Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 13

Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991 13 SAKAOUR UM AB 1AKA 7 MILLJÚNA ÞÚKNUN FYRIR QNAUflSYNLEGA OG OVERULEGA VINNU Sigmundur Böðvarsson lögfrœðingur hefur höfðað mál gegn Othari Emi Petersen lögfrœðingi vegna uppgjörs á fyrirtœkinu Böðuari S. Bjamasyni sf. Othar Öm er þar sagður hafa tekið sér óhœfilega þóknun, sýnt afsér uanrœkslu og skert stórlega eignir dánarbús Böðuars. Siymundur Bööuarsson lögfræð- ingur hefur höfðað mál gegn Olhari Erni Petersen lögfræðingi vegna meintrar oftekinnar þóknunar fyrir frágöngu á dánarbúi Bödvars Steph- ensen Bjarnasonar byggingarverk- taka og byggingarfyrirtækis hans og sonar hans, Bödvurs Bödvarssonar, BSB sf. Krefst Sigmundur þess að Othar endurgreiði alla þóknunina sem hann tók sér fyrir störf vegna greiðslustöðvunar BSB sf. og eig- enda, upphæð sem með vöxtum og vaxtavöxtum hljóðar upp á 2 til 2,5 milljónir króna, og greiði að auki sérstaka úttekt endurskoðanda upp á tæpar 500 þúsund krónur. Þá boð- ar Sigmundur einnig sérstakt skaða- bótamál í kjölfarið. Othar Örn Petersen segir stefnu Sigmundar og allt sem fram komi í kröfugerð hans ekki standast. „Það eru hreinar línur og við skulum spyrja að leikslokum," segir hann. BSB sf. var á sínum tíma eitt stærsta byggingarfyrirtæki lands- ins. Framkvæmdir fyrirtækisins við að reisa Pósthússtræti 13 og síðan hús Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Suðurlandsbraut reyndust því hins vegar ofviða. Árið 1982 var Othari falið að ganga frá skuldum fyrirtæk- isins og eigenda þess, enda stóð til að hætta starfseminni og fram- kvæmdirnar við hús RR voru faldar öðrum. 7 MILLJÓNA KRÓNA REIKNINGUR FYRIR GREIÐSLUSTÖÐVUN Othar brá á það ráð að biðja um greiðslustöðvun, aðgerð sem Sig- mundur fullyrðir að hafi verið óþörf. Vísar hann til greinargerðar Othars sjálfs, þar sem fram kemur að í ágúst 1982 hafi eignir BSB sf. og eigenda þess hljóðað upp á 8,4 millj- ónir en skuldir 7,1 miíljón. Fram- reiknað til verðlags í dag hljóðuðu eignir því upp á 72,8 milljónir króna en skuldir upp á 62,2 milljónir. Othar Örn reiknaði sér þóknun fyrir störf vegna greiðslustöðvunar- innar, sem hann tilgreindi sem 10 prósent af brúttóskuldum, 860 þús- und krónur, sem framreiknað hljóð- ar í dag upp á 7,2 milljónir króna. Heldur Sigmundur því fram að á hinu fimm mánaða greiðslustöðv- unartímabili hafi þóknun Othars samsvarað einni og hálfri milljón króna á mánuði. Heildarreikningur Othars vegna starfa fyrir fyrirtækið og eigendur þess var hins vegar hærri, eða um 10 milljónir króna að núvirði. SAKAÐUR UM ÓHÓFLEGA ÞÓKNUN, EIGNAUPPTÖKU OG VANRÆKSLU Sigmundur fullyrðir að þóknunin sem Othar tók til sín sé óhæfileg. Samkvæmt gjaldskrá Lögmannafé- lags íslands megi taka „6—10% af innborgaðri fjárhæð eða upphaf- legri fjárhæð skulda". Samkvæmt þessu hafi hámarksþóknun getað verið 6 prósent af upphaflegri skuld. Með öðrum orðum að Othar hafi í hæsta lagi mátt taka sem svarar 3,7 milljónum króna að núvirði, en ekki 7,2 milljónir. Sigmundur heldur því fram, að auk þess sem greiðslustöðvun hafi verið óþörf hafi vinnuframlag Ot- hars Arnar vegna greiðsjustöðvun- arinnar verið óverulegt. í bréfi sem Sigmundur sendi Othari í maí sl. vegna deilna þessara segir Sig- mundur m.a.: ....þér hafið stórlega skert eign- ir dánarbúsins með því að m.a. láta kaupanda íbúðarinnar að Kjartans- götu 3, 1. hæð, Reykjavík, gefa út veðskuldabréf til yðar sem réttilega átti að gefa út til dánarbúsins. Enn- fremur er Ijóst að þér hafið áskilið yður slíka óhæfilega þóknun fyrir óverulegt vinnuframlag yðar að ég tel að um sé að ræða eignaupptöku. Þá hafið þér skaðað arfláta, Böðvar Böðvarsson og BSB sf., með van- rækslu yðar á fjármunum búsins, þ.m.t. lausafjármunum þess, og þér virðist hafa eignað yður fjármuni er réttilega voru eign arfláta, Böðvars Böðvarssonar eða BSB sf.“ SKILAÐI UPPGJÖRI 5 ÁRUM EFTIR GREIÐSLUSTÖÐVUN Þess skal getið að þetta er ekki í Sigmundur Böðvarsson lögfræð- ingur: Heldur þvífram að auk þess sem greiðslustöðvun hafi verið óþörf hafl vinnuframlag Othars Arnar vegna greiðslustöðvunar- innar verið óverulegt. fyrsta skipti sem Sigmundur reynir að fá endurgreiðslur frá Othari vegna máls þessa. Böðvar S. Bjarna- son lést í október 1986 og i upphafi árs 1987 var beðið um opinber skipti á dánarbúinu. Þrátt fyrir ósk skiptaráðanda til Othars um yfirlit um eignastöðu BSB sf. barst ekkert og Sigmundur krafðist þess að skiptaráðandi tæki í sma vörslu öll' skjöl málsins. Það var ekki gert, en Othar afhenti greinargerð í október 1987, sem Sigmundur telur alls ófullnægjandi. Ritaði Sigmundur þá bréf til ríkis- saksóknara og krafðist opinberrar rannsóknar á meðferð Othars á eignum Böðvars Bjarnasonar og BSB sf. og um leið sendi skiptaráð- andi Lögmannafélagi íslands bréf vegna gjaldtöku Othars. Stjórn fé- lagsins komst að þeirri niðurstöðu að málið heyrði ekki undir úrskurð- arvald félagsins þar sem ágreinings- efnið væri ekki málflutningsþóknun Othar Örn Petersen lögfræðingur: „Ég fullyröi, miðað við umfang verksins og það sem í það var lagt, að þóknunin var hæfi-leg.“ Hann segir gjaldskrárnefnd LMFÍ hafa staðfest þetta. heldur málsatvik og að málið heyrði alfarið undir hina almennu dóm- stóla. SAKSÓKNARI VÍSAÐI MÁLINU FRÁ EFTIR NÆR TVEGGJA ÁRA RANNSÓKN Dómsmálaráðuneytið skipaði hins vegar Sigrídi Ingvarsdóttur sér- stakan rannsóknarlögreglustjóra í málinu í nóvember 1988, þar eð Bogi Nilsson taldi sig vanhæfan vegna vensla við Othar. Systir Ot- hars, Elsa Petetrsen, er eiginkona Boga. Það var ekki fyrr en í júlí 1990 að rannsókn Sigríðar lauk og gögn málsins voru send ríkissaksóknara. I sama mánuði tók embætti ríkis- saksóknara þá ákvörðun að af hálfu embættisins þætti ekki, eftir atvik- um og eins og málið væri vaxið, ástæða til frekari aðgerða. Þessu vilja Sigmundur og aðrir erfingjar Böðvars Bjarnasonar ekki una og hafa því höfðað umrætt mál. Leggur Sigmundur meðal annars fram niðurstöðu úttektar löggilts endurskoðanda, þar sem fram koma ýmsar athugasemdir við árs- uppgjör og greinargerð Othars. OTHAR ÖRN: VIÐ SKULUM SPYRJA AÐ LEIKSLOKUM Othar Örn Petersen sagði í samtali við PRESSUNA að stefna Sigmund- ar væri alröng. „Þessi herferð hans gegn mér er löng saga og ég er búinn að fela Há- koni Árnasyni að reka málið fyrir mig. Sigmundur byggir mál sitt á því að greiðslustöðvun hafi ekki verið nauðsynleg, en staðreyndin er sú að báðir eigendur fyrirtækisins skrif- uðu undir beiðni um greiðslustöðv- un. Sigmundur leitaði sjálfur til mín og ég tel að greiðslustöðvun hafi verið eðlileg ráðstöfun, þótt hann sé á öðru máli nú. Þá liggur fyrir úrskurður gjald- skrárnefndar Lögmannafélags ís- lands, sem komst að þeirri niður- stöðu, að sú þóknun sem ég fékk fyrir störfin vegna greiðslustöðvun- arinnar teldist hæfileg og innan marka gjaldskrár félagsins. Ég full- yrði, miðað við umfang verksins og það sem í það var lagt, að þóknunin var hæfileg. Hún er ekki bara vegna greiðslustöðvunartímabilsins sjálfs, heldur tekur yfir störf allt til ársloka 1986. Að öðru leyti hef ég ekki farið yfir stefnuna og ekki rætt við lög- mann minn um hana og vil því ekki tjá mig nánar um hana. Við verðum bara að spyrja að leikslokum, bíða eftir niðurstöðu dómsins, það er allt of algengt að menn séu dæmdir fyr- irfram," sagði Othar Örn. Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.