Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 27

Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991 27 Gunnar Þórðarson VILJA RBKA FRAMKVÆMDASTJÚRANN Mikil óánægja innan STEFS og margt bendir til að samtökin klofni Megas Nokkrir af þekktari popp- urum landsins undirbúa að- gerðir vegna óánægju með STEF. Innan Félags tónskálda og textahöfunda hefur verið samþykkt tillaga um að fram- kvæmdastjóra STEFS, Eiríki Tómassyni hæstaréttarlög- manni, verði sagt upp störf- um. Tillagan hefur ekki verið borin fram í stjórn STEFS, en það verður gert næstu daga. STEF er innheimtuaðili fyr- ir FTT, Félag tónskálda og textahöfunda, og Tónskálda- félag íslands. Það er innan raða FTT sem mest óánægj- an er. Gagnrýnin snýr að rekstri STEFS og eins með hvaða hætti greitt er úr sjóð- um STEFS. Þeir sem standa að tillög- unni um uppsögn fram- kvæmdastjórans eru Magnús Eiríksson, Gunnar Þórðar- son, Bubbi Morthens, Megas, Bjartmar Guðlaugsson og Ey- þór Gunnarsson. Frá því til- lagan var sett fram hefur Ey- þór dregið sig út úr hópnum. I stjórn FTT fékk tillagan tvö atkvæði, Gunnars Þórðarson- ar og Þóris Baldurssonar, en aðrir stjórnarmenn sátu hjá. RÁÐUNEYTIS- STJÓRALAUN Eiríkur Tómasson og Sig- urdur Reynir Pétursson, sem starfar í hálfu starfi á skrif- stofu STEFS, skipta á milli sín ráðuneytisstjóralaunum fyrir störf sín. Ástæður þess að vilji er til að Eiríki verði sagt upp störf- um eru meðal annars þær að hann þykir ekki sinna starfi sínu sem skyldi, þá þykir rekstrarkostnaður STEFS hafa hækkað mikið. Eins er sagt að viðgerð á húseign STEFS við Laufásveg í Reykjavík hafi reynst mun dýrari en að var stefnt; hún átti að kosta tvær milljónir en kostaði níu milljónir þegar upp var staðið. Þá eru nefnd til íbúðarkaup í London, en vegna íbúðarinnar skuldar STEF 90 þúsund sterlings- pund, eða um níu milljónir ís- lenskra króna. „Það kæmi mér ekki á óvart að mönnum snerist hugur. Það er starfað með þeim hætti innan STEFS að ef einhver sýnir óánægju er settur kraftur i mál hans til að gera viðkomandi góðan. Ef- laust er búið að vinna að því að snúa einhverjum okkar," sagði einn þeirra sem hafa látið óánægju sína í ljósi. „Þegar íbúðin í London var keypt var okkur sagt að þetta yrðu ekki erfið kaup. Það hef- ur þróast þannig að við borg- um og borgum en skuldum alltaf jafnmikið. Vaxtaþróun í Englandi hefur verið með þeim hætti. Þetta voru mis- tök," sagði Magnús Eiríksson. HAFA EKKERT ANNAÐ Magnús Eiríksson sagðist hræddur við þetta mál þar sem hagsmunir þeirra sem að þessu standa væru það miklir og því erfitt fyrir þá ef óánægjan yrði til þess að STEF Iiðaðist í sundur áður en mönnum tækist að finna annað betra form fyrir inn- heimtu STEF-gjalda. Valgeir Gudjónsson, vara- formaður STEFS, sagðist ekki vita annað en búið væri að leysa þessa deilu. Hann sagði að ef einhverjir teldu hag sín- um betur borgið utan STEFS Valgeir Guðjónsson. Hann segir aö ct menn telji hag sfnum betur borgið annars staðar en í STEF þá sé um að gera fyrir þá að leita annað yrðu þeir að hafa sína henti- semi. Valgeir sagði óánægjuradd- ir hafa heyrst, en búið væri að fara í gegnum þessi mál og greiða úr því sem deilt var um. „Tillagan var lögð fytir stjórn þar sem hún fór í gegn þrátt fyrir að meirihluti stjórnarinnar sæti hjá. Þótt tillagan hafi verið samþykkt í félagi okkar hefur hún ekki verið iögð fram í stjórn STEFS. Það má segja að við mótmælendurnir séum í bið- stöðu. Við viljum sjá hvað Tónskáldafélagið gerir," sagði Magnús Eiríksson. „Þrátt fyrir þessa óánægju sé ég ekki fram á að Eiríki verði velt úr sessi. Það er nú einu sinni þannig að við sem öflum mestra tekna ráðum ekki það miklu. Ég vil taka skýrt fram að þetta er ekki persónulegt. Það dettur eng- um í hug að halda því fram að Eiríkur Tómasson hæsta- réttarlögmaður og fram- kvæmdastjóri STEFS þeir sem óánægjan beinist að séu glæpamenn. Það er ein- ungis það að stjórnunarað- ferðir þeirra henta okkur bara ekki," sagði einn við- mælenda PRESSUNNAR. KÖKUNNI EKKI RÉTTLÁTLEGA SKIPT „Við teljum okkur leggja mest til þessara samtaka og því er blóðugt að horfa upp á hversu lítið kemur í okkar vasa. Eftir því sem ég fæ best séð er veltan um 100 milljónir króna á ári. Hvað verður um alla þessa peninga höfum við ekki fengið að vita. Svo mikið er víst að ekki renna þeir til okkar nema að litlum hluta," sagði einn þeirra sem eru mjög óánægðir með STEF. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR fá þeir höf- undar sem eru tekjuhæstir hjá STEF á milli sex og sjö hundruð þúsund krónur á ári. í þeim flokki eru aðeins örfá- ir. Það eru menn eins og Bubbi Morthens, Gunnar Þórðarson, Valgeir Guðjóns- son og Magnús Eiríksson. Aðrir fá minna og einhver hópur manna fær milli fimm og sex hundruð þúsund á ári. „Þetta endar með því að STEF klofnar. Það stefnir varla í annað. Það er óánægja með stjörnunina og eins með skiptinguna," sagði tónlistar- maður. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta," sagði Bubbi Morthens. Tekjur STEFS skiptast jafnt á milli félaganna tveggja sem standa að STEFI. Einn þeirra sem PRESSAN ræddi við sagði að sem dæmi mætti nefna að Atli Heimir Sueinsson hefði sennilega hærri tekjur frá STEFI en Gunnar Þórðarson. Það gerð- ist vegna punktakerfis þar sem alvarlegri tónlist vegur allt að átta sinnum þyngra en léttari tónlist. FÁUM EKKERT AÐ VITA „Það getur enginn okkar beðið um yfirlit um hver fær hvað. Það eina sem við fáum að sjá er heildartalan. En áð- ur en kemur til úthlutunar er búið að greiða kostnað vegna rekstrarins. Eins fara 15 pró- sent af óskiptri köku í Tón- skáldasjóð Ríkisútvarpsins. Við sem eigum flest lögin vilj- um að úthlutun ráðist af því hversu mikið er spilað af lög- um okkar. Vegna kerfisins sem er notað geta þeir sem lítið eru spilaðir fengið meira út úr þessu en við sem erum mikið spilaðir," sagði einn viðmælenda PRESSUNNAR. Sigurjón Magnús Egilsson smaa letrið Nu eru aðeins rúm itta ir þar til Island veröur rmyklaust áriö 2.000. Tæpir 98 minuóir til að vera nákvæmari. 2.970 dag- ar til að vera enn nákvæmari. Fyrir þá sem reykja pakka i dag eru það 59.400 sigarettur fyrir hin reyklausu aldamót. i krónum talið eru það 668250 krónur að núvirði. Fyrir þá sem reykja filteriausan Cámel eru það 4 kilómetrar og 158 metr- ar. fíúmir 5 kilómetrar fyrir þá sem reykja sigarettur með tútt- um. Fimm kílómetrar til alda- móta. Pað er ekki svo mikið. Eins og frá Pósthússtræti inn að Bustaðakirkju i beinni loft- linu. Gönguhraði fuiitiða mann- eskju er rétt um 4 kiiómetrar i klukkustund. Hún ætti því að vera um kiukkutima og korter að labba þessa leið. Venjulegur reykingamaður er hins vegar um 5 minútur með eina sigar- ettu. Það tæki hann þvi um 4.950 klukkutíma að reykja sig sömu leið Það eru 82 dagar og tólf klukkustundir Reykingar eru þvi ekki bara dýrar heldur tímaeyósla lika. En þetta er ekki mergurinn málsins. Þegar sigaretturnar hverfa verður ekki lengur hægt að sjá út hverskyns karakterar fólk er eftir því hvaða tegund það reykir. Ef fólk hugsar út i það þá er til dæmis ómöguiegt að hugsa sér Vigdisi Finn- bogadóttur með annað tóbak en Salem Light. Þó að við sjá- um hana sjaldan með sigarettu vitum við að hún fær sér eina og eina Salem. Á sama hátt má Ijóst vera að Einar Kirason reykir Camel og sömuleiðis Dagur Sigurðar- son, Guðmundur Andri Thors- son, Björn Vignir Sigurpáls- son á Mogganum og Anna fíingstedt i Friðu frænku. Þetta er fólk sem trúirþvi að efmaður reykir á annað borð þá borgi sig að gera það almennilega. Haukur Helgason, aðstoðar- ritstjóri á DV, var að hætta að reykja á prenti um daginn. Hann er einn fárra sem reyktu blian Gold Coast. Ef að likum lætur mun koma i Ijós i inn- flutningstölum að hann er hættur. Það kemst næst þvi að reykja ekki neitt að reykja Winston. Það eru karakteriausustu sig- aretturnar. En Vigdis Grims- dóttir lætur sig samt hafa það og lika Magga Stina risaeðla og Guðmundur Ami Stefáns- son. Svavar Gestsson er örlitið öðruvisi með sinar Lucky Strike. Pilmi Gestsson reykir Prince þótt þær séu dýrari. Yoko Ono reykir Winston Ught og Egill Helgason btaða- maður lika. Hann ber það fram með Islenskum framburði, Vin- ston lykt. Einn er sá hópur sem hvorki er hægt að flokka sem reyk- ingamenn né reyklaust lið. Það er nikótíntyggjó-fólkið. Þórar- inn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins, er konungurinn i þeim hópi og drottningin er Herdis Þorgeirsdóttir, ritstjóri Heimsmyndar. TVÍFARAKEPPNI PRESSUNNAR — 20. HLUTI Þær brosa eins. Þær eru báðar dökkhærðar með millisitt hár. Og þær eru báðar frjálslega vaxnar og með undirhöku. Anna Ólafsdóttir Bjömsson lagði fyrir sig pólitík en fíose- anne Barr valdi leiklistarbraut- ina. Þótt einhver kunni að halda að þar með sé afsönnuð kenn- ingin um að tvífarar séu jafn- framt tviburar i sálinni þá er það ekki svo. Roseanne er gamanleikkona og leikur i gamanþáttum. Það fyrirbrigði hefur svipað gildi i amerisku þjóðlífi og pólitikin hjá Islend- ingum. Það styttir fólki stund- irnar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.