Pressan - 31.10.1991, Page 3

Pressan - 31.10.1991, Page 3
FIMMTUDAGUR PRMSSAN 31. OKTÓBER 1991 3 lin af hugmyndunum sem varp- að hefur verið fram í viðræðum Haraldar í Andra við Þjóðvilja- og Tímamenn um nýtt dagblað er að senda öllum áskrifendum Stöðvar 2 helgarút- gáfu blaðsins. Fyrir- hugað er að það muni kosta um 250 krónur um helgar. Áskrifendur Stöðvar 2 fengju það fyrir 500 krónur á mánuði. Þeir yrðu hins vegar ekki spurðir að því hvort þeir vildu það eða ekki. Hug- myndin gengur út á að hækka áskriftargjöld Stöðvar 2 um þessar 500 krónur. Ef áskrifendur vildu losna við blaðið yrðu þeir að segja upp sjónvarpsáskriftinni jafn- framt. .. MT að vakti nokkra athygli starfs- manna Ríkisútvarpsins þegar Heimir Steinsson kom fyrst til starfa sem útvarps- stjóri að hann mætti með eiginkonu sína, Dóru Þórhalls- dóttur, á flesta fundi. Starfsmenn- irnir höfðu á orði að það væri eins og Heimir væri ekki að koma til vinnu heldur í opinbera heimsókn. Dóra hefur einnig verið kölluð húsmóðir útvarpsins ... s l^erfræðingur fra Levis er stadd- ur hér á landi. Hann kemur frá Bandaríkjunum og var fenginn hingað til að skoða hinar umdeildu Lev- is-buxur sem seldar voru hér á landi í sumar og grunur leikur á að séu ekki Levis, heldur ómerkileg eftirlík- ing. Gallabuxnasérfræðingurinn verður yfirheyrður af rannsóknar- lögreglu þegar hann hefur skoðað buxurnar. Þá munu lögmaður Levis á íslandi, Viðar Mór Matthíasson, og lögmaður sölumannanna, Hró- bjartur Jónatansson, einnig yfir- heyra sérfræðinginn. Eftir allt þetta á að koma í ljós hvort buxurnar eru Levis-buxur eða ekki Levis-buxur. Ef þær eru ekki Levis fá sölumenn- irnir þær afhentar. Þá er líka botn- inn dottinn úr þessu máli, en sem kunnugt er var hald lagt á buxurnar með miklum bravúr í sumar er leið... N X ^ eytendasamtök Suðurnesja létu kanna verð í þremur stórmörk- uðum á Suðurnesjum í byrjun okt- óber. Eitthvað skolaðist fram- kvæmdin til, því að í könnun sem birtist í Víkurfréttum víxlaðist verð Stórmarkaðar Keflavíkur og Hag- kaups. Stórmarkaðurinn var þar sagður með lægsta verðið en með réttu bar Hagkaup sú sæmd. Hag- kaupsmenn eru allt annað en ánægðir með Neytendasamtökin þessa dagana og Jónas Ragnars- son, eigandi Stórmarkaðar Kefla- víkur, segir í samtali við Suðurnesja- fréttir að hann sjái ekki ástæðu til frekari samvinnu við Neytendasam- tök Suðurnesja um verðkannanir vegna klaufalegra og óábyrgra vinnubragða þeirra ... N X ^u hefur prentsmiðja Guðjóns Ó. hf. fengið samþykkta greiðslu- stöðvun í mánuð. Greiðslustöðvun- in kemur mörgum á óvart, enda hef- ur Guðjón O. haft mikinn fjölda traustra viðskiptavina eins ogSeðla- bankann og Landsvirkjun. Astæða bágrar stöðu prentsmiðjunnar er sú að hliðarfyrirtæki Sigurðar Nor- dal, sem hefur verið framkvæmda- stjóri Guðjóns Ó., er íslensk upplýs- ing, sem hefur átt í miklum erfið- leikum undanfarið. Fyrirtækið hef- ur meðal annars ekki getað komið út Gulu bókinni fyrir 1991, þrátt fyr- ir að hafa selt í hana mikinn fjölda auglýsinga... Námsmenn hafa alla tíS veriS vakandi yfir hags- munum sínum og rétfindum. StöSugt hafa þeir bent á leiSir til aS bæta skólakerfiS og skilyrSi til náms. Námsmannalína BúnaSarbankans kemur til móts viS þörf námsmanna fyrir fjárhagslegt öryggi. Allir nemendur 18 ára og eldri eiga kost á aS skrá sig í Námsmannalínuna. Námsmannalína Búna&arbankans: • Framfærslulán til fyrsta árs nema fram aS fyrstu lánveitingu frá LIN • Yfirdráttarheimild • Námsstyrkir til námsmanna í framhaldsnámi • 750 þúsund króna námslokalán til húsnæSiskaupa • Gullreikningur • GreiSslukort • Fjármálará&gjöf • Gjaldeyrisþjónusta • Lán vegna búsló&aflutninga • Millifærslukerfi vegna endurgreiSslu námslána • Vi&skiptayfirlit • Vegleg skipulagsbók °oo* Kynntu þér málið nánar! NAMS > LÍNAN .4 ($) BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.