Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991
19
/
*
l
k
a
m
i
Falle
Öll eldumst viö og þad sem meira er viö eldumst öll jafnhratt. Þó
þad svo ad sumir virdast eldast hægar en adrir og það lítur helst út fyrir
aö þeir séu á sérsamningi við Elli kerlingu. Þetta fólk er alltaf jafn
hraust og hresst og tuttugu árum yngra en bekkjarfélagarnir úr barna-
skóla.
En hvernig fer fólk að því ad líta svona vel út fram eftir öllum aldri?
Er þetta ekki meinlœtalíf? Einhver mundi sjálfsagt útskýra þetta með
þeim orðum að þetta fólk hefði aldrei kunnað að njóta allra lystisemda
lífsins. Til hvers að vera að púla og puða í kannski áttatíu ár bara til
að geta drepist heilbrigður? Er ekki nœr að djamma og djúsa og
skemmta sér þennan tíma sem við fáum að vera hérna?
Hér gildir sjálfsagt gullna reglan um að allt sé best í hófi. Okkur er
skammtaður tími á jörðinni og til þess að geta notið þess tíma þurfum
við að sjálfsögðu að vera í formi til að geta nýtt okkur dásemdir lífsins.
Þannig leiðir hvað af öðru.
PRESSAN bað nokkra valinkunna Islendinga að svara nokkrum
spurningum um lífið og tilveruna. Þeir eiga það allir sammerkt að virð-
ast hafa komist að samkomulagi við Elli kerlingarhróið.
GUÐRÚN HELGA
SVANSDÓTTIR
Guörún Helga Svansdóttir er
tuttugu og níu ára.
Stundarðu líkamsrækt?
„Ég stunda sund og svo
tjútta ég."
Reykirðu? „Já.“
Ferðu í gönguferðir?
„Nei, en ég syndi og dansa
þeim mun meira."
Drekkurðu vatn? „Já, ég
drekk mikið vatn og líka te.“
Hvað sefurðu mikið á
sólarhring? „í sjö klukku-
stundir."
Tekurðu vítamín eða
lýsi? „Já, ég tek vítamín."
Ferðu í nudd? „Já og
nudda sjálf."
Hvað borðarðu margar
máltíðir á dag? „Örugg-
lega sjö!“
Hugsarðu mikið um
hvað þú lætur ofan í þig?
„Já, mér líður betur þegar
ég borða hollan og góðan
mat.“
Hvert er leyndarmálið á
bak við ferskt og unglegt
yfirbragð? „Vera jákvæð
og í góðu skapi og dansa
við tveggja ára dóttur
mína."
n
n
GARÐAR
SIGURGEIRSSON
Garöar Sigurgeirsson er
fjörutíu og átta ára
verslunareigandi.
Stundarðu líkamsrækt?
„Já, í Gym ’80.“
Reykirðu? „Nei."
Ferðu í gönguferðir?
„Nei,“
Drekkurðu vatn? „Því
miður allt of lítið.”
Hvað sefurðu mikið á
sólarhring? „Ég sef í átta
klukkustundir."
Tekurðu vítamín eða
lýsi? „Nei.”
Ferðu í nudd? „Nei, það
geri ég ekki.“
Hvað borðar þú margar
máitíðir á dag? „Ég borða
eina aðalmáltíð.”
Hugsarðu mikið um
hvað þú lætur ofan í þig?
„Nei, ekkert sérstaklega."
Hvert er leyndarmáiið á
bak við ferskt og unglegt
yfirbragð? „Jákvætt við-
mót og lífsgleði."
HERDÍS
ÞORVALDSDÓTTIR
Herdís Þorvaldsdóttir leikkona
á fimmtíu ára leikafmaeli nú
um þessar mundir.
Stundarðu líkamsrækt?
„Ég syndi yfirleitt daglega.”
Reykirðu? „Nei, ég reyki
ekki.”
Ferðu í gönguferðir?
„Nei, ég geng ekki mikið en
ég hjóla yfirleitt í sund."
Drekkurðu vatn? „Nei,
ekki sérstaklega."
Hvað sefurðu mikið á
sólarhring? „Ég sef í um
það bil sjö klukkustundir.”
Tekurðu vítamín eða
Frábær aðstaða Góð borð
Veitingar á staðnum
ÍÉSroRT
KLUBBURINN
Borgartúni 32 Sími 624588 624533
KLCIBBURINN
/borgartúni\