Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 28

Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 28
28 FlMMTUDAGUR PRESSAN 24. OKTÓBER 1991 hxiÍ * er með ólíkindum — Ungmennafélagið TP. Eftir mikla leit hefur komið í Ijós að enginn veit hvar þetta ung- mennafélag er. Þetta ein- kennilega nafn kom upp í dagblaðinu Tímanum, sem Steingrimur Her- mannsson er nú að reyna að selja, í sumar. Var þá íþróttafréttamaður Tím- ans, Björn Leósson, að segja frá Landshlaupi FKÍ og virðast fulltrúar þessa sérkennilega ungmenna- félags hafa tekið við kefl- inu af UMF Dyrhólaey og hlaupið með það inn til Víkur í Mýrdal. Eru kunn- ugir helst á því að hér sé um ungmennafélag huldumanna að ræða og er það vel, að þeirra skuli loksins hafa verið getið á síðum Tímans. — ()g talandi um fréttir þá er forvitnilegt að velta fyrir sér hvað verður um helstu hitamálin. Má til dæmis nefna deilu Ólufs Rafinars Grimssonar, í fjármálaráöherratíð hans, við lækna frá því í vor. Þá sögðust læknar, með Höfinu Óskarsson, for- mann Læknafélags Keykjavikur, í broddi fylk- ingar, ætla í mál við Olaf. Síðan hefur ekkert heyrst af þessu máli. — Ætli Ol- afur teljist læknaður? — Sjónvarpssjúklingar munu væntanlega enn frekar staðfesta samband sitt við Bjarna F'el á næsta ári. Þá eru nefni- lega þrir stórviöburöir í iþróttaheiminum sem sjónvarpað verður frá; B-keppnin í handbolta, sem fer fram í Austurríki i mars; Evrópukeppnin í knattspyrnu í Svíþjóð, sem veröur i júní og júlí, og að lokum Olympiu- leikarnir, sem verða í Bareelúna í ágúst og sept- ember. Hvenœr kemur Rolf til byggda? FREMSTI JOLA- SVEINN LANDSINS Nú er farid ad styttasl íjótin oi> allur i>jufirnar. Jólin eru jú liútíd kuupmanna enda eyöir medal-lslendint>urinn hútt ú annuö liundrad þúsund krón- um hura vegna jólanna. Síðan eru það allar gjafirn- ar. Sumir fá fjölda gjafa frá hinum og þessum. Sem kunn- ugt er tíðkast að senda gjafir til ýmissa viðskipatavina og sum fyrirtæki verja töluverð- um fjármunum í gjafir. Má þar til dæmis nefna Seðla- bankann sem ver 4,5 milljón- um króna í gjafir á ári. Sá gjafmildasti er þó án efa Rolf Johunsen stórkaupmað- ur. Rolf er sem kunnugt er umboðsmaður fyrir fjölda áfengis- og vindlingateg- unda. Hann fær því á ári hverju töluverðar fjárhæðir frá hinum erlendu framleið- endum til gjafa og kynningar. Eftir því sem komist verður næst gefur Rolf um 1.200 gjafir um hver jól. Meðal þeirra sem bíða með hvað mestri eftirvæntingu eftir jólagjöfum Rolfs eru starfs- menn Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins. Þeir fá nefnilega allir gjafir frá Rolf og bíða því í ofvæni eftir að hann komi til byggða. HINN RAUNVERULEGI FRÉTTAHAUKUR Jœja, þá er rás 2 komin af stad meö sína útgáfu af Gulu pressunni. Þaö er í formi ör- stuttra fréttapistla sem sendir eru út tvisvar á dag — kl. 17.03 og 19.31. Þetta gleöispil heitir ..Klukkan er ekki fimm-fréttir". Svo virðist hins vegar sem dagskrárkynningardeildir stóru blaðanna, DV og Morg- unblaðsins, hafi ekki skilið spaugið né hverjir eru þarna á ferð. I dagskrárkynningu blaðanna í síðustu viku mátti sjá myndir af „umsjónar- manni" þáttanna, sem kallað- ur er Haukur Hauksson, og birti Morgunblaðið mynd af mjög íturvöxnum karlmanni með kynningunni. PRESSAN getur upplýst það hér og nú að þessi Hauk- ur er ekki til og þaðan af síður að réttar myndir hafi verið birtar af honum. Hið rétta er að umsjónarmaður þáttarins var í upphafi ungur Hafnfirð- ingur, Davíö Þór Jónsson, en nú hefur leikarinn Hjálmar Hjálmarsson tekið við hlut- verki Hauks. Hjálmar er því hinn raunverulegi frétta- haukur núna. Haukurinn Davið Þór Haukurinn Hjalmar HVERT FER ALLT SMYGLIÐ? Hufiö þiö einhverntímann velt því fyrir ykkur livert allt smygliö sem sjómenn og aör- ar afluklwr koma meö til landsins fer? Er það kannski selt í versl- unum ÁTVR, eins og hinni hagsýnu húsmóður þætti eðlilegt, til þess að auka á hagsæld ríkissjóðs? Nei, ekki aldeilis. Það fer reyndar upp í verksmiðjur ÁTVR, en þar endar smyglið líka ferilinn. Þar sitja nefnilega starfs- menn á vegum ÁTVR, oft fatl- að fólk, og hella guðaveigun- um niður. Já, grætilegt, en þetta gerist nú samt. Þetta er ákveðin athöfn sem felst í því að öllu er hellt í stóra bala sem síðan er hellt úr í niður- föllin. Má nefna að hver ein- asta bjórdós er opnuð og hellt úr henni. En sem betur fer er þetta ekki eintóm eyðsla. Tómu dósunum er nefnilega vand- lega haldið til haga. Þær eru settar í svarta poka sem Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, fer síðan með niður í Ferðafélag íslands, þar sem hann er formaður, og síðan selur FÍ dósirnar til fjáröflun- ar. — Þannig að í lokin má segja að einhver hafi náð að ferðast fyrir smyglið. KYNLÍF Lesbískar mömmur Að nafninu til er íslenska heilbrigðisþjónustan opin öllum konum og körlurn. Vegna fordóma almenn- ings í garð samkyn- hneigðra er hommum og lesbíum hins vegar gert óhægt um vik að nálgast heilbrigðiskerfið, meðal annars vegna þess að flest heilbrigðisstarfsfólk gerir sjálfkrafa ráð fyrir að allir skjólstæðingar þess séu gagnkynhneigðir. Til dæm- is er vel hægt að ímynda sér eftirfarandi atvik. Ung kona fer til læknis vegna þess að hún er hætt að hafa blæðingar og farin að hafa áhyggjur. Læknirinn spyr hana hvort hún lifi kynlífi; — hún jánkar því. Því næst spyr doksi hana hvort hún! noti einhverjar getnaðar- varnir en hún svarar neit- andi. „Getur verið að þú sért ófrísk?" Hún svarar að það sé alls enginn mögu- leiki á því. „Hvernig get- urðu verið viss þegar þú líf- ir kynlífi og notar engaH getnaðarvarnir?" Gefum okkur að unga konan segði þá að skýringin væri ein- föld — hún væri lesbísk. Hafi læknirinn skilning á lífi samkynhneigðra þyrfti áðurnefnt atvik ekki að verða mjög óþægilegt fyrir konuna en því miður eru læknar og annað heilbrigð- isstarfsfólk oft því marki brennd, líkt og Jón og Gunna úti í bæ, að vera i nöp við samkynhneigða og jafnvel fordæma lífsstíl þeirra og makaval. Lesbíur njóta heldur ekki nægilegs skilnings meðal heilbrigðis- stétta á því að þær, rétt eins og aðrar konur, eigi fullan rétt á að fá alla þá þjónustu sem viðkemur barneign- um. Á döfinni er að tækni- frjóvganir verði fram- kvæmdar á íslandi. Erlend- is er allur gangur á hvort lesbískum konum er heim- ilað að gangast undir tæknifrjóvgun. Hvernig ætli það verði hér á landi? Verður íslenskum konum mismunað? í bandarískri könnun sem gerð var árið 1981 kvaðst helmingur þeirra lesbísku kvenna sem tóku þátt í könnuninni vilja eign- ast börn, annaðhvort með ættleiðingu, tæknifrjóvgun eða „venjulegu leiðinni" (með samförum við karl- mann). Nú er ég handviss um að einhverjir lesendur fara að velta því fyrir sér hvort það sé ekki slæmt fyrir blessuð börnin að al- ast upp hjá tveimur lesbísk- um konum. Því er fljótsvar- að. Það er enginn munur á sálrænni velferð barna sem alast upp hjá gagnkyn- hneigðum konum og sam- kynhneigðum konum. Það bendir heldur ekkert til þess að samkynhneigð sé algengari meðal barna sem alast upp hjá hommum og lesbíum en barna sem alast upp hjá gagnkynhneigð- um. Ekkert frekar en að tíðni gagnkynhneigðar sé hærri hjá börnum af því þau alast upp hjá gagnkyn- hneigðum foreldrum. Sam- kynhneigð er bara einn lit- urinn i litrófi náttúrunnar. Hins vegar er spurning hversu auðvelt það er fyrir homma og lesbíur að vera þau sjálf án þess að eiga á hættu atvinnumissi og ein- angrun fjölskyldunnar, svo eitthvað sé nefnt. Reynsla lesbískra kvenna sem hafa ákveðið að eign- ast barn er æði misjöfn. Sumar voru giftar körlum og áttu börn og buru áður en þær komu svo ,,úr fel- um“, aðrar hafa látið sig „hafa það" að eignast barn með venjulegu leiðinni með aðstoð góðs vinar (stundum hommi sem líka vill verða foreldrijeða farið í tæknifrjóvgun. Verði lesb- ískum konum meinaður aðgangur að tæknifrjóvgun má spyrja hvaða forsendur geti legið að baki aðrar en hrein og klár vanþekking heilbrigðisyfirvalda á eðli samkynhneigðar og hvað sé börnum fyrir bestu. Það sér hver heilvita maður að það sem er heillavænlegast ívrir barn er að foreldrum sé annt um það, sýni því væntumþykju og vilji ala það upp eftir bestu getu. Fólk — af öllum stærðum og gerðum — er misvel í stakk búið að sinna uppeldi barna sinna og þá má nefna aðstæður sem valda ömur- legri líðan barna eins og til dæmis alkóhólismi foreldra eða ofbeldi inni á heimil- inu. Kynhneigð foreldra, þ.e.a.s. samkynhneigð, er bara til vandræða af því vanþekking á þörfum homma og lesbia ræður ríkjum hjá mér og þér. Við erum vandamálið, ekki samkynhneigð sem slik. Algengar mótbárur með- al fólks þegar barneignir homma og lesbía ber á góma eru þær að „þá fái börnin ekki rétta mynd af kynhlutverkum í fjölskyld- unni", til dæmis að það sé á einhvern hátt óþægilegt fyrir barnið að eiga tvær mömmur eða tvo pabba en ekki mömmu og pabba. Við skulum samt ekki gleyma þvi að barnið á auð- vitað alltaf foreldra (þá líf- fræðilegu) af báðum kynj- um. Eins og gerist og geng- ur hjá einstæðum mæðrum og stjúpforeldrum er mis- munandi hvað líffræðilegu foreldrarnir umgangast barnið mikið. Barn sem á „tvær mömmur" eða „tvo pabba" sem það elst upp hjá lifir heldur ekki í ein- angruðum heimi inni á heimilinu. Karlfyrirmyndir og kvenfyrirmyndir eru alls staðar; hjá ættingjum og vinum, í skóla, á dagheimil- um, í sumarbúðunum og í fjölmiðlum. Barn sem á „tvær mömmur" eða „tvo pabba" stendur kannski bara betur að vígi að sumu leyti en til dæmis börn ein- stæðra foreldra. Þá eru allt- ént tveir sem deila ábyrgð- inni og uppeldinu í stað eins. Með fræðslu má draga úr eða fyrirbyggja fordóma og stríðni skólafélaga ef „Sunneva Hrund á tvo pabba" eða „Siggi Palli á tvær mömmur". Það ætti ekki að vera erfitt fyrir kennara og aðra uppalend- ur að fjalla um mismunandi fjölskyldugerðir, til að krakkar þekki að það búa ekki allir með pabba sínum og mömmu og að ástæð- urnar fyrir fjölbreytninni eru mismunandi. Spyrjió Jónu um kynlffió. Utanáskrlft: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.