Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 5

Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991 5 IVf ITAikla athygli vakti þegar upp- lýstist að nokkrir prestar og sýslu- menn greiða sáralitla húsaleigu. Þeir prestar sem borga minnst greiða eina krónu á mánuði í leigu fyrir einbýlis- hús. Jón ísberg, sýslumaður Hún- vetninga, greiðir lægri leigu en aðrir sýslumenn, eða aðeins ellefu krón- ur á mánuði. í heimabyggð Jóns hafa menn haft gaman af þessum fréttum og segja að illa sé farið með sýslumanninn, þar sem hann borgi húsaleigu á við ellefu presta . .. egar Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra ákvað að leyfa námsmönnum að eiga einn fulltrúa í nefndinni, sem hann skip- aði til að fara yfir málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna, kom sam- starfsnefnd námsmannahreyfing- anna saman og valdi Pétur Þor- stein Óskarsson, aðallánasjóðs- fulltrúa Stúdentaráðs HÍ, til að sitja í téðri nefnd menntamálaráðherra. í samstarfsnefndinni eiga sæti 2 full- trúar frá SÍNE, BÍSN, Stúdentaráði HÍ og Iðnnemasambandinu og var unnið að tillögum um úrbætur sem Pétur lagði fram í nefnd Ólafs. í sam- starfsnefndinni átti einnig sæti vara- lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs, Elsa Bjðrk Valsdóttir, formaður Vöku. Auk þess sem Elsa sat í samstarfs- nefndinni vann hún að sértillögum innan stjórnar Vöku og sendi þær til ráðherra. Ólafur var svo hrifinn af tillögum Elsu að hann bauð henni sæti í lánasjóðsnefndinni og nú á Vaka, eitt sérfélaga innan náms- mannahreyfingarinnar, sinn fulltrúa á meðan önnur félög verða að kjósa sameiginlegan fulltrúa . . . F J__lkki sér fyrir endann á deilum Steina og Skífunnar og er mál manna að engin lausn muni finnast. Deilurnar hófust með því að Steinar sendu Skífunni, Jap- isog fleirumbréf þar sem tilkynnt var að afsláttur til fyrir- tækjanna yrði lækk- aður úr 33,3 pró- sentum í tuttugu prósent. Jón ÓI- afsson, eigandi Skífunnar, var óhress með þetta og hætti viðskipt- um við Steina. Skífan gefur út plötur Savanna-tríósins, Sléttuúlfanna og Egils Ólafssonar meðal annars. Steinar Berg hjá Steinum er með Bubba, Todmobile, Sálina, Ný danska, Geirmund Valtýsson og fleiri á sínum snærum. Menn telja helstu ástæðu aðgerða Steinars Bergs þá að hann telji sig vera með söluvænlegustu útgáfuna fyrir jólin og vara hans sé því ómissandi í öll- um hljómplötuverslunum ... M Ifienn hafa haft miklar áhyggj- ur af löngum biðlistum sjúklinga sem bíða eftir að komast í skurðað- gerðir. Högni Torfason, formaður Læknafélags Reykajvíkur, hreyfði þeirri tillögu við ráðamenn heii- brigðisráðuneytisins, að læknar fengju að nota skurðstofur spítal- anna utan venjulegs vinnutíma. Til- lagan hefur ekki komið til um- ræðu ... F 1 dins og PRESSAN hefur áður sagt gaf Byggðastofnun Silfurstjörn- unni 25 milljónir króna. Silfurstjarn- an hefur notað aurana og keypt sér fóðurverksmiðju frá Noregi. Verk- smiðjan kemur fljótlega til landsins. Nú er verið að byggja stálgrindar- hús sem mun hýsa verksmiðj- una ... Baðsett á góðu verði Vegna hagstæðra samninga og magninnkaupa á baðsettum getum við boðið í einum pakka: WC, HANDLAUG, BAÐ og STURTUBOTN á einstöku verði. Suöurlandsbraut 20 - Sími: 91 -8 38 33 |

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.