Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 38
38
FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991
'Jíljjitr
íolcHohot*
jjjóöðöfjnr
Ungur maöur úr höfuö-
borginni var á vertíð í
sjávarplássi á Snæfellsnesi.
Þegar hann kom fyrst í
verstöðina haföi hann lítt
fengist viö drykkju. í
verstööinni kynntist hann
reyndari manni og nokkr-
um árum eldri.
Ungi maðurinn hreifst
mjög af sínum nýja félaga
og vildi gera sem flest af
því sem félaginn afrekaöi.
Svo sem aö drekka öll
kvöld og helst einnig á næt-
urnar. Alltaf var róiö um
klukkan sex á morgnana.
Þeir félagar voru oftast illa á
sig komnir þegar þeir
mættu til skips. Þeir voru
ekki á sama bát.
Eftir því sem á vertíðina
leið þraut þeim úthald og æ
oftar uröu skipsfélagar
þeirra aö fara í verbúðina til
aö ræsa þá. Sá eldri hafði
minna úthald og aö því
kom aö skipstjórinn, sem
hann reri meö, sagöi hon-
um aö taka pokann sinn,
sem þýöir aö hann var rek-
inn.
Þá var ekkert sem veitti
þeim eldri aöhald og hann
sá fram á aö geta verið
ótruflaður viö drykkjuna.
Sem fyrr fylgdi sá yngri á
eftir.
Þaö var siðan aö bankaö
var á útidyrnar hjá skip-
stjóra þeim sem yngri maö-
urinn reri með. Klukkan var
ekki nema hálffimm aö
morgni. Skipstjórinn vakn-
aöi og fór til dyra.
Fyrir utan var eldri
drykkjufélaginn.
„Hvaö vantar þig?"
spuröi skipstjórinn.
„Hann Nonni er veikur,"
svaraöi drykkjumaðurinn
og átti þar viö sinn unga og
trausta vin.
„Hvaöa helvítis vitleysa
er þetta. Hann er bara full-
ur," svaraði skipstjórinn.
„Bara fullur," sagöi hinn
og hélt áfram; „þaö bull-
sýöur á helvítis mannin-
um."
(úr sjomannasogum)
Fjölskylda ein í Reykjavík
átti þaö sameiginlegt aö
allir meölimir hennar leystu
vind oftar og meira en
gerðist meö flest annaö
fólk.
Unglingur úr fjölskyld-
unni kom eitt sinn á vinnu-
staö fööur síns. Illa hittist á,
þar sem faðirinn var tals-
vert drukkinn viö vinnuna.
Sonurinn bar ekki upp er-
indi sitt heldur sagöi nokk-
ur orö viö fööur sinn og
kvaddi.
Þegar unglingurinn var
aö ganga burt frá fööur sín-
um leysti drengurinn vind
svo undir tók i salnum. Þá
kallaði faöirinn stoltur;
„Siggi. Þú ert eins og
hann afi þinn. Hann rak viö
fram í rauðan dauðann."
(úr fjölskyldusögum)
Jón Baldvin er snjallasti áróðurs-
meistari sem íslendingar eiga í dag
segir Hannes Jónsson, fyrrverandi sendiherra og andstæðingur Jóns
Baldvins og samnings hans um EES. Hannes rekur líka fyrirtæki undir
nafninu Félagsmálastofnun, en það sér um útgáfu á verkum hans.
Hannes Jónsson var búinn
ad vera 35 ár í ulanríkisþjón-
ustu íslands þegar hann
hœtti. Var aflagdur, eins og
Jón Baldvin Hannibalsson
orðadi það; heimasendi-
herraembœtti sem hann
gegndi var lagt niður. Síðan
hafa þeir félagar deilt um ým-
islegt; nú síðast EES-samn-
inginn.
Hannes er lærður prentari,
er BA og MA í félags- og hag-
fræði og iauk doktorsprófi í
þjóðfélagsfræði og þjóðar-
rétti íslands. Hann starfaði í
sendiráðuneytum íslands í
Bonn, London og Moskvu,
var blaðafulltrúi ríkisstjórn-
arinnar, varafastafuiltrúi hjá
Sameinuðu þjóðunum og
ræðismaður í New York,
sendiherra í Moskvu, Bonn
og Genf og var fulltrúi íslands
hjá GATT og EFTA og sér-
stofnunum Sameinuðu þjóð-
anna í Genf. Árið 1986 sótti
Hannes um heimflutning til
íslands.
,,Við vorum komin með
mikla heimþrá hjónin enda
búin að vera erlendis í 24 ár
með hléum. Ég varð þá
heimasendiherra með emb-
ætti Indlands, Pakistans,
Bangladesh, Túnis og Kýpur
og var fulltrúi arababanda-
lagsins í írak en ég fór aldrei
til Iraks að afhenda trúnaðar-
bréf.“
Eitt helsta áhugamál Hann-
esar er ritstörf og hann hefur
gefið út á annan tug bóka og
bæklinga.
„Ég stofnaði fyrirtæki um
útgáfuna árið 1961 sem heitir
Félagsmálastofnunin og mér
vitanlega kom þetta nafn þá
fyrst fram. Síðar hafa sveitar-
stjórnir tekið það upp hjá sér
og nota það sem samheiti yfir
félagslega þjónustu."
Hannes hefur meðal ann-
ars skrifað um launþegasam-
tökin, fjölskylduna og hjóna-
bandið, fjölskylduáætlanir og
siðfræði kynlífs, samskipti
karls og konu, félagsstörf og
mæisku, kjósandann og vald-
ið og á síðustu árum hefur
Hannes fjallað mikið um það
sem hann kallar íslensk sjálf-
stæðis- og utanríkismál og er
orðinn landsfrægur fyrir and-
stöðu sína við þátttöku ís-
lendinga í samningsgerð
EFTA-ríkjanna við EB. Hann-
es hefur ásamt öðrum stofn-
að Samstöðu gegn samningn-
um og skrifað heila bók um
það efni sem heitir Markaðs-
hyggjan, hagsmunir og val-
kostir Islands.
Eru mótmœli ykkar Sam-
stöðumanna ekki úr takt við
tímann, flestir viröast vera
sammála um að samningur■
inn sé mjög hagstœöur fyrir
okkur íslendinga?
„Það er alger fásinna. Ég
hef skoðað málið mjög ná-
kvæmlega og komist að
þeirri niðurstöðu að við ís-
lendingar eigum allt aðra og
betri valkosti. Staðreyndin er
nefnilega sú að markaðs-
hyggjan sem kristallast í EB
hefur gegnsýrt fjölmiðlana
og það er búið að koma því
inn hjá fjölmiðlamönnum að
þessi samningur sé eini
möguleiki íslands í tilver-
unni. Það er fásinna, við er-
um að taka að okkur miklu
fleiri skuldbindingar en okk-
ur er hollt, við töpum meiru
en við fáum í staðinn, hvernig
sem á málin er litið."
Attu einhver önnur áhuga-
mál en ritstörf og að berjast
gegn EES?
„Já, mér finnst ákaflega
gaman að garðrækt alls kon-
ar og ég reyni að gera fallegt
í kringum mig þar sem ég er.
Ég get nefnt sem dæmi að
garðurinn í sendiráðinu í
Moskvu var alveg gersam-
lega í órækt þegar við kom-
um þangað og mér var sagt
að það væri ekki hægt að
rækta nokkurn skapaðan
hlut í honum og var ráðlagt
að malbika hann. Ég vildi
ekki trúa því og hófst handa
við ræktun og þegar við fór-
um frá Moskvu var garðurinn
talinn vera einn sá fallegasti í
borginni."
Að lokum Hannes, hvert er
álit þitt á utanríkisráðherra
okkar íslendinga, Jóni Bald-
vini Hannibalssyni?
„Ég held að það skipti ekki
máli hvert mitt persónulega
álit á honum er, málið snýst
ekki um það, en það er alveg
Ijóst að hann er einhver
snjallasti áróðursmeistari
sem íslendingar eiga í dag.
Það er ljóst."
Bolli Valgarðsson
SJÚKDÓMAR OG FÓLK
Kynfrædsla
Hjá öðrum spendýrum
fylgist ungviðið með kyn-
hegðun þeirra fullorðnu og
fær þannig fyrstu kynfræðsl-
una. í flestum mannlegum
samfélögum er þessu ekki
þannig varið. Bcirn fá ekki
að fylgjast með foreldrum
sínum í samförum, svo að
þau verða að afla sér slíkrar
þekkingar annars staðar.
Það hefur alltaf verið um-
deilt, hvernig kynfræðsla
eigi að vera, og mjög lítil slík
kennsla var í íslenskum skól-
um lengst framan af þessari
öld. Margir héldu því fram,
að kynfræðsla gæti verið
skaðleg, því hún virkaði
hvetjandi á ungviðið og ýtti
undir alls konar tilrauna-
starfsemi. Flestir eru sam-
mála nú um að fræðsla getur
aldrei verið hættuleg og
börn þurfi á kennslu að
halda. Mjög margir foreldrar
treysta sér illa til að ræöa
þessi mál við börn sín. Þau fá
því oft megnið af fyrstu kyn-
fræðslu sinni hjá félögum og
vinum sem oft eru sjálfir
ákaflega fákunnandi um
þessi mál. Barnið er frá upp-
hafi kynvera, sem verður að
geta uppgötvað eigið kyn-
ferði og kynfæri án sektar-
ÓTTAR
GUÐMUNDSSON
kenndar, hleypidóma og
vondrar samvisku. Börn sjá
og heyra ótrúlega mikið sem
hefur með kynlíf að gera í
fjölmiðlum, sjónvarpi, kvik-
myndahúsum og lífinu um-
hverfis okkur sem þau eiga
erfitt með að átta sig á án að-
stoðar. Þegar barnið spyr
viðkvæmra spurninga um
uppruna sinn á að svara því
hispurslaust á tungumáli
sem það skilur, svo að það
geri sér grein fyrir að kynlíf
er óaðskiljanlegur hluti
mannlegrar tilveru. Þegar
barnið nær skólaaldri á
þessi fræðsla að halda
áfram, þannig að barnið viti
hvernig það varð til og
hvernig kynlíf fer fram. Kyn-
þroska unglingur á að vita
um allar breytingar sem
verða á líkamanum og fá
fræðslu um getnaðarvarnir
og öruggt kynlíf.
Ásgeir Sigurgestsson
sálfræðingur gerði í febrúar
1976 rannsókn á kynhegðun
og hugmyndum liðlega 1.400
14 ára unglinga í Reykjavík.
Hann spurði um kynfræðslu
og 27% drengjanna og 8,8%
stúlknanna kváðust ekki
hafa fengið neina fræðslu
um þessi efni áður en þau
urðu kynþroska. Stúlkurnar
virtust fá betri og nákvæm-
ari fræðslu en strákarnir,
sem oftar fengu upplýsingar
frá félögum sínum eða úr
bókum og blöðum. Einungis
35% strákanna höfðu fengið
að vita um fyrsta sáðlátið áð-
ur en það kom en 96,7%
stúlknanna höfðu fengið
fræðslu um fyrstu blæðing-
arnar. Liðlega 23% strák-
anna höfðu ekki fengið
neina fræðslu um getnaðar-
varnir og 19% stúlknanna.
Könnun Ásgeirs sýndi, að
kynfræðslu unglinga á ís-
landi var um margt ákaflega
ábótavant, en ástandið hefur
líklega eitthvað skánað.
NOKKRAR
RÁÐLEGGINGAR TIL
FORELDRA VARÐANDI
KYNFRÆÐSLU
1. Ræðið hispurslaust um
kynlíf og á sem eðlilegastan
hátt.
2. Reynið ekki að halda
fyrirlestur um kynlíf, börn
nenna ekki að hlusta lengi
og þurfa að spyrja sjálf.
3. Talið ekki um kynlíf
eins og líffræðilegt atferli.
heldur segið frá tilfinninga-
legum þætti þess, gildismati,
ást og kærleika.
4. Bíðið ekki of lengi með
kynfræðslu, börn verða kyn-
þroska missnemma.
5. Talið um blæðingar og
tíðir við strákana líka og seg-
ið stúlkunum frá holdrisi og
sáðláti piltanna, svo að þau
viti hvernig bæði kynin
þroskast.
6. Útskýrið fyrir barninu
kynferðisleg hugtök sem
það heyrir og sér eins og
vændi, ofbeldi, sifjaspell,
framhjáhald, nauðganir o.fl.
7. Gefið ykkur góðan tíma
til að ræða þessi mál.
Það er mikilvægt að for-
eldrar átti sig á mikilvægi
þessara mála. Enginn slepp-
ir unglingi undir stýri á bíl
án lágmarksþekkingar og
sama máli á að gegna um
kynlífið. Ungt fólk þarf á
fræðslu að halda og foreldr-
ar geta ekki kastað allri
ábyrgð á skólana.