Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991
29
Brói í Líkamsræktarstöðinni leiðbeinir karlmönnum í kynlífinu
Anna Lea í réttri stellingu fyrir grindarbotnsæfingar.
Hann Brói, líkamsþjálíari í
Keflavík, er ekki af baki dotl-
inn. Hann og Anna Lea, kon-
an hans, hafa um skeið rekið
Líkamsrœktarstöðina í Kefla-
vík við miklar vinsœldir bœj-
arbúa.
Einn af sérréttum staðarins
er líkamsœfingar sem eiga að
bœta kynlífið hjá báðum
kynjum og hjá Önnu Leu eru
það grindarbotnsœfingar
sem margar konur þekkja af
ráðleggingum lœkna eftir
barnsburð. Brói hefur síðan
fléttað inn í œfingapró-
grammið hjá karlmönnunum
œfingar sem bœta kynlíf
karla og hann féllst á að leiða
lesendum PRESSUNNAR fyr-
ir sjónir leyndardómana sem
að baki liggja. En hver er
þessi Brói, sem raunar heitir
fullu nafni Guðmundur Sig-
urðsson?
,,Ég er aðfluttur Suður-
nesjamaður búsettur í Njarð-
vík og kynntist konunni
minni, Ónnu Leu Björnsdótt-
ur, í íþróttakennaraskóianum
á Laugarvatni. Við byrjuðum
þá þegar að halda æfinga-
námskeið og þetta hefur
smám saman þróast út í það
sem það er núna. Fyrir utan
íþróttakennaranámið höfum
við hjónin sótt námskeið,
bæði löng og stutt, á Norður-
löndunum og í Bandaríkjun-
um."
FJÓRÐUNGUR KARLA OG
HELMINGUR KVENNA
Á VIÐ VANDAMÁL
AÐ STRÍÐA
,,Þessi staður sem við rek-
um núna er tveggja ára, en
það má segja að við höfum
rekið líkamsræktarstöð síðan
'82 og þá í leigusölum hér á
svæðinu. Við kenndum
íþróttir bæði við Fjölbrauta-
og gagnfræðaskólann í Kefla-
vík en vinnum bæði ein-
göngu við Líkamsræktina í
dag.
Þessar æfingar, sem vinna
að því að styrkja grindar-
botninn í báðum kynjum, eru
inni í öllum æfingatímum,
enda þurfa bæði kynin á því
að halda að þjálfa þessa
vöðva. Nýlega vargerð könn-
un í Keflavík sem sýndi að um
helmingur kvenna og fjórð-
ungur karla höfðu of slappan
grindarbotn."
AÐ KLIPPA GULL
,,En þetta er sýnu meira
mál fyrir kvenfólk og í gamla
daga var það kallað ,,að
klippa gull" að spenna grind-
arbotnsvöðvana. ‘ Líkingin
er mjög sennilega sótt til þess
að konurnar áttu ansi mikið
undir því að halda kynþokk-
anum svo karlarnir væru
ekki stokknir burt til annarra
kvenna þegar grindarbotn-
inn fór að síga. Við fæðingu
gliðna þessir vöðvar og kon-
ur fá oft og tíðum ekki skil-
merkilegar leiðbeiningar um
æfingar til að styrkja þá aftur.
Það þarf venjulega læknis-
skoðun til að skera úr um i
hvaða ástandi grindarbotn-
inn er hjá báðum kynjum en
það má benda á í þessu sam-
bandi að ef að konur hafa
slappan grindarbotn fá þær
ekki innri fullnægingu, þ.e.
þegar vöðvarnir í leginu
herpast ósjálfrátt um liminn í
fullnægingunni. Það getur
einnig lýst sér i ósjálfráðum
þvaglátum hjá báðum kynj-
um, t.d. við hnerra, hósta,
eða hlátur."
ÁHRIF Á STINNINGUNA
„Grindin gliðnar hjá körl-
um jafnt sem konum og mag-
inn sígur fram að neðan. Hjá
körlum er það fyrst og fremst
ávinningur í kynlífinu að
halda grindarbotninum í
góðu lagi. Það er ekki úrslita-
atriði varðandi það að fá full-
nægingu, heldur eru það
áhrifin á stinninguna og get-
una til að halda limnum
stinnum og hreyfa hann og
náttúrlega verður kynlífið
mikið betra eftir því sem lim-
urinn er stinnari. Það sem við
bjóðum upp á hérna eru fyrst
og fremst fyrirbyggjandi að-
gerðir til að koma í veg fyrir
að þetta verði vandamál."
FEIMNISMÁL
HJÁ KÖRLUM
Nú hefur iitil sem engin
umræða verið um grindar-
botnsæfingar fyrir karlmenn
en þeim mun meiri um nauð-
syn slíkra æfinga fyrir konur.
Er þetta meira feimnismál
fyrir karla?
„Ég veit það satt að segja
ekki, en ég hugsa að ósjálfráð
þvaglát séu það. Hinsvegar
hefur umræðan mótast af því
að þetta er í flestum tilfellum
stærra vandamál hjá konum.
En fólk er mjög forvitið um
þessi mál og það á ekki síður
við um karla. Margir karl-
menn halda að þetta sé „eitt-
hvert legdót" og þeir þurfi
ekki að hugsa um þessa
vöðva, þeir átta sig ekki á því
að bæði kynin hafa vöðvana
og þurfa að halda þeim við."
GERT í SAMRÁÐI VIÐ
KVENSJÚKDÓMALÆKNI
Er ekki óhætt að segja að
með þessu sé unnið braut-
ryðjandastarf í keflvísku kyn-
lífi?
„Jú, ég held að það sé alveg
óhætt, og síðan við hófum
þessar æfingar, sem við gerð-
um í samráði við Konráð Lúð-
víksson kvensjúkdómalækni,
höfum við fylgt því eftir með
greinaskrifum og fyrirlestr-
um og nú síðast talaði Anna
Lea, konan mín, á lækna-
þingi í Háskólabíói. Fólk frá
öðrum líkamsræktarstöðv-
um, einkum á Reykjavíkur-
svæðinu, hefur einnig sýnt
þessu áhuga, en sem stendur
erum við eina líkamsræktar-
stöðin á landinu sem býður
upp á þessar æfingar sem
hluta af prógramminu."
Æfingarnar eru þó aðeins
hluti af prógramminu hjá
Önnu Leu og Bróa. Þau bjóða
upp á alhliða æfingapró-
gramm auk þess sem stöðin
er hálfgerð félagsmiðstöð og
félagslífið hjá þeim er ekki
síður hluti af starfseminni.
Meðal annars er farið i skíða-
ferðir, Bláa lónið og haldin
þorrablót og önnur sam-
kvæmi, enda, að þeirra sögn,
ekki nóg að hafa stæltan lík-
ama ef sálræna hliðin situr á
hakanum.
Þóra Kristin Ásgeirsdóttir
tengsl
Davið Schev-
ing Thorsteins-
son forstjóri
Sólar hf.
er stúdent frá
Menntaskólan-
um í Reykjavik
eins og
Davíð Oddsson
forsætisráð-
herra
sem samið hef-
ur leikrit eins
og
Björn Th.
Björnsson list-
fræðingur
sem verið hefur
formaður Rit-
höfundasam-
bands islands
eins og
Matthias Jo-
hannessen rit-
stjóri Morgun-
blaðsins
sem gefið hefur
út Ijóöabækur
eins og
Ernir Rúnars-
mahffM son varafrétta-
stjóri Stöðvar 2
I sem verið hefur
I f Æm ritstjóri eins og
Þrainn Bertels-
son kvik-
myndagerðar-
maður
sem var í skóla
í Stokkhólmi
eins og
Hrafn Gunn-
laugsson leik-
stjóri
sem gert hefur
kvikmyndir um
víkingaöldina
eins og
Ágúst Guð-
mundsson
kvikmynda-
W gerðarmaður
sem stjórnað
eins og
Þorsteinn J.
Vilhjálmsson
dagskrárgerð-
armaður
sem vinnur á
Rás 2 eins og
Stefán Jón
Hafstein for-
stöðumaður
Rásar 2
sem starfað
hefur fyrir
Rauða krossinn
eins og
Davíð Schev-
ing
sem hefur
einkarétt á
snakki.
UVÁt A ROIMNG STbHE
NEXrNUfABEH IS
'POLSKUR..
AUÐ3ÖFUR-
GlÆstLE&T.
! A;HVAÐ ERVIM VIÐ AÐ
|GEPACrTASiÍÖ?B:AF
HVERÍU TAIAR SURT*
lUR 8ARA ÚTLENSKUl
HVERNlGBRþtTTA MEÐ
Ip\G DRýSWL^i, MANSTU
AlDREl NE1TT?1SURTUH
ER BUINN AÐ 5TAWDA T
ÞEARR\ íAEINiN&U AÐ
HANN SE BOB DYLAN S'lÐ
AN 'A ÞWB3UDAG...SV0
ERBÚIDAD StÚAOKKUR
EKKl
PENNAN
itl PoLSKUR AUÐ30F-J P
SELDIRÍÍBíDDulUR'.'.VIÐERUM *A lli
VIÐ-.HVAÐ-HVERlLElÐlNNi TIL GE- «
Idansk ,..'oKEl?íj -
LOSERSVIP DRV-
SRL..þO GETUR
VERSIAD NÝJAW
HAH 06 SOLEDIS..