Pressan - 24.10.1991, Page 7

Pressan - 24.10.1991, Page 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. OKTÓBER 1991 7 Fyrir liggur ad leigusamn- ingur Hitaveitunnar vid Bjarna I. Árnason hefur reynst um eitt hundraö milljónum króna dýrari en útlit var fyrir ad leigusamn- OGFAAMM HlinXKSS SEMSKdil HEHMBO ingur við Skúla Þorvaldsson mundi kosta. Vid saman- burö á leigusamningunum kemur fram aö Bjarni greiö- ir í raun aöeins 60 prósent af því sem Skúli vildi greiöa, en Hitaveitunni þótti þaö ekki nóg. Hitaveitan ekki gert tilraun til aö innheimta leigu afPerlunni fyrir ágústmánuö, 30 dög- um eftir gjalddaga. Árnason. Hann var á þegar samdi við frá- hafa reynst að all- iarna á til sem lét gera. Þegar Reykjavíkurborg samdi við Bjarna I. Árnason um leigu á veitingaaðstöðunni í Viðeyjarstofu voru fyrir- tæki Bjarna í raun gjaldþrota. í árslok 1988 skulduðu fyr- irtækin um 50 milljónir króna umfram eignir. Við samanburö á leigusamningi þeim sem Hitaveitan gerði við Bjarna og leigusamningnum sem átti að gera við Skúla Þorvaldsson kemur í ljós að samningurinn við Bjarna skilar Hitaveitunni aðeins um 60 prósentum af því sem samningurinn við Skúla hefði gert. Hitaveitunni þótti samningurinn við Skúla ekki nógu hagstæður. Hitaveita Reykjavíkur hefur ekki hirt um að senda út reikning vegna leigu á veitingastaðnum í Perlunni, þrátt fyrir að réttur mánuður sé lið- inn frá því leigutakinn, Bjarni I. Árnason, átti að vera búinn að borga leigu fyrir ágústmánuð. Bjarni er búinn að greiða leigu fyrir júní og júlí, samtals eina og hálfa milljón króna. í raun þýðir kostnað- arauki Hitaveitunnar að allar leigu- greiðslur frá Bjarna á samningstím- anum, sem er tíu ár, duga ekki til að mæta kostnaði vegna breyting- anna. VAR VIÐ GJALDÞROT Við skoðun ársreikninga Bjarna I. Árnasonar kemur fram að þegar hin miklu viðskipti hans og Reykjavík- urborgar hófust var hann illa settur fjárhagslega. í árslok 1988 voru skuldir Bjarna 180 milljónir króna og eignir 134 milljónir. Hann skuld- aði sem sagt 45 milljónum króna meira en hann átti. Á þessu sama ári var taprekstur á fyrirtækjum Bjarna upp á 25 millj- ónir króna. Þegar samið var við hann um leigu á Perlunni var slakað mikið á varðandi stöðu leigutaka miðað við það sem áður hafði verið krafist. Bjarna var einungis gert að leggja fram 40 milljónir króna. Til stóð að Skúli Þorvaldsson legði fram mun hærri fjárhæð og Hita- veitan þar með mun lægri fjárhæð en hún hefur þurft að gera. Það er fyrst og fremst vegna þess að Skúli gerði miklum mun minni kröfur á Hitaveituna um frágang í húsinu. Þar sem ekki tókust samningar við Skúla um leigufjárhæðina var horfið til þess að semja við Bjarna. Þá var lítill tími til stefnu. Það sést best á því að Bjarni hafði allt að því frjálst val með hvað hann keypti í Perluna og lét Hitaveituna borga. SKÚLI HEFÐI SKILAÐ MEIRU Ástæða þess að ekki samdist við Skúla Þorvaldsson er sú að hann vildi aðeins greiða tvö prósent af veltu. Það þótti Hitaveitunni ekki nóg. Samningar tókust sem sagt ekki og því var leitað til Bjarna I. Árnasonar. Bjarni samþykkti að greiða fjögur prósent af veltu, þ.e. eftir að búið er að draga virðisaukaskattinn frá. Bjarni gerði hins vegar ýmsar kröfur sem Skúli gerði ekki. Það fyrsta var að Bjarni vildi tvö jarð- hýsi. Þau kosta um 40 milljónir króna. Þá gerði Bjarni meiri kröfur um frágang hússins. Það var allt samþykkt. PRESSAN hefur heimild- ir fyrir því að Skúli hafi verið tilbú- inn að taka við eldhúsum á fjórðu og fimmtu hæð hússins tilbúnum undir tréverk. Það vildi Bjarni hins vegar ekki og mikill kostnaður hefur þess vegna fallið á Hitaveituna. Þegar allt er talið kemur glögg- lega í ljós að þrátt fyrir að Bjarni borgi fjögur prósent eru það til muna lægri leigutekjur en samning- urinn við Skúla hefði skilað Hita- veitunni, þar sem kostnaðurinn við að uppfylla öll skilyrði Bjarna er það mikill. Það lætur nærri, þegar fullrar sanngirni er gætt, að Hita- veitan fái um 60 prósent af þeirri upphæð sem Skúli hefði greitt væri hann leigutaki. Ef reiknað er áfram kemur í Ijós, vegna kostnaðarins, að Hitaveitan fær aðeins um 1,2 prósent af veltu í tekjur. Það tekur um fjórtán ár að vinna upp muninn. FLEIRA BREYTTIST í samningsuppkasti sem gert var við Skúla Þorvaldsson var ákvæði um að leigusamningurinn yrði ekki framseljanlegur. í samningnum við Bjarna er hins vegar ákvæði um að hann megi framselja hann og stofna hlutafélag um reksturinn, sem hann hefur og gert. Þá þarf Bjarni ekki að greiða raf- magn vegna ljósa. Það ætlaði Skúli hins vegar að gera. Auk alls sem hér hefur verið nefnt munu vera fleiri smærri atriði sem eru Hitaveitunni í óhag. „Það getur ekki skipt neinu máli hvort leigan er tvö prósent eða fjög- ur. Það mun hvort eð er taka manns- aldra að greiða þetta hús niður. Það er borðleggjandi að samningurinn við Skúla hefði verið til muna hag- stæðari en samningurinn við Bjarna," sagði maður sem þekkir málið mjög vel. INNHEIMTA EKKI LEIGUNA „Tekjurnar eru svipaðar og ráð var fyrir gert. Hann greiddi rúmlega eina og hálfa milljón fyrir fyrstu fimm vikurnar," sagði Gunnar Krist- insson hitaveitustjóri í samtali við PRESSUNA. En leigan fyrir ágúst? „Það er ekki búið að senda reikn- ing fyrir ágúst. Við tökum þetta nokkrum sinnum á ári. Ekki mánað- arlega." í samningnum segir að leigan skuli greidd fyrir 25. dag næsta mánaðar á eftir. „Já, já. Við höfum ekki verið stífir á því ennþá að minnsta kosti. Við tökum þetta væntanlega í slumpum, kannski tvo mánuði saman. Það er smekksatriði hvað menn horfa stíft á þetta." I samningnum við Bjarna segir að hann verði að leggja til tæki fyrir 40 milljónir, sem hann og gerði. „Við eignumst tæki á leigutíman- um fyrir 40 milljónir króna sem hann borgar. Hann mátti fara tíu milljónum niður fyrir, en þá hefði hann þurft að borga okkur mismun- inn, en það eru engin takmörk upp á við, því miður." Greiðslur vegna rúmlega 57 millj- óna króna koma Bjarna þá ekkert við? „Nei. Þær eru okkar mál. Enda eigum við hlutina sem voru keyptir fyrir þá upphæð." Greiðslurnar sem falla á Hitaveit- una vegna þessa eru væntanlega hærri en leigutekjurnar, að minnsta kosti í nokkur ár? „Já. Við staðgreiðum þessar rúmu 57 milljónir króna. Það er reyndar ekki búið að því en það verður gert." Sigurjón Magnús Egilsson Perlan í Öskjuhlíð. Leigusamningurinn sem gerður var við Bjarna I. Árnason er Hitaveitunni mun dýrari en samningurirm sem Hitaveitan vildi ekki gera við Skúla Þorvaldsson. Að auki rukkar Hitaveitan ekki leiguna

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.