Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 4

Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 4
4 PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991 Miss M.M. flaug yfir hálfan hnöttinn einungis til aö syngja afmælissönginn. Amma Lú árs Glæsilegt afmæli var haldið á matsölu- og skemmtistaðnum Ömmu Lú sl. föstudag og það kom mér dulítið á óvart að sjá hve blandaður og góður hópur var þarna saman kominn. Hvað um það; maturinn var oddaflugs- gæðagóður og gulrótarsúpan ansi spes — hún er sögð mjög góð til að örva kynhvötina. Nú toppskemmtikraftar voru þarna og má ég til með að nefna þessa elsku, hann Egil Ólafsson, sem kom gæsahúðinni fram á okkur stelpunum en karlpening- urinn hugsaði: Af hverju er ég ekki Egill, þótt ekki væri nema í eitt kvöld eða svo? — Nú, Maríus og nokkrir vinir hans sýndu okk- ur alveg hreint frábæra útfærslu á ýmsum þekktum söngvurum í alveg þrælgóðu „Dragshowi" og svo spilaði Rokkabillyband Reykjavíkur fyrir dansi og Laddi söng nokkur lög. Þetta var hreint unaðsleg veisla og allir skemmtu sér konunglega. En Tommi var ekki á svæðinu og sögur segja að hann sé í Las Vegas að undirbúa sig fyrir „Mister World"-keppnina . K ,sflRÐINGUR og ævintýri hans í Reykjavík Tinna, mín heittelskaða, var eitthvað svo skrítin þennan dag. Hún blátt áfram skein eins og túnfífill í sætinu sínu. Tvíburarnir voru einnig mjög furðulegir yfirlitum. Bjart var yfir þeim og lítið bar á graftarbólun- um. Reimar var ekki rjóður af taugaveiklun heldur glær. Ég var nokkuð spenntur en ekki svo mjög. Á síðustu stundu hafði ég stillt mig um að svíkja félaga mína og fylla út allt bókfærsluprófið. Við Reimar höfðum lofað hvor öðrum að verða hníf- jafnir. Ég gat skilið að tvíbur- Bókfærslubikarinn arnir voru þetta hressir, bik- arinn var innan seilingar, það var umsamið, en hvers vegna var Tinna svona eins og glampandi norðurljós? Skólastjórinn var ákaflega hávaxinn og virðulegur með Ijóst liðað hár sem hann greiddi beint upp frá enninu. Hann hélt stutta tölu. Hann sagði að kennarar hefðu tjáð sér óvæntan árangur þriggja nemenda sem hefðu verið álitnir með þeim tæpari. Tveir ungir menn og stúlka hefðu sýnt slíka framför að stappaði nærri kraftaverki. Tinna Steingrímsdóttir hefði skilað laukréttu verkefni. Þessi unga stúlka væri efst í bókfærslu. Hún væri sómi skólans. sverð hans og skjöldur. Tinna sveif upp á sviðið eins og undurfagurt fiðrildi að taka við bikarn- uin. Reimar varð annar. Mér varð allt ljóst. Reimar hafði gert sitt besta til að verða efstur en einfaldlega flaskað á því. Ég hafði hins vegar kiksað illilega, sett de- bettölu undir kreditdálk og kredittölu undir debetdálk án þess að hafa minnstu hugmynd um hvað ég var að gera. Reimar varð samt annar hæsti yfir allan skólann í að- aleinkunn. og ég var ekki marga metra á eftir. Slík hamingja varð heima að mömmu fannst við fylli- lega verðskulda veisluna sem halda átti um kvöldið. — Þetta getiði strákar. sagði hún. — Það hef ég alltaf sagt. — En hvers vegna léstu hann Reimar fara svona með þig? spurði fósturfaðir minn. Reimar hafði komið af stað plötukeðju í skólanum, slegið Eika um aur og sat nú uppi á herbergi að pakka inn glænýjum Bítlaplötum. — Við erum aðaltöffarar skólans og fremstir í keðj- unni, he he he. Við fáum þrjúhundruð stykki. Ég veit ekki hverju Reimar líktist þar sem hann sat yfir plötun- um og var að kuðla þeim inn í gamlan jólapappír. Hlakk- andi ref kannski. Á meðan við vorum að aka á milli húsa og dreifa ræddum við Reimar vítt og breitt um lífið. — Hvernig stóð á því að Tinna var hæst? spurði ég. — Ef hún væri send út í búð eftir app- elsínum þá kæmi hún heim með hálft dúsín af Vo5-sjampói á 5% afslætti mínus þrjátíu daga. — Tvíburarnir hafa séð sér leik á borði, helvítin á þeim, sagði Reimar. — Látið hana fá prófið en tekið annað próf hjá henni í staðinn sem öllu meira máli skiptir. Hún er sú alkræfasta, bætti hann við grimmdarlega. — Ég ætti að þekkja það. Það var sjón að sjá Reimar undir stýri í dún- mjúku framsætinu. Rautt og glansandi hárið vatt sig upp úr hálsmálinu á svörtum loð- feldi sem pabba hafði borist á fornsöluna og Reimar kjaftað út úr honum. Við vorum með slatta af litlum plötum; Kinks. Searchers, Pretty Things, Hollys o.fl. og létum plötuspilarann ekki komast upp með hangs. Stór gulur hlébarði lá undir aftur- rúðunni og hausinn tifaði í takt við hreyfingar kaggans. Eina vandamálitS var bensín- kostnaðurinn. Drekinn svalg bensín eins og fjörutíu alkar nýsloppnir úr afvötnun. Jósteinn mætti í veisluna um kvöldið. Hann horfði fýldur á diskinn sinn á með- an Eiki Strandamaður rétti okkur Reimari gjöf í tilefni dagsins. Ég fékk Heims- kringlu i skinnbandi og Reimar Egils sögu. Við seld- um báðar bækurnar daginn eftir og það dugði á heilan tank. Jósteinn var alltaí að reyna að koma sjálfum sér að undir máltíðinni og láta i það skína að hann hefði tek- ið hærri próf tíu árum áður. — Ég man ekki eftir að nokkur gjöf væri gefin við það tækifæri, sagði Jósteinn beisklega. Hann sá doðrant- inn í höndum bróður síns og bætti við: — Egla hefur mér alla tíð þótt vond bók. Ákaf- lega vond bók. Nú var dyrabjöllunni hringt. Ég skrapp fram og kom inn með plötu. Reimar glotti. Heldur betur súrnaði yfir honum þegar hann tók upp gamalt og skítugt eintak af „Dance with the Shadows". Korteri síðar kom önnur Shadowsplata. I keðjubréfinu stóð; Send- iði glænýja Bítlaplötu til þess skólafélaga sem þið lítið mest upp til. — Ég hringdi í NÝ DÖNSK á Boryinni: Þad uerdur nú ad segjast eins og er ad skemmti- legn hljómleika hef ég ekki farid á í mörg ár — ekki sídan ,,Rokk i Reykjauík" uar frumsýnd. Tón- leikarnir uoru í alla stadi brád- skemmtilegir og med húmoríuafi, þar sem strákarnir gerdu nett grín ad sjálfum sér og ödrum. Þeir spiludu fyrir fullu húsi uid mikla hrifningu allra og ég held ad þetta sé eitt skemmtilegasta og framsœknasta bandiö í dag: Ef Ný dönsk ueröur ekki meö metsölu á nýútkominni plötu sinni þá heiti ég Sigga! Þannig aö ef þid œtlid að koma ein- huerjum í gott skap eda bara gledja kaupid þá disk með Ný danskri. Gallerí Sævar Hún Erla Þórarinsdóttir opnar skemmtilega og litríka sýningu á morgun, föstudag. h- O W E a> •1-| '55 !2 s §,•« « <0 r- ^ i = ™ (D *0 Q) Jl* fff c £ m c uj E £ w 5 ii'5 co 2 ftS L 5 o | O), ° w g > > 3 -CO tn — o> > annan tvíburann klukkan korter yfir tíu og þá höfðu þeir fengið sex eintök af „With the Beatles". Við Reimar sátum og biðum og horfðum þungbúnir hvor á annan til klukkan tólf. Hálf- tíma síðar fór ég að sofa og skildi hann eftir einan. ()g hef ég ekki í annan tíma séð jafn sorglega sjón og Shadowsplöturnar tvær á borðinu. Ólafur Gunnarsson DtivÁ A/ight Lilja i Cosmo og Svavar i Veröld.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.