Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 30

Pressan - 31.10.1991, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991 Hverjir og hvaö er fast á hvaða um- liðnum tímum: tíunda öldin Miö-Austurlönd Eggert Haukdal ÁTJÁNDA ÖLDIN Heimir Steinsson NÍTJÁNDA ÖLDIN Anna Vilhjálms Vigdís Finnbogadóttir FYRSTI ÁRATUGURINN Súgandafjöröur Alli ríki írland Sovét-lýöveldin Páll Hjálmtýsson Ljóöskáld ÞRIÐJI ÁRATUGURINN Jón Baldvin Hannibalsson Ungfrú ísland Þjóöviljinn Karl Bretaprins Rósa Ingólfsdóttir Hvaða ár er þetta eiginlega? Það er kannski ekki furða þótt spurt sé í því samansafni upprifjana, endurlífgana og tilvísana til fortíðarinnar sem hellast yfir okkur. Hvernig var þad sídast? Var þad Björgvin ad rifja upp Ragga Bjarna eöa var hann ad rifja sjólfan sig upp? Eda var þaö Bjarni Ara sem var ad rifja upp Bjögga eða Bjöggi ad end- urlífga Ragga Bjarria? Og kom ekki Raggi Bjarna þarna einhvers staðar ó milli uö endurlifa sína gömlu góöu daga, — eða voru það einhverjir aðrir dagar? Og hvort er Páll Hjálmtýs að rifja það upp, Bjögga eða Ragga sjálfan? Það var einhvern tímann sagt að nostalgía væri fegr- uð hlið á göllum samtímans. Þess vegna varð Á hverf- anda hveli metsölumynd í kreppunni á fjórða áratugn- um. Fólk sem ekki átti í sig eða á féll fyrir glæsileika og rómantík gömlu suðurríkj- anna. Hér heima grét fólk yfir einhverju sem átti að heita horfin bændamenn- ing. Ef þetta er satt er eitthvað meira en lítið að þeim tím- um sem við lifum á. Það er ekki bara i poppinu sem menn þjóta fram og aftur söguna í leit í að einhverju til að rifja upp. Það er hægt að setja ný- fyrir framan alla myndlist í dag; ný-express- jónismi, ný-mínimalismi, ný-abstrakt. Arkitektúrinn er orðinn eins og neðan- málsgreinar við söguna. Meira að segja tónskáldin eru hætt að prufa ný tæki og farin að rifja upp ein- hverja rómantik sem þau týndu niður einhvern tím- ann fyrr á öldinni. Og bókmenntirnar. Eftir að hafa ferðast aftur eftir ævi höfundanna eru þær komnar eitthvert fyrr á ald- ir. Sjáið bara íslensku leikrit- in í leikhúsunum. Og bíðið eftir jólabókunum. En eins og fyrr standast hinar fögru listir ekki popp- inu og tískunni snúning. Jim Morrison var í tísku fyrir fá- einum mánuðum eins og í kringum 1980 og fyrir 1970. Led Zeppelin gera það líka gott og líka Greatful Dead. Flestir nema Bob Dylan. Það er íri í hlutverki James Brown í Háskólabíói. Soulið er komið aftur, rétt á eftir blúsnum. Svavar Gests er besti útvarpsmaðurinn af því hann spilar tónlist frá 50 ára tímabili og hættir þegar hann er kominn nær okkur í tíma en tíu ár aftur í tím- ann. Þegar Keith Richard var að skýra það út fyrir áhorf- endum í síðasta heimstúr Rolling Stones hvers vegna hljómsveitin spilaði ný lög en ekki bara þessi gömlu góðu sagði hann: „Þið getið ekki fengið gömul lög ef þið viljið aldrei ný lög." Gáfu- legt. En auðvitað voru nýju lögin bara örlítið breyttar útgáfur af gömlu lögunum svo þetta skipti kannski engu máli. Og íslensku hljómsveitirn- ar eru líka að rifja upp. Helgi Björns er sjálfsagt ekki alveg viss um hvað það er, en það er eitthvað í kringum 1970. Flowers-eitt- hvað. Og Ný dönsk er á svipuðu róli og enginn nennir að hlusta á Sykur- molana og Björk þegar þau eru þau sjálf. Miklu betra þegar þau eru big band frá þriðja áratugnum eða þegar Björk er djasssöngkona frá þeim fjórða. Egill Olafsson, sem reyndar hefur alltaf verið áttavilltur í tónlist, er nú staddur einhvers staðar á gullárum revíunnar. Og hef- ur slegið rækilega í gegn. Tískan er eitt alisherjar rugl þótt stærstur hluti hennar sé frá blómatíma Jackie O. Meira að segja Arni Pó^arins hefur tekið upp hárgreiðsluna hennar. Og allir sólgleraugun. En á milli þess sem konur og menn geta nartað í fyrri- hluta sjöunda áratugarins geta þau fengið sér bita af fyrrihluta þess áttunda eða klætt sig eins og innflytj- endur á Ellis Island anno 1910. Eða hvað sem er. Allt annað en eitthvað nýtt. Næsti stórsmellur í bíó verður The Adarns Family úr Kananum. Batman, Sup- erman og Hrói höttur eru búnir. Aðrar myndir eru endurgerðir frá mismunandi tímum. Og þær skiptast í hefðbundna flokka; ástar- myndir, leynilöggumyndir. Alveg eins og í gamla daga. Það er hægt að búa til mynd með sautján eftirlík- ingum af Marlon Brando. Og það er hægt að fá Marl- on Brando til að leika sjálf- an sig að leika Guðföðurinn. í Ameríku reyndi Coca- Cola að koma með nýtt kók. Þeir voru hins vegar neyddir til að búa til Coke Classic. Amma-Lú er eitt- hvað gamalt þótt tímabilið sé á reiki. Aðrir nýir skemmtistaðir eru líka gamlir. í sumar tókst Sigl- firðingum að fylla bæinn af fóki á besta aldri sem djöfl- aðist á síldarplaninu í nost- algíu-kasti vegna horfinna síldarára. Gott ef það borg- aði sig ekki inn. Pólitíkin er líka í fortíðar- vímu. Viðeyjarstjórnin er endurmynd Viðreisnar. Dav- íð Oddsson er Ólafur Thors. Fólk vill allt gera til að end- urupplifa sjálfstæðisbarátt- una og hefur myndast við að nota EES til þess. í kvótamálinu talar Pórólfur Matthíasson um 200 fjöl- skyldur eins og hann væri staddur í Frakklandi á lið- inni öld. Af hverju fólk lætur svona liggur sjálfsagt í tvennu sem einkennir okkar daga um- fram annað. Annað er að sambönd fólks, atvinna og byggð verða sífeilt fallvaltari og síður til frambúðar. Hitt er Hemmi Gunn. Það er einhver æðibunu- gangur í loftinu. Við æðum úr einum kollhnísnum í annan og gleymum þeim öllum því við erum upptek- in við að hugsa um hvað næst. Alveg eins og Hemmi Gunn heyrir aldrei hvað við- mælandinn segir, því hann er með hugann við kynn- inguna á földu myndavél- inni. Þess vegna erum við eins og við erum. Þau okkar sem reyna að lifa okkar tíma eru ekki stödd á ofanverðri tuttug- ustu öldinni í mannkynssög- unni heldur í efnisyfirlitinu. Við sitjum í rósóttum hæg- indastólum frá því eftir stríð, hlustum á svart soul frá Motown og horfum á Doors. Og samtíðarmenn okkar eru allra alda kvikindi. Heimir Steinsson er stiginn aftur á nítjándu öldina. Rósa Ingólfs er af gullöld Hollywood. Jón Baldvin er afkvæmi þriðja áratugarins ekki síður en Charleston. Bjarni Ara er betri Elvis en Elvis. Og því yngra sem fólkið er því meir afgerandi eru áhrif fortíðarinnar og því minna fer fyrir ein- hverju nýju. Hótel ísland er í dag hertekið af krökkum sem vilja alls staðar annars staðar vera en í nútímanum. Þetta tilheyrir vist alda- mótum. Gunnar Smári Egilsson Horfum við næst með fortíðarþrá til síðasta föstudags? Hvernig hinir góðu gömlu dagar færast sífellt nær Tímabil fortíðarfíknar Endurreisn Góðu gömlu dagarnirí Millibil í árum ^qo Tíminii FJÓRÐI ÁRATUGURINN Ögmundur Jónasson Tíminn Bubbi Morthens FIMMTI ÁRATUGURINN Kenneth Branagh Tyggjó DV Keflavík Thor Vilhjálmsson Steingrímur Hermannsson Akureyri Oliver North SJOTTI ÁRATUGURINN Morgunblaðið Grillið á Sögu CIA Gunnar Eyjólfsson Viskí Haukur Morthens Skátarnir Kristján Ragnarsson SJÖUNDI ÁRATUGURINN Vaclav Havel Svavar Gestsson Frakkland Páll Magnússon Ríkissjónvarpið Rúnar Júlíusson Oliver Stone Flugleiðir ATTUNDI ÁRATUGURINN Valgeir Guðjónsson Woody Allen Pétur Gunnarsson Ólafur Ragnar Grímsson Helgi Björnsson Jón Óttar Ragnarsson NIUNDI ARATUGURINN Mikail Gorbatsjov Gin & tónik Hörður Sigurgestsson Hótel Holt Mannlíf

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.