Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 5

Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. OKTÓBER 1991 5 M XTiikla athygli vakti þegar Isal sagAi sii> úr Verslunarráði fyrir skömmu. Var uppgefin sú ástaeða að ------------ með því væri ísai að spara sér 300.000 króna árgjald. Fannst mörgum leggjast lítið fyrir ris- ann, sem veltir millj- örðum á ári. I'ví er . reyndar haldið fram að raunveruleg ástæða sé sú að stjórnendur ísals hafi verið hræddir við að blandast inn í deilur Verslun- arráðs og Félags íslenskra stórkaup- manna. Svo er nefnilega mál með vexti að Ragnar Halldórsson. stjórnarformaður ísals og fyrrver- andi formaður Verslunarráðs, hafði verið ráðinn til að annast félagaöfl- un fyrir Verslunarráð. Þeirri félaga- öflun var ætlað að beinast að félög- um í Félagi íslenskra stórkaup- manna... l að hefur vakið athygli að aug- lýsingastofan Hvíta húsið vinnur að undirbúningi hins nýja dagblaðs sem nú er rætt um að stofna. Það er vanalega ekki talið til bóta fyrir auglýs- ingastofur að tengj- ast einum fjölmiðli um of. Reyndar er ekki langt um liðið síðan Gunnar Steinn Pálsson hjá Hvíta húsinu var í fylkingarbrjósti þeirra sem ætluðu að koma sjón- varpsstöðinni Sýn í loftið, þannig að fjölmiðlaáhugi þeirra er ótvíræð- ur . . . s KJvo virðist sem fólk geri almennt engan greinarmun á útvarpsstöðv- unum. Þannig hefur til dæmis kom- ið i lesendadálki DV, tvívegis með stuttu millibili, að morgun- þáttur Eiríks Jóns- sonar sé á rás 2 og eins að hann sé á Aðalstöðinni. Bréf- ritarar hafa verið að finna að hluta þátta Eiríks, þeim kafla sem heitir „Anna og útlitið". Eins og áður sagði hafa þeir sem finna að þáttunum annaðhvort talið sig vera að hlusta á rás 2 eða Aðal- stöðina þegar fólkið var að hlusta á Bylgjuna ... Tökum hunda í gæslu til lengri eda skemmri dvalar. HUNDAGÆSLUHEIMILI Hundavinafélags íslands og Hundaræktarfélags íslands ARNARSTOÐUM, Hraungerðishreppi 801 Selfoss - Símar: 98-21031 og 98-21030 kr.-S9S, kr. 690, kr.795, kr. 795, i Vi U V fíO uíi ibTMTSxH || »1 Bi 11 1 & É |l‘fH • Ársafmæli Kántrí'krárinnar í Borgarvirkinu Fimmtudag og sunnudag Borgarsveitin ásamt Önnu Vilhjálms Föstudag Afmæliskokkteill frá 18.30-21.00 Borgarsveitin: Anna Vilhjálms, Einar Júlíusson, Viðar Jónsson, Bjarni Ara og Ann Andreasen. Laugardag Borgarsveitin: Siggi Johnny, Ann Andreasen. Ovænt uppákoma kl. 24.10. Sjáumst í kántrí-stuöi

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.