Pressan


Pressan - 31.10.1991, Qupperneq 22

Pressan - 31.10.1991, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991 FENEYJAR. Þórunn Gestsdottir: Þó aö Feneyjar séu sökkvandi er eitthvaö óhagganlegt við borgina. þarna til að skoða sig um og blanda geði við fólk en víða annars staðar. Þó að borgin sé sökkvandi er eitt- hvað óhagganlegt við hana og þarna má gista á hótel- um sem hafa verið starfrækt í 200 ár eða lengur. Mér líð- ur mjög vel í Feneyjum.'' bad godesberg Falleg og söguleg Pétur Eggerz, fyrrverandi sendiherra, hefur víða búið, en hann kvaðst helst hallast að því að Bad Godesberg í Þýskalandi væri sú borg sem hann héldi mest upp á. „Þessi borg er víst skráð núna sem Bonn 2, en hún gengur alltaf undir nafninu Bad Godesberg. Þetta er ákaflega falleg borg sem stendur við Rín og þetta er söguleg borg. Þarna voru til dæmis viðræðurnar við Hitler á sínum tíma. Þetta er ekki mjög stór borg og því tiltölulega auðvelt að at- hafna sig þar og finna réttar leiðir. Mannlíf er gott í Bad Godesberg og þetta er sú borg sem mér kemur fyrst í hug," sagði Pétur. berlín Ofsalega spennandi „Talandi um uppáhalds- borg þá verður það að byggjast á því að maður þekki borgina vel, líði vel þar og finnist sem maður eigi heima þar. Með tilliti til þessa er það Berlín sem er mín uppáhaldsborg, en hins vegar er Búdapest sú borg sem hefur hrifið mig mest við fyrstu kynni," sagði Unnur Úlíarsdóttir frétta- maður. „Berlin er ofsalega spenn- andi eins og hún var og ef- laust verður ekki síður spennandi að fylgjast með því hvernig hún þróast og hvaða hlutverk henni verð- ur ætlað í framtíðinni. Hún er falleg á sinn hátt og svo er hún heimsborg. Vest- ur-Berlín eins og hún var er borg þar sem eitthvað er að gerast allan sólarhringinn. Næturlífið er mjög fjöl- breytt, allt frá hámenningu til algjörrar lágkúru. Það er hægt að fara í óperuna í sínu fínasta klukkan átta að kvöldi og enda á einhverri kynskiptingabúllu klukkan sex um morguninn. Þetta er flott borg með glæsilegum breiðgötum, verslunum og veitingastöðum og svo er hún menningarmiðstöð. Óperan er hátt skrifuð og ekki má gleyma Berlínarfíl- harmóníunni. Einnig er allt morandi í leik- og kvik- myndahúsum. Þarna hefur safnast saman fólk af alls konar þjóðerni sem meðal annars kemur fram í fjöl- breyttri matarmenningu. Berlín er græn borg með óendanlega fjölbreytni á öll- um sviðum," sagði Unnur. „Næst á eftir London kýs ég San Francisco og hef ákaflega gaman af að koma þangað," sagði Herdís Þor- ualdsdóttir leikkona. „Borg- in stendur mjög fallega og ég hef alltaf gaman af að vera þar sem er fallegt í kringum mig. Þar er líka mikið menningarlíf og mik- ið að sjá og gera. Nægir að nefna ballettinn hans Helga Tómassonar. Þetta er falleg og glæsileg borg og svo er stutt að fara á fallega og skemmtilega staði. Það er mjög gaman að aka með- fram ströndinni til Los Angeles og koma við í Car- mel og fleiri fallegum stöð- um. Ég hef átt mjög góðar stundir í San Francisco." áioJzJzJtáUna/i Hvergi lidid betur „Mér hefur hvergi liðið betur en í Stokkhólmi og tel mig þekkja borgina vel eftir að hafa búið þar," sagði Steinunn Jóhannesdóttir rit- höfundur. „Þetta er ákaflega falleg borg, byggð á mörgum eyj- um eða hólmum og sundin þar á milli halda henni mjög opinni. Hver hólmi og þá sérstaklega þeir eldri hafa sín sérkenni. Borgin er mjög græn og þar eru af- skaplega fallegar byggingar. Almenningssamgöngur eru þarna mjög góðar, að minnsta kosti í samanburði við Island, og auðvelt að komast leiðar sinnar. Það er geysilega fjölbreytt leikhús- og listalíf í Stokkhólmi og mörg skemmtileg söfn. Menningarframboð er því mjög mikið sem fólk á til- tölulega greiðan aðgang að. Það er gífurlegt úrval af góðum og skemmtilegum veitingastöðum í Stokk- hólmi og þar eru góðir veit- ingastaðir þar sem ekki er allt á kafi í reyk og því hægt að hafa börnin sín með. íbúarnir eru orðnir ansi marglitir og ég kynntist mörgu fólki af mörgu þjóð- erni og það má segja að maður mæti þarna á vissan hátt hinum stóra heimi," sagði Steinunn. BAD GODESBERG. Pétur Eggerz: Ekki mjög stór og stendur við Rin BERLIN. Unnur Úlfarsdóttir: Næturlífiö er mjög fjölbreytt SAN FRANCISCO. Herdís Þorvaldsdóttir: menningariíf Mikið STOKKHÓLMUR. Steinunn Jóhannesdóttir: Borgin er mjög græn san francisco ' Glœsileg borg

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.