Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 8

Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 31.0KTÓBER 1991 GJALDÞROT AUFOSS FERTIL Ríkissaksóknara verður send skýrsla vegna gjaldþrots Álafoss. Hann mun ákveða eftir skoðun hennar hvort forráðamenn fyrirtækisins hafa gerst brotlegir við lög. Það sem helst er horft á er áætlanagerð hjá fyrirtækinu. Allt bendir til þess að höfðað verði mál vegna ágreinings um hvort Framkvæmdasjóður skuldar 30 milljónir króna í þrotabú Álafoss. SAKSOKNARA Ákveðið hefur verið að ríkissak- sóknara verði send skýrsla vegna gjaldþrots Álafoss. Athygli hans verður meðal annars vakin á áæti- anagerð innan fyrirtækisins, mati á eignum þess og fleiru. Þetta hefur PRESSAN eftir áreiðanlegum heim- ildum. Það er síðan ríkissaksóknari sem metur hvort ástæða er til að höfða opinbert refsimál á hendur forráðamönnum fyrirtækisins. Eins og kunnugt er er staða þrota- bús Álafoss afar veik. Kröfur í búið eru nálægt tveimur og hálfum millj- arði en eignir þess nánast engar. Ágreiningur er um hvort Fram- kvæmdasjóður skuldar enn 30 millj- ónir króna í hlutafé inn í fyrirtækið. Fyrsti skiptafundur þrotabúsins verður næsta miðvikudag. Á fund- inum er líklegt að tekin verði ákvörðun um að höfða mál á hend- ur Framkvæmdasjóði vegna þessa ágreinings. Þóröur Friðjónsson. Hann er stjórnar- formaöur Framkvæmdasjóös og var í forystu í sameiningunni og því sem á eftir fylgdi. Álafossmálið er talið stærsta gjaldþrot íslandssögunnar og ljóst að forráðamenn fyrirtækisins hafa valdið gríðarlegu tjóni með von- lausum rekstri. Þá hafa íslensk stjórnvöld átt aðiid að málinu. Tveir stjórnmáiamenn, Steingrímur Her- mannsson og Jón Sigurdsson, hafa haft talsverð afskipti af fyrirtækinu á síðustu árum. ÁLAFOSS FER í RANNSÓKN Eins og áður sagði er fullvíst að ríkissaksóknari fær Álafossmálið til skoðunar. Meðal þess sem kemur til álita að rannsaka er áætlanagerðir, mat á fasteignum, lausafé og lager- um. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að ríkissaksóknari skuli fá til skoðunar gjaldþrotamál þar sem skuldirnar eru um tvö þúsund millj- ónum króna hærri en eignirnar. Þegar þetta gjaldþrot er skoðað Sigurður Helgason. Hann var stjórn- arformaður Alafoss frá stofnun 1. desember 1987 og til gjaldþrotsins um mitt ár 1991. Hann var fulltrúi Framkvæmdasjóðs í stjórninni. verður að hafa hugfast að fyrirtæk- ið, Álafoss hf., er aðeins um fimm ára gamalt. Það var stofnað eftir sameiningu hins gamla Álafoss og ullariðnaðardeildar Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Allt hluta- fé er að sjálfsögðu glatað. Staða Ála- foss er hreint ótrúleg, en reksturinn hefur gengið illa frá upphafi. „Það fyrsta sem gert var eftir sam- eininguna var að láta endurmeta eignirnar, allar eignirnar, þar sem greinilegt var að þær höfðu verið of- metnar og því lagt af stað á röngum forsendum," sagði einn þeirra sem starfað hafa við stjórnun fyrirtækis- ins. Sem dæmi má nefna að við sam- eininguna voru birgðir, þ.e. vörulag- er, metnar á söluverði og síðan af- skrifaðar um 17,5 prósent. Stór hluti af lagernum var gömul tískuföt, sem án alls efa voru verðlítil ef ekki verð- laus. Eigi að síður var lagerinn að- Gylfi Þ. Gíslason. Hann átti sæti i stjórn ailan tímann. eins afskrifaður um 17,5 prósent. Þegar um svo stórt gjaldþrot er að ræða er eðlilegt að spurt sé hvort ábyrgðin sé ekki einhverra. FRAMKVÆMDASJÓÐUR Á ENN Á HÆTTU AÐ TAPA Við sameininguna greiddu stofn- endurnir meðal annars hlutafé sitt í útistandandi kröfum. Þær kröfur sem ekki fengust greiddar áttu stofnendur að leysa til sín um mitt ár 1989. Nú eru uppi deildar meiningar um hvort Framkvæmdasjóður hafi leyst til sín hluta af þeim útistandandi kröfum sem sjóðurinn setti inn í fyr- irtækið. Verðmæti þessara krafna mun vera um 30 milljónir króna. Þrátt fyrir að mjög deildar skoð- anir séu um kröfurnar er fastlega gert ráð fyrir að höfðað verði mál til að fá úr því skorið fyrir dómi hvort Framkvæmdasjóður þarf að standa Guðjón B. Olafsson. Hann var annar fulltrúa Sambandsins í stjórn Ála- foss. skil á þessum peningum eða ekki. Það er eðlilegt að allra leiða verði leitað. Hafa verður í huga að Álafoss á ekki fyrir skiptakostnaði, eða með öðrum orðum; þrotabúið á ekki fyr- ir eigin jarðarför. Það kemur væntanlega til kasta fyrsta skiptafundar, sem verður á Ákureyri 6. nóvember, að ákveða hvað gert verður varðandi deiluna við Framkvæmdasjóð. Eins og kunnugt er var Fram- kvæmdasjóður annar aðaleigandi Álafoss. EKKI ALLT SEM SÝNIST Þrátt fyrir stærð gjaldþrotsins, sem er eins og áður sagði nærri tveir og hálfur milljarður króna, er vitað að ekki er allt þar með talið. Þar sem löngu er ljóst að Álafoss hefur aldrei átt fyrir þeim skuld- bindingum, sem forráðamenn fyrir- tækisins hafa att því út í, hafa ekki Steingrímur Hermannsson. Hann var tryggur stuðningsmaöur Álafoss og beitti sér oftar en einu sinni fyrir op- inberri aðstoð til handa fyrirtækinu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.