Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 18

Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. OKTÓBER 1991 .IJNDIR OXINNI Helgi Guömundsson ritstjóri og formaöur stjórnar útgáfufélags Þjóðviljans — Nú takid þið þátt i viðræðum um stofnun nýs dag- blaðs. Hvert er áætl- að að framlag Þjóð- viljans verði til hins nýja blaðs? „Ég held að ég biðjist undan viðtali um þetta mál." — Á hvern getur þú bent mér sem svarar til um þetta at ykkar hálfu? „Ég er ekki að benda á neinn í þvi sambandi — Hver er formað- ur útgáfustjórnar- innar? „Ég er formaður hennar. Málið er á þvi stigi að ég vil ekkert ræða það við fjöl- miðla — Nú eruð þið að safna áskriftum að Þjóðviljanum, en á sama tima búin að setja stefnuna á ann- að blað, ekki rétt? „ Eins og ég segi, þá biðst ég undan spurningum um þetta mál." Útgáfufélag Þjodviljans hefur fengió framlengda greiðslu- stöövun til 19. nóvember. Fyrir- tækiö tók viö útgáfu Þjóðviljans um siðustu áramót og hefur þvi komist i verulega eríiöleika á að- eins um hálfu ari. Á sama tima og róinn er lifróður til bjargar Þjóðviljanum eiga stjórnendur hans i viðræðum um stofnun nýs dagblaðs. Á tveimur mán- uðum hefur tekist að safna um 1.400 áskrifendum að Þjóðvilj- anum. á sama tima og unnið er að þvi að hætta útgáfu blaðsins. Verðbréfamarkaður íslandsbanka Fyrr í múnuðinurn luuk lilutafjúrúlhodi í Haruldi Böduarssyni hf. ú Akranesi. Það uar Verðbréfumarkaður Islundshunku sem stóð uð úl- hodinu en þuí luuk í ruun meö þui uð VÍB keypti þuð sern ekki seldisi ú ulmennum murkuði. Ekki fcesl uppgefið Iwersu mikið VÍB keypli þeg- ur útboöinu luuk. „Þetta var fjárhæð sem við höfum ekki endanlega gefið upp, meðal annars af sam- keppnisástæðum. Þegar út- boðsfrestinum lauk vorum við enn í samningum við all- stóra kaupendur svo við leystum þann hluta til okkar líka," sagði Siijurður B. Slef- únsson, framkvæmdastjóri VÍB. Það kom fram hjá Sig- urði að slíkt inngrip verð- bréfafyrirtækja væri ekki óeðlilegt en ekki hefði verið samið um það fyrirfram. Hlutafjárútboðið var að nafnvirði 60 milljónir króna og er sölugengi bréfanna nú skráð 3,10. Þegar útboðið fór af stað var það skráð 3,60 og hafði því fallið um 14% þegar VÍB leysti bréfin til sín. And- virði bréfanna hafði fallið úr 216 milljónum í 186 eða um 30 milljónir. ,,Við vorum búnir að reyna að selja eins og við gátum og ákváðum að stoppa það í bili. Það þýddi ekki að halda því áfram strax. Um miðjan nóv- ember munum við byrja á þessu aftur. Ég neita því ekki að auðvitað hefði verið skemmtilegra ef þetta hefði gengið betur. Þetta er traust og sterkt fyrirtæki í miklum hagræðingaraðgerðum," sagði Sigurður. Niðurstaða hlutafjárút- boðsins hefur vakið nokkra athygli, meðal annars vegna þess að það þykir hafa sýnt ný vinnubrögð á hlutabréfa- markaðinum. Einnig munu önnur verðbréfafyrirtæki hafa haft í frammi efasemdir um söluverð hlutabréfanna í byrjun. „Fyrirtækið og við tókum þá ákvörðun að lækka verð- ið. Við sættum okkur við dóm markaðarins um það, en engu að síður hafa verið brögð að því að samkeppnis- aðilar okkar hafi beinlínis ráðið sumum stórum kaup- endum, til dæmis lífeyrissjóð- um, frá því að kaupa, bréf í Haraldi Böðvarssyni. Maður hreinlega veltir fyrir sér hvers vegna. Ég vona að þetta séu ekki aðferðir sem eru komnar til að vera," sagði Sigurður. Sigurður B. Stefánsson: Samkeppnisaðilarnir réðu stórum kaupendum frá að kaupa í Haraldi Böðvarssyni. RLR NEI1AR AÐ SLEPPA FANGA Konnsóknurlöyreylu ríkis- ins oi> ríkissuksóknuri heit- uðu uð sleppu munni úr i’wsluuurðhuldi þrútl fvrir uð ekki uceru lenyur forsenclur fyrir ywsluuurðhuldin u. Maðurinn er grunaður um að hafa brotist inn í skart- gripaverslun Jóns Sigmunds- sonar við Laugaveg. Hann hefur neitað öllum sakargift- um. Rannsóknarlögreglan gerði kröfu um að maðurinn yrði úrskurðaöur í gæslu- varðhald á tveimur forsend- um. Annars vegar vegna rannsóknar á innbrotinu og liins vegar þar sem maðurinn er síafbrotamaöur. Sakadóm- ur Reykjavíkur féllst á hvort- tveggja. Lögmaður þess grunaða kæröi úrskurö Saka- dóms til Hæstaréttar. Hæstiréttur féllst á gæslu- varöhald vegna rannsóknar- innar en ekki fyrir að maður- inn er síafbrotamaður. Sam- kvæmt þessu mátti hafa manninn í gæsluvarðhaldi allt til 30. október, eöa þar til rannsókn málsins væri lokið. Rannsóknarlögreglan sendi máliö til ríkissaksókn- ara 11. október þar sem rann- sókn var þá lokiö. Lögmaður mannsins krafð- ist þess að hann yrði látinn laus. Þeirri kröfu var hafnað. Viö svo búið skaut lögmaður- inn málinu til Sakadóms Reykjavíkur. Þar var tekiö undir kröfu lögmannsins, þ.e. að maðurinn yrði látinn laus úr gæsluvarðhaldinu. Ríkissaksóknari tilkynnti strax að hann mundi kæra þessa niðurstöðu til Hæsta- réttar. Tíu dögum eftir að rann- sókn málsins lauk tilkynnti ríkissaksóknari að hann hefði fallið frá fyrri ákvörðun um að kæra til Hæstaréttar og þar meö var hinn grunaöi loksins laus. Þetta er ekki allt. Namibíu- maður hefur verið í fréttum vegna gruns um ótrúleg ósannindi og að hafa hlaupist á brott frá um 200 þúsund króna hótelreikningi auk annarra smærri svikamála. Að kröfu rannsóknarlögreglu var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Málinu var skotið til Hæstaréttar, þar sem ekki þótti líklegt að refs- ing hans yrði tveggja ára fangelsi eða meira, en þaö er forsenda þess að menn séu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Bjorn Gretar Sveinsson. formaður Verkalyðsfelagsins Jokuls a Hofn i Homafirði. verður að ollum likindum k/orrnn formaður Verkamannasambands Islands a morgun „Hann er skynsamur og yfirvegaöur maöur," sagði Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri á Höfn. „Björn Grétar er kraftmikill maöur og þolgóöur. Hann tekur öllum vel og er ráöagóður. Þá er hann vel meðvitaður um málstað skjól- stæðinga sinna," sagði Sturlaugur Þorsteins- son, bæjarstjóri á Höfn. Ég hef þá reynslu af Birni Grétari að hann er áreiöanlegur og það hefur staðið sem hann hefur sagt. Þá er hann raunsær," sagði Þórarinn Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins. „Björn Grétar er traustur maður og góður drengur. Hann hefur rekið verkalýðsfélag sitt með myndarbrag og er ófeiminn við aö hafa sjálfstæðar skoðanir," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. „Það verður að segjast eins og er að Björn Grét- ar rekur verkalýðsfélagiö fyrir austan með myndarskap," sagði virkur félagi í verkalýðs- hreyfingunni. Björn Grétar Sveinsson formaöur Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði „Hann er rammpólitískur. Við höfum ekki mikið orðið fyrir barðinu á því,“ sagði Her- mann Hansson. „Um leið og hann hugsar vel um málstað félaga sinna á hann til að fara offari í hagsmunagæslu fyrir félag sitt og félagsmenn," sagði Sturlaugur Þorsteinsson, bæjarstjóri á Höfn. „Björn Grétar er að sumu leyti verkalýðsforkólfur af gamla skólanum og að sumu leyti boðberi sérhyggju, og svo er hann alþýðubandalagsmaður," sagði Þór- arinn Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins. „Björn Grétar lætur ekki neinn segja sér fyrir verkum. Hann hefur ekki um langt árabil fengist til að fljúga. Hann hefur ekið allt sem hann hefur farið, eða þá farið með bátum. Ég vona að hann hafi sig upp í flugvél," sagði Ól- afur Ragnar Grímsson, formaöur Alþýðubanda- lagsins. „Það hefur verið ákveðið að kjósa hann þrátt fyrir að fáir þekki hann aðrir en þeir sem mest starfa með honum. Ég er ekki viss um að hann sé sá sterki maður sem af er látið og ég er alis ekki viss um að hann sé rétti maðurinn til að veita Verkamanna- sambandinu forystu," sagði virkur félagi í verkalýðshreyfingunni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.