Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 30

Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 30
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. OKTÓBER 1991 30! GAKKTU I ANANDA MARGA t>ar eru kenndar aðferðir til að lifa af nægjusemi, afneita fári hversdagsins og lifa á baunum. Ananda Marga hefur líka góð samhönd viö Indland. Kf þú kemst þanhg- að geturöu lifaö eins og kóngur þá 14 mánuöi sem eftir eru af kreppunni fyrir ein íslensk mánaöarlaun. GEFÐU ÚT LJÓÐABÓK l>aö er hægt aö hala inn ótrúlegar upphæðir ef fólk selur Ijóðabækurnar sínar á réttum stööum. I>aö eru f>3 alþingismenn á landinu, á annað hundrað varaþing- menn, fjöldinn allur af sveit- arstjórnarmönnum og ógrynni fólks meö stjórn- málamann í maganum. I>etta fólk getur ekki neitaö að kaupa bók. Áætlaður kostnaður við hvert eintak er um 150 krónur. Söluverð- iö 2.000 krónur. Mismunur- inn 1.850 krónur. Fimmtán hundruö seld eintök tryggja 2.775.000 krónur í hreinan gróða. KEYPTU LAXELDISSTÖÐ Laxeldi er svo vonlaus bis- ness að enginn nennir að athuga hvað er að gerast í rekstrinum. Hann er hins vegar ekki svo vonlaus að ekki sé hægt að krækja í lán eða styrki. Fáðu eins mikið af því og þú getur. Eyddu því sem þú getur og leggðu hitt fyrir. Hirtu ekki um laxana. Þú þarft ekki einu sinni að fóöra þá. Þetta er sama aðferð og fólk með alltof stórt nef not- ar. Um leið og það kemur inn í herbergi byrjar það aö tala um nefið á sér. Smátt og smátt hættir nefið að verða lýti á andlitinu og veröur undirstaðan í per- sónuleikanum. 8. FÁÐU ÞÉR VINNU í FJÁRMÁLARÁÐUNEYTINU Því harðari sem kreppan er því fleiri leiða verður leitað til að spara í ríkisrekstri. Það eru þeir sem vinna í fjármálaráðuneytinu sem leita. Og þeir leita bæði í eftir- og næturvinnu. ()g þar sem ríkisstjórnin hikstar á öllu sem finnst lýkur leitinni aldrei.. SELDU FALSAÐA HAPPDRÆTTISMIÐA Kf eitthvaö er góður bisness í kreppu þá eru það happ- drættin. Þjóöin er tilbúin til þess að brjóta upp bauka barnanna til aö kaupa happ- drættismiöa. Eftir 41 mán- aðar kreppu er þetta oröiö að ástríðu. Vinningarnir eru hættir að skipta máli. Það skiptir varla máli lengur hvort það veröur nokkurn ÞESSIDÝPSTA KfíEPPA ÍSLANDSSÖGUNNAR ER NÚ ORÐIN 41 MÁNAÐAR GÖMUL. SANNFRÓÐIR MENN SEGJA AÐ HÚN VARI í ÞAÐ MINNSTA ÚT NÆSTA ÁR. ÞAÐ ERU ENN 14 MÁNUÐIR EFTIR TIL AÐ ÞREYJA. ÞAÐ ER ÞVÍEKKI VONUM SEINNA AÐ FÓLK LEITIAÐ RAUNHÆFUM AÐFERÐUM TIL AÐ LIFA KREPPUNA AF. HÉR ER 21 SLÍKT RÁÐ, - MISGÓÐ EN ÖLL HALDGÓÐ. FARÐU Á MYNDLISTARSÝNINGAR Þar er vanalega boöiö upp á ókeypis drykki. Fjöldi gall ería í Reykjavík stendur vel undir helgarskemmtun um hverja helgi. Eini gallinn er sá að vínið er búið milli fimm og sex. En í krepp- unni verða menn að beygja sig undir það að flytja há- punkt skemmtunarinnar til á deginum. TÆMDU SYKURKÖR Þetta vegur ekki þungt í sjálfu sér. En þegar þú ert búinn að tæma sykurkör á kaffi- og veitingahúsum í einhvern tíma mun þér tak- ast að þroska með þér hina þýsku hagsýni, — að fá allt- af sem mest fyrir sem minnst. Það viðhorf geröi Þjóðverja að sigurvegurum stríðsins sem þeir tópuðu. FINNDU ÆTTINGJA MEÐAL VESTUR-ÍSLENDINGA Mórmónarnir á Skólavörðu- holti hafa besta ættfræði- safniö í bænum. Þú getur ekki verið svo óheppinn að finna ekki einhvern ríkan ættingja í Vesturheimi. Heimsæktu hann. BYRJAÐU AÐ TALA EINS OG EINAR ODDUR Þetta er aðferðin: Hvernig mér tókst að hætta að óttast og fór að elska kreppuna. 10. GAKKTU í STJÓRNMÁLAFLOKK Þeir geta tryggt þér allskyns aukasporslur; nefndarstörf. sérverkefni eða bara fleiri verkefni. Stjórnmálaflokk- arnir hafa nefnilega fram- færsluskyldu gagnvart flokksmönnum sinum og láta þá ekki svelta, — ekki einu sinni í kreppu. FARÐIJ Á MOKKA Þaö er eitt fárra kaffi- og veitingahúsa sem enn eru með sleða fyrir greiðslukort- in. Hin eru flest komin meö vélar sem mæla innstæöuna strax. Þú getur því fengið þér kaffi og með því á Mokka þótt þú sért ekki bú- inn að borga Visa-reikning- inn. Allt þar til bankinn kemur og tekur af þér kort- iö. Það mun líklega gerast áður en kreppunni lýkur eftir 14 mánuöi. SÆKTU UM VINNU HJÁ GJALDÞROTA FYRIRTÆKJUM Þetta krefst dálítillar yfir- legu yfir sveiflunum í við- skiptalífinu. Ef þú hefur grun um að eitthvert fyrir- tækið sé að fara á hausinn skaltu sækja um vinnu hjá því hið fyrsta. Þegar fyrir- tækið gefur upp öndina borgar félagsmálaráðuneyt- ið launin þín. Ef þú ert heppinn geturðu flakkað svona á milli fyrirtækja og fengið sífellt nýjan og nýjan uppsagnarfrest borgaðan. Þú getur jafnvel verið á tvö- földum uppsagnarfresti þeg- ar best lætur. 13. SAFNAÐU HÁRI Þú sparar þá klippingu á medan. 14. REYNDU AÐ KOMAST AÐ SEM AÐSTOÐARMAÐUR RÁÐHERRA í kreppunni verður enn Ijós- ara að sumir borga skattana en aðrir eyða þeim. Reyndu því aö komast nærri þeim sem sjá um að eyða þeim. Og í kreppunni gera þeir það með meiri glans og glamúr en nokkurn tímann fyrr. Veislurnar verða fleiri, glæsilegri og lengri, utan- feröirnar fleiri, glæsilegri og lengri og bílarnir fieiri, glæsilegri og lengri. GAKKTUí SÁLARRANNSÓKNAFÉLAGIÐ Það er margsannað í gegn- um aldirnar aö fólk á auð- veldara meö að þola harð- æri af þessum heimi ef þaö trúir á hetra líf í öðrum heimi. Umfram aðra sem bjóða upp á betra líf býður sálarrannsóknafélagið upp á að þú getir rætt viö fólk af þessum betri heimi til aö styrkja þig trúnni og dreifa huganum frá reikningum og tómum maga. 16. SÆKTU UM ALLA STYRKI Þaö er misskilningur sem margur er haldinn að styrk- ir séu fyrir þá sem eiga þá skilið. Styrkir eru fyrir þá sem geta náð i þá. Sæktu því um allt; starfslaun lista- manna, rannsóknarstyrki og gleymdu ekki öllum nor- rænu styrkjunum. Þú skalt gerast áskrifandi að Nordisk Kontakt. Þar eru flestir þeirra auglýstir. FARÐU í SAM NINGANEFND Þetta hefur ekki mikið upp á sig í sjálfu sér. En ef samningar dragast á lang- inn geturðu borðað eins mikið af sandkökum og smorrebrod í Karphúsinu og þú getur í þig látið. Þú verö- ur þá ekki svangur á með- an. Þótt fátt sé jafnneyðarlegt og að vera staðinn að hnupli getur hnuplið gefið ágætlega í aðra hönd. Þú hættir engu öðru en sjálfs- virðingunni og virðingu annarra fyrir þér. Refsingar eru sáralitlar og ef þú ert ekki gripinn oftar en í fimmta hvert sinn kemurðu líklega út í gróða. Best er að hnupla litlum en dýrum vörupakkningum og henta íslensku landbúnaðarvör- urnar sérstaklega vel til þessa. KEYPTU VEITINGASTAÐ Kosturinn við þá ráðstöfun er að þú þarft vanalega ekki að reiða fram eina ein- ustu krónu. Það er nóg að taka yfir skuldir fyrri eig- anda. í sjálfu sér segir ekk- ert að þú getir frekar staöiö undir þeim en hann. Þá eru tveir kostir í stöðunni. Ann- ars vegar að panta nógu mikið inn og éta frítt á með an eitthvað er til. Hinn kost- urinn er aö skipta um nafn, skilja skuldirnar eftir og byrja með hreint borð. Það er hugsanlegt aö þú hafir ekki safnað of miklum skuldum þegar kreppunni lýkur. 20. FARÐU í VINNU HJÁ RÍKINU Skattborgarar greiða niður matinn ofan í ríkisstarfs- menn. Alveg á sama hátt og með skattinn er betra að vera meðal þeirra sem éta matinn en þeirra sem borga hann en fá ekki neitt. Bestu mötuneytin eru í Seðlabank- anum og Byggðastofnun. Þótt máltækið ,,þaö besta er alltaf ódýrast" eigi sjaldnast viö, þá á það við um þessi mötuneyti. 21 FLYTTU TIL SUGANDA í kreppu er öruggara að vera í hópi meö öðrum sem eiga bágt en veslast upp einn og sér. Saman getur fólk myndað þrýstihóp og fengið einhverja aura frá ríkisvaldinu. Flyttu því til Súganda og bíddu eftir að Davíð borgi þér fyrir að flytja aftur í bæinn. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.