Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 17

Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991 fyrstu verkum Halldórs Blöndal sem samgönguráðherra að panta ^7 nýja úttekt á stöðu Björgólf Jóhanns- ... son hjá Endurskoð- ---- að EA er dótturfyr- irtæki Ólafs Nilssonar og fleiri, en Ólafur er endurskoðandi Eimskipa- félagsins. Skýrsla Björgólfs er komin í hendur ráðherra og heyrum við að megn óánægja ríki meðal forráða- manna Ríkisskips með niðurstöð- urnar og er Ríkisskip í ofanálag ætl- að að greiða köstnaðinn við úttekt- 17 ina, sem ku vera ærinn. Áður en skýrslan lá fyrir var búið að ákveða að selja eitt skipa Ríkisskips og taka af fyrirtækinu Færeyjasiglingarnar. Nú er búið að setja Óskju á söluskrá skipamiðlara víða um heim og er beðið um sem svarar 90 milljónum króna fyrir skipiö. í ársreikningi er það hins vegar metið á tæplega 70 milljónir... N i. ^ ýverið lauk skiptum í persónu- legum þrotabúum Þorgeirs Ást- valdssonar útvarpsmanns og Gunnlaugs Helga- sonar. Lýstar kröfur í þrotabú þeirra fé- laga voru óvenjuhá- ar miðað við ein- staklinga, 32 millj- ónir hjá Þorgeiri og ■ 21 milíjón hjá Gunn- laugi. Ekkert fékkst upp í kröfurnar, en hér mun vera um að ræða eftir- mála af þátttöku þeirra í rekstri út- varpsstöðvarinnar Stjörnunnar. Bú ekki síður nafntogaðs einstaklings, Gunnars Þórðarsonar tónlistar- manns, var afgreitt um svipað leyti og fékkst ekkert upp í 13 milljóna króna lýstar kröfur . . . VIRÐISAUKASKATTUR Endurgreiðsla virðisaukaskatts til íbúðarbyggjenda Hvað er endurgreitt? Virðisaukaskattur af vinnu manna við íbúðarhúsnæði er endurgreiddur: • Byggjendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna á byggingarstað hússins. •Eigendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna við viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis síns. • Þeir sem framleiða íbúðarhús í verk- smiðju hér á landi geta fengið endur- greiddan hluta virðisaukaskatts af söluverði húsanna. Sérstaklega skal tekið fram að hvorki er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna tækjavinnu né af efni sem notað ertil byggingarframkvæmda. Endurgreiðslubeiðni Sækja skal um endurgreiðslu á sér- stökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Eyðublöðin eru: •RSK 10.17: Bygging (búðarhúsnæðis til sölu eða leigu. •RSK 10.18: Bygging, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Athygli skal vakin á því að frumrit sölureiknings skal fylgja umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta og viðhalds. Vegna ný- byggingar verður umsækjandi að geta lagt fram umbeðin gögn, t.d. sölu- reikninga þar sem skýrt kemur fram hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé unnin á byggingarstað. Uppgjörstímabil Hvert uppgjörstímabil ertveir mánuðir: janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skiladagur Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstimabili lýkur. Hvenær er endurgreitt? Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma skal endur- greiðslan fara fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna nýbygginga og eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna endurbóta og viðhalds. RSK RIKISSKATTSTJORI Leigjum út sal fyrir einkasamkvæmi á 3. hæð gamla „klúbbsins“. Sjáum um allt - matr diskótek, hljómsveit - gerum tilboð. Hafið samband /i\ KLÚBBURINN KLáBBURINN Borgartúni 32 /bohgartúni\ Símar 624588 624533 /bORGARTÚWIy /

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.