Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 34

Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991 KARL SEM BÍÐUR EFTIR ÞVÍ AÐ VERÐA KONA „í dag lifi ég raunverulega hvorki sem karl né kona" „Þessar tilfinningar eru samofnar fyrstu bernsku- minningum mínurn," sagði ís- lenskur karlmaður í viðtali við PRESSUNA. Hann berst fyrir því að fá að gangast und- ir kynskiptaaðgerð. Þessi maður var áður kvæntur og er faðir tveggja barna. Þann- ig lýsa einstaklingar líðan sinni sem frá upphafi hafa lið- ið fyrir þann líkama sem þeir fæddust í og þrá það eitt að láta breyta sér í einstakling af gagnstæðu kyni. Það hefur lengi verið mögulegt að fram- kvæma slíkar aðgerðir og eft- ir því sem læknavísindunum fleygir fram verða þær full- komnari. Lýtalækningar þykja ekki lengur í frásögur færandi. Með aðstoð þeirra er bæði hægt að fjarlægja augljós lýti sem einstaklingurinn líður fyrir í samfélagi við annað fólk og teygja, toga eða minnka líkamsmál eftir því sem duttlungar tískunnar kveða á um. Það þykir ekki lengur neitt tiltökumál að gangast undir aðgerð til að verða meira kynferðislega aðlaðandi og það er að sjálfsögðu tíðarand- inn sem ákveður hvað telst aðlaðandi. Þó að lýtalækn- ingar séu misnotaðar eins og áður er sagt er meirihluti slíkra aðgerða vel réttlætan- legur í Ijósi félagslegra og sál- rænna þátta. Eins og kyn- skiptingar lýsa líðan sinni er ekki fráleitt að skoða slíkar aðgerðir sem lýtálækningar; í stað þess að sveigja sjálfs- mynd einstaklingsins að lík- amanum er honum einfald- lega breytt, en þó er Ijóst að meira liggur að baki, eitthvað eðlislægt sem er fyrir utan skilning sálar- og geðlæknis- fræðinnar. HANN BÍÐUR EFTIR AÐ VERÐA KONA Maðurinn sem vitnað er til hér að ofan eygir von um að gangast undir kynskiptaað- gerð í náinni framtíð. Þrátt fyrir að hann sé kominn á miðjan aldur er hann staðráð- inn í að gefast ekki upp og að baki ákvörðun hans liggja margar ástæður, sem hann féllst á að rekja fyrir lesend- um PRESSUNNAR: „Kynskiptingurinn sækist eftir samræmingu sálar og líkama," sagði hann. „Hann upplifir sig tilfinningalega sem annað kyn en líkaminn segir til um og það eru yfir- leitt ekki kynferðislegar þarf- ir sem ráða ferðinni. Eini möguleikinn sem kynskipt- ingurinn eygir í von um að jafnvægi náist er þvi skurðað- gerð. Jafnvel sú aðgerð er vart nægjanleg því að breytt- ur líkami, til dæmis í mínu til- felli, verður aldrei annað en eftirlíking af likama konunn- ar. Breytingin er þó nauðsyn- leg ef ég á að öðlast einhverja sálarrró." VARÐ KARLREMBA „Það er örugglega auð- veldara að alast upp sem slík- ur einstaklingur í dag en það var í mínu tilfelli. Þá var þetta það versta sem gat komið fyr- ir, verra en farsóttir og dauði. í uppvextinum var því ekki um annað að ræða en duga eða drepast. Á kynþroska- aldrinum fór ég að berjast gegn þessum tilfinningum og gekk út á ystu brún karlremb- unnar, til dæmis í vinnu og daglegri umgengni, og hataði sjálfan mig fyrir vikið. Ég þvingaði sjálfan mig til að líta eingöngu á konur sem kynverur en ekki sem mann- eskjur." KVÆNTIST EN ÞÖRFIN VAR SÖM „Ég kvæntist, sannfærður um að hjónabandið væri lausn allra vandamála, og það minnkaði að vissu leyti mótsagnirnar í sjálfum mér sökum bættrar umgengni við konur. En þörfin var áfram söm við sig undir yfirborðinu og kom seinna upp sterkari en nokkru sinni fyrr og hjónabandið leystist upp. Ég leitaði mér aðstoðar hjá geðlækni sem fylltist eld- móði í tilburðum sínum til að lækna mig af sjálfum mér, ef svo má að orði komast. En þá sagði sálin; nei. Engin önnur aðstoð stóð mér til boða og flaskan varð eina athvarf mitt. Það var síðan haustið 1987 að ég komst í kynni við þá nýútskrifaðan kvensál- fræðing og hún fékk áhuga á málinu og ráðgaðist við sér- fræðinga í Bandaríkjunum og niðurstöðurnar urðu þær að ég fékk staðfestingu á eðli mínu. Eftir talsverðar rann- sóknir hóf ég hormónameð- ferð og flutti utan, þar sem ég bý í dag." LÍKAMLEGAR ÞARFIR KARLMANNS „Stjórnvöld hérlendis reyndust þegar til kom ekki tilbúin að taka á móti útlend- ingi í kynskiptaaðgerð og hef ég síðan átt i baráttu við kerf- ið hérna úti, en von er til að úr rætist á næstu mánuðum. Um það bil ári eftir að ég kom hingað út þraut hormónalyf- in og ég hef ekki ennþá getað bætt úr því. Lyfin höfðu góð áhrif á mig meðan þau entust og ég komst í betra jafnvægi og gat farið að líta tilveruna jákvæðari augum. Ég hafði fyrir lyfjagjöfina þurft að svala líkamlegum þörfum karlmanns, verandi sálarlega kona, og það olli truflunum á geði. Með lyfjunum gat ég til- einkað mér betri og kven- legri siði.“ HVORKI KARL NÉ KONA „Þegar lyfjunum sleppti komu sum af gömlu einkenn- unum aftur og í dag lifi ég raunverulega hvorki sem karl né kona. Ég á mér þó mark- mið sem ég stefni ótrauður að. Hvað tekur við þegar því er náð og hvernig samskipt- um mínum við annað fólk verður háttað get ég ekki sagt til um. En fyrst og fremst vil ég samræma líkama minn eðli minu og daglegum at- höfnum og hvernig hitt tekst til er undir sjálfum mér kom- ið. Ég veit ekki hvort ég sný aftur heim eftir aðgerðina al- kominn eða sem gestur. Það hefur bæði kosti og galla í för með sér að búa við þessar að- stæður í fjölmenni. Það veitir visst athafnafrelsi, það er ekkert tiltökumál þó að ég labbi inn í verslun og kaupi nælonsokkabuxur. A hinn bóginn er það erfiðleikum bundið að byrja nýtt líf í öðru landi og tilheyra hvorugu kyninu. Ég sakna líka vina að heiman sem höfðu skilning og þekkingu á vandamálum mínum," sagði þessi maður að lokum. Frægasti kynskiptingur á Norðurlöndum er án efa Christine Jörgensen en hún var ein af fyrstu manneskjunum til að gang- ast undir slíka aðgerð. Christine, sem hét reyndar Georg fyrir að- gerðina, varð heimsfræg og er nú búsett i Bandaríkjunum. Gerð var kvikmynd um hana árið 1970 og nefndist hún The Christine Jörgensen Story.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.