Pressan - 24.10.1991, Page 4

Pressan - 24.10.1991, Page 4
PRESSAN 24. OKTÓBER 1991 Z30ril Dav & A/ight Nanna og Birna, lcelandic Models. 44*1 Mest spennandi skemmtistaðurinn í dag, með n músíkina og skrautlegasta fólkið. Svooo ef þú e feiminn, þá getur þú að minnsta kosti setið úti OG HORFT Á ALLT SKRAUTIÐ. lslenska • / sjonva Ipið hefur alla tíð haft stórgóða handverks- og listamenn á sínum snærum og met ég mikils við yfirstjórn RÚV að þeir skuli leggja metnað sinn í innlenda dagskrárgerð, en ekki gera útsölupakkadíla við útlönd, eins og hefur verið áberandi hjá öðrum sjónvarpsstöðvum!!! Þegar ég fylgdist með upptökum á þætti er spannar tónlistarferil Gunnars Þórðarsonar kom við sögu margt af okkar góða tónlistarfólki. Hár og förðunargervi eru í höndum Rögnu Fossberg, búningagerð er í höndum Stefaníu Sigurðardóttur og Ingibjargar Jónsdóttur. Stórgóð leikmynd er eftir skærustu stjörnu okkar á því sviði; Snorra Frey Hilmarsson, en leikstjóri er einn af okkar virtustu sjónvarpsleikstjórum, Egill Eðvarðsson Já, það er til mikils að hlakka þegar þetta stórgóða sjónvarpsefni verður sýnt. ELSA HARALDS gerir það gott íSeoul og Pusan í Kóreu, en þar sýna fjórir hárgreiðslumeistarar frá Bandaríkjunum, Kóreu, Japan og íslandi, sem var valið fyrir hönd Evrópu. 'SflRÐING^ Sólheimaleikhúsið kemur fram. Prófskrekkur og ævintýri hans í Reykjavík Nú lét ég ekki deigan síga, lesandi góður, og lagöi svör- in á minnið, hárrétt og ná- kvæm upp úr námsbókun- um. Svo fylltum við prófin út, viö ætluöum báðir að fá níu fimmtíu i aðaleinkunn. Það hlaut að duga, þótt ég vissi um stelpu sem gat orðið okkur skeinuhætt. Hún hafði fengið níu fjörutiu vor- ið áður. Og hér verö ég að nefna einn mun á körlum og konum. Þegar strákar koma í próf og segjast ekki hafa lesið staf þá má treysta þeim. Ef hins vegar stelpur koma í próf og hvía; .leremías minn stelpur, ég hef bara ekki litið í hók, þá eru þær að Ijúga og hirða öll verölaun fyrir fram- an nefið á manni. Ég skal gefa allar Shadowsplöturnar mínar þeim manni sem get- ur sannað að ég segi ósatt. Nóttina fyrir hókfærslu- prófið var mér þungt í sinni. Satf að segja var ég ekki sátt- ur við þessa kenningu Reini- ars að fylla ekki prófin út eins og þau lögðu sig. Það var á móti mannlegu eöli að láta kökuna liggja. Ef þú, les- andi góður, rambaðir fram á fjársjóð mundir þú þá taka 80% prósent af gullinu og skilja tuttugu eftir handa einhverjum aulahárði að hirða? Ne. hei og hrun kommúnismans uin endi- langan heim nema í Kína sannar hvað ég er að segja. Og ég veit hvað ég er að iala um. Eða hefur til dæmis nokkur maður nokkurn tím- ann séð fullan Kínverja? Ekki ég. Og ekki þið heldur. Og þar er komin skýringin á ruglinu í þeim ættbálki. En áfram með smjörið. Ég lá andvaka og bókfærslan næsta morgun. Ég var búinn að Ijósmynda allt prófið í hausnum á mér nema nokkrar færslur og Reimar hafði gert slíkt hið sama. Rétt í þá mund að ég er að festa svefn lieyri ég að Reim- ar læöist á lappir. Eg lét liann dúlla sér niður stigann og fór svo í humáttina á eftir. Og viti menn. Vinurinn sat á nærhuxunum og grúfði sig yfir prófið sem |)eir höfðu reiknað rétt út fvrir okkur tvíburarnir. þeir Debet og Kredit. — Hvað ertu að gera maöur, svindla? spurði ég. Reimar hrökk í kút. — Af hverju ertu að njósna um mig. Nasi? spurði hann og lést verða sár. —• Eg sé hvað þú ert að gera. sagði ég. — Þú ert að stúdera það í prófinu sem þú lofaðir að sleppa. Svo á að taka tíu og baka mann. Hald- iöi það sé nú ræflaskapur. Og ég hélt við værum vinir. — Vertu ekki að æsa þig frændi, sagði Reimar. — Kg er ekkert að svindla. Eg er bara að hressa hér upp á nokkur atriði. Það var dálít- ið flókiö þetta með kallinn sem átti bananafarm og skipti á eplum við annan heildsala, komst aö því að þau voru ekki delesíus, gaf þá á þeim fimm prósent af- slátt en gat ekki losnaö við þau, lét prenta delesíusmiða og límdi þá á og fékk 500 dúsín af Vo5-sjampói í stað- inn á 50 prósent rabbat mín- us 50 daga. Hver var þá prentkostnaöurinn á deles- íusmiðunum? Hver skilur svona þvælu? Ekki ég. Það gæti hvarflað að manni að hætta við að verða bísness- maður þegar maður les þetta. En raunveruleikinn er annar, Nasi minn. Raunveru- leikinn er peningur. Held- urðu t.d. aö allar stelpurnar sem kunna á höfuðbókina eins og þú veist á sér verði nokkurn tímann harðar í viðskiptum góði? Nei, það eru menn eins og við sem verða ríkir, ha ha ha ha ha. Ég verð að viöurkenna að hann hafði rétt fvrir sér. við fórum yfir prófið einu sinni enn áður en við sofnuöum svefni hinna réttlátu. Bókfærslan var síöasta próf fyrir jól. Ég fékk blööin á borðið mitt og fyllti þau út í rólegheitum þótt ég skildi hvorki upp né niöur í þeim. eins og dæmið sem Reimar nefndi aö ofan sannar best. Ég hafði vakandi auga með - ivíburunum, þeim Lalla deb- et og Kidda kredit. Þeir grúföu sig yfir prófið og kíktu viö og við á okkur Reimar. Við höfðum ekki lof- að þeim að sjá neitt annað próf en þetta sem betur fer. en ég grunaöi þá báða um græsku. Þeir laumuðust til að líta hvor á annan óstyrkir því ég vissi að báða blóö- langaði í bókfærslubikarinn. Ég leit til Reimars. hann var með pókerfeis og lést vera að reikna í huganum þótt ég gæti séð að hann var löngu búinn aö romsa öllu á blaðið. Mig klæjaði í fingurgómana að láta allt á papþírinn sem ég vissi þegar ég sá þessa þrjá erkiþrjóta þarna í saln- um. Ég var viss um að eng- inn þeirra gæti látiö sér nægja aö fá níu komma fimm. Freistingin var að verða óbærileg. Ég var kom- inn með dúndrandi haus- verk. Reimar stóð fyrir utan skólann á jakkafötunum ein- um saman og var að tala við stelpu þegar ég kom út. Hann tifaði i kuldanum með eina Viceroy í kjaftinum. feiknalíkur Tommy Steele. — Gastu stillt þig um að fylla allt út rétt? spurði ég. Reimar ygldi sig og stelpan hló. Tvíburarnir kinkuðu kolli til okkar þegar þeir komu út. Þeir höföu staðið viö sitt. Tveimur dögum síöar voru einkunnir afhentar. Ólafur Gunnarsson Ingimar Þórðarson og Steinn Ármann.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.