Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 16

Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991 Magnús Thoroddsen neydd- ist til að segja af sér út af áfengismálinu en Jón Gunnar Óltósson í um- hverfisráðuneytinu fer hvergi þó að iandeigendur ónýta fjallsins fyrir austan vilji hann burtu. I>á situr Pélur Einarsson flugmála- stjóri sem fastast þó að Flugtaksmenn vilji hefja hann á loft. Jón H. L..a. var á sínum tíma rekinn frá SS og er það ekkert einsdæmi með- al stórra fyrirtækja. Frægur er auðvitað brottrekstur Guöjóns R Ólafssonar á Eysteini Helnasyni. Brott- rekstur er einnig nefndur i kringum Óllar Möller og Önund Ásgeirsson. Pá var Rognari Hulldórssyni spark- að upjj á við á sínum tíma en Ölafi Ragnarssyni var vikið út af Vísi í eina tíð. Gudni Kolbeinsson ákvað hins vegar að víkja sjálfum sér úr embætti íslensku- fræðings hjá Ríkisútvarpinu og sömuleiðis rak Þorsteinn Thorarensen sjálfan sig sem pistlahöfund á Vísi. Sturla Kristjánsson var hins vegar rekinn til náms. UPP Á 700 ÞÚSUND Húsnœðisnefnd Akureyrar hefur neytt kaupendur í félagslega kerfinu til að kaupa bílgeymslur sem kosta 700 þúsund hver. Þá telur byggingarfulltrúinn á Akureyri að sjö raðhús, sem nefndin hefur úthlutað, standist ekki kröfursem gerðar eru til íbúðarhúsnœðis. Sigtryggsson hefur orðið að láta af starfi sínu sem deild- arstjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri. Þar með lengist brottrekstrarsaga íslands um einn kafla. Innan Rikis- útvarpsins nægir að nefna Ingua Hrafn Jónsson sem varð að víkja sem frétta- stjóri. Rétt áður hafði At- bert Gudmundsson horfið úr ráðherraembætti, sem er einsdæmi, en oft hefur verið kvartað yfir þvi að stjórnmálamenn segi aldrei af sér. Nægir að nefna að sumir vildu að Davíd Odds- son segði af sér eftir Bermudaskálina og sömu- leiðis höfðu slikar hug- myndir kviknað áður út af Jóni Baldvini Hannibals- syni. Nú, þá er þekkt dæmi úr fortiðinni þegar Helgi Tómasson vildi Jónas frá Hriflu úr embætti á sínum tima. ÍBÚDIR 00 BAKREIKNI Blokkin þar sem kaupendurnir voru neyddir til að kaupa bíl- geymslur. Engu skiptir hvort þeir eiga bíl eða ekki. Myndir: Golli Hörð deila er risin milli kaupenda félagslegra íbúða á Akureyri og húsnæðisnefnd- ar bæjarins. Húsnæðisnefnd- in afhenti raðhús sem stand- ast ekki reglugerðir og eins hefur þeim verið breytt frá samþykktum byggingar- nefndarteikningum. Þá fengu kaupendur íbúða í fjölbýlis- húsi 700 þúsund króna bak- reikning eftir að húsnæðis- nefndin ógilti gerða kaup- samninga og skyldaði kaup- endurna til að kaupa bíl- geymslur. Svo ótrúlegt sem það nú er hefur fólk, sem ekki á bíl og ætlar ekki að eignast bíl, þurft að kaupa sér bíl- geymslu. Þar sem húsnæðisnefndin hefur ekki svarað bréfum vegna þessa máls hefur verið ákveðið að skjóta þvi til bæj- arráðs Akureyrar, en Akur- eyrarbær ber opinbera ábyrgð á málinu. RIFTU SAMNINGUM EINHLIÐA ,,Það var ekkert talað um þessar btlgeymslur fyrr en okkur var tilkynnt að búið væri að ógilda þá kaupsamn- inga sem við höfðum skrifað undir. Þá var okkur tilkynnt að við yrðum að kaupa bíl- geymslu. Þá skipti engu hvort við ættum bíl eða hversu dýr hann væri. Með þessu vorum við þvinguð til að kaupa bíl- geymsluna," sagði einn íbúa i átta hæða fjölbýlishúsi viö Tröllagil. Húsnæðisnefnd Akureyrar afhenti fyrir skömmu um tuttugu íbúðir í húsinu. Flest- um kaupenda var gert að bæta á sig kaupum á bíl- geymslunum. Þrátt fyrir mikla óánægju létu kaupend- urnir tilleiðast. Verð á bíl- geymslunum var rétt um 700 þúsund krónur. „Áður en af kaupum verð- ur verða kaupendurnir að gangast undir greiðslumat hjá húsnæðisnefndinni. Kaupin eru síðan gerð út frá matinu. Þrátt fyrir þetta er húsi. Þær hafa ekki verið byggðar og reyndar er óvíst hvort hægt er að byggja þær með góðu móti nema vinna talsverðar skemmdir á plön- um og stéttum sem búið er að ganga frá. Flestir kaupenda hafa skrif- að undir yfirlýsingu um að þeir sætti sig við húsin í því ástandi sem þau eru. Það hafa þó ekki allir gert og PRESSAN hafði samband við einn þeirra. Hann sagði að ekki kæmi til greina að skrifa undir neina yfirlýsingu þessa efnis. Tvennt vantar upp á að húsin séu fullbúin; annars vegar björgunaropið og hins vegar útigeymsluna. I bréfi byggingarfulltrúans, Jóns Geirs Agústssonar, þar sem hann svarar fyrirspurn um útigeymslurnar, segir að þar sem geymslurnar hafi ekki verið byggðar húsin ekki fullgerð og það sam- ræmist ekki reglugerðum, þarsem húsnæðisnefndin má ekki afhenda íbúðir öðruvísi en fullgerðar. „Brugðið hefur verið út af frá samþykktri teikningu við gerð gangstéttar, þannig að útipallur við inngang hefur verið stækkaður, en stétt (undirstaða) fyrir sorp- geymslu og útigeymslu sam- anber teikningu er ógerð." NEFNDIN SVARAR EKKI Hákoni Hákonarsyni, for- manni húsnæðisnefndar, var sent bréf um miðjan sept- ember. Þar voru lagðar fram kröfur um úrbætur á íbúðun- um. Eins er minnt á að hús- næðisnefndinni, sem og öðr- um, sé óheimilt að bregða út af samþykktum teikningum og nefndinni sé óheimilt að afhenda íbúðir sem ekki eru tilbúnar. í bréfinu segir: „Við lýsum furðu okkar á þeim vinnubrögðum sem seljandinn, Húsnæðisskrif- stofan á Akureyri/Húsnæðis- nefnd Akureyrar, hefur við- haft sem opinber aðili, að af- henda nánast engar teikning- ar eða verklýsingar og ætla að selja síðan án þess að láta kaupendur vita, að minnka húsnæðið um sex fermetra, og gera það þar með ólög- legt." Þrátt fyrir að komið sé á sjöttu viku frá því bréfið var sent til formanns nefndarinn- ar hefur ekkert svar borist og reyndar hefur ekki orðið vart neinna viðbragða. Kaupendur raðhúsanna funduðu um þetta mál síðasta sunnudag og ákváðu að leita til bæjarráðs Akureyrar. Bæj- arfélagið er hinn ábyrgi aðili í þessu máli. Kaupendur treystu á það í lengstu lög að þurfa ekki að leita til bæjar- ráðs, fólkið treysti á að málið yrði leyst án þess að bæjarráð fengi það til umfjöllunar. Sigurjón Magnús Egilsson Raðhúsin. Byggingarfulltruinr. segir að samþykktum teikning- um hafi verið breytt og húsin standist ekki kröfur sem gerðar eru til íbúðarhúsnæðis. ur í útborgun vegna kaup- anna á bílgeymslunum." sagði einn viðmælenda PRESSUNNAR á Akureyri. ÓLÖGLEG RAÐHÚS Húsnæðisnefnd Akureyrar afhenti einnig nýverið raðhús í sama hverfi. Eftir að einn kaupenda lét taka út húsið kom í ljós að frágangur þess stóðst ekki reglugerð. I bréfi sem Jón GeirÁgúsls- son, byggingarfulltrúi á Ak- kemur glögglega í ljós að brugðið hefur verið út af reglugerðinni. Eins og segir í bréfi byggingarfulltrúans er það með öllu óheimilt. ÚTIGEYMSLUR EKKI BYGGÐAR Auk þess að sleppa björg- unaropinu var einnig brugðið út af teikningum á öðrum stað. Samkvæmt samþykkt- um byggingarnefndarteikn- ingum átti að vera sex fer- metra útigeymsla með hverju fólkið látið kaupa bílgeymsl- urnar. Það má því segja að verið sé að þvinga þetta fólk til að bæta á sig greiðslum umfram það sem það er í raun fært um að gera. Sem dæmi varð fólkið að greiða á annað hundrað þúsund krón- ureyri, hefur sent einum hús- eigandanum, segir orðrétt: „Björgunarop í svefnher- bergisdeiid er ekkert, þrátt fyrir að á teikningu sé merkt björgunarop, og ber að bæta úr því tafarlaust." I þessum athugasemdum MISSKILNINGUR „Málið er að jjessar bíl- geymslur komu til á seinna stigi. Það var kannski búið að úthluta íbúðunum áður en ákveðið var að kaupa þessar bílgeymslur," sagði Gudrídur Friöriksdóttir, framkvæmdastjóri hús- næðisnefndar Akureyrar. „Kaupendur vissu ekki fyrr en um fyrir mánuði að þeir þyrftu að kaupa bílgeymsl- urnar. Þeir fá lán út á allt nema 115 þúsund krónur. Það má segja að þeir hafi fengið bakreikning upp á 115 þúsund." Kaupendurnir verða að borga mismuninn samt. „Jú, en það fékkst lánað með eitt prósent vöxtum." Varðandi raðhúsin við Tröllagil. Þar eru óbyggðar útigeymslur. „Það hefur aldrei staðið til að byggja þær. Húsunum var úthlutað án þessara úti- geymslna. Reyndar er full- nægjandi geymsla í húsun- um. Það virðist hafa komið upp misskilningur hjá ein- um kaupanda, sem hélt að hann væri að kaupa úti- geymsluna með." Byggingarfulltrúinn á Akureyri segir að teikning- um hafi verið breytt og hús- in uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til íbúðarhús- næðis, þar sem geymslur vanti. „Þeim var ekki breytt, nema hvað útigeymslurnar voru ekki byggðar." En brunaútgangurinn? „Það er nú ekkert. Það er gluggi á klósettinu sem uppfyllir þessi skilyrði. Það er verið að leysa þetta mál núna,“ sagði Guðríður Frið- riksdóttir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.