Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 3

Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. OKTÓBER 1991 3 Ra unir þeirra sem veðjað hafa á fiskeldi eru flestum kunnar. Það er því fróðlegt að sjá hvaða laun þessi fyrirtæki greiða starfsfólki sínu. Þat’ ber Laxalind hæst, með 217 þusund króna meðallaun á mánuði á siðasta ári. Fyrirtækið greiðir góð laun, að minnsta kosti eftir að Werner Rasmusson komst þar til valda. Næsthæst laun greiðir hið þekkta fyrirtæki Miklilax í Fljótum. Þar voru meðalmánaðarlaun 151 þús- und krónur á síðasta ári... v ▼ eðurstofan var beðin að senda vottorð um vindstig á myndsendi. Það þótti sjálfsagt. Faxið var sent. Sá sem leitaði til Veðurstofunnar fékk upphringingu eftir að hann hafði fengið faxið Þar var honum sagt að senda yrði gíróseðil og reikning vegna sendingarinnar. Upphæðin var 120krónur. Kostnað- urinn vegna innheimtunnar er tals- verður. Gíróseðill kostar 40 krónur, póstburðargjaldið er 30 krónur, sím- talið 15 krónur, reikningur í fjórriti 20 krónur, umslag 5 krónur, samtals 110 krónur. Eftir standa 10 krón- ur... F JL yrir skömnni sagði Islenska lít- varpsfélagið upp leigusamningi sín- um vegna Stjörnunnar og hefur fyr- ------------- irtækiö sjálft yfirtek- ið reksturinn. Nú heyrast sögur af því að hjá þeim sem ráku Stjörnuna sé nv útvarpsstöð í burð- arliðnum og liafi . þeir þegar sótt um leyfi hjá litvarpsréttarnefnd. Kr gert ráð (yrir að Jóhannes B. Skúlason verði einnig útvarpsstjóri hiunar nýju stöðvar . . . Nýr og stórlega endurbættur farsími fró MITSUBISHI MITSUBISHI | Upplýsingar: * * * * * * * * * ★ * * * * * * •k Ferðaeining Mitsubishi FZ-129 D 15 farsími ásamt símtóli, nettri burðargrind. rafhlöðu 1,8 AH, loftneti og leiðslu í vindlaícveikjara. Verð aðeins 126.980,- eða Fullkomin tvíátta handfrjáls notkun. (Símalínan er opin í báöar áttir í einu vib símtöl). Styrkstillir fyrir öll hljoð sem fra símanum koma s.s.hringing, tónn frá tökkum o.fl. Einnig er hægt aö slökkva á tóninum frá tökkum símtólsins. Fullkomið símtól í réttri stærð. Léttur, meðfærilegur, lipur í notkun. Bókstafa- og talnaminni. Hægt er að setja 98 nöfn og símanúmer í minni farsímans. Tímamæling á símtölum. Gjaldmæling símtala. Hægt er að hafa verðskrá inni í minni símans og láta hann síðan reikna út andvirði símtalsins. Hægt að láta símann slökkva sjálfvirkt á sér, t.d. ef hann gleymist í gangi. Getur gefið tónmerki með 1 mín. millibili á meðan á samtali stendur. Stillanlecjt sjónhorn skjás þannig að auðveldara er að sja á símtólið. Tónval, sem er nauðsynlegt t.d. þegar hringt er í Símboða. Stilling á sendiorku tií að spara endingu rafhlöðunnar. Hægt er að tengja aukabjöllu eða flautu við farsímann, sem sföan er hægt stjórna frá símtólinu. 6 hólfa skammtímaminni. Hægt er að setja símanúmer eða aðrar tölur í minni á meðan verið er að tala í farsímann. Endurval á síðasta númeri. Langdrægni og öryggi Mitsubishi-farsímanna er þegar landsþekkt. japönsk gæði tryggja langa endingu. Verðdæmi á Mitsubishi-bíleiningu: Mitsubishi FZ-129 D 15 farsími ásamt símtóli. tólfestingu, tólleiðslu (5 m), sleoa, rafmaansleiðslum, hand- frjálsum nljóðnema, loftneti og loftnetsleiðslum. Verð aðeins 115.423,- eða 99.990,- 3.628,- * 109.990,-« kr. á mán. í 30 mán. m/Munaláni* * Útreikningar miðast við aö um jafngreibslulán sé ab ræða (annuitet), 25% útb., eina afb. á mánuði til allt að 30 mán. og gildandi vexti á óverðtryggðum lánum íslandsbanka hf. Greiðslukjör til allt að 12 mán. MUNALAN Bjóöum hin vinsælu Munalán, sem er greiösludreifing á verðmætari munum til allt aö 30 mán.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.