Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 43

Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 43
óstur og sími hefur haft í hót- unum við fjóra aðila sem gefa út símaskrár í bæjarfélögum sínum. Póstur og sími krefst 40 þúsund króna greiðslu fyrir hverja blaðsíðu sem gefin er út á þennan hátt. Þeir sem Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, hef- ur hótað aðgerðum eru Ungmenna- félag Grindavíkur, íþróttabandalag Keflavíkur, Knattspyrnufélag Akur- eyrar og Gunnar Berg á Akureyri. Gunnar er vanur útgefandi, en hann er ritstjóri vikublaðsins „Gagns og gamans" á Akureyri... á hefur Ólafur Helgi Kjart- ansson tekið við sem fógeti á ísa- firði. Þar með er laus staða skatt- stjóra á Vestfjörð- um. Búið er að setja Kristján Gunnar Valdimarsson, starfsmann í fjár- málaráðuneytinu, í starfið til bráða- birgða, eða til næstu mánaðamóta... E Æ^tns og kunnugt er ákvað menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, að engin kennsla yrði í Reykjanesskóla við ísafjarðardjúp í vet- ur. Heimamenn ótt- ast að skólinn verði ekki nýttur aftur. í blaðinu Bæjarins besta á ísafirði er grein eftir Jón Bjarna Geirsson lögreglumann, þar sem hann stingur upp á því að Lögregluskólinn verði fluttur vestur. Jón Bjarni segir alla aðstöðu vera til JEPPA HJÓLBARÐ- ARNIR VINSÆLU ttHANKOOK Jeppahjólbarðar frá Suður-Kóreu: 215/75 R15 kr. 6.550 235/75 R15 kr. 7.460 30- 9,5 R15 kr. 7.950 31- 10,5 R15 kr. 8.950 31-11,5 R15 kr. 9.950 33-12,5 R15 kr. 11.600 Hröö og örugg þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogl 2 - Royfcjavfk V Stma/81-30501 og »1-84644 M staðar. Þrátt fyrir að hugmynd Jóns Bjarna sé góðra gjalda verð er hætta á að hún fái lítinn hljómgrunn .. . s k^egja má að fáir menn seu langræknari en Sigmund, teiknari Moggans. Eftir að Steingrímur Hermannsson sagði að sér þætti vellingur góður teiknar Sigmund hann ekki öðruvísi en með sleif. Það muna sjálfsagt fæst- ir hvenær Stein- grímur lét þessi orð falla, en hann er enn með sleifina á teikningum Sig- munds. Þá losnar Jón Baldvin ekki við drullusokkinn og tappatogar- ann. Það muna eflaust allir af hverju þessir hiutir fylgja Jóni Baldvini. Það eru ekki allir jafnir fyrir Sig- mund. Eftir allt uppistandið i kring- um Davíð Oddsson og móttökuna frægu hefði mátt ætla að Davíð fengi eitthvað sem minnir á drykkju á teikningum Sigmunds en svo er ekki, að minnsta kosti ekki enn sem komið er ... * I nýjasta Vökublaðinu er sagt frá launamálum núverandi formanns Stúdentaráðs, sem Vökumenn telja dæmigerð fyrir sið- leysi Röskvumanna. Formaðurinn, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, er sögð hafa stutt það í fyrra að formaður SHÍ fengi aðeins 46.000 krónur á mánuði í laun, en þá voru Vökumenn í stjórn. Nú þigg- ur Steinunn hins vegar 120.000 krónur í mánaðarlaun, eða sömu laun og forveri hennar ... Nintendo Nú er hægt að breyta N I N T E N D O leikjatölvum fyrir öll leikjakerfi Upplýsingar í síma 666806 PRESSU R E Borgarkringlunni D O N ’ T C R A C K U N D E R

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.