Pressan - 31.10.1991, Side 41

Pressan - 31.10.1991, Side 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991 41 Enginn Hrafn ú frumsýningunni Hvíti víkingurinn, fyrsta íslenska stórmyndin, Ólafur konungur Tryggvason laöast aö meynni Emblu, sem hann heldur sem gísli í klaustri. Huíti víkingurinn verdur frumsýndur viö hátídlega at- höfn í Háskólabíói á morgun. Því midur án leikstjórans, sem farinn er í frí til Filipps- eyja og Japans, dasadur eftir þriggja ára stanslausa vinnu við myndina. „Þetta er ekki dæmigerð mynd eftir Hrafn. Þetta er ævintýri sem á að kynna sig sjálft. Þess vegna ákvað Hrafn að vera ekki sjálfur í eldlínunni við kynninguna á myndinni," segir Björn G. Björnsson, sem sér um mest- allan undirbúning á íslandi. Hrafn kom nálægt öllum MYNDLISTIN vinnslustigum myndarinnar á einn eða annan hátt, var allt í öllu. Hann skrifaði söguna, leiktextann og vann að hand- ritinu að sjónvarpsþáttunum fjórum, leikstýrði myndinni, valdi alla leikara (sem eru 600 í stærstu atriðunum), tökustaði, samdi tónlistina að hluta og aðstoðaði við klipp- ingu myndarinnar. Og um hvað fjallar hún svo? Um Ask og Emblu, sem verða fórnarlömb örlaganna á tímum þegar ásatrú víking- anna tekst á við krossfara kristninnar með Ólaf Tryggvason konung í broddi fylkingar. „Þeim er ætlað að svíkja ást sína, hefðir og trú," segir í kynningarbæklingi um myndina. Með hlutverk Emblu fer norsk stúlka, Maria Bonnevie, Gottskálk Dagur Sigurðarson leikur Ask og meðal fjöida annarra leikara í myndinni eru Þorsteinn Hannesson, óperusöngvari og fyrrverandi tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins, Valgarður Egilsson, læknir og eigin- maður Katrínar Fjeldsted borgarfulltrúa, Egill Ólafs- son, Helgi Skúlason, Flosi Ól- afsson og Sveinn M. Eiðsson Borgfirðingur, sem hefur leik- ið í öllum myndum Hrafns. Þeir sem ætla ekki aö missa af Muggi í Listasafninu verða aö fara í dag því nú eru síðustu forvöð. Ivar Valgarðsson og Gunnar Örn opna sýningar á verkum sínum á Kjarvalsstöð- um á morgun. A laugardag opnar Katrín H. Ágústsdóttir sýningu í Hafnarborg. KLASSÍKIN Edda Erlendsdóttir píanóleik- ari heldur siðustu tónleika sína hér á landi í bili í Kirkju- hvoli í Garðabæ á laugardag klukkan 17. Missið ekki af þeiml BóJziti PÁLL SKÚLASON AÐ EIGNAST ÍBÚÐ Það er auðvitað löngu timabaert að reyna að kenna íslendingum að kaupa sér íbúð. Þegar horft er til þess að ibúðarkaup eru stærstu kaup flestra lands- manna er skrítið að enginn skuli hafa reynt að selja þeim kennslu- bók i því fyrr en Páll Skúlason lögfræðingur fer núna af stað. Bókin virðist hafa flest sem slík bók þarf að hafa, en sjálfsagt verður hún ekki dæmd nema af nytsemi sinni. Reyndar er Páll með smásér- visku í útliti, eins og sést af því að hann blandar Ijóðum og sögutegum myndum inn í skuldabréfatexta. Bókin er 120 bls., kostar 2360 krónur og fæst meðal annars í bókabúð Máls og menningar. Fær 7 af 10 í byggir.gar- flokknum. KK og Þorleifur ásamt fulltrúa yngstu kynslóðarinnar. Förum ú skak um leiö og platan kemur út „Þetta er búið að vera meiriháttar gaman og þegar þetta er afstaðið er ég þakk- látastur fyrir það hversu góð- ir menn koma við sögu á plöt- unni,“ segir Kristjón Krist- jánsson blúsari um nýju plötuna sína. ,,Lucky one" heitir hún og er fyrsta platan sem KK-bandið sendir frá sér. Margir góðir tónlistar- menn komu við sögu við gerð plötunnar og ber þar fyrst að nefna Kristjáns einkavin, Þorleif Guðjónsson bassa- leikara, en einnig Eyþór Gunnarsson á hljómborð, sem stjórnaði jafnframt upp- tökum, Matthías Hemstock og Sigtrygg Baldursson sykurmola á trommur og Sig- urð Flosason á saxófón. „Það er mjög blönduð tón- list á plötunni, þannig að það er ekki hægt að skipa henni í ákveðinn bás og segja til dæmis að þetta sé blúsplata. Þarna eru tvö banjólög eða blúgrass sem við Þorleifur tókum upp í Svíþjóð í sumar ásamt nokkrum Svíum. Við hittum þá í veislu og tókum lagið með þeim og það kom svo vel út að við ákváðum að fara beint í upptöku með það. Svo eru þarna ballöður og annað.“ Ætlið þið að fylgja plötunni eftir með skipulögðu tón- leikahaldi? „Nei, ég er ekkert viss um það. Við viljum fyrst sjá hvernig salan gengur. Við Þorleifur vorum að kaupa okkur trillu með krókaleyfi og ég held bara að við förum beint á skak þegar platan kemur í búðir 20. nóvember." Símsvari vikunnar Ingvar E. Sigurðsson leíkari. „Sælt veri fólkið. Þetta er hjá Eddu og Ingvari. Við erum ekki við eins og er en ef þú vilt skilja eftir skilaboð, þá erþað velkomið eftir að sónninn heyrist. < Takk fyrir. ““ SJÓNVARPSSTÖÐVARNAR Heljarmennin Charles Bronzon og John Huston verða á „Flótta" á Stöð 2 í kvöld. Stranglega bönnuð mynd. Á stöð 1 verður ástralskur heimshornaflakkari á föstu- dagskvöld og á laugardags- kvöldið kanadísk mynd, „Vog- un vinnur", um samskipti tveggja bræðra í sumarbúð- um á kreppuárunum, og þar á eftir „Járnhnefinn", um sér- stætt samband bandarísks hermanns í Víetnam og Víet- nama sem tekur hann til fanga. Á Stöð 2 verður meðal annars sýnd myndin „Bíllinn" eða „The Car". Ágætisafþrey- ing, sem náði miklum vin- sældum á sínum tíma. Viniœlastu myndböndin 1. Misery 2. Kindergarten Cop 3. Desperate Hours 4. White Palace 5. Sibling Rivalry 6. King of New York 7. Awakenings 8. King Ralph 9. Blue Steel 10. Danielle frænka BÍÓIN BÍÓBORGIN Hvað með Bob?*** Komdu með í sæl- una** Að leiðarlokum* BÍÓ- HÖLLIN Réttlætinu fullnægt0 Þrumugnýr** Brúðkaups- basl* I sálarfjötrum*** Osc- ar* Rakettumaðurinn*** HÁ- SKÓLABÍÓ The Commit- ments*** Get Back* Ókunn dufl** Drengirnir frá Sankt Petri** Hamlet *** Beint á ská 2Vi** Lömbin þagna*** LAUGARÁSBIÓ Brot*** Dauða- kossinn*** Heillagripur0 REGNBOGINN Niður með páf- ann* Henry: Nærmynd af fjöldamorðingja* Hetjudáð Daníels** Góði tannhirðir- inn*** Draugagangur0 Hrói höttur** Dansar við úlfa*** Cyrano de Bergerac*** STJÖRNUBÍÓ Tortímandinn 2*** Hudson Hawk** Börn náttúrunnar** ...færHrafn Gunnlaugssott fyrir að láta ekki deigan síga. Þegar tímamir versna verða myndimar stærri. Og stærri. Vaun, fut . .. að heildarinnflutningur til Sovétríkjanna er um 130 milliarðar dollara (7.930 millj- arðar íslenskra). Það er álíka há upphæð og innflutningur til Hollands er metinn á. .. . að það kostar um 300 milliónir dollara (um 18,3 milljarða íslenskra) að byggja stórt farbegaskip. Ársvelta þeirra skipafélaga sem stunda skemmtisiglingar er 5.000 milliónir dollara (305 milljarð- ar íslenskra). . . . að 17.3 prósent Banda- ríkjamanna segjast drekka Coca Cola fyrir morgunmat. Nektardansmær Hin gullfallega kynbomba. ind- verska prinsessa, söngkona og nektardansmær er reiðubúin að skemmta í einkasamkvæmum. karlakvöldum. skemmtislöðum. o.s.frv. um land allt. Pantið í tíma í síma 42878. Geymið auglýsinguna. Moulin Rouge hvdð annað? <5. O REYKJAVÍK «5 i y Simar 13303-1 Komið og njótið góðra veitingo í ^ þægilegu og afslappondi umhverfi. ^ Vlunið sérstöðu okkar til að taka ty á móti litlum hópum til hvers 9 konar veislu- og fundarhalda. fy Veriö velkomin. Starlsfólk Torfunnar. * NÝTT ÚTLIT - BETRI STAÐUR v 99 HALLOWEEN PARTY Klettaþorpstrollin spila fyrir dansi fóstudagskvöld til kl. 03. KÁNTRÍ-ROKK Tökum að Garðatorgjj 1> SMW1 BÍÓIN BROT Shattered LAUGARÁSBÍÓI Flækjan i þessari mynd stendur ein undir hæstu einkunn. Bob Hoskins svo sem líka. En flækjan er frábær. ★★* RÉTTLÆTINU FULLNÆGT Out for Justice BÍÓHÖLLINNI Af mörgum vondum hörkutólum kvikmyndasögunnar er Steven Seagal sá leiðinlegasti. Hann og myndirnar hans sýna og sanna hvað farið er að eyða miklum peningum í B-myndir, — og að þær skána ekkert við það. 0

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.