti mikla athygli. Þettá er ekki einsdæmi. Ástandið mun vera svipað í eldisstöðvum hinna gjald- þrota fiskeldisfyrirtækja Bakkafisks og Fjörfisks, en þar hafa seiðin grip- ið til þess ráðs að éta augun hvert úr öðru. Fóðurgjöf hefur verið stopul í þessum stöðvum frá því í vor . . . s k_<r!iiiidum detla opinberir starfs- menn í lukkupottinn. Nýlega ákvað heilbrigðisráiSherra. Sighvatur Björgvinsson, að láta Freyju M. Fris- bæk lyfjafræðing hafa apótekaraleyfi í l.yfjabergi, Hraun- bergi -1 í Breiðholts- hverfi. Þetta er góð- ur biti fyrir Freyju. sem hingað til liefur unnið hjá l.yfja- eftirliti ríkisins. Þetta er reyiuíar í annað sinn á skönnnum tíma sem lvfjafræðingur í ráðuneytinu f;i-r góðan bita, því ekki er langt síðan Ingolf J. Petersen. deildarstjóri. Ivfjamáladeildar. fékk úlhlutað lyf- sölulevfinu í Mosfellsba1 ... að verður greinilega a>rið verk lijá BaUlvini Jónssyni að brevta hlutdeild Aðalstöðvarinnar á út- var|).smarkaðinum. Nú er komin fram markaðskönnun Hagvangs á útvarpshlustuninni og þar kemur fram að Aðalstoðin hefur lækkað um helming síðan i apríl. Aðrar stöðvar hafa reyndar líka la-kkað lit- illega nema FM. sem virðist hafa sótt sig vcrulega . . . F M. élagar i Verkamannafelaginu Dagsbrún í Reykjavík eru ekki allir á eitt sáttir með að Guðmundur J. Guðmundsson skuli ekki ætla að gefa kost á sér til áframhaldandi for- mennsku í Verka- mannasambandinu. Óánægjan er ekki eingöngu vegna þess að Dagsbrúnarfélagar telji Guðmund jaka bestan allra manna í embættið, heldur vegna þess að með þessu missir Dagsbrún forystu i Verkamannasambandinu, en þar hefur hún átt formanninn síðustu 16 ár. Vitað er að Björn Grétar Sveinsson, verkalýðsforingi á Höfn í Hornafirði, verður næsti for- maður Verkamannasambandsins og Jón Kjartansson á Sauðárkróki varaformaður. Reykvíkingum þykir slakt að geta ekki teflt fram fram- bjóðanda í annað embættanna .. .

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.