Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 10

Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991 Landsvirkjun Viö Blönduvirkjun eru aö rísa starfs- mannabústaöir sem fullbúnir munu kosta um 300 milljónir króna. Um er aö ræöa tvö hús — annars vegar ein- býlishús fyrir stööv- arstjórann og hins vegar fjölbýlishús fyrir aöra starfs- menn. Viö virkjun- ina er gert ráö fyrir 14 ársverkum en þrátt fyrir þaö má œtla aö örfáir starfsmenn búi aö * jafnaöi í húsinu. I fjölbýlishúsinu er einnig gert ráö fyr- ir gistiaöstööu fyrir sumarstarfsfólk og vinnuhópa sem koma á svæöiö í * skemmri tíma. I húsinu eru gufu- baö, líkamsrœktar- stöö og fundarsalur. Við Blönduvirkjun hafa verið reistir starfsmannabústaðir sem eiga fáa sína líka á íslandi. Um er að ræða bústaði fyrir örfáa fasta starfs- menn að verðmæti um 300 milljónir króna. í raun hefur aðeins einn starfsmaður fasta búsetu á svæðinu, en það er stöðvarstjórinn. Vegna þess hefur verið reist einbýlishús fyrir hann en auk þess hefur verið reist hús með hótelsniði fyrir aðra starfsmenn, sem eru að jafnaði þrír í einu vegna sjálfrar starfsemi virkj- unarinnar. Þar eru mötuneyti, gufu- bað, heitur pottur og líkamsræktar- stöð. Nú er unnið að frágangi við þetta húsnæði en þegar er hafin búseta í stærra húsinu. Við vígslu Blöndu- virkjunar fyrir mánuði gistu einmitt stjórnarmenn Landsvirkjunar í þessu húsi. Þar er reyndar fundar- salur sem er gerður með það í huga að stjórn fyrirtækisins geti hist þar. Ibúðarhúsnæðið við Blöndu er byggt með það fyrir augum að starfsmenn hafi ekki fasta búsetu á svæðinu, fyrir utan stöðvarstjórann, eins og áður var sagt. Þetta er í takt við þá stefnu sem Landsvirkjun hef- ur tekið með seinni virkjunum sín- um. Þá er ætlunin að allir starfs- mannaskúrar hverfi af svæðinu, en þeir hafa verið íverustaðir starfs- manna Landsvirkjunar og verktak- anna á svæðinu undanfarin ár. Þess má geta að Landsvirkjun þurfti að greiða skipulagsgjöld af skúrum þessum til sveitarfélaganna fyrir norðan, eins og þetta væru varan- legir bústaðir. Þetta gerist þó að sveitarfélögin beri engan kostnað og munu slíkar kröfur ekki hafa komið fram áður á byggingarsvæð- um Landsvirkjunar. NOKKUR HUNDRUÐ FERMETRAR Á STARFSMANN Nú í september var bókfærður kostnaður vegna starfsmannahús- anna kominn upp í 224 miiljónir króna. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að sú tala fari upp í 260 til 300 milljónir, lokaupphæðin gæti allt eins orðið hærri. Stærð húsanna er samtals 2.538 fermetrar en rúmmetramálið er 8.091 rúmmetri. Það má því segja að um 600 fermetrar séu á hvern starfsmann. Rétt er þó að taka fram að fimm bílskprar eru undir stærra húsinu. Einbýlishúsið er 203 fer- metrar með bílskúr. Framkvæmd- um við það er ekki lokið. Byggingarverktaki er SH-verktak- ar úr Hafnarfirði, þeir sömu og sáu um stóran hluta Perlunnar í Öskju- hlíð. Tilboð þeirra var töluvert undir kostnaðaráætlun en samningsupp- hæðin á grunnverði í mars 1990, þegar tilboðið var gert, upp á 232,8 milljónir. Á verðlagi í október er hún 258,8 milljónir. Inni í þeirri upphæð er ekki hönn- unarkostnaður og þá er eftir að kaupa húsgögn í húsið. Bráðlega er fyrirhugað útboð vegna þess. TVEGGJA HERBERGJA SVÍTA FYRIR GESTI Kostnaður vegna innréttinga er verulegur, en í húsinu er glæsilegt mötuneyti auk líkamyæktarað- stöðu. Þá eru gufubað og heitur pottur til staðar, auk fundarsalarins, sem áður var getið. Starfsmannahúsið er á þremur hæðum og skiptist þannig: Á 1. hæð eru eldhús, matsalur, fundaher- bergi, setustofa, frístundaherbergi (líkamsræktaraðstaðan) og aðstaða til kynningar á virkjuninni fyrir gesti. Á 2. hæð eru 17 herbergi sem eru ætluð föstum starfsmönnum, 6 herbergi fyrir lausamenn og ein tveggja herbergja íbúð fyrir gesti. A 3. hæð eru 8 herbergi ætluð vinnuflokkum, samtals 23 rúm. í húsinu eru því 32 herbergi til gist- ingar. Eins og áður segir er bókfærður kostnaður húsanna í september 224 milljónir. Miðað við stærð þeirra eru það 88.416 krónur á fermetra. Það er verulega dýrara en vísitöluhúsið, en þar er fermetraverðið 58.440 krónur. Þá má gera ráð fyrir að bók- færða verðið eigi enn eftir að hækka KOSTNAÐURINN GAGNRÝNDUR I STJÓRN LANDSVIRKJUNAR Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR var ætlunin að þessir starfs- mannabústaðir yrðu jafnvel enn veglegri, en vegna gagnrýni innan úr stjórn Landsvirkjunar var fallið frá því. Munu fyrirspurnir hafa komið fram í stjórninni vegna framkvæmd- anna við starfsmannaíbúðirnar og þær þótt dýrar. Bygging þessara íbúða er þó í samræmi við þá stefnu sem Landsvirkjun hefur tekið eftir að framkvæmdum við Búrfellsvirkj- un lauk. Við Búrfellsvirkjun voru reist 14 einbýlishús á sínum tíma fyrir starfs- fólk, en síðan hefur ekki verið byggt fyrir fjölskyldur við virkjanir — hvorki við Sigöldu né Hrauneyjar- foss. Við Blönduvirkjun er gert ráð fyrir að verði átta starfsmenn, auk stöðvarstjóra. Þrír menn verða á vakt hverju sinni og þrír á bak- vakt. Þá verða tveir starfsmenn við mötuneyti og þrif. Hver starfsmaður fær útdeilt herbergi sem hann hefur einn til afnota — það er að segja enginn annar fer í það þótt viðkom- andi sé ekki á svæðinu. RÚMLEGA 600 MILUÓNIR FARIÐ í UPPGRÆÐSLU Á AUÐKÚLUHEIÐI Opinber niðurstöðutala á fram- kvæmdum við Biönduvirkjun er 13,2 milljarðar króna. Við gangsetn- ingu fyrstu vélasamstæðu virkjun- arinnar í októberbyrjun var því haldið fram að kostnaður við virkj- unina væri hálfum milljarði undir kostnaðaráætlun. Ef satt er þá er um að ræða ánægjuega staðreynd, því margt við Blönduvirkjun hefur orðið mun dýr- ara en ráð'var fyrir gert. Munaði þar mest um samningshörku heima- manna út af því landi sem fer undir vatn uppi á heiðum. í PRESSUNNI hefur áður verið sagt frá gífurlegum kostnaði Lands- virkjunar vegna uppgræðslu á Auð- kúluheiði og Eyvindarstaðaheiði við Blönduvirkjun. Þessi upp- græðsla er til komin vegna samn- inga, sem eru að mörgu leyti ein- stæðir af hálfu Landsvirkjunar. í desember 1990 hafði verið varið í framkvæmdir á Auðkúluheiði 542,1 milljón króna og í ár var ætl- unin að verja í þær 67 milljónum króna til viðbótar. Kostnaður Lands- virkjunar við Auðkúluheiði eina og sér er því kominn yfir 600 milljónir króna og á enn eftir að hækka. Er til dæmis gert ráð fyrir að Landsvirkj- un eyði 30 milljónum króna á ári til að viðhalda því ræktarlandi sem bú- ið hefur verið til. Þessi upphæð fell- ur væntanlega inn í 800 milljóna króna ársrekstrarkostnað Blöndu- virkjunar. Til nánari útskýringar má taka fram að þessi 542,1 milljón, sem greidd var út í desember, hafði skipst þannig: 204,2 milljónir í upp- græðslu. 145,4 milljónir til heiðar: vega og 17,3 milljónir í girðingar. í gangnamannakofa höfðu farið 23,6 milljónir króna, í rannsóknir á sviði veiðimála höfðu farið 70,9 milljónir, í samningafundi 14,3 milljónir og i lögfræðikostnað 1,7 milljónir króna. Þá hafa verið greiddar 64,8 milljónir króna í landabætur. Sigurður Már Jónsson Hér sjást byggingar á Blöndusvæðinu. Neðst til vinstri er stjórnhús virkjun- arinnar, sem er yfir stöðvarhúsinu sjálfu. í miðjunni má sjá fjölbýlishúsið en efst til hægri sést einbýlishús stöðvarstjórans.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.