Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 32

Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991 Þröstur Leó Gunnarsson hefur snúið aftur til Reykjavíkur úr sjálfskipaðri útlegð sinni á æskustöðvunum í Bíldudal. Hann er hættur að beita og farinn að leika. Draumurinn að leika aðalhlutverkið í eigin verki „Ég fékk frí af sjónum í nokkra daga til aö leika í þessari mynd. Þella er dálítiö sérstök bíómynd, hún flokk- ast ekki alueg undir gaman- myndir, þetta er eiginlega al- varleg mynd í léttum dúr." Þaö er Þröstur Leó Gunnars- son, annar leikaranna í myndinni „Ókunnum dufl- um" sem frumsýnd var um síöustu helgi, sem segir frá. Hann er kominn aftur eftir útlegöina vestra, þar sem hann var á sjónum, beitti og greip í annaö sem fellur til í dœmigeröum sjávarþorpum eins og Bíldudal, sem lengi hefur veriö þekkt fyrir sínar grœnu baunir. Það var einmitt í barna- skólanum á Bílduda! sem Þröstur reyndi fyrst fyrir sér í leiklistinni. „Ég man fyrst eftir því að ég og vinur minn áttum að sjá um að kynna dagskráratriði á skemmtun. Við höfðum útbú- ið spjöld með stöfum á og síð- an var hugmyndin að raða stöfunum upp til að kynna næsta atriði. Við áttum það til að snúa spjöldunum öfugt og raða þeim allavega upp og út úr þessu kom oft vitleysa sem fólk gat hlegið að. Þá færð- umst við í aukana og fórum að spinna fram óundirbúna hluti á sviðinu og það var mesta skemmtunin. Annars var það þannig, þegar verið var að setja upp í skólanum, að ég var oft latur við að reyna á mig við æfingar því mér fannst svo lítið gaman þegar enginn var að horfa á, svo reyndi maður að djöflast á sviðinu þegar kom að því að sýna.“ En það eru mörg ár síðan Þröstur lék á sviðinu í barna- skólanum á Bíldudal. Leiðin lá suður, í Leiklistarskólann, og áður en hann iauk námi lék hann aðalhlutverkið í bíó- myndinni „Eins og skepnan deyr“. Hann vakti verðskuld- aða athygli í leikritinu „Degi vonar" eftir Birgi Sigurðsson, sem sýnt var fyrir fullu húsi í Iðnó mánuðum saman, og svo komu hlutverkin eitt af öðru. HEIMÞRÁIN RAK HANN TIL BÍLDUDALS Þeir sem þekktu til urðu því dálítið undrandi þegar Þröst- ur, sem kominn var á fastan samning hjá Leikfélagi Reykjavíkur, tók sig til og flutti vestur á Bíldudal til að fara á sjóinn. Hvaö var þaö sem rak leik- ara á hraöri uppleiö, í haröri samkeppni um þcer fáu stöö- ur sem bjóöast, til aö fara vestur? „Ég held að það hafi bara verið heimþrá. Ég var búinn að vera í Reykjavík í nærri tíu ár, það var búið að vera mikið að gera, ég var orðin þreyttur og mig langaði að breyta til og fá aðra sýn á lífið. Leiklist- in er ekkert allt fyrir mér. Ég gæti þess vegna alveg eins hugsaö mér að verða bóndi fyrir vestan." En varö þessi dvöl til þess aö breyta eitthvaö lífssýn þinni? „Já, mér finnst það. Þetta er ólíkt fólk og fólk úti á landi hefur allt önnur viðhorf. Þar er ekki þessi hraði, maður hefur tíma fyrir sjálfan sig. Ég fann þetta svo vel þegar ég kom í bæinn aftur; þá var ég á fullri ferð að snúast í ótrú- legustu hlutum sem ég hefði ekki einu sinni hugsað um á meðan ég var heima á Bíldu- dal. Þótt oft sé mikið að gera á svona stöðum fær maður bara einhvern viðbótarkraft úr umhverfinu; maður lenti í því að vinna kannski í einn og hálfan sólarhring án þess að sofa og það var ekkert mál. Hérna er maður einhvern veginn alltaf lokaður inni, það er hávaði og hraði og maður þreytist mjög fljótt. Ég held að allir sem hafa mögu- leika á ættu að nota tækifær- ið og búa úti á iandi einhvern tíma, það gefur manni betri og víðari yfirsýn." Þröstur segir að það hafi munað hársbreidd að hann yrði áfram fyrir vestan. En það var eitthvað sem togaði, „sennilega leiklistin, hún á sterk tök í mér“. SKIPTIR EKKI MÁLI HVORT ÞÚ ERT í SLORGALLA EÐA MEÐ BINDI Hvaö segir Þröstur um þetta eilíföartal um lands- byggöarmenn og borgarbúa. Er þetta í rauninni ólíkt fólk sem á kannski lítiö sem ekk- ert sameiginlegt? „Það er nú dálítið erfitt að útskýra í hverju þessi munur felst. Ég held að úti á landi sé maður yfirleitt fljótari að komast í samband við fólk. Svo er líklega einna mest heillandi við svona litla staði að þar þekkja allir alla og menn fylgjast af áhuga með því sem aðrir gera. Maður finnur dálítið til sín og finnst maður skipta einhverju máli. Það er hægt að vera í Reykja- vík árum saman án þess að vera í nokkrum raunveruleg- um tengslum við annað fólk, slíkt gerist ekki á litlum stöð- um. Svo er líka áberandi að í þessum litlu þorpum hverfur allur stéttamunur, þar skiptir ekki meginmáli hvort þú ert í siorgallanum eða með bindi." En hvernig var aö koma aftur heim eftir mörg ár og vera oröinn frœgur maöur? „Það var að vísu gaman, ég fann það svo vel að fólk hafði fylgst með mér og það var ósköp þægileg tilfinning. Svo held ég að gamlir sauðir finni svolítið til sín, líka fyrir hönd staðarins, þegar þeir snúa aft- ur ánægðir og sprækir og dá- lítil frægð kemur ekki að telj- andi sök (segir hann bros- andi) — fólki er ekki sama um hvernig manni gengur." Helduröu aö þú eigir eftir aö fara aftur vestur til aö vera þar? „Það ætla ég bara að vona. Ég ætla að láta tímann leiða það í ljós; ef mig langar vest- ur þá fer ég vestur. Ég er ágætlega liðtækur á sjónum, og lífið snýst ekki allt um það hvort ég er leikari eða ekki. Annars held ég að það hafi gert mér gott sem leikara að vera á litlum stað þar sem maður finnur púlsinn á lífinu. Ég man eftir því í fyrravetur sérstaklega, þegar það var kalt og maður var þreyttur og slæptur að taka á móti bátn- um eða fara á sjóinn, að mér varð þá stundum hugsað til þess að það væri nú þægi- legra að vera inni í hlýjunni að lesa einhvern texta." SUMIR KOMU BEINT AF SJÓNUM Á ÆFEMGAR Hvaöa skýringu á Þröstur á óvenjumiklum leiklistar- áhuga á Bíldudal? „Það er ekki gott að segja hvað veldur þessu. Að vísu má eflaust rekja þetta að hluta til duglegra einstakl- inga sem drífa með sér fólk og svo er ekki ósennilegt að hjá fólki sem mikið þarf að vinna vakni einhver þörf á að breyta til og gera eitthvað annað og nýtt. Það hefur bara hist þannig á þarna heima að þar hafa verið drifandi menn, eins og t.d. Hannes Friðriks- son, sem hefur haft áhuga á leiklist jafnframt því að vera góður leikari, og svo Hafliði Magnússon, sem hefur samið leikverk fyrir félagið heima. Svo er það náttúrlega landið sjálft, þetta magnaða um- hverfi í Arnarfirðinum, sem þeir þekkja sem hafa komið vestur, og ég hef enga trú á því að leikfélagið á Bíldudal sé að deyja út." En Þröstur lét leiklistina ekki alveg eiga sig á Bíldudal. Hann samdi skemmtiatriði fyrir árshátíðir og setti upp gamanleikinn „Við borgum ekki", sem sló rækilega í gegn fyrir vestan eins og annars staðar. „Þetta var í rauninni mjög erfitt, og ég var undrandi hvað fólk var tilbúið að leggja á sig. Menn voru að vinna kannski í tíu tíma, sumir komu beint af sjónum. Ég var að beita, byrjaði venjulega klukkan sex á morgnana, og maður var oft ansi þreyttur þegar komið var á æfingarn- ar, en það var eins og kæmi í mann einhver kraftur þegar byrjað var að æfa." ALLA LEIKARA DREYMIR UM AÐ SEMJA Meðan Þröstur var að lokka þorskinn til að bíta á áttu sér stað hatrammar deil- ur milli leikara og leikhúsyfir- valda vegna uppsagna og nýrra vinnubragða í Þjóðleik- húsinu. Menn deildu um hvort segja mætti upp leikur- um sem einu sinni hefðu fengið ráðningu. Hefur þaö kannski staöiö íslenskri leiklist fyrir þrifum hvaö leikhúsin hafa átt erfitt meö aö skipta um leikara og gefa nýju efnilegu fólki mögu- leika? „Að sumu leyti held ég það. Þessir samningar eru í of föst- um skorðum. Það eru t.d. dæmi um leikara sem eru búnir að leika í Þjóðleikhús- inu í þrjátíu ár, og svo aðrir í Iðnó sem verið hafa að sama tíma; þetta fólk hefur kannski aldrei ieikið saman. Leikarar þurfa alltaf að fá eitthvað nýtt til að halda áfram að byggja sig upp og þroskast og þá er nauðsynlegt að hrista þetta dálítið saman. Ég held að það ætti ekki að gera nema eins til tveggja ára samning við fólk. Hvernig er það til dæmis með þá sem vinna í fiski, er ekki hægt að segja þeim upp með viku fyrirvara?! — Það er til ákveðinn leikarahópur og leikhúsin þyrftu að geta valið eins og þeim þykir henta hverju sinni en sitja ekki uppi með fólk árum saman. hvað sem tautar og raular. Ég held líka að það sé hoilt fyrir listamenn, eins og aðra, að þurfa stöðugt að hafa fyrir því að fá eitthvað að gera." En þá aö nýju myndinni. Er Þröstur Leó kannski aö leika sjálfan sig í nýju myndinni, „Ókunnum duflum", sem sér- lundaöur listamaöur sem á í baráttu viö peningavaldiö og þá sem öllu vilja fórna fyrir frœgö og fé? „Þetta er mjög skemmtileg mynd og kemur eflaust ýms- um á óvart. Þetta er ekki hrein gamanmynd, frekar al- varleg mynd í léttum dúr. Það má kannski segja að ég þekki þessar aðstæður. Listamaður- inn hefur flutt úr bænum og vill ekkert fara aftur, hann fellur eiginlega bara inn í náttúruna og vill fá að vera í friði. Ég skil þá tilfinningu vel." Hvaö er svo framundan á nœstu mánuöum í leikhúsinu hjá Þresti? „Það er „Þrúgur reiðinnar" eftir John Steinbeck, sem er stórt verkefni og spennandi. Er ekki draumur allra leik- ara aö semja leikverk sjálfir? „Það er nú búið að vera draumur hjá mér lengi að leika í farsa og ég á eftir að gera það. Við erum að vísu tveir vinir í leikhúsinu sem erum að velta ýmsu fyrir okk- ur, jafnvel að skrifa eða taka eitthvert verk og breyta því í gamanleik og setja upp, en þetta verður bara allt að koma í Ijós." Er kannski œösti draumur allra leikara aö leika aöal- hlutverkiö í verki eftir sjálfan sig? Hann hlær. „Já ætli það ekki, þá getur maður ráðið svo miklu sjálfur." Björn E Hafberg

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.