Pressan - 24.10.1991, Page 24

Pressan - 24.10.1991, Page 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. OKTÓBER 1991 R T í S K A SKÓR HVÍTAR SKYRTUR JAKKAR MISLITAR SKYRTUR JAKKÁFÖT BUXUR FLA UELSSKYRTUR Hér gefur að líta tvær flau- elsskyrtur; græna og ferskju- litaða. Þessar skyrtur eru sportlegar og þeim er sjálf- sagt að klæðast án bindis. Fjögur pör af skóm er lág- markið. Á myndinni eru tvennir skór. Þetta eru italsk- ir handsaumaðir rúskinns- skór, brúnir að lit. Brúnir eða vinrauðir skór þurfa að vera til og tvö pör af svörtum skóm. Hvitar skyrtur verður mað- urinn að eiga. Þessar skyrtur eru úr hreinni bómull. Karl- maðurinn verður að eiga það mikið af skyrtum að hann geti skipt um á hverjum degi. Stakir jakkar eru sjálfsagð- ir i fataskápi hvers karl- manns. Lágmarkið er að eiga tvo slíka. Dökki jakkinn er dökkblár „blazer-jakki" en slikir jakkar eru sigildir og tilvaldir við flest tækifæri. Hinn er köflóttur lambsull- arjakki með grænum, brún- um og bláum litatónum. Sportlegur og þægilegur jakki. Þótt hvitar skyrtur séu nauðsyn duga þær ekki ein- göngu. Hér eru fjórar bláar skyrtur sem eru bæði með lausum flibba og niður- hnepptum. Skyrtur með nið- urhnepptum flibba eru sport- legri en þær sem eru með lausum flibba. BINDI Bindin sem hér eru eru úr silki og litagleðin i þeim er mikil. Bindið er mjög mikil- vægur þáttur i klæðaburði mannsins; fallegt og litskrúð- ugt bindi lifgar mjög upp á einlit jakkafötin. HVAÐ A AÐ VERA í SKÁPNUM? HvaÖ þarf karlmaöurinn aö hafa í fataskápnum til að vera viss um að vera alltaf kórrétt klœddur við öll tœkifæri BELTI Það er ekki sama hvernig belti er notað við föt en hér eru tvö belti sem ganga við flest. Þau eru frekar mjó og annað er brúnt, hitt svart. Flestum kurlmönnum þyk- ir eflausl yuman ad ueru vel klæddir og koma vel fyrir. Þad er #iíurleya rnikilvægl fyrir menn sem standu í vid- skiptum, og raunar flesta menn yfirleitt, ad þeir séu vel klœddir ot( bjódi afsér t’ódun þokku. En yód ot; vöndud föt eru ,dýr og því nuudsynlegt ad vanda valiö og kaupa föt inn i fataskápinn med tilliti til þess sem þar er fyrir. Ekki er rétt aö kaupa bara eitthvaö eftir hendinni heldur þarf uö passa aö ákveöiö samrwmi haldist þartnig aö fataskáp- urinn veröi ekki sundurlaust samansafn allskonar plagga heldur myndi heild þar sem hvert plagg styöur annaö. Meö því móti veröur hœgara aö velja saman föt auk þess sem auöveldara veröur aö skapa sjálfstœöan stíl. En hvað þarf þá maður, sem er í kaupsýslu eða vinnur á skrifstofu, að eiga í fataskáp sínum til að geta verið vel til- liafður við hvaða tækifæri sem er? PRESSAN bað Swvar Karl Ólason klæðskera að velja það sem slíkur maður kæmist af með að lágmarki. Við ímyndum okkar mann á milli þrítugs og fimmtugs sem er í einhvers konar kaup- sýslu. Hann hefur mikil sam- skipti viö fólk, bæði formleg og óformleg, vegna vinnu sinnar og þarf að geta klætt sig við hæfi hvert sem tilefnið kann að vera. Sævar Karl brást vel við málaleitan okk- ar og valdi þau föt sem hann taldi að slíkur karlmaður þyrfti að eiga: „Það væri ekki tekið mark á þeim kaupsýslumanni sem ætti minna en þetta af föt- um,“ sagði Sævar Karl glett- inn þegar hann var spurður hvort ekki mætti mögulega komast af með minna. Sævar sagði að gæta þyrfti að því að fötin væru oft helsta auglýs- ing mannsins. Föt sköpuðu traust og maður sem væri vel klæddur og í vönduðum föt- um væri trúverðugri en hinn sem væri illa klæddur. En hvað kosta svo herleg- heitin? Vissulega talsverða pen- inga, en fötin eru góð og vönduð og koma til með að haldast eins og ný í nokkur ár. Sævar Karl sagöi að auðveld- lega mætti velja saman í svona pakka ódýrari föt en einnig væri hægðarleikur að hafa pakkann mun dýrari. Fatakaup réðust bæði af smekk og efnahag fólks og fyrir marga yrðu þau sjálfsagt erfiður biti að kyngja, en á hitt bæri að líta að föt sem þessi væru fjárfesting til margra ára og því kannski ekki svo dýr til lengri tíma lit- ið. Haraldur Jónsson Stakar fallegar buxur þurfa að vera í eigu sérhvers manns. Hér má sjá þrennar gráar buxur og einar btáar. Þær eru allar með aðeins grænum blæ og afar fallegar. Þarna eru einnig brúnar sportlegar flauelsbuxur. Flau■ elsbuxur eru kjörnar þegar maðurinn vill lita sportlega út en vera jafnframt mjög snyrtilega klæddur. FRAKKAR Karlmaðurinn ætti að eiga tvo frakka. Á myndinni er blár ullarfrakki með belti. Þetta er klassiskur frakki sem bæði má nota spari og einnig dagsdaglega. Hinn frakkinn er grár ryk- frakki sem alls staðar á við. Það er hverjum manni nauð- syn að eiga einn svona. Dökk jakkaföt verða að vera til i fataskápnum. Á myndinni eru dökkblá jakka- föt sem eru hentug við öll tækifæri. Jakkinn getur einn- ig nýst sem „blazer-jakki". Þá er nauðsynlegt að eiga jakkaföt sem ekki eru dökk, þvi auðvitað er ekki hægt að vera alltaf i dökkum fötum. Á myndinni eru Ijósgrá jakka- föt, en grá jakkaföt eru gjald- geng við flest tækifæri. VETRARJAKKI Hér höfum við brúnan vattfóðraðan vetrarjakka úr ullar- og kasmirblöndu. Þessi jakki er það siður að jafnvel er hægt að nota hann utan- yfir jakkaföt. PEYSUR Peysur eru þægilegur klæðnaður. Á myndinni eru tvær mjög fallegar peysur, annarsvegar vínrauð jakka- peysa og hinsvegar marglit munstruð peysa, hvorar- tveggju ullarpeysur. SOKKAR Sokkar eru sjálfsagðir. Á myndinni eru nokkur pör af finmunstruðum sokkum i ýmsum litum.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.