Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 34

Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991 Þorbjörg Magnúsdóttir, Alma Þórarinsson og Guðrún Jónsdóttir fóru allar í læknisfræði seint á fimmta áratugnum eða í upphafi þess sjötta, - á þeim árum sem það var ekki jafn algengt og nú að konur færu í langskólanám. Hvernig gekk þeim að sniðganga hefðirnar, vinna gegn fordómum og hvaða áhrif hafði það á dætur þeirra að mæðurnar voru utan hefðbundinna kvenhlutverka? Alma Þorarinsson varö sérfræöingur í svæfingum og deyfingum 1954. Hún eignaöist fimm börn, þar af tvær dætur, þær Sigríði og Gunnlaugu Hjaltadætur. Þær uröu báöar meinatæknar og búa erlendis eins og stendur. Alma „fékk áhugann á læknisfræöi 12 ára gömul þegar pabbi sýndi mér smásjána". Þaö eru ekki ýkja mörg ár sídan konur fóru aö fara í langskólanám í jafnmiklum mœli og þœr gera í dag. Síð- astliöin tuttugu ár hefur kon- um fjölgad jafnt og þétt í Há- skólanum og nú er um helm- ingur nemenda kvenmenn. Á árunum í kringum 1950 eöa rétt eftir stríd var þad hins vegar ekki mjög algengt ad konur fœru í framhaldsnám. Undantekningarnar voru konur sem áttu efnada for- eldra sem gátu kostad þœr í nám. Sú skodun var almenn aö konur œttu ekki ad mennta sig, hvað þá ad fara í lœknis- frœdi. Sú trú var almenn aö konur mundu ekki tolla í fag- inu, þœr mundu bara gifta sig, eignast börn og aldrei vinna sem lœknar. En þó svo aö þaö vœri frek- ar óalgengt aö konur gengju menntaveginn voru þœr allt- af nokkrar sem geröu þaö samt. PRESSUNNl þótti for- vitnilegt aö kynnast lífi þeirra kvenna sem stóöu gegn þess- um meginstraumum til aö finna út hvernig konunum tókst aö samrœma líf sitt og störf, — og hvaöa áhrif þœr höföu á dœtur sínar. Háskólinn bauð ekki upp á mörg fög á þessum tímum. Það voru einna helst guð- fræði, lögfræði, læknisfræði, norræna og erlend tungu- mál, viðskiptafræði og fyrri- hluti verkfræðinnar sem komu til greina. í hópi kvenna sem fóru í Háskólann voru þó nokkrar sem fóru í læknisfræði. NÁMIÐ „Mér fannst þetta mest heillandi af þeim fögum sem boðið var upp á og ég gerði mér það ljóst mjög ung að ég vildi geta séð um mig sjálf og ekki verða háð því að þurfa að gifta mig,“ segir Þorbjörg Magnúsdóttir, sem árið 1952 varð fyrsta konan tii að gerast sérfræðingur í svæfingum og deyfingum á íslandi. Alma Þórarinsson varð líka sérfræðingur í svæfingum og deyfingum 1954. Guörún Jónsdóttir útskrifaðist úr læknisfræðinni 1955 og tók svo nokkur ár í að ljúka kand- ídatsnáminu vegna barn- eigna. Hún fékk lækninga- leyfi 1958. „Ég átti bestu mömmu í heimi,“ segir Guðrún. „Hún réð úrslitum um það að ég gat klárað námið." Móðir Guðrúnar passaði fyrir hana dæturnar á meðan hún var í námi og sagði Guð- rúnu að hlusta ekki á þær raddir sem sögðu henni að hætta náminu. „Mamma sagði við mig að ég mundi alltaf sjá eftir því ef ég lyki ekki náminu, en ég mundi bara stundum sjá eftir því ef ég lyki því.“ Bæði Alma og Þorbjörg fóru strax að vinna sem lækn- ar en Guðrún ákvað að helga sig heimili og börnum og fara í sérfræðinám seinna. Guð- rún eignaðist tvíburadætur árið 1949 eða meðan hún var í fyrsta hluta læknanámsins. Síðan eignaðist hún dóttur 1956, stuttu eftir að hún lauk læknisfræðináminu. Svo þeg- ar hún ætlaði að hefja sér- fræðinám í geðlækningum 1959 varð hún öðru sinni ófrísk að tvíburum, sem fæddust 1960. Guðrún segir að það hafi ekki verið erfitt fyrir sig að ákveða að helga sig heimilis- störfunum. „Ég hef alltaf haft áhuga á húsmóðurstörfum og vildi geta notið barnanna. Ég ákvað að fara bara seinna í sérfræðinám." Þegar Guðrún var 43 ára gömul fór eiginmaður henn- ar í framhaldsnám til Bristol á Englandi og þá ákvað Guð- rún að hefja sérfræðinám sitt í geðlækningum á sama stað. Hún fékk sérfræðiviðurkenn- ingu í geðlækningum í janúar 1976, fyrst Jjeirra kvenna sem starfa á Islandi. EIGINMENNIRNIR Guðrún giftist Páli Sig- urösyni lækni og Alma giftist Hjalta Þórarinssyni lækni á meðan þær voru í læknis- fræði. „Við fórum saman í læknis- fræðina og við höfum stutt hvort annað alla tíð, annars hefði þetta aldrei gengið upp," segir Alma. „Ég lærði svæfingalækn- ingar og hann skurðlækning- ar og við unnum saman í mörg ár," segir Alma. „Við höfðum eina reglu á heimil- inu; að ekki væri talað um læknisfræði heima, svo við fengjum eitthvert frí.“ „Við vorum búin að vera skólasystkin alveg síðan við vorum 14 ára gömul og höf- um alltaf verið óvenjusam- rýnd og frábærir félagar," segir Guðrún. „Hann hvorki hvatti mig né latti, en þegar ég var búin að taka mínar ákvarðanir studdi hann mig,“ segir hún. Þorbjörg gifti sig þegar hún var búin með sérfræðimennt- un sína Hrafnkeli Sveinssyni flugumferðarstjóra og þau bjuggu á Akureyri. Þau skildu nokkrum árum seinna og þá fluttist Þorbjörg til Reykavík- ur. Tíu árum seinna giftu Þor- björg og Hrafnkell sig aftur og bjuggu í Reykjavík. „Ástin blossaði svo aftur upp seinna." BARNEIGNIR Allar þessar konur eignuð- ust börn og þær fóru sínar leiðir til að samræma barn- eignir og atvinnu. Á þessum tíma var varla hægt að tala um barneignarfrí. „Ég fékk frí vikuna áður en ég átti stelpuna og svo þrjár vikur eftir fæðinguna," segir Þorbjörg. Þeim fannst oft erf- itt að samræma vinnu og heimilislíf vegna þess að vaktaálagið var mikið. Þor- björg var til dæmis eini svæf- ingalæknirinn á Hvítaband- inu í mörg ár og „ég þurfti að hlaupa út á nóttunni og stundum í miðjum matartím- um, þegar skyndilega þurfti að gera aðgerð", segir Þor- björg. Hún réð til sín ráðskon- ur til að sjá um einkadóttur sína. „Ég fékk oft samviskubit út af börnunum en ég hafði ráðskonu sem bjó hjá okkur til að sjá um börnin mín fimm. Ef ég gæti gert þetta aftur hefði ég viljað geta unn- ið hálfan daginn, en það var alls ekki hægt í læknastétt," segir Alma. Enn í dag er „allt of lítið til- lit tekið til barneigna lækna", segir Alma. „Til þess að kon- ur geti stundað menntun sína og vinnu þurfa þær að fá stuðning frá ættingjum eða þjóðfélaginu. Konur geta stjórnað barneignum sínum betur í dag og notað getnað- arvarnir á því tímabili sem álagið er mest,“ segir Alma. „Ég tel að konur verði að skila jöfnu vaktaálagi og karl- ar, en það mætti skipuleggja vaktaálagið betur," segir Alma um vinnuálag iækna. Eins og áður segir ákvað Guðrún að vera heima hjá börnum sínum og láta starfið bíða þar til seinna. „Ég vildi njóta barnanna meðan þau voru ung, ég vann svo sem stundakennari við Hjúkrun- arskólann á árunum 1965 til 1969. Hvernig konur sam- ræma vinnu og heimilislíf finnst Guðrúnu vera „val hverrar konu út af fyrir sig, með guðshjálp, því valið er mjög vandasamt". DÆTURNAR Samtals eiga þessar konur sex dætur. Þær alast upp á þeim tímum í íslensku þjóðfé- lagi þegar konur fara að láta bera meira á sér og taka virk- ari þátt í þjóðfélaginu. Fyrir þær var það bara sjálfsagt mál að fara menntaveginn. „Við litum á það sem sjálf- sagðan hlut að fara í mennta- skóla og svo áfram í Háskól- ann. Valið var í raun um hvaða fag og hvort við lærð- um hér heima eða erlendis," segja dætur Guðrúnar, þær Inga, Nína og Dögg. Dæturnar segjast alltaf hafa haft áhuga á greinum innan heilbrigðisstéttarinar og valið fög útfrá því. Tvíbur- arnir Nína og Inga ákváðu að byrja í læknisfræðinni en féllu á fyrsta árinu. Þá ákvað Inga að verða lyfjafræðingur og Nína tannlæknir. Dögg ætlaði alltaf í læknisfræði en skipti svo um skoðun og lauk prófi í lögfræði og tók að því loknu mastersgráðu í heil- Þorbjörg Magnúsdóttir varö sérfræðingur í svæfingum og deyfingum 1952 og dóttir hennar, Sigríður Hrafnkelsdóttir, er fiðluleikari. „Mamma var fjörug og skemmtileg, var alltaf að dansa og syngja fyrir mig á milli þess sem hún var á hlaupum."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.