Pressan - 24.10.1991, Síða 27

Pressan - 24.10.1991, Síða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. OKTÓBER 1991 Einn og hálfur milQarður varð að Það er ekki sami léttleikinn yfir þessum sjómönnum og trillu- körlunum. Trollið er þyngra og erfiðara í meðförum en handfœr- in. Þegar erlendir togarar voru að fiska á íslandsmiðum voru þeir kallaðir „ryksugur". Nú eru islenskar „ryksugur" að sjúga til sin hverja trilluna af annarri. „Þetta getur orðið svona fram á næsta vor, en þá getur farið að draga úr þessu aftur." En hvernig tilfinning er það fyrir skipasmið að sjá nýleg- an bát sem hann hefur smíð- að verða nánast verðlausan, langt um aldur fram? „Þeir verða ekki að engu. Þeir bátar sem ég hef smíðað, Sómabátarnir, eru mikið seld- ir til sportmanna eftir að búið er að taka af þeim aflaheim- ildina. Ágætisbátar fara þannig á eina til tvær milljón- ir króna." LEIGJA FREKAR EN GERA ÚT „Þeir sjá hag sínum betur borgið með því að leigja kvót- ann en gera út,“ sagði Örn Púlsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeig- enda. Talsvert er um að smábáta- eigendur sem hafa ekki ann- an kost en selja fisk á lands- sambandsverði leigi kvótann í stað þess að gera út. Fyrir leiguna fá þeir um 45 krónur fyrir hvert kíló. Ef þeir veiða fiskinn og selja hann fá þeir kannski 65 til 70 krónur íyrir hvert kíló. Margir þeirra velja þann kost að leigja kvótann. Til að viðhalda kvótanum verða þeir, samkvæmt reglu- gerðinni, að fiska 25 prósent af kvótanum á tveggja ára fresti. „Þetta gera menn í nauð- vörn. Þegar kvótinn komst á var skerðingin það mikil að menn sáu ekki fram á að geta gert út. Það er þess vegna sem þeir hafa selt kvótann," sagði Örn Pálsson. FJÁRMAGNAÐ AF FJÁRMÁLA- RÁÐUNEYTINU Þegar stóru útgerðarfyrir- tækin kaupa smábáta koma kaupin oft á tíðum í veg fyrir skattgreiðslur, að minnsta kosti að hluta. Kvótakaupin eru færð sem kostnaður í bókhald fyrirtækjanna og því er kostnaður vegna kaup- anna dreginn frá áður en til skattlagningar kemur. Þar sem hægt er að draga kaupverðið frá með þessum hætti má segja að í stað þess að greiða skatta greiði fyrir- tækin kvótakaupin. Sigurjón Magnús Egiisson KRISTJÁN Jóhannssun stórsöngvari er í fýlu út í blað allra lands- manna, Morgunblaðið. Eins og allt hjá Kristjáni er fýlan stór og mikil. Ritstjórar Morgunblaðsins, þeir Slyrmir Gurmarsson og Mallhías Johannessen. treysta sér ekki til að hafa Kristján i fýlu og birta skammarræðu hans á leið- araopnu athugasemdalaust. En Kristján er ekki sá fyrsti sem hefur farið í fýlu við Morgunblaðið. Gunnur Thoroddsen var oft í fýlu út í blaðið, sem studdi Geir Hullifrimsson i baráttu þeirra. Sömuleiðis var ann- ar utangáttamaður í Sjálf- stæðisflokknum. Alberl Guðmundsson, oft í fýlu út i blaðið. Halldór Kiljan Luxness fór að minnsta kosti tvisvar i fýlu við blaðið en fékk þó áfram birtar greinar þar. Það átti ekki við um þá El- ias Daviösson og Pélur Guðjónsson. sem fengu ekki greinar sínar birtar. I’étur var baráttumaður harðrar stefnu í landhelgis- málinu og vildi fá að kaupa greinar sínar inn sem aug- lýsingu þegar þeim hafði verið hafnað sem aðsendu efni. Elías er baráttumaður í vináltufélaginu Ísland-Pal- estína og var gerður útlæg- ur á Morgunblaðinu, aðal- lega af því þeir urðu leiðir á honum. Mogginn og Þorsleinn ftílsson hafa ekki alltaf verið í vináttufélagi og er skemmst að minnast þess þegar Þorsteinn sagði i DV að Styrmir væri eng- inn valdamaður í Sjálfstæð- isflokknum. Þorsteinn er auðvitað Vísismaður. Nú. þá hefur Hunnes Hólm- steinn Gissurarson verið í sjálfskipaðri fýlu við Mogg- ann . Krisljún Kaifnarsson og aðr- ir útgerðarjöfrar eru í kvótafýlu út í blaðið en það var enginn kvóti á fýlu leikhúsfólks við Súsönnu Svavursdóttur. leikhúsgagnrýnanda Mogg- ans, en hún. ásamt Siif- mundi O. Sleinarssyni. sem móðgaði alla knatispyrnu- menn nema Frammara. hefur verið duglegusl blaðamanna við að búa til fýlupoka. engu með kvótanum útgeróarfyrirtækin verið mest áberandi í kvótakaup- um. Það eru Skagstrending- ur, Samherji, Útgerðarfélag Akureyringa, Grandi og stærstu útgerðirnar. á Vest- fjörðum, til dæmis Hrönn, sem gerir út Guðbjörgina. FÁ ALDREI AFTUR KVÓTA „Eigendur þessara báta fá ekki aftur kvóta. Þeir geta keypt hann en hafa enga möguleika til að fá aftur út- hlutun, hvorki aflakvóta né krókaleyfi," sagði Kristján Skarphéöinsson i sjávarút- vegsráðuneytinu. En hvenær hófust þessi miklu viðskipti? „Haustið ’89 og veturinn '89—90 var mikið keypt af þessum bátum. Það jókst eftir að lögin voru samþykkt á Al- þingi vorið 1990. Það var ekki hægt að færa kvótann fyrr en eftir síðustu áramót. Þótt tilfærslurnar hafi verið á þessu ári getur verið að við- skiptin hafi átt sér stað fyrr.” Vita menn hvaða verðmæti hafa farið í súginn með þessu? „Það eru engin verðmæti í þessum bátum þar sem ekki er hægt að nota þá. Ég veit ekki hvað þetta er mikið. Þetta eru þó í raun heilmikil verðmæti. Það er hugsanlega hægt að nota eitthvað úr þessum bátum, svo sem veið- arfæri, tæki og fleira. Ég treysti mér ekki til að slá á hvað þetta er verðmætt.” Kristján sagði að aðeins væri um þá báta að ræða sem væru komnir með aflaheim- ild sína á núll. Inn í þetta vant- aði allar tölur þar sem hluti aflaheimilda hefði verið seld- ur og þar með búið að skerða verðmæti bátanna. ENN ERU TIL BJARTSÝNISMENN „Það eru til bjartsýnis- menn á íslandi ennþá. Það hefði ekki mikið dregið úr enn. Menn sjá smugu á að komast inn í krókaleyfið," sagði Gudmundur Lárusson hjá Bátasmiðju Guðmundar. Hann sagðist hafa óttast að mikið drægi úr smíði smá- báta vegna kvótans, en enn sem komið er hefði ekki orð- ið verulegur samdráttur. fíúiö er ad selja alla afla- heimild um 300 smábáta, sem med því hafa ordid nán- asl verdlausir. Þá hefur verid seldur hluti af aflaheimildum margra báta og eins er tals- verl um ad kvóti þeirra sé leigdur, til eins árs í senn. Þeir sem PRESSAN hefur rœtt vid segja ótráleg verömceti hafa glatast med þessum vidskipl- um. En hvað verður um þá báta sem búið er að selja frá allan kvóta? Jú, þeir eru verðlausir nema eigendum þeirra takist að kaupa á þá nýjan kvóta. Þeir smábátaeigendur sem völdu sér krókaleyfi geta ekki selt veiðiheimildir. En ef þeir ætla að endurnýja bátinn sinn geta þeir ekki keypt ein- hvern þeirra báta sem orðnir eru verðlausir. Nei. Þeir verða að láta smíða fyrir sig báta sinna. Þá er einnig eitt- hvað um að fjármögnunar- fyrirtæki hafi þurft að leysa til sín báta sem þau hafa síðan selt stóru útgerðarfyrirtækj- unum. SKAGSTRENDINGUR HEFUR KEYPT TUGI SMÁBÁTA „í flestum tilfellum hefur þetta verið þannig að seljend- urnir hafa haldið bátunum. Þeir nota þá sem skemmti- báta eða eitthvað álíka. Það er mest um þannig viðskipti,” sagði Áki Arngrímsson hjá Skagstrendingi á Skaga- strönd, en það fyrirtæki er það stórtækasta í kvótakaup- um. Þrátt fyrir að Skagstrend- ingur hafi keypt fjölda smá- báta eru aðeins tveir smábát- ar í eigu fyrirtækisins. En hvað hefur Skagstrend- Trillukarl að vinna um borð í báti sinum. Lengi hefur hvilt mikil rómantík yfir starfi triliukarla. Nú virðist sem þeim fari fækk- andi, eftir þá miklu fjölgun sem varð á siðustu árum. Margir þeirra sjá hag sínum betur borgið með því að selja kvótann eða leigja hann. Tugir ef ekki hundruð smábáta liggja verðlausir í höfnum um allt land. nýjan. Og það á sama tíma og kvótalausir og þá um leið verðlausir eða verðlitlir bátar liggja um allt land. Þegar kvóti var á öllum fiskibátum stærri en tíu tonna fjölgaði minni bátum veru- lega. Síðar var einnig settur kvóti á minni báta. Það eru bátar í þeim stærðarflokki sem nú skipta um eigendur i miklum mæli. Þegar fjölgunin var hvað mest gerðust margir, sem aldrei höfðu komið nálægt sjómennsku, hvað þá útgerð, útgerðarmenn. Það eru ekki síst þessir óvönu menn sem hafa nú selt veiðiheimildir ingur keypt marga smábáta? „Ég vil ekkert segja um það. En þeir skipta tugum.” Er ekki oft um góða og ný- lega báta að ræða? „Jú, jú. Þessir bátar eru bara verðlausir þegar búið er að kaupa af þeim aflaheimild- ina. Mikið af þessum bátum sem við höfum keypt er frá árinu 1987. Við borgum 160 krónur fyrir kílóið ef 80 til 90 prósent af kvótanum eru þorskur. Það var meiri sam- keppni á þessum markaði, en það hefur dregið úr henni að undanförnu." í samtalinu við Áka kom fram að til þessa hafa sömu

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.