Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991
Útgefandl
Blað hf.
Framkvæmdastjóri
Hákon Hákonarson
RJtstjórl
Gunnar Smári Egilsson.
Ritstjórnarfulltrúl
Sigurjón M. Egilsson
Auglýsingastjóri
Hinrik Gunneu- Hilmarsson.
Dreiflngarstjóri
Steindór Karvelsson
Ritstjórn, skrifstolur og
auglýsingar: Hverfisgötu 8-10,
sfmi 62 13 13.
Faxnúmer: 62 70 19.
Eftir lokun sklptlborös:
Ritstjóm 621391, dreifing 621395,
tæknideild 620055.
ÁslTlftargjald 600 kr. á mánuðl.
Verð í lausasölu 190 kr. eintakið.
Margur verdur
af aurum api
í PRESSUNNI í dag er fjallað um
dvalarstyrki þingmanna. Það eru
styrkir sem þingmenn landsbyggð-
arkjördæmanna fá til að halda
heimili í Reykjavík á vetrum.
í frétt PRESSUNNAR kemur
fram að þeir Halldór Ásgrímsson
og Steingrímur J. Sigfússon hafa
skráð lögheimili sitt á heimili ætt-
ingja sinna i þeim kjördæmum
sem þeir eru þingmenn fyrir. Fyrir
vikið fá þeir háar fjárhæðir greidd-
ar frá Alþingi eins og þeir hyggju í
raun og veru úti á landi. Með þess-
um rangindum teksl þeim að bæta
meðallaunum ofan á þingfarar-
kaupið sitt.
Stjórnmálamenn hafa á undan-
förnum árum kvartað yfir að Al-
þingi nyti ekki mikillar virðingar
og viljað kenna flestum öðrum um
en sjálfum sér. Þá litlu virðingu,
sem þingið þó nýtur, má hins vegar
þakka ótrúlegu langlundargeði
þjóðarinnar við breyskleika ráða-
manna, — ekki siðferðisstyrk
stjórnmálamannanna. Hann virð-
ist enginn.
Það er i raun ekkert annað en
hlægilegt að sjá til þessara manna
nýta sér hverja glufu sem býðst til
að ná sér í peninga úr almanna-
sjóðum. Þeir eru aumkunarverðir,
— á sama hátt og aðrir sem fórna
virðingu sinni fyrir aura.
FJÖLMIÐLAR
Takiö ykkur larigan tíma
Mikiö fannst mér gott að
heyra það eftir honum Gunn-
ari Steini í Hvíta húsinu að
nýtt dagblað kæmi líklega
ekki út strax eftir áramótin.
Fyrri yfirlýsingar um að blað-
ið ætti að koma út 2. janúar
voru grátlega vitlausar. Það
var eins og aðstandendur
hins nýja blaðs tryðu því að
tveir mínusar væru einn plús,
— ætluðu að steypa saman
Tíma og Þjóðvilja og reyna
að selja bræðinginn sem boð-
lega vöru.
Það mun taka lengri tíma
en tvo mánuði að búa til nýtt
blað. Það má nefnilega ekk-
ert klikka. Fyrstu eintökin
verða að vera það góð að fólk
vilji kaupa blaðið áfram og
jafnvel gerast áskrifendur.
Islendingar eru nýjunga-
gjarnir. Þeir munu sjálfsagt
kaupa upp fyrstu eintökin. En
ef þau verða ekki boðleg
munu þeir ekki kaupa meira.
Þá skiptir engu hvort blað
númer 43 verður gott eða
vont.
Þeir sem ætla að setja á fót
nýtt blað eru því að hella sér
út í eins áhættusaman biss-
ness og hugsast getur. Þeir
þurfa að leggja 100 til 200
milljónir í púkkið. Ef nýjum
ristjóra eða ritstjórum tekst
ekki að búa til blað sem fólk
vill kaupa eru þær milljónir
að eilífu glataðar.
Það er nefnilega fátt endur-
seljaniegt af stofnframlagi í
nýtt blað. Fáeinar tölvur og
skrifborð. Langstærsti hlut-
inn fer í að framleiða fyrstu
blöðin og reyna að fá fólk til
að kaupa þau. Ef það mis-
tekst eru peningarnir tapaðir.
Það er því gleðilegt að að-
standendur hins nýja blaðs.
skuli ætla að gefa sér tíma til
að búa til og hanna þessi
fyrstu blöð. Þótt það skipti út-
gefendur Tímans og Þjóðvilj-
ans máli að nýtt blað komi út
sem fyrst, til að þeir geti hætt
núverandi. útgáfu með glans,
getur borgað sig að bíða fram
til 1. febrúar, 1. marseðajafn-
vel lengur.
Gunnar Smári Egilsson
„Þjóðgarðasósíalistarnir hins-
vegar, Sigfússon og Gestsson,
eru hinsvegar þjóðrembusossar
og þeim eru eðlislæg viðbrögð
að haffa allt ó hornum sér og
það gerðu þeir oft og iðulega
sem róðherrar f síðustu
ríkísstjórn."
JÓN BALDVIN HANNIBALSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA
„Ferdirnar vófu orSnar það
margar að ég varð að átta
mig.“
Ólafur Skúlason blskup
„Ég óská ekki éftir daori eða
skjalli."
Krist]án Jóhannsson stórsöngvarl
Draugabaniá
„Frá s ke^fn^loIírMrgj al da
var fallið og sá draugur
endanlega kveðinn niður og
verður því ekki vakinn upp
aftur.“
Þorstelnn Pálsson
dómsmálaráðherra
Má 6y þa haldur bi&Ja
fyrirstöðu að Islendingar
frítmleiði þúsundir slíkra véla
á ári og meira að segja
Boeing-þotur líka.“
Gunnar Jónsson lögfræóingur og
Krlstlnn Eggertsson kaupmaður
minn hófst með því að ég
fékk að leika Mikka mús í
afleysingum.14
Steve Martln leikari
ú kros
íSfnsist!
„Fyrir rúmlega
ári síðan
hringdi til mín
maður, sem
kynnti sig og
kvaðst heita
Kornelíus og
vera
forsetaritari.
Hann þéraði
mig, þótt við
séum
málkunnugir."
Guðmundur J.
Guömundsson
formaöur
Dagsbrúnar
Drykkjuskapur ráðamanna
Á gamlársdag 1987 mætti
þáverandi fjármálaráðherra,
Jón Baldvin Hannibalsson,
dauðadrukkinn í umræðu-
þátt í ríkisútvarpinu. Og hafði
í frammi alla þá stæla sem öl-
óðum mönnum er lagið.
Þegar Davíð Oddsson for-
sætisráðherra fagnaði heims-
meisturunum í brids fór það
ekki framhjá neinum að hann
var urrandi fullur í beinni út-
sendingu. Og var álíka flatur
og banal og hinir bestu menn
verða þegar þeir detta í það.
Ráðherrann afsakar sig með
því að hann hafi verið veikur
og tvö kampavínsglös hafi
óvart stigið honum til höfuðs.
Það er segin saga að menn af-
saka skandalíseringu sína við
drykkju með öllum hugsan-
legum ráðum nema því eina
sem við á: að þeir kunni ekki
með vín að fara.
Það köllum við alkóhól-
isma.
Áfengi lamar æðstu stöðv-
ar vitsmuna í heilanum eins
og allir vita. Hvað drukkinn
maður er góður með sig staf-
ar sem sagt af því að hann er
vitskertur tímabundið í alveg
bókstaflegri merkingu. Þarf
því ekki að orðlengja hvílíka
lítilsvirðingu ráðamenn sýna
þjóðinni þegar þeir eru fullir
að delera í fjölmiðlum eða við
embættisstörf. Að taka þann-
ig á móti þjóðhetjum, sem
allsgáðir hafa unnið mikið af-
rek með gífurlegri ögun og
reglu, er hreint út sagt botn-
inn í skorti á mannasiðum.
Þetta leiðir hugann að alkó-
hólisma ráðamanna.
Á síðustu árum hefur orðið
mikil breyting á viðhorfi til
reykinga. Þykir sjálfsagt að
stemma stigu við því að reyk-
ingamenn valdi öðrum angri
og heilsutjóni.
Einnig hefur orðið breyting
á skilningi á eðli alkóhólisma.
Nú lítur sæmilega upplýst og
víðsýnt fólk á hann sem sjúk-
dóm en ekki sem aumingja-
skap eða bara eitthvað snið-
ugt og skemmtilegt.
Samt eimir eftir af gömlum
kreddum. Til dæmis mis-
skildu umburðarlyndi. Menn
afsaka sig og eru afsakaðir af
öðrum fyrir gloríur sínar í
drykkjuæði með því að hann
hafi nú bara verið fullur grey-
ið. Það hefur enn ekki skap-
ast það almenna viðhorf, eins
og með reykingar, að ekki
eigi að þola drykkjumönnum
að baka öðrum angur og
vissulega heilsutjón oft og
tíðum. Það stafar kannski af
því hve alkóhólisminn er al-
gengur. Mikill fjöldi þeirra er
misnota áfengi afneitar
vanda sínum. Telja sig „hófs-
menn" á vín þótt allir í kring-
um þá viti að þeir eru sí og æ
til vandræða. Þegar menn
hafa lengi misnotað vín
verða nefnilega á þeim
skapgerðarbreytingar sem
lýsa sér m.a. í algerri blindni
á aðstæður, sífelldri réttlæt-
ingu á misgerðum, eigin-
✓
Ihaldssamur vinstrimadur
Eitt af einkennum íslensks
samfélags er að hörðustu
íhaldsmennina er ekki að
finna meðal svokallaðra
hægrimanna heldur innst í
röðum vinstrimanna.
Guð má vita hver ástæðan
er.
Kannski er það vegna þess
að þjóðernishyggja og
vinstrimennska hafa haldist
fast í hendur frá stríðslokum
vegna andstöðunnar við am-
eríska herinn. Og þar sem
landið er lítið og fólkið fátt
hefur þurft sérstaka varkárni
til að vernda einkenni lands-
ins og sjálfstæði.
Og kannski er það vegna
þess að vinstrilausnum hefur
verið beitt í mun meira mæli
en hægrilausnum marga
undanfarna áratugi. Þjóðfé-
lagið ber keim af því og það
er því ekkert eðlilegra en
vinstrimenn vilji frekar halda
og hægrimenn sleppa.
En hver svo sem ástæðan
er þá er pólitík vinstrimanna
á íslandi nánast óguðlega
íhaldssöm. Kvennalistakonur
girni, tilfinningadoða, stjórn-
leysi og sjálfshatri, er aftur el-
ur af sér hroka og tillitsleysi í
mannlegum samskiptum.
Alkóhólismi, eins og aðrir
sjúkdómar, er yfirleitt einka-
mál sjúklinganna og vanda-
manna þeirra.
Allt öðru máli gegnir þegar
ráðamenn eru orðnir svo
sjúkir að þeir hafa ekki leng-
ur stjórn á sér opinberlega og
ryðjast blygðunarlaust í öl-
æði inn í stofu fólks gegnum
fjölmiðla. Og gildir þá einu
hver er maðurinn.
Þar eru takmörkin. Þjóðin
á ekki að þola slíka vanvirðu.
Hún á að krefjast þess að
þeir leiti sér lækninga eða
hætti ella opinberum störf-
um.
hafa sótt pólitík sína í málum
utan hefðbundinnar kvenna-
baráttu vinstra megin við
miðju. Afleiðingin er sú að
samansúrruð íhaldssemi
hennar er að ganga af fram-
sækinni kvennabaráttu
dauðri.
En þótt menn leiti í
Kvennalistanum, Alþýðu-
bandalaginu, Framsókn og
jafnvel í kvenfélögum Sjálf-
stæðisflokksins finna þeir
sjálfsagt hvergi jafníhalds-
saman vinstrimann og Ög-
mund Jónasson, formann
Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja.
Þrátt fyrir hrun miðstýrðs
hagkerfis í Sovét hefur hann
ekki látið segjast. Eftir sem
áður krefst hann þess að
vextir verði lækkaðir með
handafli. Og þrátt fyrir að ís-
lendingar séu að kikna und-
an svokölluðu velferðarkerfi,
sem gefur lítið en kostar mik-
ið, vill hann verja það fram í
rauðan dauðann. Og þótt
flestir aðrir sætti sig við von
um að kauphækkanir séu
bundnar möguleika á aukn-
um hagvexti neitar hann að
leiða hugann að því, — hvað
þá meir.
Svona heitir í trúnni eru
ekki einu sinni alþýðubanda-
lagsmenn. Þeir hafa keppst
við að afneita Pavlov og ættu
því í raun að afneita Ögmundi
líka, — því hugmyndir þeirra
í efnahagsmálum falla eins
og flís við rass.
Og á sama hátt og Ög-
mundur sækir hugmyndir
sínar til fornrar efnahags-
stefnu sækir hann sannfær-
ingu sína til þess tíma þegar
menn gátu ekki lifað í marg-
litum heimi. Heimsmynd
hans er svart/hvít. Og eins og
aðrir menn úr þeim heimi er
hann það heitur í sannfær-
ingu sinni að hann veigrar sér
ekki við að nota fé Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja til
að básúna hana út. Sannfær-
ing hans er honum stærra
mál en sjóðir bandalagsins
eða líkur á árangri í kjaravið-
ræðum.
ÁS
o
o
UOOi ReYMÍP. AÐ SLAP'PA
AF HEirtA BFTJR yiSTÍhJ/\
í SÍSEfU'ii ■!■■■
HANN V\lL EKKÍ AÐ NÁGRANmfLNlfL
VíTÍ A£> HANN Sé OpUP.UG0i.ViLL
£íga srrr Fgíf>í.
99*0
V£NjULfif?AR. ÞAflFiZ
SETUl HE'NÍLÍSLÍFíf Ní
Ýrtsm TÆKTuM I
Mnvmsteíwur k \h
FiSWAg
HAMNSP.1AR AF Sa^umNV't
UPPVoS\aANAR OG- |^K5U>UHUVÍf>
'A DA&NN oGr HfröTUR 'A HérrFxt»Á
SVo EREn/vír hamN teyfcas.
M£-e STFÍiCNG-AtLyKr O.T.PKV.
C
œ
JD
2
w
c
(0
sz
E
ÍO
u_