Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991
JL
Steingrímur J. Sigfússon. Býr í
Brekkuseli 19 og er þvi nágranni Hall-
dórs. Með skráö lögheimili hjá fööur
sinum og bróöur á Gunnarsstöðum í
Þistilfiröi, N-Þing. Hvorki hann né
Halldór eru skráöir fyrir síma á „heim-
ilum" sínum úti á landi.
Halldór Ásgrímsson og Steingrímur J. Sigfússon eru alfariö búsettir íReykjauík, enhafaskrád lögheimili hjá œttingjum sínum á lands-
byggðinni. Þeir fá um leid liðlega 70 þúsund krónur í húsaleigu- og dvalarstyrk og 20 þúsundum króna hœrri feröastyrk en þingmenn
Reykjavíkur.
Þingmennirnir Halldór Ásgríms-
son og Sleingrímur J. Sigfússon
þiggja sem landsbyggðarþingmenn
styrki upp á 101 þúsund krónur á
mánuði hverjum, þar af rúmlega 70
þúsund vegna húsaleigu- og dvalar-
kostnaðar, þótt þeir haldi heimili al-
farið í Reykjavík. Styrkina fá þeir
með því að hafa lögheimili sitt skráð
hjá ættingjum úti á landi.
Halldór og Steingrímur hafa, eins
og aðrir landsbyggðarþingmenn,
fengið 38 þúsund króna húsaleigu-
styrk á mánuði, um 32 þúsund
króna dvalarkostnaðarstyrk og 31
þúsund króna ferðakostnaðarstyrk.
Væri lögheimili þeirra skráð í
Reykjavík mundu þessir sérstöku
styrkir lækka úr 101 þúsundi á mán-
uði í 11 þúsund krónur og þeir því
verða af 90 þúsund krónum.
Föst laun þingmanna eru nú
175.000 krónur á mánuði. Þing-
menn landsbyggðarinnar fá síðan
101.000 krónur vegna húsaleigu-,
dvalar- og ferðakostnaðar. Þessir
styrkir hækka tekjur þeirra um leið
í 276.000 krónur á mánuði eða um
60 prósent. Það samsvarar nokkurn
veginn föstum ráðherralaunum án
þingfararkaups.
MEÐ PÓSTHÓLF
HJÁ ÆTTINGJUNUM
Steingrímur hefur lögheimili á
Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Þar búa
faðir hans og bróðir, en Steingrímur
er ekki einu sinni skráður fyrir síma
á staðnum. Hann heldur heimili í
Brekkuseli 19 í Reykjavík.
Halldór Ásgrímsson hefur lög-
heimili á Hvannabraut 6 á Höfn í
Hornafirði. Þar er faðir Halldórs
skráður til heimilis, en Halldór sjálf-
ur er búsettur í Brekkuseli 22 í
Reykjavik og ekki skráður fyrir síma
fyrir austan.
Á síðasta kjörtímabili gilti hið
sama um Jón Sœmund Sigurjóns-
son, þingmann Alþýðuflokksins.
Hann hefur verið búsettur í Reykja-
neskjördæmi, en með lögheimili
skráð hjá foreldrum á Siglufirði.
BÝR PÁLL Á HÖLLUSTÖÐUM
EÐA Á HÁTEIGSVEGI?
Þeir Halldór og Steingrímur eru
ekki einu þingmenn landsbyggðar-
innar sem eiga íbúð eða húseign á
höfuðborgarsvæðinu. í öðrum til-
vikum en hjá Halldóri og Steingrími
er þó hægt að tala um raunverulega
búsetu í viðkomandi kjördæmum
stóran hluta ársins.
Meðal annarra þingmanna lands-
byggðarinnar sem eiga lögheimili í
viðkomandi kjördæmum, en eru að
talsverðu leyti búsettir á höfuðborg-
arsvæðinu, má nefna Pól Pétursson,
sem skráður er á Höllustöðum í
Húnavatnssýslu en heldur um leið
heimili á Háteigsvegi 48, Ragnar
Arnalds, sem býr annars vegar á
Mánaþúfu í Varmahlíð í Skagafirði
og hins vegar á Laugarásvegi 13,
Hjörleif Guttormsson, sem er skráð-
ur á Mýrargötu 37 í Neskaupstað og
í Espigerði 4 í Reykjavík, Matthías
Bjarnason, sem skráður er í Hafnar-
stræti 14 á ísafirði og svo Tjaldanesi
5 á Arnarnesi, og Árna Johnsen,
sem skráður er í Heimagötu 28 í
Vestmannaeyjum og Rituhólum 5 í
Reykjavík.
LANDSBYGGÐARÞINGMENN FÁ
ALLS 35 MILLJÓNA STYRKI
29 af 34 þingmönnum lands-
byggðarkjördæmanna fá greiddan
ferðakostnað og húsaleigu allt árið
og svo dvalarkostnað þá daga sem
þingstendur yfir. Hver þessara þing-
manna fær um 101.000 skattfríar
krónur á mánuði vegna þessara
liða, auk þingfararkaups upp á
175.000 krónur á mánuði. Heildar-
kostnaður ríkissjóðs vegna þessara
styrkja er um 35 milljónir króna á
ári.
Hver þingmaður með lögheimili á
landsbyggðinni fær á mánuði hverj-
um 38.000 krónur vegna húsaleigu
eða alls 456.000 krónur yfir árið.
Þingmennirnir 29 fá samkvæmt
þessum lið alls 1,1 milljón króna á
mánuði eða 13,2 milljónir á ári.
Hver þessara þingmanna fær, á
meðan þing stendur yfir, 1.700
krónur á dag í svonefndan dvalar-
kostnað. Greiðslum þessum er þó
dreift yfir árið þannig að 32.300
krónur koma í hlut hvers á mánuði
eða 387.600 krónur á ári. Þing-
mennirnir 29 fá þá alls 11,2 milljónir
á ári samkvæmt þessum lið.
4 LANDSBYGGÐARÞINGMENN
MEÐ LÖGHEIMILI í REYKJAVÍK
Hver þessara þingmanna fær
31.000 krónpr- á mánuði vegna
ferðakostnaðar eða alls 372.000
krónur á ári. Þingmennirnir 29 fá
samkvæmt þessum lið alls 900.000
á mánuði eða 10,8 milljónir á ári.
Allir þingmenn fá greiddan ferða-
kostnað. Þingmenn Reykjavíkur fá
11.000 krónur á mánuði, þingmenn
Reykjaneskjördæmis 20.000 krónur
og þingmenn landsbyggðarinnar
31.000 sem fyrr segir. Væri lögheim-
ili Halldórs og Steingríms flutt til
Reykjavíkur stæðu aðeins 11.000
krónur eftir af þessum sérstöku
styrkjum.
Greiðslur vegna húsaleigu- og
dvalarkostnaðar eru háðar því að
lögheimili viðkomandi þingmanns
sé utan Reykjavíkur og Reykjaness.
Þær falla ekki til ráðherra. Fjórir
þingmenn landsbyggðarinnar eiga
lögheimili í Reykjavík, þeir Eidur
Guönason, Sighvatur Björgvinsson,
Þorsteinn Pálsson og Vilhjálmur Eg-
ilsson. Þrír þeir fyrst töldu eru að
auki ráðherrar. Það er líka Halldór
Blöndal, sem á lögheimili á Akur-
eyri og fengi því styrkina ef ekki
væri fyrir ráðherradóminn.
DANMÖRK: LÍTIL ÍBÚÐ
SKILYRÐI FYRIR
STAÐARUPPBÓT
í Danmörku hefur jafnaðarkonan
Ritt Bjerregaard legið undir þungu
ámæli vegna skyldra mála. Hún
þiggur sem landsbyggðarþingmað-
ur staðaruppbót, sem mun vera um
milljón íslenskar á ári. Staðarupp-
bót þessi er háð því skilyrði að
íverustaður landsbyggðarþing-
manna í höfuðborginni sé ekki
stærri en tveggja herbergja. Hugs-
unin að baki þessu ákvæði er að
heimilishald sé raunverulega í kjör-
dæmi viðkomandi þingmanns, en
dvalarstaður í höfuðborginni aðeins
til bráðabirgða.
Bjerregaard hefur hins vegar leigt
heila húshæð og sameinað tvær
íbúðir i eina stóra átta herbergja
íbúð. Auk þess að hafa með þessu
móti fyrirgert rétti sínum til staðar-
uppbótarinnar hefur borgin farið í
mál við þingkonuna og krafist skatt-
greiðslna frá henni.
Bjerregaard hefur nú orðið að
segja af sér sem þingflokksformað-
ur jafnaðarmanna vegna þessa
máls.
Hér á landi eru engin sambærileg
ákvæði um hámarksstærð íbúða
landsbyggðarþingmanna í Reykja-
vík og nágrenni. Margir þingmenn
landsbyggðarinnar búa í stórum
íbúðum fyrir sunnan drjúgan hluta
ársins. Og í tilfellum Steingríms og
Halldórs er skrásetning á lögheimíli
úti á landi sýndarmennska ein. Sem
þó færir þeim aukalega 90.000
krónur á mánuði.
Friðrik Þór Guðmundsson
Páll Pétursson. Bóndinn á
Hóllustöðum dvelur mest fyrir
sunnan og heldur heimili á Há-
teigsvegi 48. Spurning: Hvar á
hann heima?
Árni Johnsen. Alltaf skráður í
Vestmannaeyjum en utan
þingmennsku mest starfað
fyrir Morgunblaðið og á íbúð i
Rituhólum i Breiðholti. Spurn-
ing: Hvar á hann heima?
Vilhjálmur Egilsson. Þingmað-
ur fyrir Norðurland vestra, en á
lögheimili í Reykjavik. Spurn-
ing: Á hann enga nána œtt-
ingja fyrir norðan eða er hann
heiðarlegur?
Halldór Blöndal. Fœr ekkert í
húsaleigu- og dvalarkostnað-
arstyrk þótt hann sé þingmað-
ur fyrir Norðurland eystra og
eigi þar lögheimili. Ástœða:
Ráðherrar njóta ekki þessara
styrkja.