Pressan - 24.10.1991, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24, OKTÓBER 1991
13
Svalbarðshreppur í Þistilfirði
BYG6JAUFP
SX0LA8ETUR
FYRIR ABBNS
Nokkrum tugum milljóna
króna hefur veriö varið í
þaö á undanförnum árum
aö byggja upp skólastad á
bœnum Svalbarði í Þistil-
firdi. Þetta gerist þrátt fyrir
að aöeins 16 nemendur
njóti kennslu á staðnum í
ráma fjóra tíma á dag.
StXTAN NEMENIUR
Á bænum Svalbarði í Þistilfirði er nú verið að byggja
skólastjórabústað við barnaskólann á staðnum. Fram-
kvæmdin kemur til viðbótar nýbyggðum skóla á staðn-
um. Þessi skólauppbygging er upp á nokkra tugi milljóna
þó að margir telji að skólinn, sem nú hýsir aðeins 16 nem-
endur, verði tæpast langlífur. Nú þegar eru nokkrir nem-
endur úr hreppnum keyrðir inn á Þórshöfn, þar sem fyrir
er vannýttur grunnskóli.
Á Svalbaröi i Þistilf iröi er nú aö rísa skólastaöur fyrir 16 nemendur. Á sumrin er staðurinn síðan nýttur undir bændagist-
ingu á vegum hreppsins.
Þessi skólaakstur vekur reyndar
upp nokkrar spurningar, því hann
er í raun í báðar áttir. Með öðrum
orðum: Á meðan elstu nemendurn-
ir eru fluttir inn á Þórshöfn eru þeir
yngstu fluttir í gagnstæða átt, inn að
Svalbarði. Staðhættir eru reyndar
þannig að sumir yngri nemendanna
eru fluttir að Svalbarði þegar í raun
er styttra að fara með þá inn á Þórs-
höfn.
Uppbygging staðarins er umdeild
í nágrannabyggðunum og sagði
sveitarstjórnarmaður í nágrenninu
að hún væri dæmi um mjög óskyn-
samlega fjárfestingu. Ef yrði af frek-
ari sameiningu sveitarfélaga, eins
og að er stefnt, mundi staðurinn
óhjákvæmilega líða undir lok sem
skólastaður. Því eru heimamenn
reyndar alls ekki sammála.
SKÓLASTJÓRABÚSTAÐUR UPP
Á 10 MILLJÓNIR AÐ RÍSA
Nú standa yfir framkvæmdir á
bænum Svalbarði við skólastjórabú-
stað. Um er að ræða 120 fermetra
hús sem byggt er við skólann, en
byggingu hans lauk 1984. Talið er að
skólastjórabústaðurinn muni kosta
á milli 9 og 10 milljónir króna, en
hann er að helmingi til greiddur úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og því á
fjárlögum. Hinn hlutann greiðir
hreppurinn sjálfur.
Að sögn Sighvats Þorlákssonar,
bónda á Svalbarði, sem jafnframt er
hreppstjóri og skólastjóri, er gert
ráð fyrir að húsið verði tekið í notk-
un næsta haust. Sagði Sigtryggur að
með því að fá húsið vonuðust
heimamenn eftir því að fá réttinda-
kennara á staðinn.
í dag er öll kennsla innt af hendi
af Sigtryggi og Þorláki syni hans. Þá
mun kona Þorláks kenna þarna að
hluta til. Ekkert þeirra hefur kenn-
araréttindi. Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR mun Þorláki vera
ætlað að búa í skólastjórabústaðn-
um fyrst um sinn.
Á undanförnum árum hefur ríkið
greitt á milli 6 og 7 milljónir króna
til skólans á ári, ýmist í formi launa-
greiðslna, rekstrarkostnaðar eða
stofnkostnaðar. Samkvæmt nýju
verkaskiptingarlögunum milli ríkis
og sveitarfélaga tekur hreppurinn
nú yfir reksturinn en ríkið greiðir
reyndar áfram laun við kennsluna.
SKÓUNN NOTAÐUR
SEM BÆNDAGISTING
Eins og áður sagði var hinn rúm-
lega 300 fermetra skóli tekinn í
notkun 1984. Ríkið greiddi á milli 50
og 60 prósent af byggingarkostnað-
inum, sem á verðlagi dagsins í dag
næmi um 25 milljónum króna.
Framlag hreppsins mun mikið til
hafa verið í formi sjálfboðaliða-
vinnu.
Skólahúsnæðið gegnir reyndar
margþættum tilgangi, því auk þess
að vera nýttur við kennsluna hefur
skólinn verið notaður sem safnaðar-
heimili, bókasafn, félagsheimili og
síðan sem bændagistiheimili á
sumrin. Hefur hreppurinn gert
verktakasamning við konu í sveit-
inni um rekstur bændagistingarinn-
ar, sem hefur verið við lýði um
skeið.
Skólahaldið sjálft tekur stuttan
tíma á degi hverjum en kennsla
hefst klukkan hálfeitt og stendur til
klukkan fimm.
AÐEINS TVEIR EÐA ÞRÍR
NEMENDUR í ÁRGANGI
En heimamenn telja að tilvist
skólans snúist um sjálfstæði þeirra
auk þess sem hér sé um mannúðar-
mál að ræða.
„Það er ljóst að ekki er hægt að
bjóða fólki upp á að senda sex ára
börn í heimavist. Það er skoðun
okkar að það sé gersamlega von-
laust að keyra börn undir 10 ára
aldri um 40 kílómetra á dag og
senda þau jafnvel að heiman
snemma á morgnana," sagði Jó-
hannes Sigfússon, oddviti Sval-
barðshrepps. Þá sagði hann að
hreppurinn hefði náð þeirri hag-
kvæmni sem unnt væri að ná út úr
akstrinum. Væri hann samnýttur
akstri með eldri börnin, sem fara
inn á Þórshöfn. Sömuleiðis væri
unnt að nota aksturinn undir póst-
flutninga. Hreppurinn fær fasta upp-
hæð frá ríkinu út á hvern nemanda
sem er keyrður til skóla og frá.
Hvernig þeirri upphæð er varið er
þeim í sjálfsvald sett.
Sigtryggur sagði að vegna aldurs
barnanna væri engin leið að keyra
þau þessa vegalengd. Einnig kom
fram hjá honum að skólastjórabú-
staðurinn væri eina von þeirra til að
fá kennara með réttindi til að vinna
á staðnum.
Eins og áður sagði eru aðeins um
16 nemendur í skólanum núna, en
það eru nemendur á aldrinum 6 til
12 ára. Þarna er um samkennslu að
ræða, enda árgangar, sem gefur að
skilja, mjög litlir — jafnvel aðeins 2
eða 3 nemendur í árgangi.
„Það er auðvitað hægt að reikna
allt út — jafnvel að það væri ódýrast
að flytja alla íslendinga til New
York. Ef menn hins vegar vilja halda
byggð í þessu landi verður að kosta
einhverju til skólahalds," sagði Sig-
tryggur.
Sigurður Már Jónsson