Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991 21 i LONDON. Davíð Scheving Thorsteins- son: Alltaf sama ævintyrið að fara í Covent Garden O) . o SO < c D .» £t > “f « <2 o) 5 ® <S síkjunum og fá sér síðan að borða á einhverjum af hin- um fjölmörgu matsölustöð- um borgarinnar og hafði ekki fleiri orð um það. london Borgin er samansafn þorpa „Því er fljótsvarað. Það er London sem er mín uppá- haldsborg," sagði Davíd Scheving Thorsteinsson for- stjóri. „Það er margt sem kemur þarna til. Ég hef komið oftast til London af öllum borgum og er því að byrja að kynnast borginni. Vegna tungumálsins getur maður líka notið þess mun betur sem borgin hefur upp á að bjóða en ef maður er í Frakklandi, Ítalíu eða Þýska- landi. Þá er ég ekki síst gamalli jámbrautarstöð að tala um leikhúsin og söng- leikina og síðan eru það tónleikarnir. Hvergi annars staðar nema þá í New York er úr jafnmiklu að velja á 'í þessum vettvangi. Svo finnst mér London svo þægileg borg því hún er í raun samansafn þorpa en ekki ein stórborg. Ef maður heldur sig í þorpi sem heitir West End þá er stutt í allt sem hugurinn girnist," sagði Davíð ennfremur. „Ég fer alltaf í St. Martin’s In The Field-kirkjuna, sem er raunar á Trafalgartorgi. Þar er ákaflega falleg tónlist og mér líður vel þar inni. Svo finnst mér alltaf sama ævintýrið að fara í Covent Garden. Eitt sinn var ég þarna þegar Placido Dom- ingo var gestastjórnandi í Leðurblökunni. Þar söng einhver ræfilstenór, sem var auðvitað gjörsamlega á taugum, og manngreyið Flœskesteg og rndkál „Það er Kaupmannahöfn sem er mín uppáhaldsborg. Danir eru afskaplega þægi- legir og þótt Kaupmanna- höfn sé stórborg er hún laus við stress annarra stórborga og þar líður mér vel,“ sagði Eyþór Gunnarsson hljómlist- armaður. „Ég fer gjarnan á djass- klúbbana þar og svo er veit- ingastaður sem ég kem allt- af á þegar ég er í Kaup- mannahöfn. Hann heitir Sorgen Fri, þar sem maður fær „flæskesteg og rodkál" eins og það gerist best í Danmörku og aðra heimilis- lega rétti, en þessi staður er rétt hjá Strikinu. Þegar maður er að ferðast um Evrópu er alltaf jafngott að koma til Kaupmannahafnar og slaka á í borginni.” Einn annar viðmælandi blaðsins var jafnstaðfastur á því að Kaupmannahöfn væri sín uppáhaldsborg en það var Sigurdur Valgeirs- son hjá Bókaútgáfunni Ið- unni. „Ætli þær væmnu ástæð- ur liggi ekki að baki að ég bjó þar einu sinni í ár. Svo eru Danir sérstaklega við- felldnir. Ég fer mjög oft á Hviids Vinstue þegar ég er í borginni og hef nokkrum sinnum mælt mér mót við menn þar undir hinni frægu mynd Orlygs sem þarna er uppi á vegg. Það er fjöl- skrúðugt mannlíf í Kaup- mannahöfn og gaman að rölta um miðborgina,” sagði Sigurður og dæsti ánægju- lega. springur á þessari eilífu aríu sem hann átti að syngja, fórnar höndum í örvænt- ingu og kallar: Take it, Plac- ido. Þá kemur þetta litla BANG frá stjórnandanum. Það er margt sem gerist í London og þar er úrvalið geysilega mikið á menning- arsviðinu." kaupmannaböfn PARÍS. Bera Nordal: Frakkar gefa sér tima til að borða, tala saman og vera til KAUPMANNAHÖFN. Eyþor Gunnarsson: Borgin er laus við stress „París er ákaflega fjöl- breytileg og heillandi borg sem er í mestu uppáhaldi hjá mér, að London frágeng- inni, sem ég þekki best. Ekki síst vegna þess að fólk býr út um alla borgina og þess vegna er hún svo lif- andi," sagði Bera Nordal list- fræðingur. „Það eru sérstak- lega myndlistin og söfnin sem draga mig til Parísar. Þar eru þeir líka djarfir að byggja nútímaarkitektúr innan um þessar gömlu frægu byggingar. Þar má nefna pýramídann við Louvresafnið sem sýnir mjög mikið áræði og mundi aldrei sjást í London. Svo er það Pompidousafnið sem var alveg stórkostleg bygg- ing á sínum tíma. Nú eru þeir búnir að breyta gamalli járnbrautarstöð í safn og svo er það nýi Sigurboginn. Þannig má telja endalaust," sagði Bera Nordal. „Alltaf þegar ég er í París fer ég í Louvre og Pomp- idou og einnig finnst mér Parísarsafnið mjög skemmti- legt. París er mikil heims- borg og maður finnur fljótt hvað það er löng hefð á bak við allt. Þar er svo mikil manneskjuleg nálægð, því Frakkar gefa sér tíma til að borða, tala saman og vera til. París er einstaklega mannleg borg." new york Allt sem ég þarf „Það fer ekki milli mála að New York er mín uppá- haldsborg," sagði Sóley Jó- hannsdóttir djassballett- kennari. „Þar hef ég allt sem ég þarf á að halda; danssýningar, dansnám- skeið, leiksýningar, söngleiki á Broadway, góðar Levi's-buxur og góða mat- sölustaði. Þarna er allt sem ég þarfnast í einni borg og New York er mjög heillandi — eins og ég var hrædd við hana þegar ég kom þangað fyrst. Þorði ekki út fyrir dyr fyrstu tvo dagana. Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt í borginni og þá ekki síst nýja og framandi matsölu- staði." feneyj ar Fortídin alls staöar nálœg „Fyrst þegar ég kom til Feneyja fannst mér ekkert heillandi við þessa borg. Fann bara alls staðar fúkka- lykt og raka sem smaug um öll vit. En eftir því sem ég kom þangað oftar náði borgin sterkari tökum á mér," sagði Þórunn Gests- dóttir ritstjóri. „Feneyjar eru mjög sér- stök borg og sannkölluð menningarborg. Mér finnst ákaflega gaman að reika um þröngar göturnar þar sem eru litlar verslanir, veit- ingahús og kirkjur. Allt þetta skapar sérstakt and- rúmsloft sem ég hef ekki fundið í öðrum borgum. Fortíðin er alls staðar nálæg í Feneyjum. Yfirbragðið er rólegt og það er eins og maður hafi mun meiri tíma Siguröur Valgeirsson: Mæli mér mót á Hviids Vinstue NEW YORK. Sóley Jóhannsdóttir: Dans- sýningar og Levi's-buxur

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.