Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 8

Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991 Ættarveldi Einars Guðfinnssonar á Bolungarvík PENINGA til 2.400 milljónir króna. „Við höfum í raun aldrei fengið almennilega að sjá í reikninga fyrirtækisins. Okkur eru vanalega réttir einhverjir papp- írar sem segja takmarkað," sagði fyrrverandi bæjarfulltrúi í samtali viö PRESSUNA. ÆTTIN ENN VIÐ STJÓRNVÖLINN Allt var þetta gert þannig að Ein- ars Guðfinnssonar-ættin héldi völd- um í þessu sögufræga fyrirtæki sem ættfaðirinn setti á stofn. Stundum hefur verið haft á orði að fjölskyld- an ætti bæinn og málaði hann eins og henni sýndist. Hefur verið tölu- verð gagnrýni á lofti vegna þess að aldrei hefur verið skipt um stjórn- endur þrátt fyrir mikla og viðvar- andi erfiðleika. „Það er skoðun mín að það hefði átt að loka þessari bók fyrir tveimur árum og senda fyrir- tækið í gjaldþrot," sagði bæjar- stjórnarfulltrúi í samtali við PRESS- UNA. Þá hefur vakið óánægju í gegnum tíðina að eignir fjölskyld- unnar í öðrum fyrirtækjum, svo sem Skeljungi, Tryggingamiðstöðinni og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, hafa ekki verið teknar í að bjarga móðurfyrirtækinu. Hefur veriðbent á það að ef réttlætanlegt eigi að vera að verja eignarhlut fjölskyldunnar þá verði þessir fjármunir að koma til. Því er kannski til að svara þessari gagnrýni að nú er tilkynnt að yfir- mönnum fyrirtækisins verði sagt upp. Reyndar er látið liggja að því í sömu andrá að fyrirtækið muni end- urráða þá. Nú er sagt að vanti 100 milljónir, en kunnugir segja að það sé aðeins toppurinn á ísjakanum. „Bærinn hefur enga burði til að láta þessa peninga af hendi," sagði mað- ur sem þekkir vel til bæjarmála á Bolungarvik. PRESSAN hefur heimildir fyrir því að endurskoðandi bæjarins hafi metið stöðu fyrirtækisins þannig að til þess að aðgerði rnar nú gangi upp þurfi að lækka skuldir þess um 500 milljónir. Ef Bolungarvík legði til 100 milljónir yrði einhver annar að leggja til 400 milljónir. MUNDI AUKA SKULDIR BÆJARINS UM 85 ÞÚSUND Á ÍBÚA Bæjarfélagið er reyndar nýlega búið að taka þátt í björgun annars sjávarútvegsfyrirtækis í Bolungar- vík, Græðis hf. Var fyrirtækið keypt en eignir þess eru metnar á 175 milljónir. Megnið var í formi yfir- Fyrirtækið Einar Guðfinnsson hf. á Bolungarvik, eitt frægasta ættar- veldi landsins, riðar nú til falls. Nú, tveimur árum eftir fjölþættar björg- unaraðgerðir opinberra sjóða og banka, þarf fyrirtækið meiri pen- inga. Bágstaddur bæjarsjóður Bol- ungarvíkur hefur verið beðinn að leggja 100 milljónir fram sem hluta- fé, en talið er að færa þurfi skuldir niður um 500 milljónir. Forráða- menn Bolungarvíkur hafa gengið á fund Mallhíasar Bjarnusonur, for- manns stjórnar Byggðastofnunar, og Davíös Oddssonar forsætisráð- herra og beðið um aðstoð. Stefnu- breytingu stjórnvalda gagnvart Byggðastofnun og Atvinnutrygg- ingarsjóði virðist þurfa til. Ekkert fyrirtæki fékk jafn mikla fyrirgreiðslu hjá Atvinnutrygging- arsjóði útflutningsgreina. Einar Guðfinnsson hf. (EG) á Bolungarvík fékk samtals árin 1989 og 1990 um 326 milljónir króna. Fyrirtæki því tengd fengu síðan verulega háar upphæðir til viðbótar. Um leið tóku aðrir opinberir sjóðir og bankar þátt í björguninni, sem fólst í því að færa heildarskuldirnar niður um 600 milljónir. Björgunin var margþætt: Fyrir- tækið seldi togarann Sólrúnu til Súðavíkur en þar fengust 340 millj- ónir króna. Skeljungur og Trygg- ingamiðstöðin, sem eru að hluta til i eigu ættarinnar, lögðu til um 35 milljónir. Þá var hiutur Byggða- stofnunar upp á 52 milljónir, 23 milljónir í formi niðurfellingar skulda og 29 milljönir fóru í víkjandi lán. Framkvæmdasjóður lagði til 10 milljónir með því að niðurfæra skuldir og ættin ákvað að leggja 30 milljónir inn í dæmið. LANDSBANKINN BJARGAÐI EIGNARHLUT ÆTTARINNAR Þáttur Landsbankans i þessari björgun var mjög rausnarlegur. „Það er ekkert vafamál að fyrirtæk- ið hefði ekki fengið inni hjá At- vinnutryggingarsjóði ef Landsbank- inn hefði ekki hjálpað til. Það stefndi í að það færi til Hlutafjár- sjóðs en þá hefði eignarhluturinn breyst. Landsbankinn hjálpaði þeim að komast í gegnum okkar skilyrði, enda virtist þeim umhugað um að þeir færu ekki hlutafjársjóðsleið- ina," sagði stjórnarmaður hjá At- vinnutryggingarsjóði. Gunnar Hilmarsson, fyrrverandi forstöðu- maður Atvinnutryggingarsjóðs, tek- ur undir þetta. „Við vissum aldrei nákvæmlega hvað Landsbankinn gaf eftir en okkur var sagt að bank- inn mundi tryggja að fyrirtækið stæði undir skilyrðum okkar," sagði Gunnar. Aldrei hefur fengist fullkomin skýring á því hve mikið Landsbank- inn gaf eftir gagnvart EG, en ljóst að háar dráttarvaxtaskuldir voru felld- ar niður og ýmsar skuldir strikaðar út. Tala á milli 80 og 100 milljóna var nefnd. Þá hefur gengið erfiðlega að fá uppgefið hverjar raunverulegar heildarskuldir fyrirtækjasamsteyp- unnar eru. I tengslum við þetta mál hafa forráðamenn fyrirtækisins haldið því fram að þær séu um 1.400 milljónir eða um 1.000 milljónir þegar veltufjármunir eru dregnir frá. Aðrir segja að þetta sé fjarri lagi. Heimildir innan dr Byggðastofnun og frá Bolungarvík segja að heildar- skuldir allra fyrirtækjanna séu hátt á þriðja milljarð, eða á bilinu 2.200 DaviA Oddsson á tali við Ólaf og Jón i Stjórnarráðinu í gær. Davíð tók undir móguleika á að framlengja lán Atvinnutryggingarsjóðs.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.