Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 39

Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 39
* fimmtudagui^PWESSAW 31. október 1991 39 5- • wmwíS&Fnm 238 ■ áP? 7//' ssrlnfí Bókaútgáfan Bjartur gef- ur út barnabókina „Bréf ,til tígrisdýrsins" eftir janosch, en barnabaekur hans um tígrisdýrið og skógarbjörninn hafa not- ið geysilegra vinsælda meðal barna og fullorð- inna víða um Evrópu. Auk þess sendir forlagið frá sér skáldsögu eftir Astu ólafsdóttur sem nefnist „Vatnsdropasafnið" og „Tröllasögur" eftir gunn- AR HARÐARSON, SIGFÚS BJARTMARSSON Og MAGN- ÚS GEZZON. Það verður nóg handa smáfólkinu á plötumark- aðinum um jólin, þvi búið er að gefa út á kassettu leikritin „Mjallhvíti" og „Þyrnirós" í flutningi leik- ara Þjóðleikhússins. Með kassettunni fylgir allur leiktextinn í bók, sem er í senn lestrarbók og lita- bók. Bókaútgáfan Iðunn er treg til að gefa upp hverj- ar jólabækur forlagsins eru fyrr en bókatíðindin frá Félagi íslenskra bóka- útgefenda koma út. Það er þó Ijóst að þær vigdís GRÍMSDÓTTIR Og STEINUNN sigurðardóttir eiga þar Ijóðabækur og illugi jök- ULSSON og SÚSANNA SVAV- arsdóttir hvort sína skáldsöguna. Hjá Forlaginu kemur út fyrir jólin ný skáldsaga eftir STEINAR SIGURJÓNS- son sem nefnist „Kjallar- inn". Kjallarinn er drauga- saga, „segir frá baráttu manns við draugana sem safnast upp i lífi hans og holdgerast í kjallaranum heima hjá honum". * * (\- Minningartónleikar um fórnarlömb sjáifsvíga ,,Med tónleikunum viljum viö vekja athygli á hárri tíðni sjálísvíga medal ungs fólks á Islandi, en þeir eru fleiri sem falla fyrir eigin hendi en þeir sem látast í bílslysum. Þaö er alveg furöulegt ad þad skuh ekki vera nein umrœöa um þessi mál," segja Snorri Sturluson og Ingvi Ólafs- son, félagar og skólabrœdur Sigurjóns Axelssonar og Jóns Finns Kjartanssonar, en þeir féllu bádir fyrir eigin hendi. Það eru foreldrar þeirra og stór hópur skóla- systkina í Menntaskólanum við Sund ásamt fyrrverandi hljómsveitarfélögum sem standa að tónleikunum, sem bera yfirskriftina „Aðeins eitt líf'. Agóðinn af tónleikunum mun renna óskiptur til for- varna gegn sjálfsvígum ung- menna. „Sjálfsvíg eru auðvitað við- kvæmt mái, en við erum þess fullviss að skynsamleg um- ræða um þau sé mun betur til þess fallin að fækka sjálfsvíg- um en engin umræða. Sú litla umræða sem hér hefur átt sér stað hefur fyrst og fremst snú- ist um forvarnir og afleiðing- ar umferðarslysa, en miklu minna um fyrirbyggjandi að- gerðir varðandi sjálfsvíg. Rauði krossinn hefur staðið sig langbest að okkar mati í þessum málum. Á þessu ári hafa yfir 100 manns hringt í Rauða krossinn sem eru ann- aðhvort í sjálfsmorðshugleið- ingum eða aðstandendur sem hafa áhyggjur af börnum sínum. Einnig er dr. Sigrán Stefánsdóttir að vinna að sjónvarpsþætti um þetta efni og hann verður sýndur um miðjan þennan mánuð." Fjöldi iaga eftir Sigurjón verður leikinn á tónleikunum í kvöld, en hann var afkasta- mikill lagasmiður og var meðal annars gítarleikari í hljómsveitinni Flintstone. Tónieikarnir í kvöld hefjast með því að Pétur Örn Guð- mundsson leikur lagið „Kveðju" eftir Sigurjón. Síð- an koma fram hljómsveitirn- ar Islenskir tónar, Formaika, Stripshow og Babalú, en einnig koma fram Bjarki og Silli í Lipstick lovers, lesin verða ijóð eftir Sigurjón og fleira. Tónieikarnir hefjast klukkan hálfníu stundvís- lega. HVERJIR ERU HVAR? Nokkrir af góökunningjum Borgarkrárinnar: Hallmar Sigurösson leikstjóri, Hanna María Karlsdóttir leik- kona, Óli í Olís, Sigurður í Kon- ráð Axelssyni, Theódór Július- son leikari, Börkur í Glóbus, Ijósamennirnir í Borgarleik- húsinu, Guðrún hárgreiðslu- * EKKI WRB PITSfi fi PlSfi „Viö höfum sett stefnuna á að vera í ódýrari kantinum. Að allir geti komið hingað og fengið góðan mat og notið góðrar þjónustu á viðráðan- legu verði," segir Skúli Han- sen, yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Pisa. Pisa er ítalskur veitinga- staður með blandaða rétti. Á matseðli hússins má finna pitsur, pastarétti, risottórétti og að sjálfsögðu kjöt- og fisk- rétti. Ekki er ofsagt að þarna megi eiga notalega kvöld- stund og borða frábæran mat án þess að það komi alvar- lega niður á fjárhagnum. Eplapitsa er eftirréttur sem hvergi fæst annars staðar en á Pisa. Það er pitsa þakin eplamauki og ferskum epl- um. Að bakstri loknum er stráð yfir kanil, fiórsykri og rifnu súkkulaði. Þetta er síð- an borið fram með vanilluís og rjóma. Pisa hefur einnig sértilboð í hádeginu; þá má fá tvíréttaða máitíð á sex til sjö hundruð krónur. Á móti Skúla stendur vakt- ina listakokkurinn Ásgeir Sæ- mundsson, einnig þekktur sem tónlistarmaðurinn Geiri Sæm. filvörunaztarklúbbur „Við œtlum að reyna að bjóða upp á erlend skemmti- atriði á þriggja til fjögurra vikna fresti. Þar verður bœði Benedikt Páll Jónsson og Birgir Birgisson, eigendur Epl- isins, ætla að bjóða okkur al- vörunæturklúbbsskemmtan. um aö rœöa danshljómsveitir og eins önnur skemmtiatriöi, til dœmis hjólaskautasýning- ar, eldgleypa eða töframenn. Möguleikarnir eru ýmsir," segir Birgir Birgisson, framkvœmdastjóri Eplisins, sem er nýr skemmtistaður í Ármúla 5. Birgir segir að Eplið sé meira en bara diskó, bar og fatageymsla. Meiningin sé að reyna að búa þarna til alvöru- næturklúbb þar sem boðið verður upp á fjölbreytt skemmtiatriði en fólki ekki bara útvegað rými til að dansa í. Nú um helgina býður Eplið upp á tískusýningu og disk- ótek föstudags- og laugar- dagskvöld. „Við ætlum að reyna að bjóða upp á margt spennandi í framtíðinni og stefnum á að láta tímann vinna með okk- ur,“ segir Birgir. BORIS JELTSÍN fór til Ameríku og fílaði Guðseiginland f botn. Og fyrlr utan elnhverjar athugasemdir u m drykkju kappans ffluðu Amerikanamlr Boris líka f botn. Þelrra á meðal MARILYN QUAYLE, sem hór henglr bindi frelsisins um hálsinn á Boris. Lífleg stemmning í forsetaveislunum þarna fyrir vestan. meistari, Karl Júlíusson í Múla- radíó, Ásgerður Guðmunds- dóttir og Petrína, Saga Jóns- dóttir leikkona, Sigurður Karls- son leikari og Björgvin Hall- dórsson. POPPIÐ_______________________ Orgill flytur eigið efni á Tveim- ur vinum í kvöld og hið al- ræmda KGB, með svínahirð- inn Stebba á Þórustöðum inn- anborðs, verður á Blúsbarn- um. Borgarsveitin og Anna Vil- hjálms skemmta af sinni al- kunnu snilld á kántríkránni í Borgarvirkinu og Eldfuglinn verður á Gauknum. GCD kemur fram í síðasta skiptið á föstudagskvöldið á Borginni. Ku ætla að trylla liðið gersamlega af því tilefni. Per- ez-quartet; Pálmi Sigurhjartar- son á píanó, Siggi sax, Eddi gít- ar, Sigurður kentár, sem syngur og munnharpast, skemmtir á Blúsbarnum á föstudagskvöld en á Hótel íslandi verður Upp- lyfting á vetrarfagnaði. KK- band (Kristján Kristjánsson) verður á Púlsinum á föstu- dags- og laugardagskvöld í til- efni af útkomu nýju blúsplöt- unnar „Lucky one". Loðin rotta leikur á Tveimur vinum föstu- Sigrún Steinþórsdóttir Sólbaðstofunni Laugavegi 99 Hvað ætlar þú að gera um helgina, Sigrún? „Ég er að kaupa mér íbúð með kærastanum og þá gerir maður kannski minna af því að skemmta sér en áður. Maður verð- ur að spara. Ég býst við að við förum í kaffi til vina okkar á laugardaginn og á sunnudaginn förum við í tveggja ára afmæli til systursonar míns." dagskvöld og laugardags- kvöld. Hljómsveitin hefur tek- ið þeim breytingum að nýr bassaleikari, hljóðmaðurinn Bjarni Bragi, hefur gengið til liðs við hana. Á veitingastaðn- um Staðið á öndinni skemmta Blautir dropar föstudags- og laugardagskvöld með gamla góða rokkinu, blús og sól. Frá- bær danstonlist með Jóhann Þór Kjærnested syngjandi, Brynjar Reynisson á bassa, Stefán H. Henrýsson á hljóm- borð, Gunnar Þór Eggertsson á gítar og Harald Ó. Leonardsson á trommur. Borgarsveitin og Bjarni Ara verða á kántríkránni í Borgarvirkinu á föstudags- og laugardagskvöld. Hljóm- sveitin Galileo; Rafn, Sævar, Örn, Baldur og Jósep, verður á Gauknum á föstudags- og laugardagskvöld. Á Moulin Rouge skemmta klæðskipt- ingar sér á tá og fingri á föstu- dags- og laugardagskvöld og Mannakorn á dansbarnum. Við mæLum MCÖ ^ Að Álafoss verði endur- reistur og reyni að bæta íslandsmetið í gjaldþroti enn betur Hanglkjðti ekki hangiáleggi, hangipylsum eða hvað þetta heitir sem reynt er áð seija manni, heldur þesst gamia, góða, alvöruhangikjöti Endurrei8n klukknanna í bænum Þær eru allar stopp. Þessi á Út- vegsbankanum, sú á Hallgríms- kirkjuturni og líka þessi á Hverfisgötunni Að ríkið skili klrk]unni jörðunum sem það tók og að kirkjan skili þeim aftur til þjóðarinnar sem átti þær í upphafi Í N N í Þeim körlum, sem eru að velta þvi fyrir sér hvernig karakterar þeir eigi að vera, skal á það bent að frummaðurinn er kom- inn í tisku. Menn eins og Nico- las Cage leikur og Gérard De- pardieu er — að minnsta kosti að eigin sögn. Þið getið gleymt „nýja stráknum", „mjúka mann- inum" og öllu þvi. Nú eru frum- kraftarnir teknir við. Þessir sömu og heilluðu kvenfólkið i hellunum i gamla daga. Ef þið efist um að þeir virki í dag skulið þið bara horfa á þá fé- laga Nicolas og Gérard. / • UTI Hvaða áhrif sem Clarence Thomas mun hafa á Hæstarétt í Bandaríkjunum er það víst að hann hefur þegar haft þau áhrif að klámbrandarar eru komnir úr tísku. Þess vegna segjum við einn. Hann er um fimm ástæður þess hvers vegna agúrkur eru betri en menn. 1. Agúrkur eru að minnsta kosti 15 sentimetra langar. 2. Þú get- ur þreifað á agúrkunni i búð- inni. 3. Þú getur athugað hvort hún er hörð áður en þú tekur hana heim. 4. Þú þarft ekki að éta agúrkuna nema þú viljir það. 5. Með agúrkunni þarftu ekki að liggja á blautum bletti á eftir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.