Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. OKTÓBER 1991
F
JLJinn af fulltrúum í útvarpsráði,
Valþór Hlöðversson, bókaði hjá-
setu í ráðinu þegar verið var að
ræða ráðningu
fréttamanns í er-
lendar fréttir á
fréttastofu útvarps-
ins. Valþór telur að
fulltrúar þingflokk-
anna, sem skipa út-
varpsráð, eigi ekki
að fjalla um ráðningu fréttamanna
frekar en þegar aðrir almennir
starfsmenn eru ráðnir að stofnun-
inni...
MT á mun Svavar Gestsson, þing-
maður Alþýðubandalags, vera hætt-
ur við að sækjast eftir formannssæt-
inu í þingfiokki Al-
þýðubandalagsins
eins og hann var bú-
inn að ákveða. Nú-
verandi formaður
þingflokksins,
Margrét Frí-
mannsdóttir, vill
halda áfram sem formaður, enda
þykir hún hafa staðið sig vel. Svavar
fékk hins vegar pena ábendingu frá
samfiokksmönnum sínum um að
hans tími væri einfaldlega iiðinn ...
N
X ^ ú er búið að opna ullarþvotta-
stöðina í Hveragerði á nýjan leik,
mörgum stangveiðimönnum og
náttúruunnendum til hrellingar.
Þvottastöðin er án alls mengunar-
varnabúnaðar og rennur ailt skol-
vatn frá henni beint í Varmá, sem
rennur í gegnum bæinn. Af þessum
sökum og öðrum er áin sú mengað-
asta á íslandi, en þegar stöðinni var
lokað í kjölfarið á gjaldþroti Álafoss
bundu margir vonir við að henni
yrði ekki veitt starfsleyf i á nýjan leik
nema settur væri upp fullkominn
mengunarbúnaður í stöðinni. Eng-
inn slikur búnaður hefur verið sett-
ur upp og ekki vitað til að það verði
í náinni framtíð ...
Rok
jkkarar eiga það til að leggja
land undir fót. Einn þeirra reyndari,
Bjartmar GuAlaugsaon, er að fara
hringinn í kringum
landið og ætlar að
vera að í allan vetur.
Næsta vor kemur
síðan út plata með
kappanum. Fyrstu
tónleikar Bjartmars
verða á Hressó ann-
að kvöld og á sama stað verða fjöl-
skyldutónleikar á sunnudag ...
s
k-Föngkonan Cristal Waters
verður heiðursgestur í mat á LA Ca-
fé annað kvöld. í kvöld verður önn-
ur söngkona á LA
Café, trúbadorinn
Sindy Smith, en
hún kemur ekki til
að borða heldur til
að troða upp. KK-
band, með Ellen
Kristjónsdóttur og
eiginmann hennar, Eyþór Gunn-
arsson, sem heiðursgesti, leikur á
LA Café á sunnudagskvöld ...
✓
A
XTm.hugi erlendra fjölmiðla á ís-
lenska bridslandsliðinu fer mjög
vaxandi. Þeir leita nú mikið til ís-
lenskra blaða til að fá sem mestar og
bestar upplýsingcir um land, þjóð og
bridsáhuga landsmanna. Greinilegt
Komið og skoðið stórkostlegt úrval
vandaðra húsgagna í verslun okkar.
er eitt þekktasta merkið í
borðstofuhúsgögnum og kemurfrá einum
stærsta húsgagnaframleiðanda Bretlatids.
Mikið úrval og gott verð.
Borðstofuborð og sex stólar kr. 164.800,- stgr.
Veggskápur kr. 179.820,- stgr.
Skenkur kr. 84.360,- stgr.
Borð og sex stólar kr. 184.170,- stgr.
Hornskápur kr. 80.550,- stgr.
Tveggja dyra glerskápur kr. 107.820,- stgr.
Skenkur kr. 71.820,- stgr.
Við erum sveigjanlegir í samningum.
Dæmi: Engin útborgun - öllu dreift á 12
mánuði á VISA raðgreiðslur eða 11 mámiði
á EURO samtiingi.
Sendum Balmoral-bæklinga
hvert á land sem er.
HÚSGAGNAVERSLUN
Rauðarárstíg 14 - Sími 91
er að heimsmeistaratitillinn hefur
vakið mikla athygli og greint hefur
verið frá sigrinum í mörgum stórum
fjölmiðlum víða um heim ...
F
&_lkki er reiknað með að Stöð 2
leggi fram mikla peninga í hið fyrir-
hugaða dagblað. Það eru aðailega
þrír af eigendum
Stöðvarinnar sem
ætla að vera með,
þeir Jón Ólafsson í
Skífunni, Jóhann G.
Ólafsson og Har-
aldur Haraldsson í
Andra. Þegar listi
Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrir-
tækin er skoðaður sést að Skífan er
í sæti númer 200. Eigið fé fyrirtækis-
ins er 34 milljónir króna. Fyrirtæki
Jóhanns Ólafssonar er ekki á listan-
um en velta fyrirtækisins var 319
milljónir króna og Andri, fyrirtæki
Haraidar Haraldssonar, er nú í sæti
númer 136, en var áður í sæti núm-
er 68. Velta Andra var 680 milljónir
króna, sem er samdráttur upp á 46
prósent...
M. að verður seint sagt að laun
starfsmanna ríkissjónvarpsins séu
há. Fyrir nokkru hófu tveir háskóla-
menntaðir starfsmenn þar störf sem
aðstoðardagskrárgerðarmenn og
hefur annar þeirra BA-gráðu og
hinn mastersgráðu. Grunnlaun
þeirra beggja eru undir 60 þúsund
krónum á mánuði. Þess eru dæmi
að aðstoðardagskrárgerðarmenn á
sjónvarpinu vinni 160 yfirvinnu-
tíma á mánuði til að ná 90 þúsund-
um í ráðstöfunartekjur á mánuði.
Laun framleiðenda (pródúsenta) hjá
sjónvarpinu eru ekki miklu skárri
og vinna sumir hverjir 50 yfirvinnu-
tíma á mánuði til að fá útborguð
laun upp á 90 þúsund krónur ...
•Q afitix trolta
lamux traxn 1
Nektardansmær
Hin gullfallega kynbomba, ind-
verska prinsessa, söngkona og
nektardansmær er reiðubúin að
skemmta í einkasamkvæmum,
karlakvöldum, skemmtistöðum,
o.s.frv. um land allt.
Pantið í tíma í síma 42878.
Geymið auglýsinguna.